Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 6 og 9. B.i. 16. Kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12. Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.  ÞÞ FBL Síðu stu sýn inga r 3D gleraugu fylgja hverjum miða Yfir 20.000 gestir Stærsta grínmynd ársins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Miða verð kr. 50 0 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.40.  DV  Kvikmyndir.com OPEN RANGE Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun tíma í USA! ÞAÐ var ekki aðeins Jazzhátíð Reykjavíkur sem bauð upp á alþjóð- legan djass í síðustu viku heldur var boðið upp á djass á sænskri menningarviku – og það engan út- kjálkadjass. Þar var kominn kvart- ett tenórsaxófónleikarans Jonas Kullhammers, sem er mörgum ís- lenskum djassunnendum að góðu kunnur eftir að hafa leikið á Jazzhá- tíð Reykjavíkur fyrir þremur árum með sveit trommarans Frederiks Noréns. Jonas hefur tekið stórstíg- um framförum síðan þá og með honum voru kallar úr fremstu röð sænskra ungdjassara: Torbjörn Gulz á píanó, Torbjörn Setterling á bassa, en hann lék einnig hér með Norin og auk þess sl. þriðjudag með Jóeli Pálssyni og félögum. Svo var frábær trommari, Daniel Fred- riksson, sem leysti trommara Jon- asar, Jonas Holgersson, af hólmi. Ekki mátti heyra að þarna færi ný- liði því hver sláttur á trommurnar var réttur og sveiflan slík að Guð- mundur Steingríms og Steini Krúpa, sem voru í hópi áheyranda ásamt fjölda annarra tónlistar- manna, voru sem bergnumdir. Kvartettinn hóf leikinn á klass- ísku nýboppi eftir Jonas, Snake City East, og síðan kom tónverk eftir píanistann: Slow Drops. Upp- hófst það á löngum inngangi þar sem píanóið ríkti eitt í impessjón- skum hugarheimi uns hinn stríð- hljóma veröld tók við í anda hins sænska Wallins. Kullhammar hélt síðan á blússlóðir með hrynsveitina sjóðandi bakvið. Ekki var blúsinn svipminni í Frippers blues, þar sem hrynsveitin nálgaðist Basie þótt pí- anóhljómarnir væru á nýrri línu en greifanum hefði þótt sóma. Flest var gott sem gerðu þeir og gaman var að sögu Kullhammers er þeir héldu frá Íslandi til Bandaríkjanna fyrir þremur árum og hann veiktist skyndilega í fugvélinni og læknir var til staðar. Um það atvik samdi hann ópus: Oh, my god, it’s blood – og ekket kellingarvæl þar. Flestir ópusar Kulhammers voru hraðir og á slóðum nýboppsins; ballöðurnar eftir Zetterling og mitt á milli Gulz. Allt í einu var mögnuðum tón- leikum lokið, en klappað var og klappað og inn kom Kullhammaer blásandi í saxinn kandensu einsog svo oft á tónleikunum. Tónninn geislandi fagur, rofinn á stundum og með framhjáblæstri af öllum sviðum frá Websert til Rollins. Snilldarlegt hugmyndaflug í spun- anum og svo allt í einu einfalt riff: Bebopalula. Var hægt að biðja um það betra. Kullhammar er bara tuttugu og fimm – bíðum í fimm ár. Án efa verður hann þá einn af stórten- órsaxófónmeisturum Evrópudjass- ins. Söngkonuvandræði og tríósveifla Það eru ekki margar djasssöng- konur sem eru í hópi hinna miklu djassmeistara: Billie, Sarha, Ella og svo auðvitað Bessie og Mahalia sem voru þó í útjaðrinumn. Karlsöngv- ararnir eru enn færri. ,,Það eru bara ég og Louis Armstrong,“ sagði Chet Baker eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða um söngvara. Að sjálfsögðu var ég ekki sammála, einlægur aðdáandi Jimmys Rush- ings og Jacks Teagardens svo og Franks Sinatra. Hvað um það! Því verður þó ekki mótmælt að oft er stutt á milli feigs og ófeigs – söngv- ara sem er nær hinu venjulega, jafnvel poppaða, og hinna sem glitra af snilld. Martha Brooks er ábyggilega gott skáld og hún er af íslenskum ættum og meira að segja í ætt við meistaraskáldið Sigurð Pálsson sem einnig hefur gott djas- seyra. Aftur á móti var ekki margt sem hún söng á föstudegi á djasshá- tíð á NASA sem lifir í minninu og þó – dúett hennar og bassaleik- arans Teds Warrens, Autum Leav- es, var perla. Jesper Lundgaard var búinn að brillera í þessum söng- dansi Kosma í endurritun Thom- asar Clausen á miðvikudagskvöldi. Þó hélt Warren sjó. Svo var Martha ágæt í All the Thing You Are, en átti í erfiðleikum með I’ve Got the World on a String. Fraseringarnar dálítið lausar í annan endann enda Louis búinn að binda þar fyrir í eitt skipti fyrir öll. David Restivo píanó- leikari var fínn í kompi og sólóum og ekki þurfti að kvarta yfir trommuleik Teds Warrens. Það er bara þetta með söngkonurnar. Þær eru of fáar sem skipa snillingahóp- inn, en of margar sem koma fram á tónleikum og uppskera oflof söng- elskra hlustenda, en hljóðfæraleik- ararnir þurfa ætíð að berjast til síð- asta blóðdropa. Framsækið bopp og söngkonuraunir DJASS Norræna húsið Jonas Kullhammar tenórsaxófón, Tor- björn Gulz píanó, Torbjörn Zetterberg bassa og Daniel Frederiksson trommur. Föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 20.00. KVARTETT JONAS KULLHAMMARS Vernharður Linnet NASA Martha Brooks söngur, David Restivo pí- anó, Mike Dowens bassa og Ted Warren trommur. Föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 22.00 MARTHA BROOKS OG TRÍÓ HENNAR SÍMON, fínlegur 9 ára grunn- skólanemi, er lagður í einelti af bullunni Alex og vinum hans sem eru tveimur árum eldri. Simon hefur misst pabba sinn og býr með Karin, móður sinni. Hún kynnist geðslegum náunga að nafni Björn og allt gengur samkvæmt venju. Símon hefur horn í síðu Bjarnar til að byrja með en sambandið er komið upp fyrir frostmarkið þegar hinn ægilegi sannleikur kemur í ljós: Björn er pabbi hrekkjusvínsins Alex og nú ætla fjölskyldurnar að steypa sér saman í eina! Þar með er ekki öll sagan sögð þar sem móðir Alex stakk feðgana af með öðrum manni og er það ástæðan fyrir uppreisn hans gegn samfélaginu. Eftir að Símon tekur til sinna ráða leys- ast málin á undraverðan hátt. Myndinni til tekna má nefna bærilegan leik hjá Símoni, þrátt fyrir að handritið geri hann að óttalegri skræfu gagnvart flest- um öðrum en vinkonu sinni lít- illi, sem hann leggur á hendur þegar þannig viðrar. Alex er einnig frekar fráhrindandi, ótuktarlegur og orðljótur en tekur dæmalausum sinnaskipt- um. Gjörðir Björns og fyrrum konu hans eru ótrúverðugar í meira lagi, í raun er það Karin ein sem stendur upp úr þessum dularfulla hópi og heldur mynd- inni á floti. Ljón og hrekkju- svín KVIKMYNDIR Regnboginn – Sænsk kvikmyndavika Leikstjóri: Manne Lindsvall. Aðalleik- endur: Lisa Lindgren, Magnus Krepp- er, Eric Lager. 88 mínútur. Svíþjóð 2003. Sterkur sem ljón (Lejontämjaren) Sæbjörn Valdimarsson UM miðjan októbermánuð opnaði Viðar Þór Guðmundsson sína fyrstu listsýningu á harla óvenjulegum stað, eða í dreifingarmiðstöð Vöru- bíls. Sýningunni lýkur í þessari viku. „Þetta er mín fyrsta sýning,“ segir Viðar en hann er menntaður sál- fræðingur. „Ég er ekki menntaður myndlistarmaður en hef svona verið að dútla við þetta undanfarin fimm- tán ár.“ Viðar sýndi um þrjátíu verk og segist hann beita fjórum stíl- brigðum. „Ég á fastlega von á því að halda þessu áfram. Að minnsta kosti gekk ágætlega að selja,“ segir hann og hlær. Listsýning Viðars Þórs Guðmundssonar Morgunblaðið/Þorkell Viðar (í miðjunni) ásamt umboðsmanni sínum, Hreiðari Huga Hreiðarssyni, og framkvæmdastjóra Vörubíls, Kristni Vilbergssyni. Rúnar Freyr Gíslason leikari heilsaði upp á gamlan félaga. 30 verk – 4 stílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.