Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 41 Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 BÆJARHOLT 5 - HF. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 Um er að ræða góða 112,3 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð í fallegu 3ja hæða fjölbýlishúsi á rólegum stað í Hafnar- firði. Innaf eldhúsi er stórt þvottahús með hillum og glugga. Björt og rúm- góð stofa með útgangi á suðursvalir, ÚTSÝNI. Þrjú svefnherbergi með skáp- um. Parket að mestu á gólfum, dúkur á herbergjum. Að sögn seljanda er húsið í mjög góðu ástandi að utan. Góð sameign. Íbúðin er laus til afhendingar. Verð 13,9 millj. Dagbjört tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15-17. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15.00-17.00 VEGHÚS 25 - 3ja herb. m. sérgarði Björt og rúmgóð 87 fm 3ja herbergja endaíbúð með sérsuðurverönd á 1. hæð í góðu fjölbýli. Gott hol, stór stofa, eldhús með borðkrók, 2 stór svefnherbergi og stórt flísalagt baðherbergi með kari og góðri þvottaaðstöðu. Útgengt er úr stofu í fallegan suðurgarð. Sameign öll utan sem að innan er í góðu standi. Áhv. bsj. 6,0 m. Ekkert greiðslumat. Íbúðin getur losnað fljótlega. ÍBÚÐ 0102. V. 12,9 m. 3798 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu ca 250 fm á 2. hæð. Um er að ræða fullbúnar skrifstofur. Mjög góð staðsetning, næg bílastæði. Húsnæðið hentar undir alla al- menna skrifstofustarfsemi, svo sem lögmenn, endurskoðendur, lækna- stofur o.fl. Hagstæð leiga. Eignin er eigu Stoða sem er sérhæft fasteignafélag. Hátún 2B Á AÐALRÁÐSTEFNU UNESCO í París var samþykktur alþjóðasátt- máli um verndun menningarerfða, en unnið hefur verið að samningnum í nokkur ár. Sáttmálinn nær til varð- veislu og verndunar á þeim menn- ingararfi þjóðanna sem varðveist hefur í munnlegri geymd – erfist frá kynslóð til kynslóðar og felst í ýms- um siðum og venjum. Aðildarríkin skuldbinda sig eftir efnum og að- stæðum til að skrásetja menningar- erfðirnar og stuðla að því á annan hátt að þær glatist ekki. Komið verður á fót heimslista sem end- urspegla skal fjölbreytnina. Að þessu sinni samþykkti aðalráð- stefna UNESCO óvenjumargar al- þjóðlegar yfirlýsingar og ályktanir, m.a. alþjóðayfirlýsingu um erfða- fræðilegar upplýsingar manna, al- þjóðayfirlýsingu um varðveislu staf- ræns menningararfs, alþjóðaályktun um fjöltyngi og aðgang að netheim- um. Þá var ákveðið að vinna að al- þjóðasáttmála um menningarlega fjölbreytni, alþjóðasáttmála um lyfja- eftirlit og alþjóðayfirlýsingu um sið- fræði í lífvísindum. Verða drög lögð fram á 33. aðalráðstefnu UNESCO sem haldin verður haustið 2005. Aðildarríki UNESCO eru 190 eft- ir að Bandaríkin gengu núna aftur inn í samtökin eftir nærri 20 ára fjarveru og Austur-Tímor varð aðild- arríki. Alþjóðasáttmáli um verndun menningar- erfða samþykktur Ráðstefna um stefnumótun í verndun á hafsvæðum norður- slóða Alþjóðleg ráðstefna á vegum Norðurskautsráðsins um stefnumót- un um verndun á hafsvæðum norð- urslóða verður haldin á Grand hóteli Reykjavík dagana 20.–22. október. Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun hafsvæða norðurslóða (PAME) hefur undirbúið ráðstefn- una, undir forystu Íslands og Kan- ada. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, vísindamenn, embættismenn, fulltrúar frjálsra félagasamtaka og vinnuhópa Norðurskautsráðsins auk fulltrúa frumbyggjasamtaka sem eiga sæti í ráðinu. Málstofa í lagadeild Háskóla Ís- lands Á morgun, mánudaginn 20. október, efnir lagadeild Háskóla Ís- lands, í samvinnu við Orator, félag laganema, til málstofu, þar sem fjallað verður um dóm Hæstaréttar í máli Ingibjargar Gunnarsdóttur gegn Tryggingastofnun ríkisins sem kveðinn var upp 16. október sl. Málstofan verður haldin í stofu L-101 í Lögbergi kl. 12.15–13.30. Málstofunni stýrir Stefán Már Stef- ánsson prófessor. Málshefjendur verða Eiríkur Tómasson prófessor og Skúli Magnússon dósent en að lokinni umfjöllun þeirra verða al- mennar umræður. Málstofan er öll- um opin. Á MORGUN SKELJUNGUR hefur opnað elds- neytisafgreiðslu við Sel hótel og leyst þannig vanda sem skapaðist þegar Olíufélagið hf. lokaði stöð sinni á sama stað fyrir um ári. Stöðin er fyrir greiðslukort og svarar því vel kröfum tímans. Við opnun stöðv- arinnar flutti Pétur Sigurgeir Sig- urðsson, svæðisstjóri á Akureyri, ávarp svo og Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri. Boðið var upp á veit- ingar í Seli verslun og kom þar margt sveitarbúa til að fagna þess- ari bættu þjónustu. Skeljungur kom fyrst með bensín í sveitina fyrir miðja síðustu öld þeg- ar Geir Hallgrímsson sendi þeim frændum sínum dælu, Jóni Bjart- mari og Baldri Sigurðssonum í Reykjahlíð. Síðar fluttist afgreiðslan til Halldórs bónda Árnasonar í Garði og næst yfir í Hótel Reynihlíð þar sem hún var þar til fyrir um áratug en þá var henni lokað. Síðan hefur aðeins verið hér afgreiðsla frá Esso. Skeljung- ur með af- greiðslu Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sigbjörn sveitarstjóri fær aðstoð Skeljungsmanna við afgreiðslu. Mývatnssveit. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.