Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 25 HJÁLMAR H. Ragnarsson tónskáld verður í sviðsljósinu á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Lista- safni Íslands kl. 20 í kvöld, en öll verk- in á efnisskránni eru eftir hann, það elsta, Mouvement fyrir strengjakvart- ett frá 1976, og það yngsta, Vókalísa fyrir mezzósópran, fiðlu og píanó frá árinu 1998. Þannig spanna verkin nær aldarfjórðung í tónsmíðaferli Hjálm- ars. „Þessi verk draga upp mynd af tónskáldi sem er greinilega dauðans alvara með tónlist sinni; þetta eru dramatísk verk og eftirá að hyggja held ég að það sé sterkur þráður á milli þeirra. Yfirbragð verkanna er svipað, þau eru hispurslaus, og ég held að mér hafi legið talsvert mikið niðri fyrir. Ef ég horfi á verkin eins og í þriðju persónu, er eins og ég hafi mik- ið fagnaðarerindi að boða. Það er ákafi í þeim, og eftirá að hyggja hefði mað- ur kannski mátt læra þá lexíu betur að halla sér aftur í stólnum og leyfa tón- listinni að flæða fyrirhafnarminna.“ Hjálmar viðurkennir að þessi lýsing hans á verkum sínum, hljóti jafnframt að segja ýmislegt um tónskáldið. „Það hlýtur að vera. Það eru öfgar og átök í þessu hjá mér. Ég spila út á kantana og sóknin að markinu er frá könt- unum. Það er þetta sem gerir verkin mín dramatísk, og það á við um svo margt í þeim, alla þætti tjáning- arinnar; fraseringar, styrk, notkun hljóðfæra, notkun raddarinnar. Ef ég held áfram að stunda þessi tónvísindi á sjálfum mér, þá tek ég þó eftir því að lagferlin hjá mér eru ótrúlega skýr. Þessi verk spanna langan tíma, allt frá mínum fyrstu verkum, og ef maður hefur ekkert að segja á því tímabili lífs síns sem er jafnan hvað stormasam- ast, þá hefur maður lítið að segja síðar meir.“ Mér þykir vænt um þessi verk Hjálmar segir að dramatíkin og öfgarnar hafi ekki verið meðvitaðar á sínum tíma. Þegar hann var yngri, fannst honum einfaldlega að tónlist ætti að vera þannig. „Þetta er al- gjörlega ómeðvitað, - en ég er búinn að átta mig á því núna að tónlist þurfi ekki endilega að hafa innbyggða spennu og átök til að fúnkera. Í fjar- lægðinni núna finnst mér þó einmitt óskaplega vænt um þessi verk vegna þess sem þau eru. Elsta verkið strengjakvartettsþátturinn er ópus minn númer 2, saminn 1976, og er kannski svolítið öðruvísi en yngri verkin. Hann er mjög úthugsaður og gegnumsaminn, meðan næsta verk frá 1978-80 er strax expressjón- ískara.“ Tveir sönglagaflokkar við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson eru burðarásar í tónleikaprógramminu. „Bæði verkin eru full af átökum, sem endurspegla textann. Sex lög, fjalla um lífshætt- una, dauðann og ástina, en Tengsl eru um tengsl mannsins við náttúruna, - samlíf manns og náttúru. Ljóðin eru mjög heilsteypt og skorinorð, og fylgir sá boðskapur að maðurinn verði að horfast í augu við eyðilegginguna sem hann veldur; - eða eins og Stefán seg- ir, - „brjóta spegilmyndina svo við sjáum hvað að baki býr.“ Aðgengilegri nú en áður Það var Kammersveit Reykjavíkur sem hafði frumkvæði að því að efna til heilla tónleika með verkum Hjálmars, en sum verkanna hefur sveitin flutt áður. Að þessu sinni verða öll verkin jafnframt hljóðrituð. „Kammersveitin leggur mikla vinnu og metnað í þetta verkefni, og ég get ekki kvartað und- an því að tónlistin mín njóti ekki skiln- ings. Það er líka merkilegt að þegar frá líður virðast verkin verða flytj- endum aðgengilegri en var í fyrstu. Ég veit ekki hvort það hefur með menntun fólks að gera eða tíðarand- ann. En af þessu leiðir að það er auð- veldara að vinna þetta. Það virðist vera þannig, - að því fleiri verk sem fólk þekkir eftir mann, því auðveldara á það með að setja sig inni í þau sem það hefur ekki spilað áður. Flytjend- urnir fara smám saman að þekkja tungutakið og það er ákveðinn fjár- sjóður fólginn í því. Það segir manni líka hvað það er mikilvægt að ný verk fái að heyrast. Þegar fólk er búið að kynnast tungutaki eins höfundar, má ekki líða það langt á milli að það gleymist. Þessi þekking þarf að lifa og erfast bæði með hljóðfæraleikurunum og hlustendum. Þetta er ákaflega mik- ilvægt. Maður þarf þá ekki að vera í þeim stellingum í hvert sinn að segja: Ég er svona tónskáld og ég sem svona tónlist! Tónlistarfólkið veit núna hvernig tónlist ég sem, og það er allt annað líf.“ Enginn söngvararanna þriggja sem syngja með Kammersveitinni á tón- leikunum, Marta Hrafnsdóttir, Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson hefur sungið verk Hjálmars áður. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þau eiga auðvelt með að nálgast tónlistina – hún er þrælerfið fyrir söngvarana. Þau ganga inn í þennan heim fordó- malauast og láta sig bara flæða með.“ Auk verkanna sem þegar hafa verið nefnd, leikur Kammersveitin Adagio fyrir strengjasextett. Kammersveit Reykjavíkur leikur verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson Ég er svona tón- skáld og sem svona tónlist! Morgunblaðið/Sverrir Hjálmar H. Ragnarsson með félögum úr Kammersveit Reykjavíkur: Rut Ingólfsdóttur, Mörtu Hrafnsdóttur altsöngkonu, Sigurlaugu Eðvalds- dóttur, Sigurgeiri Agnarssyni og Þórunni Ósk Marinósdóttur. LJÓÐAKVÖLD, sem vera átti í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í kvöld, fellur niður vegna veikinda. Dagskráin var liður í Tónlistardög- um Dómkirkjunnar. Ljóðakvöld fellur niður SÖNGHÓPURINN Hljómeyki flyt- ur kórtónlist eftir Óliver Kentish í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld, þriðju- dagskvöld. Hljómeyki frumflutti um- rædd verk á sumartónleikum í Skál- holti í júlí sl. Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilk- inson. „Þetta er allt trúarlegs eðlis,“ segir Óliver um verk sín, en und- anskilur þó eitt þeirra, Einn, sem hann samdi við samnefnt ljóð Jóns Helgasonar. „Þetta eru átta verk, allt frumflutn- ingur, að undanskildu Jubilate deo, sem Hljómeyki frumflutti í vor. Öll eru verkin án undirleiks, nema tvö, þar sem slagverkið er.“ Óliver sækir ljóð sín í ýmsar áttir. Flestir textanna eru latneskir, tveir íslenskir og einn á hebresku. Verkin heita Beatus vir, Pater peccavi, Veni sancti spiritus, Þrír Davíðssálmar, nr. 23, 133 og 117, og Jubilate deo auk fyrrnefnds ljóðs Jóns Helgasonar. Kórtónlist í Langholts- kirkju Óliver Kentish ♦ ♦ ♦ TVÆR aukasýningar verða á leikrit- inu Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleik- húsinu á fimmtudag og föstudag. Þar með lýkur sýningum og eru þær þá orðnar 160 talsins. Það eru þeir Hilmir Snær Guðna- son og Stefán Karl Stefánsson sem fara með öll fjórtán hlutverk sýning- arinnar. Leikstjóri er Ian McElhinney en sviðsetning hans á þessu verki hefur síðan verið sýnd víða um heim og hlotið fjölda verðlauna. Gert er ráð fyrir að leikstjórinn verði gestur leik- hússins á síðustu sýningu ásamt höf- undi verksins Marie Jones. Aukasýningar á Grjótinu Morgunblaðið/Billi ♦ ♦ ♦ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Talstö›var sem flola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n. is © 20 03 MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur til- kynnti í gær úthlutun starfslauna borgarinnar 2004 og nýja og endurnýjaða samstarfssamninga Reykjavíkurborgar við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistarhópa og hátíðir í Reykjavíkurborg til allt að þriggja ára fyrir árin 2004, 2005 og 2006. Athöfnin fór fram í Höfða og hófst með ávarpi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar, tilkynnti niðurstöður nefndarinnar. Menningarmálanefnd Reykjavíkur úthlutar starfslaunum og velur þá listamenn sem þau hljóta. Umsækjendur um starfslaun listamanna voru 144 og voru 39 mánuðir til úthlutunar. Nefndin hækkaði mánaðarlaunin árið 2002 fyrir árið 2003 um 55%. Starfslaun borgarinnar til listamanna 2004 skiptast milli átta listamanna þannig: Barði Jóhannsson tón- listarmaður fær fimm mánaða laun, Egill Heiðar Anton Pálsson leikari fimm mánuði, Egill Sæ- björnsson myndlistarmaður fjóra mánuði, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fimm mánuði, Erla Þór- arinsdóttir myndlistarmaður fimm mánuði, Haf- steinn Austmann myndlistarmaður fimm mánuði, Helena Jónsdóttir danshöfundur fimm mánuði og Hörður Torfason söngvaskáld og leikari fimm mán- uði. Samstarfssamningar Samstarfssamningar til þriggja ára voru endur- nýjaðir við þessa hópa: Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Kammermúsíkklúbbinn, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðra- sveitina Svan, Tónskáldafélag Íslands vegna Myrkra músíkdaga, Nýlistasafnið, i8 gallerí, Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar, Möguleikhúsið, Vestur- port og Sumaróperu Reykjavíkur. Menningarmálanefnd ákvað að fjölga enn föstum samstarfssamningum og er þar um tæplega 40% hækkun framlaga að ræða við gerð þriggja ára samninga. Gerðir verða nýir starfssamningar til þriggja ára við leikhópinn Á senunni, Reykjavík Dansfestival, Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík, Jazzhátíð Reykjavíkur, Kirkjulistahátíð í Reykjavík, Íslenska tónverkamiðstöð, Vox Fem- inae og Mozart-hópinn. Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova er settur var á legg árinu með stofnframlagi frá menn- ingarmálanefnd mun jafnframt fá fastan samstarfs- samning til næstu þriggja ára. Nefndin skuldbindur eina milljón árlega næstu þrjú árin til að flytja út framsækna tónlist með samstarfsverkefninu „Loftbrú Reykjavík“. Þá hefur nefndin ákveðið að taka frá fjárhæð til að koma á „alþjóðlegum tengslasjóði“ fyrir myndlistarmenn. Einnig hefur hún tekið frá fé til að stuðla að því að „listmunalán“ geti orðið að veruleika. Það þýðir að hún mun leita eftir samstarfi við samtök myndlistarmanna til að útlán á samtímamyndlistarverkum geti hafist í samvinnu við Borgarbókasafn með kauprétti, og lýsir sig reiðubúna fyrir sitt leyti að stuðla að því að hagstæð lánakjör fáist til almennings til kaupa á myndverkum samtímalistamanna. Við athöfnina í Höfða undirritaði borgarstjóri jafnframt samstarfs- samning við Bókmenntahátíð í Reykjavík til næstu fjögurra ára fyrir hátíðirnar 2005 og 2007. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmála- nefndar borgarinnar, sagði í ræðu sinni við athöfn- ina að við úthlutun starfslauna nú væri menningar- málanefnd að fylgja þeirri stefnu sem mótuð var við úthlutun 2002, að veita laun í lengri tíma en oft áður til að listamönnum nýttist féð betur til áhugaverðra verkefna. „Aldursbilið er breitt og listgreinarnar ólíkar, ungir og ómótaðir listamenn fá tækifæri og eldri og ráðsettari hvatningu til að láta ekki deigan síga.“ Stefán Jón sagði ennfremur að þriggja ára sam- starfssamningum hefði fjölgað umtalsvert og að heildarviðbót þeirrar upphæðar sem í þá er lögð næmi um 13 milljónum króna á ári. „Til þriggja ára samninga renna því nú rúmlega 46 milljónir króna í stað 33 milljóna króna áður.“ Heildarframlög til menningarmála á vegum nefndarinnar nema á næsta ári um 1.100 milljónum króna, en auk þess leggur borgin ýmsum aðilum til styrki í formi aðstöðu. Menningarmálanefnd borgarinnar kynnir styrki og samstarfssamninga Vill stuðla að listmuna- lánum til almennings Morgunblaðið/Jim Smart Borgarstjóri og formaður menningarmálanefndar ásamt hópi styrkþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.