Morgunblaðið - 21.10.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 21.10.2003, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÉR finnst að mennættu að virða nið-urstöðu þjóð-aratkvæðisins um evr- una í að minnsta kosti tvö kjörtímabil. En þá kæmi til greina að velta málinu aftur fyrir sér,“ segir Lars Wohlin, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar og einn af þekktustu andstæðingum þess að Svíar taki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. „Svo margt getur gerst á þeim tíma að nauðsynlegt er að íhuga málið upp á nýtt.“ Wohlin flutti erindi um þjóð- aratkvæðið í Svíþjóð á málþingi Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæð- issinna í Evrópumálum, í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Wohlin margt valda því að hann legðist gegn evrunni. Hann lagði mesta áherslu á að Svíar yrðu að hafa yfirstjórn peningamála sinna áfram undir eigin stjórn og til þess þyrftu þeir eigin seðlabanka. „Menn ráða yfir þrem mik- ilvægum stýritækjum til að ráða ferðinni í efnahagsmálum: gjald- miðlinum, vaxtastiginu og fjárlög- unum,“ segir Wohlin. „Leggi menn tvö af þessum tækjum frá sér verð- ur mun erfiðara en ella að fram- fylgja góðri efnahagsstefnu. Menn geta ekki látið fjárlagastefnu koma algerlega í stað aðgerða í peninga- málum, það gengur ekki upp. Við verðum að geta sjálfir ákveðið að hafa fljótandi gengi á krónunni sem er skilyrði þess að geta rekið sjálf- stæða peningastefnu og þá á ég við að menn hafi sjálfir stjórn á skammtímavöxtunum.“ Tillit til Svía? – Myndi seðlabanki Evrópu í Frankfurt taka sérstakt tillit til að- stæðna í sænskum efnahagsmálum þegar kæmi að vaxtastigi og gengi evrunnar? „Nei, þeir myndu aldrei gera það, við erum aðeins örlítill hluti af því stóra dæmi. Seðlabanki Evrópu hefur að vísu það markmið að verð- bólgan skuli vera að meðaltali um 2% í allri álfunni en þá getur hvert ríki haft ráðrúm til að hafa ann- aðhvort meiri eða minni verðbólgu. Hún er t.d. um 5% núna í Írlandi, um 1% í Portúgal, 1% í Þýskalandi. höfum miklu oftar þurft að hemil á þenslu í Svíþjóð en þurft að auka hana. Og það tekist nokkuð vel að tryggj vægi í gengis- og verðlagsm frá því um miðjan tíunda ár en nokkru áður var ákveðið gengið fljóta.“ – Ertu smeykur um að ta stórfyrirtækja, sem hafa hó flytja aðalstöðvarnar frá Sv muni standa við þau orð ef e verði ekki tekin upp? „Ég er mjög hræddur um muni flytja en ekki vegna e heldur vegna skattpíningar Svíþjóð. Þetta gerist því ve stefnunnar í innanlandsmál ar og ef við skiptum um ste um við breytt þessu. Við þu fá til valda stjórn þar sem j aðarmenn ráða ekki ferðinn þurfum kerfisbreytingu. St arfélögin eru núna svo öflug geta í reynd alltaf hrakið hæ stjórn frá völdum.“ Wohlin er spurður hvað g breytt áliti hans á evrunni. En bankinn gæti ekki stýrt verð- bólgustiginu sérstaklega í Svíþjóð, hann er eingöngu með meðaltalið í huga. Okkar eigin seðlabanki getur það, hann getur virkað sem aðhald til að halda verðlagi og verðbólgu í skefjum ef gengið er fljótandi.“ – Japanar hafa í áratug reynt að ráða bót á kreppunni þar með vaxtalækkunum en ekkert gengið. Er sjálfstæði Svía mikið, eruð þið ekki háðir því sem gerist annars staðar? „Við getum ákveðið sjálfir skammtímavextina en það er rétt að ef við þyrftum að berjast við samdrátt og jafnvel verðhjöðnun eins og Japanar myndi pen- ingastefna ekki hafa mikil áhrif. En helsti vandinn í Svíþjóð síðustu 30 eða 40 árin hefur ekki verið hjöðn- un heldur verðbólga. Peningamálin eru því helsta tækið til að hindra verðbólgu og þenslu. Ég hef stundum notað þá samlík- ingu að hægt sé að hafa hemil á hundi með ól en það er ekki hægt að reka hann áfram með ólinni. Við Sannindi endast o Ábatinn af því að taka upp evruna er ekki sjáanlegur, að sögn Lars Wohlins, fyrr- verandi seðlabanka- stjóra Svíþjóðar. Kristján Jónsson ræddi við Wohlin. Morgunblaðið/ Lars Wohlin, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar. ’ Segjum að evrusamstarfið takist afburða vel en sænskur efnahagur len miklum hremmingum, þá gætu viðhor breyst. ‘ TIL VARNAR FRELSI Frelsi og mannréttindi eru hornsteinarlýðræðisins. Þegar George Bush Bandaríkjaforseti blés til orrustu gegn hryðjuverkum eftir 11. september 2001 gerði hann það í nafni frelsis. Frelsið virðist hins vegar ekki vera allra í augum Bandaríkjamanna og hafa komið mýmörg dæmi um það að réttindi manna hafi verið fótum troðin fyrir litlar eða jafnvel engar sakir eins og greint var frá í grein um þessi mál í Morgunblaðinu á sunnudag. Í greininni eru rakin ýmis dæmi um þau áhrif, sem baráttan gegn hryðjuverk- um hefur haft á friðhelgi einkalífsins og réttindi ýmissa minnihlutahópa í Banda- ríkjunum og ofsóknir, sem virðast eiga rætur í trúarskoðunum eða uppruna fólks. Breytt ástand hefur til dæmis verið notað til að herða verulega innflytjenda- eftirlit. Mikill fjöldi manna hefur verið hnepptur í gæsluvarðahald. Í upphafi greindi dómsmálaráðuneytið frá fjölda handtekinna, en um mánuði eftir hryðju- verkin var því hætt. Var talan þá komin upp í 1.182. Í greininni er sagt frá banda- rískum ríkisborgara, sem sat í haldi í 17 mánuði án þess að fá að tala við lögmann. Í öðru tilviki var manni haldið í átta mán- uði vegna útrunninnar vegabréfsárit- unar. Að átta mánuðunum liðnum var hann sendur úr landi fyrir að nota ógilt tryggingaskírteini. Innra eftirlit dómsmálaráðuneytisins lét vinna skýrslu, sem birt var í sumar og staðfestir að með þessum hætti hafi fólki, sem engin sannanleg tengsl hafi við hryðjuverkastarfsemi, verið varpað í fangelsi, oft svo mánuðum skiptir, án þess að fá að ræða við lögmenn eða ættingja. Yfirvöld hafi ekki lagt sig fram um að skilja að þá, sem hafi verið handteknir af handahófi og þá, sem raunverulega væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkum. Í kjölfar hryðjuverkanna 11. septem- ber voru samþykkt svokölluð „föður- landslög“ í Bandaríkjunum þar sem heimildir yfirvalda til persónunjósna eru rýmkaðar verulega. Bandaríkjamenn hafa verið gagnrýnd- ir vegna fangabúðanna í Guantanamo- herstöðinni á Kúbu þar sem 600 mönnum hefur verið haldið án ákæru, sumum í allt að tvö ár. Þar er um að ræða fanga, sem handteknir voru í Afganistan og víðar, og talið var að tengdust stjórn talibana í Afganistan eða hryðjuverkasamtökunum Al-Qaeda. Menn sem hafa verið látnir lausir úr fangabúðunum segja að þeir hafi verið beittir harðræði og hafa mannrétt- indasamtök farið fram á að fá upplýsingar um meðferð fanganna. Föngunum hefur verið neitað um þau réttindi, sem stríðs- föngum eru tryggð í Genfarsáttmálanum, á þeirri forsendu að þeir séu ólöglegir stríðsmenn. Þeir hafa ekki fengið að ráð- færa sig við lögmenn. Baráttan gegn hryðjuverkum er alvar- legt mál. Því má hins vegar ekki gleyma undir hvaða merkjum sú barátta er háð. Ef sú barátta fer fram með því að ganga á mannréttindi er verið að leyfa hryðju- verkamönnum að ná sínu fram. Frelsið verður ekki varið með því að afnema það. GRUNNGILDI MEIRIHLUTANS – RÉTTUR MINNIHLUTANS Hugmyndir um aðskilnað ríkis ogkirkju komu til umræðu á kirkju-þingi, sem sett var á sunnudag. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, velti þar upp þeirri spurningu, hvort raunverulega væri orðið til fjölmenning- arlegt samfélag á Íslandi. „En er það nú alveg víst, og er það alveg æskilegt að all- ur siður sé jafnrétthár? Hlýtur ekki sam- félagið að byggjast á sátt um ákveðin grunngildi út frá sögu sinni, hefð og menningu, jafnvel þótt tryggt sé frelsi einstaklingsins að játa og iðka trú sína? Íslenskt samfélag er orðið miklu fjöl- breyttara en áður. En samt sem áður telst meirihluti landsmanna til þjóðkirkj- unnar og lútherskra fríkirkjusafnaða,“ sagði biskup meðal annars. „Er það ekki frumforsenda lýðræðisins að sjónarmið meirihlutans vegi þyngst, að teknu tilliti til grundvallarréttinda minnihlutans? Við viljum standa vörð um þau kristnu grundvallargildi sem menning okkar og siður hefur byggst á um aldir. Við viljum vissulega að þau sem hingað koma frá framandi menningarheimum finni sig velkomin hér og líði vel. Okkur ber að standa vörð um trúfrelsi og jafnrétti. Ég tel víst að meirihluti íslensku þjóðarinnar vilji að hér verði áfram unnið að því að móta og byggja upp menningu og sam- félag sem byggist á þeim grundvallar- gildum sem kristin kirkja hefur rækt með þjóðinni í aldanna rás. Ég sé fá teikn á lofti um að sá vilji sé á undanhaldi þegar allt kemur til alls.“ Allt er þetta rétt hjá biskupi. Burtséð frá því, hvernig menn skilgreina fjöl- menningarlegt samfélag, fer þó ekkert á milli mála að íslenzkt samfélag hefur gjörbreytzt; frá því að vera eitt eins- leitasta þjóðfélag heims í þjóðernis- og trúarlegu tilliti til þess að vera þjóðfélag, þar sem margir menningarheimar eiga fulltrúa. Þannig áttu um síðustu áramót lögheimili hér á landi rúmlega 19.000 manns fæddir erlendis, eða 6,6% lands- manna. Á tíu árum hefur erlendum rík- isborgurum búsettum hér fjölgað úr 1,8% í 3,9%, sem er litlu lægra hlutfall en í ná- grannalöndum á borð við Noreg og Dan- mörku. Mikill meirihluti þessara nýju íbúa er kristinn, en hlutur annarra trúar- bragða er vaxandi. Það leikur varla vafi á að víðtæk sam- staða ríkir hér á landi um að íslenzkt þjóðfélag eigi áfram að byggjast á kristn- um gildum; svo samofin er kristin trú menningu Íslendinga og þjóðfélagsgerð. Í því ljósi ber m.a. að skoða stjórnar- skrárákvæðið um stuðning ríkisins við hina evangelísku, lútersku kirkju, en í ræðu sinni á kirkjuþingi orðaði Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra m.a. þá skoðun, sem Morgunblaðið hefur marg- ítrekað: „Ákvæði stjórnarskrárinnar um stöðu hinnar evangelísku lútersku kirkju endurspegla sögulega þróun og kristna lífæð íslenzku þjóðarinnar í þúsund ár… Þau staðfesta, að þjóðskipulag okkar byggist á kristnum gildum.“ Í lýðræðisríki er ekki nóg að sjónarmið meirihlutans ráði; það verður að tryggja að réttur minnihlutans sé ekki fyrir borð borinn eins og biskup bendir á. Morgun- blaðið hefur áður gert að umtalsefni þá skyldu hins opinbera að tryggja fjöl- breytta og vandaða trúarbragðafræðslu í skólum, ekki aðeins um kristna trú, sem öllum íbúum Íslands er þó nauðsynleg, heldur líka um önnur trúarbrögð. Á þessu er augljóslega misbrestur, eins og bent hefur verið á, skortir bæði þjálfaða kennara og námsefni. Hversu sannfær- andi er það t.d. ef presturinn í litlu þorpi, þar sem búa margir múslimar, á jafn- framt að sjá um trúarbragðafræðsluna í skólanum? Þetta er eitt af þeim atriðum, sem auð- velt er að bæta úr, án þess að gera minnstu breytingu á sambandi ríkis og kirkju. Staðreyndin er hins vegar sú að á meðan ekki er bætt úr þeim, færir það talsmönnum aðskilnaðar vopn í hendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.