Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 41 Í DAG Á MORGUN Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur opna málstofu í húsakynn- um Rauða krossins að Efstaleiti 9, í dag, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 17.15. Frummælendur verða Hall- dór Reynisson, Ingvill T. Plesner doktorsnemi frá norsku mannrétt- indaskrifstofunni, Salmann Tamimi tölvunarfræðingur og Toshiki Toma. Málstofan fer fram bæði á ensku og íslensku. Fjallað verður um hvort við búum í fjölmenningarsamfélagi og hvað fjölmenningarsamfélag sé. Einnig verður fjallað um trúfrelsi og fjölmenningarsamfélag. Landvernd heldur málstofu í dag, þriðjudaginn 11. nóvember í Nor- ræna húsinu. Fjallað verður um lax- eldi í sjókvíum og möguleg áhrif þess á íslenskt lífríki. Jafnframt á að varpa ljósi á þá samfélagslegu hags- muni sem tengjast laxeldi og veiðum í ám. Málshefjendur verða Sigurður Guðjónsson forstöðumaður Veiði- málastofnunar, Gísli Jónsson dýra- læknir fisksjúkdóma, Vigfús Jó- hannsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva og Óðinn Sigþórsson formaður Landssambands veiði- félaga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Rannsóknir á ættlægni krabba- meina Styrkur, samtök krabba- meinsjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í dag, þriðjudaginn 11. nóvember, í húsi Krabbameinsfélagsins að Skóg- arhlíð, kl. 20. Laufey Ámundadóttir deildarstjóri krabbameinsdeildar Ís- lenskrar erfðagreiningar og Helgi Sigurðsson forstöðumaður Krabba- meinsmiðstöðvar Landspítalans ræða um rannsóknir á ættlægni krabbameina. Allir velunnarar fé- lagsins velkomnir. Ný lífsjón, samtök fólks sem misst hefur útlimi, verður með op- ið hús á morgun, miðvikudags- kvöldið 12. nóvember, kl. 20, á lofti Grafarvogskirkju. Ráðstefnu um vatnsvernd Fram- kvæmdastjórn um vatnsvernd á höf- uðborgarsvæðinu efnir til ráðstefnu um vatnsvernd á morgun, miðviku- daginn 12. nóvember kl. 13–17 á Hótel Nordica, í tilefni af Ári fersk- vatns 2003. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Á ráðstefnunni verður fjallað um þær hættur fyrir vatnsöflun sem kynnu að stafa af hugsanlegum nátt- úruhamförum á svæðinu, svo sem eldgosum, og af manna völdum, t.d. af vaxandi byggð og ef meng- unarslys yrði. Fundarstjóri er Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar. Dagur vatnsins í Gullsmára Á morgun, miðvikudaginn 12. nóv- ember verður dagskrá í Gullsmára sem nefnist „Dagur vatnsins“. Dag- skráin hefs kl. 10 með ferð í Gvend- arbrunnahús í Heiðmörk í boði Orkuveitunnar. Leiðsögumaður verður Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur. Fulltrúi frá Umhverf- isstofnun flytur erindi í Gullsmára kl. 14, Guðrún Lilja Guðmundsdóttir og Ómar Gunnarsson stjórna fjölda- söng, Sigurlaug Guðmundsdóttir les ljóð og Bergþór Pálsson syngur. Fulltrúi frá Búnaðarbanka Íslands mun afhenda vatnsbrunn. Allir vel- komnir. HELGIN var annasöm hjá lögreglu, töluvert um árekstra og nokkuð um ölvun og slagsmál. Alls voru átta ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 26 teknir fyrir of hraðan akstur. Til- kynnt var um 42 umferðaróhöpp þar sem eignatjón átti sér stað og þrír óku gegn rauðu ljósi. Um helgina var tilkynnt um 19 innbrot og 25 þjófnaði. Rétt eftir kl. 8.00 á föstudagsmorgni var tilkynnt um innbrot í Breiðholti. Hurð að geymslu hafði verið sparkað upp og þaðan stolið tölvu, myndbandstæki, ferðatösku og fleiru. Um kl. 9 var til- kynnt um þjófnað í Vesturbænum en tekin hafði verið tölva og skjávarpi að verðmæti 450 þúsund. Um kl. 11.30 var ökumaður stöðv- aður á Vesturlandsvegi þar sem í afturglugga bifreiðarinnar var blátt neonljós. Ökumaður var látinn af- tengja ljósið og honum gerð grein fyrir því að þetta væri óheimilt. Rétt fyrir kl. 14 var tilkynnt um harðan árekstur við Eiðsgranda, vestan við gatnamót Rekagranda. Við áreksturinn kastaðist önnur bif- reiðin út fyrir veg. Þrír voru fluttir á slysadeild. Báðar bifreiðarnar voru fjarlægðar af vettvangi með krana- bíl. Um kl. 21 var tilkynnt um yf- irstandandi rán í Breiðholtinu. Tveir menn höfðu komið inn í verslun, hót- að starfsmanni og skipað honum að opna peningakassa. Annar mann- anna hótaði einnig viðskiptavini sem staddur var í versluninni. Þessi við- skiptavinur náði þá að grípa í hönd mannsins og leiða hann út úr versl- uninni. Þá hlupu mennirnir í burtu. Við leit lögreglumanna náðust mennirnir og voru vistaðir í fanga- geymslu. Flúðu úr bíl með áfengi Um kl. 2.30 var bifreið stöðvuð í Árbænum. Tveir menn hlupu út úr bifreiðinni og náðust þeir ekki. Kranabíll var fenginn til að færa bif- reiðina á lögreglustöðina en í henni fundust vínkassar, ætlað þýfi. Einn- ig lá stórt kúbein í aftursætinu. Lagt var hald á áfengið. Málið er í rann- sókn. Um kl. 5 var bifreið stöðvuð í Breiðholtinu og fannst ætlað am- fetamín og E-pillur í bifreiðinni. Ökumaður var færður í fanga- geymslu. Um miðnætti á sunnudagskvöld varð harður árekstur við Gullinbrú. Ökumenn og farþegar voru fluttir á slysadeild og þurfti að fjarlægja bif- reiðarnar með kranabíl. Tilkynnt var um innbrot í bifreið stuttu síðar. Stolið hafði verið geislaspilara, geisladiskum og skemmdir unnar á mælaborði. Sést hafði til tveggja dökkklæddra manna hlaupa frá bif- reiðinni. Málið er í rannsókn. Rétt fyrir kl. 4 aðfaranótt sunnu- dags var tilkynnt um meðvitund- arlausan mann við Skólavörðustíg. Þrír menn höfðu ráðist á hann en ekki er vitað hverjir það voru. Mað- urinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Um klukkustund síðar tilkynnti kona að ráðist hefði verið á sig á veitingastað í miðborginni. Konan fann til í vinstri mjöðm og hné. Var henni bent á að verða sér úti um áverkavottorð og leggja síðan fram kæru. Rétt fyrir kl. 10 á sunnudags- morgni var tilkynnt um innbrot í bif- reið í Grafarvoginum. Þaðan hafði m.a. verið stolið myndbands- upptökuvél, stafrænni myndavél og geislaspilara. Um svipað leyti barst tilkynning um að kveikt hefði verið í póstkössum í anddyri fjölbýlishúss í Bústaðahverfi. Við nánari athugun kom í ljós að reynt hefði verið að kveikja í póstkössum og voru skemmdir á gluggakarmi. Rétt fyrir kl. 18 tilkynnti öryggisvörður um yf- irstandandi innbrot í Höfðahverfi. Tveir menn voru handteknir. Þeir höfðu farið inn um glugga á fyr- irtækinu og reynt að taka skjávarpa en hættu við. Úr dagbók lögreglunnar 7. til 10. nóvember Annasöm helgi hjá lögreglu KIRKJUSTARF Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Eldri borgarar, farið verður á Þingvöll mið- vikudaginn 12. nóvember kl. 13. frá kjall- ara kirkjunnar, leiðsögumaður sr. Sigurður Árni Þórðarson, drukkið kaffi. Upplýsingar veitir Dagbjört í síma 510 1034 eða síma 510 1000. Háteigskirkja: Eldri borgarar, pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja: TTT-starfið kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigur- björnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri Bjarnason. Umsjón hefur Þorkell Sigur- björnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri Bjarnason. Fullorðinsfræðsla Laugarnes- kirkju kl. 19.30. Laufey Waage tónlistar- kennari, ásamt tveimur öðrum þátttakend- um í Alfa-starfi safnaðarins, svarar spurningunni: „Hverju breytir trúin í mínu lífi? Gengið er inn um dyr, bakatil, á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarsonar á flygilinn og Hannesar Guð- rúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni. Fyrir- bænaþjónusta við altarið kl. 21.00 í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15.00. Vetrarnámskeið. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Allir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja: Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 19.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra: Leik- fimi I.A.K. kl 11.15. Léttur málsverður, helgistund, myndasýning og kaffi. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17.00–19.00. KFUM&KFUK fyrir 10–12 ára börn kl 17.00–18.15, húsið opnað kl. 16.30. Alfa námskeið kl. 19.00. Hvernig get ég talað við aðra um trú mína? Fræðsla Katrín Söe- bech. (sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja: Strákastarf fyrir stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30. Grafarvogskirkja: Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja: Prédikunarklúbbur prestar kl. 9.15 í umsjón Dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja: Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16.00. Fræðandi inn- legg í hverri samveru, lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, kaffi og stutt helgistund. Allir hjartanlega velkomn- ir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17.00–18.00 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18.00–19.00 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi: Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja: Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja: Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja: Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs- félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdótt- ir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja: Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja: Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja: Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja: Bænastund kl. 09. Landakirkja í Vestmannaeyjum: Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkj- unni. Mikil dagskrá þar sem söngur, leikir og ný biblíumynd er uppistaðan. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1.–4. bekkur. Þátttaka ókeypis. Kórstjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónar- maður Sigurlína Guðjónsdóttir. Kl. 17. Litl- ir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Þátttaka ókeypis. Kór stjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónar- maður Sigurlína Guðjónsdóttir. Kl. 20.30 kyrrðarstund ásamt altarisgöngu í Landa- kirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Góður vett- vangur frá erli hversdagsins. Krossinn: Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. KFUM og K við Holtaveg. fundur í kvöld kl. 20.00. Kefas: Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is Akureyrarkirkja: Morgunsöngur kl. 9. Fermingafræðska kl. 15. hópur 3 (8.A og 8.B Brekkuskóla.) Glerárkirkja: Kyrrðarstundir á þriðjudög- um kl. 18. Hjálpræðisherinn, Akureyri: Kl. 17.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Safnaðarstarf ÞRIÐJUDAGINN 11. nóvember hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar námskeið sem fjallar um hið heil- aga. Kennari á námskeiðinu er sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor. Viðfangsefni námskeiðsins sem byggt er upp á fyrirlestrum og samtali, er hið heilaga í lífi okkar og það skoðað út frá sjónarhóli kristinnar trúar og kristins gild- ismats. Fjallað verður um spurn- inguna hvort eitthvað sé heilagt og þá hvað og hvað þýðir það þegar við tölum um að eitthvað sé heilagt. Á síðari hluta námskeiðsins verð- ur fjallað um hvar hið heilaga sé í undirbúningi aðventu og jóla. Námskeiðið fer fram í Grens- áskirkju og hefst þriðjudaginn 11. nóvember kl. 18.00. Kennt verður í fjögur skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskoli. Er eitthvað heilagt? SÁLFRÆÐISTÖÐIN verður 20 ára í dag. 11. nóvember 1983 stofnuðu sálfræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal fyrstu einkareknu sálfræðistofn- unina á Íslandi. Hún hefur frá upp- hafi veitt einstaklingum og hjónum ráðgjöf og meðferð. Sálfræðistöðin hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi um samskipti og markvissa sam- skiptaþjálfun s.s. vinnusálfræði og þjónustunámskeið. Sjálfsstyrking- arnámskeið hafa verið fastur liður í starfseminni öll árin. Álfheiður og Guðfinna hafa skrifað nokkrar bækur á þessu tímabili og á afmæl- isárinu kemur út bókin Í blóma lífs- ins sem fjallar um þær miklu breyt- ingar sem yfirleitt fara í hönd í einkalífi og starfi hjá fólki á miðjum aldri. Á afmælisárinu eru einnig fyrirhuguð námskeið fyrir hjón sem vilja átta sig á eigin við- brögðum, tengslum í fjölskyldu og samskiptum í sambúð, segir í fréttatilkynningu. Sálfræðistöðin 20 ára Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir. Styrktar- félag krabba- meins- sjúkra barna SKB, er að hefja jólakortasölu eins og undanfarin ár til einstaklinga og fyrirtækja en jóla- kortasala er ein af helstu fjáröflun- arleiðum félagsins. Hægt er að fá allar upplýsingar um kortin á heimasíðu félagsins www.skb.is og á skrifstofunni. Skrif- stofan er opin alla virka daga frá kl. 8–16. Jólakort SKB ♦ ♦ ♦ Næstu námskeið verða haldin fimmtudaginn 13. og 27. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Ljós og lífs að Ingólfsstræti 8, 2. hæð. Leiðbeinandi: Jóhanna K. Tómasdóttir Námskeiðið kostar kr. 3.500. Skráning í símum 551.9088 og 698 7695 eða jkt@centrum.is. Grundvallaratriði og praktískar lausnir Með Feng Shui má sannreyna hvernig litlar breytingar í nánasta umhverfi geta valdið miklum breytingum í lífi okkar. Við lærum að nýta okkur "Bagua" kortið, frumefnin fimm og jafnvægi milli yin og yang á einfaldan hátt. Þannig bætum við orkuflæðið á heimilum okkar og umhverfi og aukum vellíðan, hagsæld og hamingju. Aukum hagsæld og hamingju!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.