Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 23

Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 23
óperuheiminum. „Til að byrja með var ég ekki mjög hrifin af óperutónlist, langaði meira að syngja ljóð. Ljóðasöngurinn á alltaf mjög sterk ítök í mér. Þeg- ar maður syngur á tónleikum, er maður í sterkara persónulegu sambandi við áheyrendur sína auk þess sem maður er þá að syngja eitthvað sem maður velur sjálfur, tónlist sem höfðar til manns þannig að maður hafi eitt- hvað að segja með henni. Þá skiptir ekki alltaf mestu máli hvort margir eru að hlusta. Á hinn bóginn hef ég líka alltaf haft gaman af að leika; lék í Þjóðleik- húsinu þegar ég var yngri og í leikfélagi í menntaskóla. Í óper- unni fæ ég mikla útrás fyrir þessa þörf. Þar er maður líka á sviði með fleira fólki og að syngja með hljómsveit, sem er auðvitað mjög gaman. Þetta er í sjálfu sér ekkert öðruvísi söngur, þótt nálg- unin sé önnur.“ Guðrún Jóhanna hefur líka sungið í óratoríum og slíkri músík, og er þess skemmst að minnast að hún söng eitt ein- söngshlutverkanna í Jólaóratoríu Johns Speight sem hreppti bæði íslensku tónlistarverðlaunin og viðurkenningu sem besta evr- ópska tónverkið og fyrir besta flutning, þegar óratoríunni var útvarpað um alla Evrópu fyrir síðustu jól. Guðrún Jóhanna rær því á ýmis mið í tónlistinni. „Ég hef sérstaklega gaman af því að syngja Bach.“ Guðrún hefur sungið á Tíbrártónleikum í Saln- um, á vegum Listahátíðar í Reykjavík og á tónleikum í Fær- eyjum, Lúxemborg og á Bret- landi, sem fyrr segir. Hún hefur einnig komið fram með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hún vann til fjölda verðlauna fyrir söng sinn meðan hún var enn í námi. Tónleikarnir í Gerðubergi eru engu að síður hennar fyrstu op- inberu einsöngstónleikar hér eft- ir að námi lýkur. „Ég er þakklát fyrsta söngkennarnum mínum, Rut Magnússon fyrir að hafa komið mér af stað í söngnum, en tónleikana tileinka ég minningu Þorgerðar Sigurðardóttur mynd- listarkonu.“ Inese Klotiña píanóleikari lærði í heimalandi sínu Lettlandi og við Guildhall School of Music and Drama. Hún hefur líka unnið til fjölda verðlauna; í Litháen, Úkraníu, Svíþjóð, Frakklandi og Bretlandi. Inese hefur komið fram sem meðleikari með söngv- urum og hljóðfæraleikurum og sem einleikari með ýmsum sin- fóníuhljómsveitum. Hún hefur einnig haldið einleikstónleika í Lettlandi, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni. Sleppum ekki ljóðatónleikunum Elísabet B. Þórisdóttir, for- stöðumaður Gerðubergs, segir að í allt hafi á fimmta tug söngvara komið fram á Ljóðatónleikum Gerðubergs þau fimmtán ár sem þeir hafa verið haldnir. „Und- anfarin tvö, þrjú ár, höfum við bara verið með eina hefðbundna ljóðatónleika á ári. Við höfum hins vegar verið í miklu sam- starfi við Félag íslenskra tónlist- armanna, FÍT, og verið með hljóðfæradaga, þar sem einstök hljóðfæri og hljóðfæraflokkar hafa verið kynnt ítarlega. Við höfum verið með Dag hinna djúpu strengja, Fágætu fiðlufjöl- skylduna, Dag flautunnar og svo framvegis, og þetta hefur að nokkru leyti komið í stað ljóða- tónleikanna. Við höfum einnig verið með Tónþing í anda Sjón- þinganna. Þetta hafa verið spennandi verkefni og hljóð- færadagarnir hafa verið bráð- skemmtilegir. Litrófið í tónlistar- lífinu hefur breyst; við höfum ekki verið hrædd við að breyta til og vera á undan með nýjar hug- myndir. En við sleppum ljóða- tónleikunum þó ekki alveg, og gaman að fá Guðrúnu Jóhönnu til liðs við okkur nú – það verður rosalega gaman að heyra í henni.“ begga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 23 ENSKA ER OKKAR MÁL Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið víða um land Sandra Eaton John O’ Neill Julie InghamMaxwell Ditta Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@simnet.is Robert Williams • Okkar vinsælu talnámskeið - 7 vikur • Kennt á mismunandi stigum • Kennt: Kl. 9:00, 10:30, 17:20, 19:00 og 20:40 • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðinn einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.950 Flugsæti til Budapest, 30. okt., með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Heimflug 2. nóv. Glæsilegt úrval hótel í hjarta Budapest. Frá kr. 3.400 kr. pr. nótt. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðasta ferðin í haust Budapest helgarferð 30. október frá kr. 19.950 www.merkur.is 594 6000 Skútuvogi 12a, 104 R. Bæjarflöt 4, 112 R. EININGAHÚS • Staðlaðar gámastærðir 10, 20 og 30ft. • Möguleiki á yfirbreidd- og hæð • Ótal notkunarmöguleikar Frábær reynsla! - Hagstætt verð! Fyrir íslenskar aðstæður SÖNGKVARTETTINN Út í vorið eru næstu gestir í afmælistón- leikaröð Langholtskirkju, Blómin í garðinum. Tónleikarnir eru kl. 17 á sunnudag. Á efnisskránni má finna vinsæl kvartettlög fyrri ára í útsetningum Carls Billich, Magnúsar Ingimarssonar o.fl. Einnig eru nýjar útsetningar fyr- ir kvartettinn eftir Bjarna Þór Jónatansson og nokkrar nýjar út- setningar á lögum Jóns Múla Árnasonar. Söngkvartettinn Út í vorið er skipaður Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfa- syni, Þorvaldi Friðrikssyni og Bjarna Þór Jónatanssyni. Allir hafa þeir verið félagar í Kór Langholtskirkju. Daníel Þor- steinsson, píanóleikari og harm- onikuleikari, kemur einnig fram með kvartettinum á tónleikum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Út í vorið í Langholtskirkju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.