Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 39 OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM Í KÓPAVOGI NÚPALIND 8 Falleg og velskipulögð 3ja herb. 100 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi auk stæðis í bílgeymslu. Tvö rúmgóð herb. Stór og björt stofa/borðstofa með útg. á suðursvalir. Glæsilegar mahóní innrétt- ingar. Þvottahús innaf eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Sameign glæsileg. Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. 8,3 millj. Verð 16,5 millj. Helgi og Silvía sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 17:00 HAMRABORG 16 - 2. HÆÐ Falleg og mikið endurnýjuð 58 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölb. ásamt stæði í opinni bílageymslu. Rúmgott herb., stór og björt stofa. Nýl. gólfefni parket og flís- ar. Verið er að taka húsið í gegn að utan og innan, seljandi greiðir kostnað. Laus strax. Áhv. 7,7 millj. Verð 9,2 millj. María sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 17:00 FURUGRUND 54 Falleg, velskipulögð og mikið endurnýjuð 5 herb. 108 fm endaíbúð á 1. hæð í fjöl- býli. 4 rúmgóð herb. innan íbúðar ásamt aukaherb. Í kjallara með aðg. að WC, stór og björt stofa og rúmgott sjónvarpshol. Nýl. innréttingar. Þvottahús innaf eldhúsi. Nýl. parket og flísar á gólfum. Aukaherb. í kjallara með aðg. að WC. Stórar suður- svalir. Áhv. 5,0 millj. 15,6 millj. Ásgeir og Gabríela sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 17:00 Borgartúni 22, 105 Reykjavík Sími 5 900 800 ANDRÉSBRUNNUR Í GLÆSILEGU LYFTUHÚSI - M. STÆÐI Í BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu nýjar glæsilegar íbúðir í 4ra hæða lyftuhúsi á mjög góðum stað innst í lokaðri götu í Grafarholti. Húsið afhendist fullfrágengið að utan, steinað og vandað að allri gerð með frágenginni sameign, bílastæðum og lóð. Íbúðirnar afhendast fullfrágengnar að innan án gólfefna með vönd- uðum HTH innréttingum, flísal. baðherb. með upphengdum salernum, flísal. þvottahúsgólf. Extra stórar 10 fm svalir. Fallegt útsýni yfir á Esjuna, Úlfars- fell og fl. Frábærlega velskipulagðar íbúðir á eftirsóttum stað á góðu verði. VERÐ OG STÆRÐIR ÍBÚÐA • 2ja herbergja ca 71 fm íbúð. (án bílskýlis) Verð frá 11, 3 millj. • 3ja herbergja ca 95 fm íb. (bílskýli fylgir) Verð frá 14,3 millj. • 4ra herb. frá 110-120 fm íb. (bílskýli fylgir) Verð frá 16,4-16,8 millj. • 5 herb. ca 126 fm íbúð. (bílskýli fylgir) Verð 17,8 -17,9 millj • Sérþvottahús í íbúð • 10 fm svalir • Innréttingar frá HTH • Flísalagt baðherbergi og þvottaherbergisgólf. • Upphengt salerni. • Bílskýli Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Traustur Byggingaraðili Þórhalli Einarsson ehf. Upplýsingar og teikningar á www.nybyggingar.is eða hjá Þórarni í gsm 899-1882 eða Ingólfi í 896-5222 Hæð í vesturbænum eða þingholtunum óskast Höfum verið beðin að útvega góða sérhæð í Vesturbæ eða Þingholtum. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali. Suðurhús - útsýni Mjög fallegt 350 fm einbýlishús með tvöföld- um bílskúr í suðurhlíðum Húsahverfis, næst óbyggðu svæði. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, tvær samliggjandi stofur, sól- stofu, borðstofu, eldhús, fjögur herbergi, sjón- varpsherbergi og baðherbergi. Falleg og gróin lóð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 35,9 m. 3679 Bergsmári - vandað Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilegt 213 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggð- um bílskúr. Húsið skiptist m.a. í stofu, borð- stofu og fjögur herbergi. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Glæsilegt baðherbergi með hornbað- kari. Mikil lofthæð er í húsinu. Mikið útsýni. Gróin lóð til suðurs með timburverönd. Nánari upplýsingar um húsið veitir Magnea Sverris- dóttir fasteignasali í síma 861 8511. V. 32 m. 3555 Hjallavegur - tvær íb. - fyrir laghenta Vorum að fá í sölu 154 fm parhús á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: hol, tvær stofur og eldhús. 2. hæð: tvö herbergi og baðherbergi. Í kjallara er 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Auk þess fylgir 40 fm bílskúr. V. 17,9 m. 3700 Eiðistorg - bílskýli 4ra herb. glæsileg 133 fm íbúð á tveimur hæð- um og með frábæru útsýni. Á neðri hæðinni er forstofa, snyrting, eldhús og stofur. Út af stof- unum eru góðar svalir til vesturs. Á efri hæð- inni er baðherb., tvö stór herbergi, hol o.fl. Stórar suðurþaksvalir eru út af holinu. V. 18,9 m. 3696 Fellsmúli - rúmgóð Vorum að fá í einkasölu góða 112 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í tvær sam- liggjandi stofur og þrjú herbergi. Tvennar sval- ir. V. 14,5 m. 3688 Rangt föðurnafn Í myndatexta með frétt um við- urkenningu umhverfisnefndar Eyja- fjarðarsveitar í Morgunblaðinu á föstudag misritaðist föðurnafn Vig- dísar, en hún var ein þeirra sem tók við viðurkenningunni og hún sögð Sigfúsdóttir en hið rétta er að hún er Helgadóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Félag stjórnmálafræðinga stend- ur fyrir umræðufundi um Evrópu- mál þriðjudaginn 21. október kl. 12.05–13.15, í Lögbergi, húsnæði lagadeildar Háskóla Íslands, stofu 101. Fjallað verður um ríkjaráð- stefnu ESB, stækkun Evrópusam- bandsins til austurs og breytingar á stofnsáttmála sambandsins o.fl. Framsögumenn fundarins eru: Auð- unn Arnórsson, blaðamaður á Morg- unblaðinu, og Eiríkur Bergmann Einarsson, verkefnisstjóri Evrópu- mála hjá Rannsóknaþjónustu Há- skóla Íslands. Fundarstjóri er Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Að erindum loknum mun gefast tími til fyrirspurna og umræðna. Unglingar í vanda: Hvernig bregst skólinn við? Næsti morgunverðar- fundur Náum áttum verður miðviku- daginn 29. október kl. 8.30–10.30 á Grandhóteli. Erindi halda: Stefán Jón Hafstein, Ragnar Gíslason, skólastjóri, Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, Ragn- heiður Arnardóttir og Sigþrúður Arnardóttir. Þátttökugjald er kr. 1.500, morgunverður er innifalinn. Morgunverðarfundurinn er öllum op- inn meðan húsrúm leyfir. Skráning þátttöku er hjá: vímuvarnir@hr.is Náum áttum (www.naumattum.is) er opinn samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Þátttakendur eru: Félag grunnskólakennara, ríkislög- reglustjóri, Barnaverndarstofa, Rannsóknarstofa um mannlegt at- ferli – HÍ, Félagssvið Akureyrar- bæjar, Rauða kross húsið, Geðrækt, landlæknisembættið, Nýr leið ráð- gjöf, Vímulaus æska, Jafningja- fræðslan, Samstarfsnefnd Reykja- víkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Áfengis- og vímuvarnaráð, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan í Reykjavík, Götusmiðjan og Bindind- issamtök IOGT. Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins verður haldið fyrsta vetrardag, laug- ardaginn 25. október, kl. 14 á Grandagarði 8. Að loknu allsherjar- þingi verður haldið Dísablót í sal fé- lagsins og hefst borðhaldið kl. 20. Verð er kr. 1.200 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Blótsgestir til- kynni þátttöku í síma félagsins í síð- asta lagi miðvikudaginn 22. október. Á NÆSTUNNI Á RÁÐSTEFNU Matvæla- og nær- ingarfræðafélags Íslands kom fram að verið er að leggja spurningalista fyrir 1.300 börn í 34 skólum lands- ins og foreldra þeirra um ávaxta- og grænmetisneyslu. Á ráðstefn- unni var afhent Fjöregg félagsins, sem er viðurkenning fyrir lofsvert framtak á matvælasviði, og hlaut það kryddframleiðslufyrirtækið Pottagaldrar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, setti ráð- stefnuna og Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður á sviði mann- eldismála hjá Lýðheilsustöð, flutti erindi sem hún nefndi: Hvað er í matinn? Ráðum við því sjálf eða hvað býr að baki? Í erindi sínu um áhrif skóla og foreldra á mataræði barna kynnti Sveinbjörg Halldórsdóttir, sem starfar hjá Rannsóknastofu í nær- ingarfræði, könnun sem nú stendur yfir á mataræði barna. Hún segir daglega ávaxta- og grænmetis- neyslu á Íslandi um helming þess sem Manneldisráð mæli með. Þá segir hún að í Suður-Evrópu, þar sem löng hefð sé fyrir neyslu ávaxta og grænmetis, menn orðna uggandi um að hún fari minnkandi. Sveinbjörg segir markmiðið með könnuninni í íslenskum skólum að bæta og viðhalda heilsu skólabarna með aukinni neyslu grænmetis og ávaxta. Segir hún að vonast sé til að auka megi ávaxta- og grænmetis- neyslu barna og foreldra sem þátt taka í rannsókninni um 20%. Segir hún forprófanir rannsóknarinnar sýna að foreldrar og skólar gegni mikilvægu hlutverki í mótun mataræðis barna. Fjöreggið afhent í 11. sinn Fjöregg Matvæla- og næringar- fræðafélags Íslands var afhent í 11. sinn og gerði það Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Við Fjöregginu tók Sigfríð Þóris- dóttir, eigandi Pottagaldra. Var fyrirtækinu veitt Fjöreggið fyrir að hafa skapað sérstæða framleiðslu- vöru úr kryddi, frumleika og að vera brautryðjandi á sínu sviði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefna Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var mjög vel sótt. Mataræði kannað hjá 1.300 skólabörnum ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.