Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf ód‡rast á netinu
Breytanlegur farseðill!
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
22
35
0
1
0/
20
03
H
ótelbransinn snýst um ókunnuga,“ segir í klúrri fegurð
leikstjórans Stephens Frears á kvikmyndahátíð. Ein-
hvern veginn eru hótel eins nálægt því og hugsast getur að
ókunnugir búi saman á heimili. Þarna gistir fólk frá öllum
heimshornum í sama húsi, snæðir í sama salnum, drekkur
á sama barnum, en heldur sig að mestu fyrir sig, – og sína ef það ferðast í
hópum.
Það hlýtur að teljast merkilegt að annað fólk, sem ekki er á ferðalögum,
kýs að heimsækja þetta heimili ókunnugra og hreiðra um sig í betri stof-
unni. Á hótelbarnum eru herbergisveggir í reitaskiptu gólfteppinu. Þar
renna saman ólíkir mannlífsstraumar, sem eiga upptök sín í öllum heims-
hornum.
– Við erum ekkert að ryðjast inn, spyr kona með
grænan trefil afsakandi.
– Nei, nei, svarar barþjónninn hughreystandi.
Fleiri hótelgestir en hún eru ekki með aðsetur á hót-
elinu, þar á meðal valinkunnur sjónvarpsmaður sem rifj-
ar upp að hótelið var hola þegar hann var í Melaskóla.
– Það safnaðist vatn í holuna og við sigldum um það á
fleka, segir hann og vantar bara að hann kveiki sér í pípu eins og Stikils-
berja-Finnur. Hann lætur sér nægja tvöfaldan espresso. Liturinn samur
og á slæðu konunnar sem leggur svarta tösku á barborðið og reisir með
því vegg á milli sín og næsta manns. Hann skrifar og svarti liturinn lekur
á blaðið eins og kaffi á hvítan dúk. Hún spyr barþjóninn:
– Er aldrei músík hérna?
– Nei, svarar hann.
Hún snýr sér að ókunnugum manni við borðið:
– Nú eru engir staðir lengur, segir hún.
– Ekkert hægt að fara, tekur hann undir.
– Vantar huggulegheit, segir hún.
Svo sest hún með vinkonu sinni í rauðu stólana á Mímisbar, sem svipar
til bíóstólanna í Regnboganum. Það vantar hjartað í eina sögupersónuna.
Þeir sem eiga leið um hótel Frears eiga samt „ekki að skipta sér af því
hverjir koma eða fara“. Hjartanu er sturtað niður í klósettið. Samskiptin
á því heimili ókunnugra hjartalaus.
Ókunnugt fólk ráfar um bæinn. Ungur maður verður næstum fyrir
kyrrstæðum bíl á Hverfisgötu. Það hringir kona í útvarpið og biður um
óskalag.
– Ég man ekki hvað það heitir eða hver syngur það … Það heitir …
Ooooohhh!
Leigubílstjórar vinna við að aka ókunnugu fólki. Flestir segja að það
tali mest um veðrið.
– Ef íslenska landsliðinu gengur vel er talað um það líka.
Stundum finnur maður að leigubílstjórinn bíður í ofvæni með orðin í
hálsinum eftir að byrja samræðurnar, en aðrir láta sér nægja að hósta
upp einsatkvæðisorðum. Eflaust er misjafnt hvort þeir stytta sér stundir
við að hlusta á samræður farþeganna, en margir lýsa því að þeir heyri
ótrúlega hluti, – í líkingu við klúra fegurð Frears. Einn trúir blaðamanni
fyrir því að hann hafi tekið upptökutæki með sér í vinnuna í nokkra daga
og tekið upp samræður farþega. Það sé hin besta skemmtun að hlusta á
samtölin.
– Fáum við ábót? spyrja konurnar barþjóninn. Eldri karl hefur snúið
stólnum frá gestum betri stofunnar og horfir einrænu augnaráði fram á
barborðið. Annar hefur rænu á því að standa upp og stíga á bakvið súlu í
anddyrinu áður en hann ælir. Svo heldur hann upp á herbergi. Það er
stöðug umferð og nokkrir gestir ganga í æluna – einum skrikar næstum
fótur í iðrum ókunnugs manns.
Það er misjafnt hvort fólk leggur sig eftir því að ræða við barþjóninn.
– Þá spyr það hvaðan ég sé og svoleiðis, segir hann og brosir.
– Engar játningar, spyr blaðamaður?
– Nei, svarar hann, þurrkar af barborðinu með velktri tusku og sinnir
síðan viðskiptavinum. Blaðamaður skrifar. Þar til blekið er búið í penn-
anum á barnum. Og barþjónninn spyr:
– Heyrðu, get ég fengið lánaðan pennann þinn?
…
Morgunblaðið/Kristinn
Í heimsókn hjá
ókunnugum
SKISSA
Pétur Blöndal
rýndi í lífið hjá
ókunnugum
Á ANNAÐ hundrað barna mætir
nú reglulega í skákskóla í Saraj-
evo sem styrktur er af utanrík-
isráðuneyti Íslands. Skólinn er
samstarfsverkefni skákfélagsins
Bosnia Sarajevo, Hróksins og
Bosníunefndar utanríkisráðuneyt-
isins.
Skólinn fór af stað fyrir tveimur
vikum en hugmyndin að honum
kviknaði í mars sl. yfir kaffibolla
hjá Hrafni Jökulssyni, forseta
Hróksins, og Ivan Sokolov, einum
besta skákmanni Sarajevo. Hrafn
og Ivan sneru sér til Bosníu-
nefndar utanríkisráðuneytisins
sem ákvað að styrkja verkefnið en
Egill Heiðar Gíslason, formaður
nefndarinnar, segir að áætlað sé
að veita um 2,2 milljónir til að
halda úti skákkennslu í Sarajevo í
vetur.
Heilmikill skákáhugi
Að sögn Egils var nefndin sett á
laggirnar til að aðstoða við upp-
byggingu í Bosníu eftir stríðið.
Hún hefur meðal annars unnið í
samstarfi við Össur hf. við að að-
stoða fólk sem hefur misst útlimi
af völdum jarðsprengna. Egill
bendir á að samþykkt hafi verið að
aðstoða við að ýta skákskólanum
úr vör en að skákfélagið í Saraj-
evo telji sig svo geta haldið starf-
inu áfram. „Meiningin er að við
hjálpum þeim með þetta í vetur.
Það hefur engin ákvörðun verið
tekin um framhaldið enda nátt-
úrlega takmarkað fjármagn sem
við höfum,“ segir Egill.
Ivan Sokolov sér um skólann en
hann hefur ráðið hæfustu skák-
kennara í Sarajevo til starfa.
Kennararnir heimsækja alla skóla
í Sarajevo en í borginni búa um
300.000 manns. Áhugasamir nem-
endur geta svo sótt skákskólann
en þetta er börnunum að kostn-
aðarlausu. Á milli 120 og 130 börn
hafa nú þegar skráð sig til leiks en
Sokolov segir vonir standa til að
börnin verði um 200 þegar fram í
sækir. „Þetta gengur vonum fram-
ar. Það er heilmikill áhugi fyrir
skák svo ég er mjög bjartsýnn á
þetta. Við höfum fengið góð við-
brögð frá börnunum, foreldrum og
fjölmiðlum,“ segir hann.
Það á að taka
hugmyndum fagnandi
Að sögn Hrafns Jökulssonar hef-
ur andrúmsloftið í Sarajevo verið
þrúgað af stríðshörmungum og
borgin hefur ekki enn náð sér á
strik. „Í Sarajevo var ekki boðið
upp á skákkennslu og í raun ekki
til nokkurt skipulagt tómstunda-
starf. Það vantar þar svolítið af
gleði og það var það sem við vild-
um veita þarna inn með því að
setja á laggirnar skákskóla.“
Hrafn bendir á að hugmyndin
hefði aldrei orðið að veruleika ef
undirtektir utanríkisráðuneytisins
hefðu ekki verið svona góðar. „Við
gátum hafist handa nánast um-
svifalaust. Við erum í raun að búa
til nýja tegund af þróunarhjálp.
Við erum að senda eitthvað sem er
uppspretta gleði fyrir krakkana
og það er ekkert dýrmætara fyrir
þjóð en glöð ungmenni. Þetta er
vonandi upphafið að einhverju
ennþá fallegra og skemmtilegra,“
segir Hrafn og bætir við að þetta
sýni að það eigi alltaf að taka öll-
um hugmyndum fagnandi. Séu
þær líklegar til að leiða til góðs
eigi að hjálpa þeim að taka flugið.
Í lok nóvember stendur Hrók-
urinn fyrir barnaskákmóti í Saraj-
evo og má búast við að þá komi í
ljós hversu vel útbreiðsla skáklist-
arinnar hefur gengið þar í borg.
Utanríkisráðuneytið og Hrókurinn styðja skákkennslu í Sarajevo
Fjöldi
barna
hefur
skráð sig
til leiks
Ljósmynd/Egill Heiðar Gíslason
Mörg börn eru í skákskólanum í Sarajevo, en hann er styrktur af Bosníu-
nefnd utanríkisráðuneytisins. Mikill áhugi er á skák í Bosníu.
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands
hefur dæmt aldraðan bónda í Borg-
arbyggð í 150 þúsund króna sekt
fyrir brot á dýraverndunarlögum
og fleira með því að hafa veturinn
2001 til 2002 vanrækt aðbúnað, um-
hirðu og fóðrun á 74 ám með þeim
afleiðingum að lóga þurfti níu ám
og einum hrúti. Ákærði var hins
vegar sýknaður af kröfu ákæru-
valds um sviptingu leyfis til að
halda eða eiga búfé.
Sannað þótti að tíu sauðkindur úr
hjörð ákærða voru afar illa á sig
komnar í mars 2002 og þurfti að
lóga þeim strax. Einnig var sannað
að 64 aðrar kindur hans voru illa á
sig komnar. Dómurinn tók tillit til
þess að ákærði hefur aldrei hlotið
refsingu. Einnig var það virt hon-
um til linunar refsingar að hann
hefur lengi verið undir eftirliti þar
til bærra yfirvalda, án þess að þau
hafi gert gangskör að því að hann
yrði saksóttur fyrir alvarlega van-
rækslu í umhirðu og fóðrun fjár
síns.
Málið dæmdu Finnur Torfi Hjör-
leifsson, héraðsdómari og dómsfor-
maður, og meðdómendurnir Jakob-
ína Sigvaldadóttir dýralæknir og
Sveinn Hallgrímsson dr. scient,
lektor. Verjandi ákærða var Jón
Haukur Hauksson hdl. Málið sótti
Hjördís Stefánsdóttir, fulltrúi
sýslumannsins í Borgarnesi.
Sektaður fyrir vanfóðrun
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði á Alþingi að hann hefði
ekki í hyggju að gera tillögur um
grundvallarbreytingar á lögum um
fæðingar- og foreldraorlof. Hann
minnti á að nefnd væri nú að fara yf-
ir reglur um fæðingarorlofssjóð og
sagði að hún þyrfti m.a. að ræða
áhrif þess að lækka að einhverju
leyti það hlutfall af heildarlaunum
sem greiðsla í orlofi byggðist á.
Nefndin á að skila tillögum sínum
fyrir áramót.
Ráðherra lét þessi ummæli falla í
svari við fyrirspurn Þórunnar Svein-
bjarnardóttur, þingmanns Samfylk-
ingarinnar, um fæðingarorlofssjóð.
Þingmaðurinn minnti á að um mitt
sumar hefðu borist fregnir af því að
mjög hefði gengið á fé sjóðsins og að
óbreyttu gæti eigið fé sjóðsins orðið
uppurið um mitt ár 2005. Spurði hún
ráðherra að því hvernig hann hygð-
ist bregðast við fjárþurrð sjóðsins.
Aukin tekjuöflun skoðuð
Ráðherra sagði að hann hefði
strax í sumar sett saman nefnd sem
ætti m.a. að setja fram hugmyndir
um leiðir til að styrkja fjárhagslega
stöðu sjóðsins. Hann gerði nánar
grein fyrir hlutverki nefndarinnar
og sagði síðan: „Til dæmis þarf að
skoða hvort og hvernig hægt er að
breikka tekjustofn sjóðsins. Við
þurfum að skoða hvort og þá hvern-
ig hægt er að draga úr útgjöldum
sjóðsins án þess að gengið sé of
langt í þeim efnum. T.d. þarf að
ræða áhrif þess að lækka að ein-
hverju leyti það hlutfall af heildar-
launum sem greiðsla í orlofi byggist
á. Slíka kosti verður að skoða sem
og aðra og meta áhrif einstakra
breytinga.“
Ráðherra sagði að hópurinn ætti
að skila tillögum og greinargerð til
félagsmálaráðherra fyrir áramót. „Í
framhaldi af því munum við meta í
samráði við aðila vinnumarkaðarins
til hvaða úrræða verður gripið.“
Félagsmálaráðherra skoðar fæðingarorlofssjóð
Ekki grundvallarbreytingar
á lögum um fæðingarorlof