Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 59
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Munið afs láttarkort in á kv ikmyndahát íð
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
4 myndin frá
Quentin
Tarantino
BLÓÐBAÐIÐ
ER BYRJAÐ
SV MBL
Tvímælalaust ein albesta mynd ársins
sem slegið hefur rækilega í gegn í
Bandaríkjunum
Stórmynd sem engin má missa af.
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
YFIR
15 000
GESTIR
I
I
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 16.
Topp
myndin
í USA
BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 8.
HP Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10.20Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.25.
Sýnd kl. 2 og 10.
HK. DV
MBL
SG DV
MBL
Sýnd kl. 8.
ELEPHANT
Sýnd kl. 4
Sýnd kl. 3.40.Sýnd kl. 2.
Sýnd kl. 8.
Stuttmyndin Síðasta
Kynslóðin sýnd á
undan myndinni
HK DV
www.laugarasbio.is
Kl. 2 og 4. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr.
4 myndin frá
Quentin Tarantino
BLÓÐBAÐIÐ
ER BYRJAÐ
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með ísl. tali
SV MBL
POWE
RSÝnI
NG
kl. 10
.30.
Á STÆ
RSTA
THX
tJALD
I LAND
SINS
Besta sérsveit sem
sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli.
Mögnuð spennumynd!
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Sýnd kl. 8 og 10.30.
3D
gleraugu
fylgja hverjum
miða
l
l j j
i
YFIR
15 000 GESTIR
Topp
myndin
í USA
Miðaverðkr. 500
BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!
TOPP
MYNDINÁ ÍSLANDI!
FRUMSÝNING
FRUMSÝNING
HP Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Sýnd kl. 5.40, 8 og Powersýning 10.30. B.i. 16 ára.
ÞEIR sem muna kalda stríðið og enn fremur
styrjöldina í Víetnam, gleyma ekki andlitinu á
Robert McNamara. Svo samofið sem það var
þessum dapurlegu átökum. Hann var andlit þess
og persónugervingur og í hugum margra höfund-
ur Víetnam-stríðsins og ábyrgðarmaður. Í heim-
ildarmyndinni Stríðsþoku ræðir hann við heim-
ildarmyndagerðarmanninn Errol Morris um líf
sitt og störf, sem einkum tengjast þremur stríð-
um. Kvikmyndagerðin er einföld, vélinni er mest-
megnis beint að andliti þessa sögufræga ráð-
herra, sem lætur dæluna ganga, með innskotum í
fréttamyndir frá tímum frásagnarinnar.
Andlit hans hefur vitaskuld breyst á þeim þrem
til fjórum áratugum sem liðin eru síðan hann var í
sviðsljósinu. Dökka, þykka, afturkembda hárið er
mestmegnis á braut, sömuleiðis þóttinn, en gler-
augun á sínum stað og augun gneista sem fyrr af
þrótti og gáfum – þótt aldurinn nálgist nírætt. Í
11 köflum og eftirmála rekur hann heimssögu-
legan og glæsilegan ferilinn. Allt frá því hann ólst
upp í fátækt, samdi um fæðingarkostnað fyrsta
barnsins með 10 mánaða afborgunarskilmálum
og barðist í bökkum við að fjármagna háskóla-
námið. Síðan kom blessað síðara stríðið og hjólin
fóru að snúast á framabraut McNamara. Hann
segir frá fimm vikna ferli sem æðsti maður Ford-
verksmiðjanna, sem lauk í skyndi er hann fékk
boð um viðtal við John F. Kennedy. Undir niðri
virðist þessi margstimplaði hrokagikkur nokkuð
bljúgur, jafnvel viðkvæmur og af og til slær hann
á léttari nótur. Hann taldi sig ekki hafa bakgrunn
til að fara með varnarmálaráðuneyti stjórnarinn-
ar, en gafst upp er JFK tjáði honum að sjálfur
hefði hann ekki gengið í skóla fyrir forseta.
Frásögn McNamara er bæði stórfróðleg og
forvitnileg. Ekki síst er hann talar um október-
dagana ’62, þegar heimurinn riðaði á barmi kjarn-
orkustyrjaldar vegna eldflauga Sovétsins á
Kúbu. „Það munaði ekki nema hársbreidd,“ segir
McNamara, „að allt færi í bál og brand.“ Þakkar
það fyrst og fremst kjarki þáverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu, sem vogaði sér að segja
við Kennedy að hann hefði á röngu að standa.
Ekki væri útilokað að fá Krúsjov til að bakka:
Gefa honum tækifæri á að láta það líta út eins og
hetjudáð þjóðhöfðingja sem bjargaði Kúbu frá
gjöreyðingu. Kúbudeilunni lauk og kalda stríðið
var í algleymingi.
Áfram fetar sig varnarmálaráðherrann fyrr-
verandi um myrka stigu Víetnam og álítur að
stríðinu hefði lokið mun fyrr ef Kennedy hefði
enst aldur. Um líðan sína á meðan mótmælin voru
hvað mest gegn stríðsrekstrinum, vill hann ekki
tjá sig, en það er greinilegt að tíminn hefur verið
honum og fjölskyldunni erfiður.
Stríðsþoka er að því er virðist opinská og heið-
arleg heimild um umdeild störf umdeilds manns á
örlagatímum, sem segir ábyrgð verka sinna alfar-
ið á herðum forsetanna sem hann þjónaði skilyrð-
islaust. Lýkur hann máli sínu með þeim gamla
sannleika að aldrei skyldi neinn segja aldrei – síst
þegar stríð er annars vegar. Það hafi sannast best
á Wilson forseta og sagan endurtaki sig í þessum
efnum á meðan heimska manna og illska er skyn-
seminni yfirsterkari.
Andlit stríða
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Kvikmyndahátíð Eddu
Heimildarmynd. Leikstjórn og handrit:
Errol Morris. Kvikmyndatökustjóri: Peter Donahue.
Tónlist: Philip Glass. 95 mínútur. Sony Pictures Class-
ic. Bandaríkin 2003.
Stríðsþoka (Fog of War: Eleven Lessons from the Life of
Robert S. McNamara, The) „Það munaði ekki nema hársbreidd að allt færi í
bál og brand,“ segir Robert S. McNamara um
Kúbudeiluna í Stríðsþoku.
Sæbjörn Valdimarsson
S igmundur Ernir Rúnarsson erkominn aftur í sjónvarpið eftirnokkurt hlé. Þar stjórnar hannnú þættinum Maður á mann
sem sýndur er á sunnudagskvöldum á
Skjá einum.
Hvernig hefurðu það?
Ljómandi gott, þakka þér fyrir.
Hvað ertu með í vösunum?
Tvö tí – og eitthvað af drasli upp úr gólf-
inu eftir krakkana.
Uppvaskið eða skræla kartöflur?
Hvort tveggja, ég er alelda í þessum efn-
um.
Hefurðu tárast í bíói?
Já, annað væri það nú!
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú
fórst á?
Það voru skólatónleikar með Hljómsveit
Ingimars Eydals. Frá því hefur Eydalinn
ekki liðið mér úr minni.
Ef þú værir ekki fjölmiðlamaður/
rithöfundur, hvað vildirðu þá vera?
Skógarbóndi frammi í Eyjafirði.
Hvaða leikari fer mest í taugarnar á
þér?
Það fer ekkert fólk í taugarnar á mér.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Tölvur og ég hafa ekki enn náð
sambandi. Ég er enn á fjað-
urpennastiginu.
Finndu fimm orð sem lýsa per-
sónuleika þínum vel.
Tilfinningaríkur, vinnusamur, op-
inn, léttur og umburð-
arlyndur.
Bítlarnir eða
Stones?
Bítlarnir eru besta
bít allra tíma.
Humar eða ham-
borgari?
Humar að hætti
Ellu.
Hver var síð-
asta bók sem
þú last?
Ljóðasafn Sigfúsar Daða og er rétt að
klára bernskusögu Þráins Bertels sem
er dásamlega manneskjuleg bók.
Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á
laugardagskvöldi?
London Calling með Clash.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Bubba, Þúsund kossa nótt – algert hun-
ang.
Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hef-
ur fundið?
Af konu minni, hvar sem hún er.
Hvert er þitt mesta prakkarastrik?
Þegar ég bísaði nokkrum brún-
um fimmþúsund köllum úr
launaumslagi vinar míns á
sanddæluárunum í Eyja-
firði – og lét hann hafa
peninginn fyrir að synda í
land. Hann rétt hafði það.
Hver er furðulegasti matur
sem þú hefur borðað?
Ætli það sé ekki slöngukjöt
í New Orleans. Svo er
ég í afbragðsgóðum
matarklúbbi sem
heitir Bragðarefir –
og þar eiga menn
til að fara offari í
matargerð.
Trúirðu á líf eftir
dauðann?
Nei, en það er
sjálfsagt mál að
aðrir geri það.
Enn á fjaður-
pennastiginu
Sigmundur
Ernir Rúnarsson
SOS
SPURT & SVARAÐ