Morgunblaðið - 21.10.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 21.10.2003, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 15 Falleg 81,8 m² hæð ásamt 28,6m² bíl- skúr. Íbúðin er á 1. hæð í fallegu þríbýli með stórum garði og gróðri í kring. Íbúð- in getur annars vegar verið með tveimur svefnherbegjum og einni stofu eða með tveimur samliggjandi stofum og einni svefnherbergi. Sjón er sögu ríkari. Uppl. gefa sölumenn XHÚSA. BARÐAVOGUR - HÆÐ + BÍLSKÚR HIÐ værukæra og stöðuga þjóð- stjórnarkerfi svissneskra stjórn- mála varð fyrir nýju áfalli í þing- kosningunum á sunnudag, er hægripopúlistaflokkurinn SVP fór með afgerandi sigur af hólmi og hlaut mest fylgi allra flokka, yfir 27% atkvæða. Þessi kosningasigur var nýjasta höggið sem milljarðamæringurinn Christoph Blocher fær reitt kerfinu, sem hann segir staðnað og úr takti við almenning. Stjórnmálaskýr- endur svissneskra fjölmiðla segja úrslitin jafnast á við jarðskjálfta eða hamfaraflóðbylgju. Þótt Blocher hafi aldrei verið formlegur flokksleiðtogi SVP er engum blöðum um það að fletta að það er hann sem á síðustu árum hef- ur átt manna mestan þátt í að rífa upp fylgi þessa gamla flokks, sem lengst af var hefðbundinn dreif- býlis-íhaldsflokkur með 10–11% fylgi á landsvísu og ánægður með það hlutskipti að vera minnsti flokk- urinn í þjóðstjórninni, með einn full- trúa af sjö. „Velgengni okkar er skýrt merki um að fólkið vill annars konar stjórnmál,“ sagði Blocher í Neue Zürcher Zeitung í gær, eftir að úr- slitin lágu fyrir. Með Blocher fremstan í flokki hefur SVP bætt mun meira ögrandi stefnumálum á stefnuskrána, svo sem um að standa vörð um hlutleysi Sviss með því m.a. að reyna að halda landinu utan við bæði Sameinuðu þjóðirnar og Evr- ópusambandið. Önnur hlið á ein- angrunarsinnaðri stefnuskránni er viðleitni til að halda óvelkomnum út- lendingum fjarri. Og – sígilt fyrir popúlistaflokk – að halda skatt- heimtu í lágmarki. Með þessum hægripopúlísku áherzlum hefur SVP tekizt að höggva stórt skarð í fylgisraðir borgaralegu flokkanna, frjálslyndra demókrata (FDP) og kristilegra demókrata (CVP). Blocher, sem er 63 ára, var fyrst kjörinn á svissneska sambandsþing- ið í Bern árið 1979, en hann varð ekki landskunnur fyrir stjórn- málaafskipti sín fyrr en hann varð aðaltalsmaður og stærsti fjárhags- legi bakhjarl Samtaka fyrir sjálf- stæðu og hlutlausu Sviss, AUNS, sem barðist gegn aðild landsins að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) á sínum tíma, en hún var felld í þjóðaratkvæða- greiðslu í desember 1992. Samtökin börðust einnig gegn því að Sviss- lendingar yrðu fullgildir aðilar að Sameinuðu þjóðunum og höfðu er- indi sem erfiði er tillaga þar að lút- andi var felld í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1986. Þeirri ákvörðun tókst ríkisstjórninni ekki að fá snúið við fyrr en á síðasta ári. Sérstaklega frá því í EES- slagnum hefur SVP og Blocher margendurtekið tekizt að setja mark sitt á pólitíska umræðu í land- inu. Hann hefur margoft nýtt sér það hve auðvelt er að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál, í því skyni að skáka stjórn- arstefnunni í ýmsum málum, svo sem að því er varðar samninga við ESB eða reglur um hælisleitendur. Krefjast ráðherraembættis fyrir Blocher Nú krefst SVP þess að flokkurinn fái tvö af hinum sjö ráðherrasætum í fjögurra flokka þjóðstjórninni, sem mynduð hefur með sama hætti allt frá því árið 1959. Og flokkurinn hef- ur tilnefnt Blocher sem ráðherra- efni er skipað verður á ný í stjórnina í desember. Tilnefningu Blochers var mjög illa tekið af forystumönn- um hinna flokkanna, enda er hefðin sú að í stjórnina veljist menn sem leggi sig fram um að sætta ólík sjón- armið. Hafa talsmenn SVP látið í það skína að fái þeir ekki sitt fram kunni þeir að velja að draga sig út úr stjórninni og nýta sér þingstyrk- inn til virkrar stjórnarandstöðu. „Við erum ekki vön þessum tóni og teljum að þingið muni ekki sitja og standa að vild SVP,“ sagði Christiane Langenberger, formaður FDP. Og Christiane Brunner, for- maður jafnaðarmannaflokksins SP, sakaði SVP um að reyna að beita kúgunaraðferðum til að koma Blocher í ráðherrastól. Blocher gefur kerfinu í Sviss nýtt kjaftshögg Genf. AFP. ’ Velgengni okkarer skýrt merki um að fólkið vill annars konar stjórnmál. ‘ AP Milljarðamæringurinn og stjórnmálaleiðtoginn Christoph Blocher (t.v.) á blaðamannafundi forystumanna svissneska Þjóðarflokksins, SVP, í gær. ELLEFU menn fórust þegar danskt olíuskip sökk í Atlants- hafið undan ströndum Nígeríu á sunnudag. Danska sjónvarpið segir skipið, sem bar heitið Stevns Power, hafa farið í hafið um 90 km undan hafnarborg- inni Port Harcourt en um borð voru sex menn frá Filippseyj- um, þrír Danir og tveir Kongó- búar. „Ég skil ekki hvers vegna engum skipverjanna tókst að bjarga sér af skipinu,“ sagði Niels Højlund, eigandi útgerð- arfyrirtækisins Nordane Shipp- ing. Højlund sagði að áhöfn annars dansks skips, Maersk Terrier, hefði séð þegar hinn „undarlegi og óskiljanlegi“ at- burður átti sér stað. Engar upp- lýsingar væru fyrirliggjandi um það hvers vegna skipið sökk. Veður var gott undan strönd Nígeríu þegar Stevns Power sökk. Höfðu skipverjar verið að kasta út akkeri við hlið stærra olíuskips þegar Stevns Power fór skyndilega á hvolf og sökk í hafið. Ellefu fór- ust með dönsku olíuskipi Lagos. AFP. YFIR helmingur Breta er andfúlli en gæludýr þeirra, samkvæmt nið- urstöðum nýrrar rannsóknar. Sér- staklega reyndist andremma út- breidd meðal brezku kvenþjóðar- innar; þrjár af hverjum fimm konum komu illa út úr andremmuprófinu sem lagt var fyrir þátttakendur í rannsókninni. „Sumir hálsar kunna að vera skít- ugri en kattasandur,“ segir í til- kynningu brezka tannlæknisins Brian Grieveson, sem gefin var út ásamt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var á vegum tannkremsfram- leiðanda og greint er frá í svissneska blaðinu Tages-Anzeiger. 1000 manns tóku þátt í rannsókninni. Samkvæmt niðurstöðunum hafa Skotar hreinni munnhol en Englend- ingar. Aðeins 10% þeirra Skota sem þátt tóku féllu á andremmuprófinu. Aftur á móti féllu 27% Lundúnabúa á því. Að meðaltali yfir allt Bretland má samkvæmt niðurstöðunum segja að 52% íbúa landsins sé andfúlli en heimilishundar og -kettir flestir eru. Að sögn Grieveson tannlæknis nægir ekki að bursta tennurnar. Bretar séu „meðal síðustu þjóða, sem gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að hreinsa líka tunguna í sér“. Ritarar voru sú starfsstétt sem kom einna bezt út úr rannsókninni, en afgreiðslufólk verst. Frá aðstand- endum rannsóknarinnar fékk það viðvörunina: „Þið gætuð fælt frá ykkur viðskiptavinina.“ Andfúlli en gæludýrin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.