Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 23
óperuheiminum. „Til að byrja með var ég ekki mjög hrifin af óperutónlist, langaði meira að syngja ljóð. Ljóðasöngurinn á alltaf mjög sterk ítök í mér. Þeg- ar maður syngur á tónleikum, er maður í sterkara persónulegu sambandi við áheyrendur sína auk þess sem maður er þá að syngja eitthvað sem maður velur sjálfur, tónlist sem höfðar til manns þannig að maður hafi eitt- hvað að segja með henni. Þá skiptir ekki alltaf mestu máli hvort margir eru að hlusta. Á hinn bóginn hef ég líka alltaf haft gaman af að leika; lék í Þjóðleik- húsinu þegar ég var yngri og í leikfélagi í menntaskóla. Í óper- unni fæ ég mikla útrás fyrir þessa þörf. Þar er maður líka á sviði með fleira fólki og að syngja með hljómsveit, sem er auðvitað mjög gaman. Þetta er í sjálfu sér ekkert öðruvísi söngur, þótt nálg- unin sé önnur.“ Guðrún Jóhanna hefur líka sungið í óratoríum og slíkri músík, og er þess skemmst að minnast að hún söng eitt ein- söngshlutverkanna í Jólaóratoríu Johns Speight sem hreppti bæði íslensku tónlistarverðlaunin og viðurkenningu sem besta evr- ópska tónverkið og fyrir besta flutning, þegar óratoríunni var útvarpað um alla Evrópu fyrir síðustu jól. Guðrún Jóhanna rær því á ýmis mið í tónlistinni. „Ég hef sérstaklega gaman af því að syngja Bach.“ Guðrún hefur sungið á Tíbrártónleikum í Saln- um, á vegum Listahátíðar í Reykjavík og á tónleikum í Fær- eyjum, Lúxemborg og á Bret- landi, sem fyrr segir. Hún hefur einnig komið fram með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hún vann til fjölda verðlauna fyrir söng sinn meðan hún var enn í námi. Tónleikarnir í Gerðubergi eru engu að síður hennar fyrstu op- inberu einsöngstónleikar hér eft- ir að námi lýkur. „Ég er þakklát fyrsta söngkennarnum mínum, Rut Magnússon fyrir að hafa komið mér af stað í söngnum, en tónleikana tileinka ég minningu Þorgerðar Sigurðardóttur mynd- listarkonu.“ Inese Klotiña píanóleikari lærði í heimalandi sínu Lettlandi og við Guildhall School of Music and Drama. Hún hefur líka unnið til fjölda verðlauna; í Litháen, Úkraníu, Svíþjóð, Frakklandi og Bretlandi. Inese hefur komið fram sem meðleikari með söngv- urum og hljóðfæraleikurum og sem einleikari með ýmsum sin- fóníuhljómsveitum. Hún hefur einnig haldið einleikstónleika í Lettlandi, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni. Sleppum ekki ljóðatónleikunum Elísabet B. Þórisdóttir, for- stöðumaður Gerðubergs, segir að í allt hafi á fimmta tug söngvara komið fram á Ljóðatónleikum Gerðubergs þau fimmtán ár sem þeir hafa verið haldnir. „Und- anfarin tvö, þrjú ár, höfum við bara verið með eina hefðbundna ljóðatónleika á ári. Við höfum hins vegar verið í miklu sam- starfi við Félag íslenskra tónlist- armanna, FÍT, og verið með hljóðfæradaga, þar sem einstök hljóðfæri og hljóðfæraflokkar hafa verið kynnt ítarlega. Við höfum verið með Dag hinna djúpu strengja, Fágætu fiðlufjöl- skylduna, Dag flautunnar og svo framvegis, og þetta hefur að nokkru leyti komið í stað ljóða- tónleikanna. Við höfum einnig verið með Tónþing í anda Sjón- þinganna. Þetta hafa verið spennandi verkefni og hljóð- færadagarnir hafa verið bráð- skemmtilegir. Litrófið í tónlistar- lífinu hefur breyst; við höfum ekki verið hrædd við að breyta til og vera á undan með nýjar hug- myndir. En við sleppum ljóða- tónleikunum þó ekki alveg, og gaman að fá Guðrúnu Jóhönnu til liðs við okkur nú – það verður rosalega gaman að heyra í henni.“ begga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 23 ENSKA ER OKKAR MÁL Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið víða um land Sandra Eaton John O’ Neill Julie InghamMaxwell Ditta Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@simnet.is Robert Williams • Okkar vinsælu talnámskeið - 7 vikur • Kennt á mismunandi stigum • Kennt: Kl. 9:00, 10:30, 17:20, 19:00 og 20:40 • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðinn einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.950 Flugsæti til Budapest, 30. okt., með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Heimflug 2. nóv. Glæsilegt úrval hótel í hjarta Budapest. Frá kr. 3.400 kr. pr. nótt. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðasta ferðin í haust Budapest helgarferð 30. október frá kr. 19.950 www.merkur.is 594 6000 Skútuvogi 12a, 104 R. Bæjarflöt 4, 112 R. EININGAHÚS • Staðlaðar gámastærðir 10, 20 og 30ft. • Möguleiki á yfirbreidd- og hæð • Ótal notkunarmöguleikar Frábær reynsla! - Hagstætt verð! Fyrir íslenskar aðstæður SÖNGKVARTETTINN Út í vorið eru næstu gestir í afmælistón- leikaröð Langholtskirkju, Blómin í garðinum. Tónleikarnir eru kl. 17 á sunnudag. Á efnisskránni má finna vinsæl kvartettlög fyrri ára í útsetningum Carls Billich, Magnúsar Ingimarssonar o.fl. Einnig eru nýjar útsetningar fyr- ir kvartettinn eftir Bjarna Þór Jónatansson og nokkrar nýjar út- setningar á lögum Jóns Múla Árnasonar. Söngkvartettinn Út í vorið er skipaður Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfa- syni, Þorvaldi Friðrikssyni og Bjarna Þór Jónatanssyni. Allir hafa þeir verið félagar í Kór Langholtskirkju. Daníel Þor- steinsson, píanóleikari og harm- onikuleikari, kemur einnig fram með kvartettinum á tónleikum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Út í vorið í Langholtskirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.