Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 4
VEIÐIÞJÓNUSTAN Strengir hefur tekið veiðisvæði Nes og Árness í Laxá í Aðaldal á leigu á móti banda- ríska fyrirtækinu Frontiers. Um er að ræða veiðisvæði sem er frægt fyrir stórlaxa og hélt þeim sess á liðnu sumri þrátt fyrir að veiðin í Laxá væri á heildina litið slök. Að sögn Þrastar Elliðasonar, eig- anda Strengja, hélt umrætt veiði- svæði betur sjó heldur en önnur svæði Laxár á nýliðnu sumri, á land komu um 240 laxar og flestir af stærstu löxum sumarsins, m.a. sá stærsti, 26 punda. „Sú breyting verður, að öllum laxi verður nú sleppt, en til þessa hafa erlendir veiðimenn gjarnan verið að sleppa laxi um hásumarið, en síðan hefur mikið af laxi verið drepið í haustveiði og þá iðulega stærstu fiskarnir. Við teljum að við ríkjandi aðstæður, þegar veiðin í Laxá er í öldudal, þá verði að sleppa þessum fiski. Það hjálpar ánni að rétta við og tryggir líka að meira er af laxi í ánni fyrir veiði- menn um haustið,“ sagði Þröstur. Skipulagið er þannig, að Fron- tiers verða með 18. júlí til 29. ágúst, en Strengir með allt á undan og eft- ir. Heimamenn reka eftir sem áður veiðiheimili í Árnesi. Vignir Kristjánsson með stórlax af Nessvæðunum sl. sumar. Strengir leigja Nessvæðin ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOKIÐ er rannsókn Rannsóknarnefndar flug- slysa, RNF, á flugumferðaratviki á Reykjavíkur- flugvelli í ágúst 2002. Lítil flugvél lenti þar án heimildar flugumferðarstjóra en talstöðvarsam- band hennar hafði rofnað og önnur flugvél lenti í kjölfar hennar og varð að sveigja frá á flugbraut- inni þar sem vélin sem fyrr hafði lent var enn á brautinni. Beinir RNF því til Flugmálastjórnar að gefnar verði út reglur um verklag sem nota skal þegar talstöðvarsamband rofnar í sjónflugi. Málavextir eru þeir að hinn 14. ágúst var einka- flugmaður á Cessna 152 kennsluflugvél, TF-FTG, að nálgast Reykjavíkurflugvöll á ný eftir ferð austur fyrir fjall. Um kl. 22.20 hafði hann samband við flugturn til að láta vita að hann væri á leið til lendingar. Þegar ekkert svar barst eftir nokkur köll reyndi hann að ná í aðflugstjórn vallarins en árangurslaust. Að síðustu reyndi hann tíðni sjálf- virku flugvallarupplýsingastöðvarinnar og varð honum þá ljóst að eitthvað væri athugavert við tal- stöð vélarinnar. Þrjár aðrar vélar á ferðinni Flugmaðurinn flaug vélinni áfram og stillti rat- sjársvarann á 7600 sem merki um að talstöðin væri biluð. Flugmaður TF-FTG lenti síðan vélinni en þá voru þrjár vélar í flugstjórnarsviði flug- turnsins. Þegar hann var lentur sá flugumferð- arstjóri að ekki var þar á ferð sú flugvél sem hann hafði gefið lendingarheimild, TF-FTN, en sú vél var þá í þann veginn að lenda á sömu flugbraut. Gaf hann flugmanni TF-FTN kost á að hætta við og sagði flugmanni TF-FTG að rýma flugbrautina strax en hann hafði þá snúið vél sinni við og ók á móti þeirri sem var að lenda. Flugmaður TF-FTN taldi óhætt að lenda og sveigði vél sinni yfir á vinstri hluta flugbrautarinn- ar og ók framhjá TF-FTG. Í skýrslu RNF segir að þótt ætlast sé til að flug- menn fari eftir ákveðnum reglum er fjarskipti bregðast sé þær hvergi að finna sem eina heild á aðgengilegan hátt. Þær gangi m.a. út á að stilla ratsjársvara á 7600, fljúga yfir flugvöllinn til að kanna aðstæður, vagga vængjum og blikka lend- ingarljósum til að gefa til kynna að talstöð sé biluð og síðan haga fluginu í samræmi við ljósmerki sem hann fær frá flugturni. Segir að hefði flugmað- urinn farið eftir reglum og almennt viðurkenndu verklagi um flug eftir að fjarskipti bregðast hefði þetta atvik ekki komið upp. Segir að þar sem regl- ur um verklag sem viðhafa skuli þegar talstöðv- arsamband rofnar séu ekki til í aðgengilegu formi beini RNF því til Flugmálastjórnar að þær verði gefnar út. Rannsókn lokið á flugumferðaratviki á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra Gefið verði út efni um viðbrögð er talstöð bilar BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að Alþingi eigi í öllum til- vikum síðasta orðið um fjárveitingar hvort heldur er til dómstóla eða ann- arra, aðspurður um hugmyndir sem Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðs- dóms Reykjaness, setti fram á aðal- fundi Dómarafélags Íslands á föstu- dag. Þar lýsti hún þeirri skoðun að rétt væri að dómstólar sæktu fjárveit- ingar sínar beint til löggjafarvaldsins í stað þess að þurfa að sækja þær í gegnum framkvæmdavaldið. „Aðferðin við að útdeila slíku fé byggist á því, að fjármálaráðherra flytji alþingi tillögur um fjárveiting- arnar í fjárlagafrumvarpi og þær til- lögur byggjast á tillögum frá viðkom- andi fagráðuneytum,“ segir Björn. „Varðandi héraðsdómstólana eru tvær leiðir til, annars vegar að halda áfram á þeirri braut að setja rekstr- arfé í meiri mæli í sameiginlegan pott og fela dómstólaráði að skipta honum á einstaka dómstóla. Hins vegar er sú leið fær, að hver héraðsdómstóll fái fjárveitingu sem merkt er honum í fjárlögunum sjálf- um án milligöngu dómstólaráðs. Mér sýnist seinni leiðin nálægt þeirri hug- mynd, sem Ólöf Pétursdóttir kynnti, og á hún eigi ekki síður vel við um dómstóla en aðrar stofnanir á vegum ríkisins.“ Áhugaverðar hugmyndir að mati formanns VG Að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, eru hugmyndir Ólafar áhugaverðar. „Ég held að þetta væri að mörgu leyti skýrari skipan mála og í betra samræmi við hinn hreina aðskilnað þessara vald- þátta samfélagsins, að framkvæmda- valdið væri ekki eins og milliliður milli löggjafar- og fjárveitingavaldsins og dómstólanna,“ segir Steingrímur. „Dómstólarnir almennt eiga að starfa meira í skjóli Alþingis en fram- kvæmdavaldsins. Eins og ég skil mál- ið finnst mér því sú hugsun sem þarna er að baki áhugaverð og hún slær mig vel,“ segir Steingrímur. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki taka afstöðu til málsins fyrr en hann hafi séð fleiri rök í því. Dómsmálaráðherra um hugmyndir um að dómstólar sæki fjárveitingar beint til löggjafarvalds Alþingi á síðasta orðið um fjárveitingar VEGFARENDUM um veginn við Rauðavatn varð nokkuð bylt við þeg- ar þeir mættu þessari sjón, en flutn- ingabíll fullur af brotajárni valt á veginum og brotajárnið rúllaði yfir vegarkantinn. Hvað mestri geðs- hræringu olli bíllinn krumpaði, en margir vegfarendur voru hræddir um að slasaðar mannverur leyndust innanborðs. Sem betur fer var raun- in ekki sú, bíllinn hafði verið press- aður saman áður en hann var settur upp á flutningabílinn. Óhætt er að segja að fólki hafi létt þegar það sá að enginn skaði hafði orðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Betur fór en á horfðist … SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk með höndum að fjalla um veiðar á mink, fækkun og hugs- anlega útrýmingu hans úr íslenskri náttúru. Nefndinni er ætlað að skila tillögum fyrir 1. febrúar næstkom- andi. „Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um stöðu minksins í íslenskri nátt- úru, útbreiðslu og stofnstærð hans og tjón af hans völdum. Nefndin skal gera tillögur til ráðuneytisins um nauðsynlegar aðgerðir til þess að draga úr tjóni af völdum minks, hvernig staðið skuli að veiðum og hvort og hvernig takast megi að tak- marka útbreiðslu minks eða útrýma honum úr náttúru landsins,“ segir í frétt frá umhverfisráðuneytinu af þessu tilefni. Formaður nefndarinnar er Ingi- mar Sigurðsson, skrifstofustjóri. Nefnd til að fjalla um hugs- anlega útrým- ingu á mink JÓN Þór Sverrisson, sem var settur trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar í byrjun árs 2002, en hann synjaði Árna Sigurðssyni flugmanni um út- gáfu heilbrigðisvottorðs, gagnrýnir niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, sem hefur nú veitt flugmanninum gilt heilbrigðisvottorð. Jón Þór tekur fram að hann eigi ekki lengur aðild að þessu máli en kveðst þó hafa skoðanir á úrskurði nefndarinnar og sé ósammála hin- um. „Niðurstaða nefndarinnar er tví- skipt. Þeir eru samþykkir mínum úr- skurði en koma svo með nýjan úrskurð. Það er alveg ljóst af minni hálfu að ég tel að þessi nefnd hafi ekki farið eftir þeim kröfum sem Flugöryggissamtök Evrópu, sem við erum aðilar að, gera. Ég sagði í mín- um úrskurði að heilaáfall af þessari gerð ylli varanlegri vanhæfni. Það er mín skoðun,“ segir hann. Jón Þór segist einnig eiga erfitt með að fallast á það sem segi í úr- skurðinum að útgáfa flugskírteina sé sanngirnismál. „Það er ekki hægt að taka tillit til sanngirnissjónarmiða þegar flugöryggi er annars vegar,“ segir hann. Jón Þór Sverrisson ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar Ekki farið að kröfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.