Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Shotoku Maru kemur og fer í dag. Sylvia fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 10 bankinn, kl. 13 postulínsmálun. Á morgun opið hús. Kynningarfundur um breyttar áherslur í fé- lagsstarfi í félags- miðstöðvum fimmtud. 13. nóv. kl. 14, gestur fundarins Ásdís Skúla- dóttir verkefnisstjóri. Leikfimi og danssýn- ing. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15–13.45 bókabíll. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 söng- og harmoniku- stund í borðsal. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 10 leirlist, kl. 10.30 leshringur á bókasafninu, kl. 12. thai chie í Garðabergi, kl. 12.45 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tré- skurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, frjáls prjónastund, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30 brids og saumur kl. 13, biljard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Leikfélagið Snúður og Snælda æfing kl. 11. Skák kl. 13, haustmót hefst. Alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellsbæ. Opið kl. 13–16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a glerskuður, kl. 10 létt ganga, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11.45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara, Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Þriggja kvölda hrað- sveitakeppni hefst í dag. Skráning hjá Ólafi Lárussyni, s. 698 6538. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Sinawik í Reykjavík. Árleg tískusýning er á dagskrá í kvöld á Hótel Sögu Sunnusal. Fund- urinn hefst kl. 20. Þjóðdansafélagið. Opið hús verður í sal félags- ins í Álfabakka 14 A í kvöld kl. 20.30. Gömlu dansarnir. Í dag er þriðjudagur 11. nóv- ember, 315. dagur ársins 2003, Marteinsmessa. Orð dagsins: Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: „Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér.“ (Rm. 15, 3.) Steinþór Heiðarsson,einn af fastapennum á vefritinu Múrnum, hef- ur sitthvað að athuga við þau rök sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra færði ný- lega fyrir andstöðu sinni við vændisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Al- þingi.     Steinþór skrifar:„Guðni lýsti á dög- unum viðhorfi sínu til vændisfrumvarpsins svo- kallaða og sagði í viðtali að það væri góð hug- mynd sem gengi ekki upp. Hvaðan ráðherrann hefur þá speki að góðar hugmyndir gangi ekki upp skal látið liggja milli hluta. Það eftirtekt- arverða var röksemda- færsla hans fyrir þessari afstöðu.     Guðni Ágústsson greiptil dæmisögu máli sínu til stuðnings en sem kunnugt notuðu margir af frægustu heimspek- ingum fornaldar þá að- ferð. Sagan hans Guðna gekk út á það að ekki væri hægt að gera kaup- anda að kynlífsþjónustu einan að sakamanni í slíku tilfelli frekar en rétt væri að refsa fólki fyrir að kaupa landa en ekki fyrir að selja hann.     Flestir sjá í hendi sér aðhér er komið fram nýtt afbrigði af dæmi- sögu sem má þekkja á því að samlíkingin byggist á hlutum sem ekki er hægt að líkja saman. Eða hver er þolandinn í hvoru til- felli um sig?     Sala á landa og öðruheimabruggi beinist jafnan að fólki sem ekki hefur aldur til að kaupa áfengi á löglegan hátt. Mörg dæmi eru um að þessir drykkir hafi reynst svo illa göróttir að það hefur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir þá sem kaupa. Seljandinn gerir ekki annað en að afhenda sullið og hirða pen- ingana. Ef hægt er að tala um valdahlutföll í slíkum tilvikum þá eru þau „sprúttsalanum“ í hag – hann á það sem kaupandinn þarfnast og hagnast á viðskiptunum.     Sala á kynmökum ersala á aðgangi að lík- ama seljandans. En þar er það alla jafna seljand- inn sem er ofurseldur valdi kaupandans. Sá sem selur líkama sinn gerir það yfirleitt út úr neyð – af þörf fyrir peninga, mat, húsaskjól og jafnvel fíkniefni.     Ef gripið er til hefð-bundnara afbrigðis af dæmisögu má hugsa sér að Guðni Ágústsson sé haldinn kvalalosta og borgi náunga sínum fyrir að fá að útrás á líkama þess síðarnefnda. Myndi Guðni þá upplifa sjálfan sig sem þolanda? Myndi hann líkja seljandanum við landabruggara?“ spyr Steinþór Heiðarsson á Múrnum. STAKSTEINAR Görótt heimspeki Guðna Víkverji skrifar... RÁÐNING Tony Adams, fyrrver-andi fyrirliða Arsenal og enska landsliðsins, í starf knattspyrnu- stjóra enska 2. deildar liðsins Wy- combe Wanderers eru bestu tíðindi sem Víkverji hefur fengið úr bolt- anum í langan tíma. Þessi svipmikli kappi er uppáhaldsleikmaður Vík- verja fyrr og síðar og skarðið sem hann skildi eftir sig þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir hálfu öðru ári verður ekki fyllt. En þótt tími leik- mannsins Tony Adams sé liðinn er það huggun harmi gegn að hann sé nú viðriðinn sparkið á ný. Víkverji bjóst raunar aldrei við því að Adams yrði lengi utanbolta. Hann skráði sig í háskóla haustið 2002 í einhvern íþróttakúrs og er nú liðlega hálfnaður með það nám. Og þó að hann hafi haft gaman af náminu við- urkenndi hann á dögunum að það kæmi ekki í staðinn fyrir fótboltann. Ef Tony Adams er ekki óhreinn um lærin að kvöldi telst það varla vera ærlegt dagsverk. Svo einfalt er það. Þess vegna snýr hann aftur. Margir hleyptu þó brúnum þegar hann valdi Wycombe Wanderers. Hvað er maður sem vann tíu stóra titla á nítján ára ferli með Arsenal, þar af enska meistaratitilinn fjórum sinnum, að vilja niður í 2. deild? Hvers vegna tekur stýrimaður á full- komnum frystitogara við lítilli og lú- inni trillu? Wycombe er á botni 2. deildar og fyrir liggur að félagið á í miklum fjárhagsvanda, til að mynda tóku leikmenn á sig launalækkun í sumar til að halda trillunni á floti. En svona er Tony Adams. Hann hafnar því að fá hlutina upp í hend- urnar. Nei, takk. Adams vill byrja frá grunni. Þótt hann hafi margt til brunns að bera, svo sem reynslu, hæfni til að hvetja fólk til dáða og ódrepandi sigurvilja þarf hann að læra á starfið. Það gerir hann sér ljóst. Þess vegna byrjar hann smátt. Kappinn fór svo sem ekki amalega af stað, Wycombe vann Swindon í sínum fyrsta leik undir stjórn Adams, 4:1, í fyrstu umferð bik- arkeppni enska knattspyrnu- sambandsins sl. laugardag. Adams ætlaði raunar aðeins að horfa á leik- inn úr stúkunni, svona í fyrstu at- rennu, en var kominn niður á bekk- inn í hálfleik. Slíkt var kappið. Þar þekkti Víkverji sinn mann. Og Adams er strax farinn að huga að því að styrkja lið sitt. Hefur gam- all vinur hans verið nefndur í því samhengi, Paul Gascoigne. Og ekki myndi Víkverji gráta það að sjá þessa tvo svipmestu sparkendur sinnar kynslóðar saman hjá Wy- combe. Víkverji mun sem fyrr leita fyrst að úrslitum í leikjum Arsenal um helgar í framtíðinni. En þar á eftir fer hann beint niður í 2. deild og finnur Wycombe Wanderers. Í það minnsta þangað til Adams snýr aftur heim og leysir Arsène Wenger af hólmi. AP Knattspyrnustjórinn Tony Adams kominn til starfa. Að gleymast ÉG er bundinn við hjóla- stól og hef verið frá barns- aldri. Ég neita því ekki að á sumum stöðum á Íslandi er aðgengið fyrir hjólastóla mjög slæmt og getur það þess vegna verið mjög erf- itt fyrir mann sem þarf að notast við hjólastól að kom- ast leiðar sinnar. Það verð- ur auðvitað að mótmæla þessu en það sem mér finnst oft gleymast í öllu því er góðsemi almennings. Gott dæmi um það er að einu sinni var ég að vinna hjá fyrirtæki við úthring- ingar en fyrirtækið var á 4. hæð og þurfti ég að notast við lyftu til þess að komast til vinnu. Kvöld eitt var lyftan biluð og var ég þá fastur niðri. Þegar sam- starfsmenn mínir mættu til vinnu og sáu mig þar sem ég var fastur niðri báru þeir mig upp. Þegar upp var komið tók á móti okkur reiður yfirmaður sem hót- aði að reka samstarfsmenn mína fyrir það eitt að bera mig upp. Ég stunda nám í fram- haldsskóla sem er á þrem- ur hæðum og þar er lyfta sem virkar oftast fínt en það hefur þó nokkrum sinnum komið fyrir að hún hefur bilað. Eitt sinn kom það fyrir að lyftan bilaði og ég var þá staddur á 3. hæð og komst ekki neitt. Mér til björgunar urðu þá nem- endur í skólanum sem söfnuðu liði og báru mig niður. En lyftan komst ekki í lag fyrr en tveimur klukkustundum síðar. Þeg- ar ég kom niður komu kennarar til mín og voru hneykslaðir á bilunartíðni lyftunnar en enginn talaði um þessa duglegu nemend- ur sem komu til aðstoðar og í hvert sinn sem ég reyndi að koma því að var eins og allir hættu bara að hlusta. Eitt sinn fór ég í tjald- útilegu en hún var náttúr- lega ekki hjólastólavæn. Þar var tjaldað úti á túni einhvers staðar og farið í fjallgöngur og bátaferðir meðal annars. Ef ekki hefði verið fyrir aðstoð félaga míns og annarra útilegu- gesta hefði ég ekki komist með en þar sem allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum fannst mér eins og ég væri bara hreinlega ekki í hjólastól vegna þess að ég gat tekið þátt í allri dagskrá og ekki vegna þess að henni var breytt heldur vegna vilja fólks á staðnum í að hjálpa mér og bera mig út um allt. Mig langaði bara til að segja að þó svo það sé margt sem þyrfti að breyta á Íslandi er svo margt gott sem er ekki talað nóg um. Svo ég hvet íslensku þjóð- ina að halda áfram að bjóða fram aðstoð sína. Leifur Leifsson, Barðastöðum 9, Grafarvogi. Hlutskipti blaðbera ÉG vil taka undir með móður blaðbera sem skrif- ar í Velvakanda sunnudag- inn 9. nóvember síðastlið- inn. Barnið mitt ber út hjá Fréttablaðinu um 120 blöð á dag 5 daga vikunnar. Fyrir þetta fær barnið greiddar um 12 þúsund krónur á mánuði. Oftast fylgja aukablöð með blaðinu sem ekkert er greitt aukalega fyrir. Stundum eru aukablöðin þyngri en Fréttablaðið sjálft. Ég tel launin vera alltof lág fyrir þessa vinnu og hef talað við Verslunar- mannafélag Reykjavíkur til þess að fá þá til að gera samninga við Fréttablaðið á sömu forsendum og blað- berar Morgunblaðsins eru með. Þeir sögðust vera með málið í skoðun en gera ekkert í málinu. Nú vorum við að frétta það að til stæði að láta Fréttablaðsblaðberana bera út DV fyrir 10% launahækkun á mánuði sem gera aðeins um 1.200 krónur á mánuði aukalega fyrir barnið. Foreldri. Tapað/fundið Gucci-gullarmband týndist Gucci-gullarmband tapað- ist um mánaðamótin októ- ber–nóvember í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 561 1489. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Fatlaðir mótmæla aðgengi. LÁRÉTT 1 gekk til þurrðar, 4 romsar, 7 hreysi, 8 rödd, 9 missir, 11 efnislítið, 13 hræðslu, 14 hótun, 15 görn, 17 reikningur, 20 greinir, 22 legg að velli, 23 auðskilin, 24 blóðlitað, 25 rífur í tætlur. LÓÐRÉTT 1 hnikar til, 2 árás, 3 hreint, 4 kauptún, 5 barð- ir, 6 nagdýr, 10 tormerki, 12 frístund, 13 eldstæði, 15 daunn, 16 lítillar flug- vélar, 18 fnykur, 19 gengur, 20 annað, 21 dægur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fjandmenn, 8 líður, 9 nætur, 10 fín, 11 tommi, 13 innst, 15 skort, 18 strák, 21 urt, 22 látin, 23 eykur, 24 fagurkeri. Lóðrétt: 2 Júðum, 3 Narfi, 4 munni, 5 nýtin, 6 flot, 7 hrút, 12 mær, 14 nýt, 15 súld, 16 ostra, 17 tunnu, 18 stekk, 19 ríkur, 20 karp. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.