Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 53
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 53 Netfang: auefni@mbl.is SÖGN ehf., fyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, og aðrir aðstandendur sýningarinnar ERLING, sem sýnd er í Loftkastalanum, hafa ákveðið að gefa eina sýningu á verkinu til að styrkja List án landamæra, listahátíð sem haldin er í tilefni af Evrópuári fatlaðra. List án landamæra var sett í febrúar síðastliðinn og hafa nú rúmlega þrjátíu viðburðir litið dagsins ljós í Reykjavík, á Akureyri og á Sólheimum í Grímsnesi. Stefnt er að því að hátíðin nái hámarki með átta daga listahátíð um næstu mánaðamót. Styrktar- sýning á Erling Hafnfirðingurinn svo sannarlega í gegn og átti stóran þátt í að Íslendingar hömpuðu Evrópumeistaratitlinum. Ásgeir varð markakóngur mótsins og var valinn besta vinstrihandarskyttan. „Þetta er rosalega spennandi og um leið alveg ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, handknattleiksmaðurinn stórefnilegi í Íslandsmeistaraliði Hauka, gengur í raðir spænska stórliðsins Barcelona eftir eitt og hálft ár. Valero Rivera Lopéz þjálfari Börsunga kom að máli við Viggó Sigurðsson, þjálfara Hauka, eftir Evrópuleikinn við Hauka í Hafnarfirði um sl. helgi og sagðist vilja fá Ásgeir til liðs við Barcelona árið 2005 og að félagið vildi gera við hann þriggja ára samning. Ásgeir fetar þar með í fótspor lærimeistara síns, Viggós Sigurðssonar, en Viggó lék í tvö ár með Barcelona, 1979–1981, við góðan orðstír. Ásgeir kemur til með að leika með Haukum á yfirstandandi leiktíð og á næsta tímabili en fyrir leiktíðina 2004–05 verður hann kominn í herbúðir Barcelona, eins frægasta og besta handknattleiksliðs heims. Áhugi Börsunga á Ásgeiri Erni kviknaði þegar þeir fylgdust með úrslitakeppni Evrópumóts landsliða skipuðu 18 ára og yngri í Slóvakíu í ágúst en þar sló ótrúlegt. Ég hélt í fyrstu að það væri verið að gera at í mér en þegar ég sá að Viggó var fúlasta alvara þá áttaði ég mig á því að þetta væri satt. Það er nánast ævintýri líkast að fá boð frá svona stórliði og það má kannski segja að ég byrji á öfugum enda,“ sagði Ásgeir Örn í samtali við Morgunblaðið. Ásgeir Örn til Barcelona Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur hér snúið á Jarome Fernandez í leik Hauka og Barcelona. HÆSTIRÉTTUR skipaður sjö dómurum kvað upp þann samhljóða dóm á miðvikudag að ekki hefði verið hægt að skerða örorkulífeyri vegna áranna 1999 og 2000 með lögum, sem sett voru árið 2001, þar sem þau kröfuréttindi nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og yrðu ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað ríkið af þessum kröfum. „Þessi kröfuréttindi örorkulífeyrisþega njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verða ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Þótt ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka séu bótaþegum hagfelldari en eldri ákvæði fela þau engu að síður í sér lægri bætur en þeir áttu rétt á samkvæmt meginreglunni um óskertar bætur og geta í því ljósi ekki verið ívilnandi,“ segir meðal annars í dómi Hæstaréttar. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, kveðst vera himinlifandi með dóminn og segir að um stóra stund sé að ræða í réttindabaráttu öryrkja. Hann segir að sjö hæstaréttardómarar hafi verið allir á einu máli um að stjórnvöld hafi með lagasetningu sinni í janúar 2001 haft fé af öryrkjum með ólögmætum hætti og þar með brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Ég tel að aðalatriðið í niðurstöðu Hæstaréttar sé það að það má ráða af dómi hans að ekkert sé stjórnskipulega við lögin frá 2001 að athuga frá þeim tíma er þau tóku gildi,“ segir Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Ekki hægt að skerða örorkulífeyri aftur í tímann Morgunblaðið/Þorkell Öryrkjar mótmæltu tekjutengingu örorkubóta í janúar 2001. KÍNVERJAR skutu á loft mönnuðu geimfari aðfaranótt miðvikudagsins. Geimfarið lenti heilu og höldnu tæpum sólarhring síðar. Hafði því þá verið flogið 14 sinnum í kringum jörðina. Einn geimfari var í farinu. Hann heitir Yang Liwei og er 38 ára. Þetta var fyrsta mannaða geimferð Kínverja. Þeir eru þriðja þjóðin sem sendir mann út í geiminn. Áður hafa einungis Bandaríkjamenn og Rússar gert það, en Rússinn Júrí Gagarín varð fyrstur manna til að fara út í geiminn. Það var fyrir 42 árum. Mikill fögnuður braust út meðal almennings þegar geimfarinn var lentur, heill á húfi. Nú segja kínversk stjórnvöld, að þau vilji koma sér upp geimstöð. AP Kínverska geimfaranum fagnað við komuna til jarðar aftur. Kínverjar senda mann út í geiminn HLJÓMSVEITIN Sigur Rós tók þátt í sýningu eins þekktasta danshöfundar heims, Merce Cunninghams, í New York á þriðjudagskvöld. Þar spiluðu þeir ásamt bresku hljómsveitinni Radiohead og gekk flutningurinn vel. Bandarískir gagnrýnendur lofuðu sýninguna og frammistöðu Sigur Rósar. Blaðamaður New York Post sagði að tónlist þeirra hefði verið hljómsterkari og meira grípandi en tónlist Radiohead. Jón Þór Birgisson, söngvari og gítarleikari Sigur Rósar, segir flutninginn hafa gengið vonum framar en hljómsveitin spilaði meðal annars á ballettskó og spiladósir í sýningunni. „Þetta gekk allt mjög vel og okkur tókst að koma fólki til að hlæja sem er ansi gott því annars voru allir alvarlegir og fínir með sig,“ sagði Jón Þór eftir sýninguna. Ljósmynd/Jack Vartoogian Sigur Rós spilaði á ballettskó í New York. Sigur Rós í ballettsýningu í New York
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.