Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 39 OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM Í KÓPAVOGI NÚPALIND 8 Falleg og velskipulögð 3ja herb. 100 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi auk stæðis í bílgeymslu. Tvö rúmgóð herb. Stór og björt stofa/borðstofa með útg. á suðursvalir. Glæsilegar mahóní innrétt- ingar. Þvottahús innaf eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Sameign glæsileg. Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. 8,3 millj. Verð 16,5 millj. Helgi og Silvía sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 17:00 HAMRABORG 16 - 2. HÆÐ Falleg og mikið endurnýjuð 58 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölb. ásamt stæði í opinni bílageymslu. Rúmgott herb., stór og björt stofa. Nýl. gólfefni parket og flís- ar. Verið er að taka húsið í gegn að utan og innan, seljandi greiðir kostnað. Laus strax. Áhv. 7,7 millj. Verð 9,2 millj. María sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 17:00 FURUGRUND 54 Falleg, velskipulögð og mikið endurnýjuð 5 herb. 108 fm endaíbúð á 1. hæð í fjöl- býli. 4 rúmgóð herb. innan íbúðar ásamt aukaherb. Í kjallara með aðg. að WC, stór og björt stofa og rúmgott sjónvarpshol. Nýl. innréttingar. Þvottahús innaf eldhúsi. Nýl. parket og flísar á gólfum. Aukaherb. í kjallara með aðg. að WC. Stórar suður- svalir. Áhv. 5,0 millj. 15,6 millj. Ásgeir og Gabríela sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 17:00 Borgartúni 22, 105 Reykjavík Sími 5 900 800 ANDRÉSBRUNNUR Í GLÆSILEGU LYFTUHÚSI - M. STÆÐI Í BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu nýjar glæsilegar íbúðir í 4ra hæða lyftuhúsi á mjög góðum stað innst í lokaðri götu í Grafarholti. Húsið afhendist fullfrágengið að utan, steinað og vandað að allri gerð með frágenginni sameign, bílastæðum og lóð. Íbúðirnar afhendast fullfrágengnar að innan án gólfefna með vönd- uðum HTH innréttingum, flísal. baðherb. með upphengdum salernum, flísal. þvottahúsgólf. Extra stórar 10 fm svalir. Fallegt útsýni yfir á Esjuna, Úlfars- fell og fl. Frábærlega velskipulagðar íbúðir á eftirsóttum stað á góðu verði. VERÐ OG STÆRÐIR ÍBÚÐA • 2ja herbergja ca 71 fm íbúð. (án bílskýlis) Verð frá 11, 3 millj. • 3ja herbergja ca 95 fm íb. (bílskýli fylgir) Verð frá 14,3 millj. • 4ra herb. frá 110-120 fm íb. (bílskýli fylgir) Verð frá 16,4-16,8 millj. • 5 herb. ca 126 fm íbúð. (bílskýli fylgir) Verð 17,8 -17,9 millj • Sérþvottahús í íbúð • 10 fm svalir • Innréttingar frá HTH • Flísalagt baðherbergi og þvottaherbergisgólf. • Upphengt salerni. • Bílskýli Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Traustur Byggingaraðili Þórhalli Einarsson ehf. Upplýsingar og teikningar á www.nybyggingar.is eða hjá Þórarni í gsm 899-1882 eða Ingólfi í 896-5222 Hæð í vesturbænum eða þingholtunum óskast Höfum verið beðin að útvega góða sérhæð í Vesturbæ eða Þingholtum. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali. Suðurhús - útsýni Mjög fallegt 350 fm einbýlishús með tvöföld- um bílskúr í suðurhlíðum Húsahverfis, næst óbyggðu svæði. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, tvær samliggjandi stofur, sól- stofu, borðstofu, eldhús, fjögur herbergi, sjón- varpsherbergi og baðherbergi. Falleg og gróin lóð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 35,9 m. 3679 Bergsmári - vandað Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilegt 213 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggð- um bílskúr. Húsið skiptist m.a. í stofu, borð- stofu og fjögur herbergi. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Glæsilegt baðherbergi með hornbað- kari. Mikil lofthæð er í húsinu. Mikið útsýni. Gróin lóð til suðurs með timburverönd. Nánari upplýsingar um húsið veitir Magnea Sverris- dóttir fasteignasali í síma 861 8511. V. 32 m. 3555 Hjallavegur - tvær íb. - fyrir laghenta Vorum að fá í sölu 154 fm parhús á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: hol, tvær stofur og eldhús. 2. hæð: tvö herbergi og baðherbergi. Í kjallara er 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Auk þess fylgir 40 fm bílskúr. V. 17,9 m. 3700 Eiðistorg - bílskýli 4ra herb. glæsileg 133 fm íbúð á tveimur hæð- um og með frábæru útsýni. Á neðri hæðinni er forstofa, snyrting, eldhús og stofur. Út af stof- unum eru góðar svalir til vesturs. Á efri hæð- inni er baðherb., tvö stór herbergi, hol o.fl. Stórar suðurþaksvalir eru út af holinu. V. 18,9 m. 3696 Fellsmúli - rúmgóð Vorum að fá í einkasölu góða 112 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í tvær sam- liggjandi stofur og þrjú herbergi. Tvennar sval- ir. V. 14,5 m. 3688 Rangt föðurnafn Í myndatexta með frétt um við- urkenningu umhverfisnefndar Eyja- fjarðarsveitar í Morgunblaðinu á föstudag misritaðist föðurnafn Vig- dísar, en hún var ein þeirra sem tók við viðurkenningunni og hún sögð Sigfúsdóttir en hið rétta er að hún er Helgadóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Félag stjórnmálafræðinga stend- ur fyrir umræðufundi um Evrópu- mál þriðjudaginn 21. október kl. 12.05–13.15, í Lögbergi, húsnæði lagadeildar Háskóla Íslands, stofu 101. Fjallað verður um ríkjaráð- stefnu ESB, stækkun Evrópusam- bandsins til austurs og breytingar á stofnsáttmála sambandsins o.fl. Framsögumenn fundarins eru: Auð- unn Arnórsson, blaðamaður á Morg- unblaðinu, og Eiríkur Bergmann Einarsson, verkefnisstjóri Evrópu- mála hjá Rannsóknaþjónustu Há- skóla Íslands. Fundarstjóri er Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Að erindum loknum mun gefast tími til fyrirspurna og umræðna. Unglingar í vanda: Hvernig bregst skólinn við? Næsti morgunverðar- fundur Náum áttum verður miðviku- daginn 29. október kl. 8.30–10.30 á Grandhóteli. Erindi halda: Stefán Jón Hafstein, Ragnar Gíslason, skólastjóri, Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, Ragn- heiður Arnardóttir og Sigþrúður Arnardóttir. Þátttökugjald er kr. 1.500, morgunverður er innifalinn. Morgunverðarfundurinn er öllum op- inn meðan húsrúm leyfir. Skráning þátttöku er hjá: vímuvarnir@hr.is Náum áttum (www.naumattum.is) er opinn samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Þátttakendur eru: Félag grunnskólakennara, ríkislög- reglustjóri, Barnaverndarstofa, Rannsóknarstofa um mannlegt at- ferli – HÍ, Félagssvið Akureyrar- bæjar, Rauða kross húsið, Geðrækt, landlæknisembættið, Nýr leið ráð- gjöf, Vímulaus æska, Jafningja- fræðslan, Samstarfsnefnd Reykja- víkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Áfengis- og vímuvarnaráð, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan í Reykjavík, Götusmiðjan og Bindind- issamtök IOGT. Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins verður haldið fyrsta vetrardag, laug- ardaginn 25. október, kl. 14 á Grandagarði 8. Að loknu allsherjar- þingi verður haldið Dísablót í sal fé- lagsins og hefst borðhaldið kl. 20. Verð er kr. 1.200 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Blótsgestir til- kynni þátttöku í síma félagsins í síð- asta lagi miðvikudaginn 22. október. Á NÆSTUNNI Á RÁÐSTEFNU Matvæla- og nær- ingarfræðafélags Íslands kom fram að verið er að leggja spurningalista fyrir 1.300 börn í 34 skólum lands- ins og foreldra þeirra um ávaxta- og grænmetisneyslu. Á ráðstefn- unni var afhent Fjöregg félagsins, sem er viðurkenning fyrir lofsvert framtak á matvælasviði, og hlaut það kryddframleiðslufyrirtækið Pottagaldrar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, setti ráð- stefnuna og Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður á sviði mann- eldismála hjá Lýðheilsustöð, flutti erindi sem hún nefndi: Hvað er í matinn? Ráðum við því sjálf eða hvað býr að baki? Í erindi sínu um áhrif skóla og foreldra á mataræði barna kynnti Sveinbjörg Halldórsdóttir, sem starfar hjá Rannsóknastofu í nær- ingarfræði, könnun sem nú stendur yfir á mataræði barna. Hún segir daglega ávaxta- og grænmetis- neyslu á Íslandi um helming þess sem Manneldisráð mæli með. Þá segir hún að í Suður-Evrópu, þar sem löng hefð sé fyrir neyslu ávaxta og grænmetis, menn orðna uggandi um að hún fari minnkandi. Sveinbjörg segir markmiðið með könnuninni í íslenskum skólum að bæta og viðhalda heilsu skólabarna með aukinni neyslu grænmetis og ávaxta. Segir hún að vonast sé til að auka megi ávaxta- og grænmetis- neyslu barna og foreldra sem þátt taka í rannsókninni um 20%. Segir hún forprófanir rannsóknarinnar sýna að foreldrar og skólar gegni mikilvægu hlutverki í mótun mataræðis barna. Fjöreggið afhent í 11. sinn Fjöregg Matvæla- og næringar- fræðafélags Íslands var afhent í 11. sinn og gerði það Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Við Fjöregginu tók Sigfríð Þóris- dóttir, eigandi Pottagaldra. Var fyrirtækinu veitt Fjöreggið fyrir að hafa skapað sérstæða framleiðslu- vöru úr kryddi, frumleika og að vera brautryðjandi á sínu sviði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefna Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var mjög vel sótt. Mataræði kannað hjá 1.300 skólabörnum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.