Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Menn velta því fyrir sér hina síðustu daga hvort endanlega sé búið að þurrka Blönduós út af veðurkortinu. Frá mánaðamótum, dag- inn sem Grímur Gíslason, maðurinn sem landsmenn þekkja betur sem fréttaritara ríkisútvarpsins sem lýkur pistlum sínum ávallt Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi hætti að senda veðurskeyti héðan hefur bæjarnafninu hætt að bregða fyrir í veðurlýsingum í ríkisútvarpinu. Ekki er laust við að merkja megi söknuð í máli manna þegar á þetta er minnst en það væri strax bót í máli að segja að ekki hafi borist veðurskeyti frá Blönduósi, þá heyrðu menn nafnið að minnsta kosti. Það er mik- ilvægt að vera á kortinu hvort sem það heitir veðurkort eða eitthvað annað og vera kippt þaðan burtu á örskotsstundu, án nokkurrar aðlögunar, er sárt og það tekur tíma að jafna sig á því. Baráttan fyrir tilveru á samfélags- kortinu er mikil og eru farnar mismunandi leiðir til að minna á sig og árangur oft mis- jafn en veldur hver á heldur.    Göngustígur sá sem til varð þegar lögð var skolplögn að hreinsistöð við austanverðan ós Blöndu hefur reynst hið mesta þarfaþing og hafa fjölmargir nýtt sér hann til gönguferða. Útsýni frá stígnum yfir Blöndu og út á Hú- naflóann eykur yndi og ekki skemmir útsýn- ispallur sem staðsettur er á þaki hreinsi- stöðvar. Til að fullkomna verkið segja margir að mikilvægt sé að koma brú á ós Blöndu og skapa með því skemmtilega hringleið um bæjarfélagið. Margir eru einn- ig sannfærðir um að með brúarframkvæmd mætti „menningartengja“ bæinn og ekki er langt að sækja brú því gamla Blöndubrúin, sem aftur er komin heim eftir áratuga þjón- ustu við Steinárbændur í Svartárdal, bíður óþreyjufull rétt ofan við Blönduós eftir verð- ugu verkefni. Til gamans má geta þess að hinir galvösku Húnahornsmenn, sem halda úti vef um húnvetnsk málefni, hafa hrundið af stað hugmyndasamkeppni um nafn á þennan göngustíg.    Áhaustin tekur mannlíf á Blönduósi á sig nýjan og frísklegan svip þegar sláturtíð hefst og á árum áður var sláturhúsið að mestu mannað heimamönnum. Hin allra síðustu ár hefur erlendum verkamönnum sífellt farið fjölgandi í sláturhúsi svo og á almennum vinnumarkaði. Þessi austur-húnvetnski al- þjóðasvipur er mikilvægur. Ber með sér nýtt blóð og hvað er merkilegra en þegar dansk- ur strákur og stúlka frá Namibíu fella hugi saman á Blönduósi. Þetta er bæjarbragur sem bragð er að. Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA Tvær konur vorustaðnar að því að-fararnótt sunnu- dags að slíta niður stafi í auglýsingu á austurhlið Strandgötu 13 á Akureyri þar sem matsölustaðurinn Pengs er til húsa. Reynd- ust konur þessar einum of góðglaðar og höfðu farið þarna aðeins yfir strikið. Seinna um morguninn kom í ljós að einnig höfðu verið rifnir niður stafir í auglýs- ingu á líkamsræktarstöð- inni Átaki heilsuvernd. Þá voru níu ökumenn teknir fyrir of hraðan akst- ur um helgina, segir í dag- bók lögreglunnar á Akur- eyri, flestir á Ólafs- fjarðarvegi. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og nokkrir fyrir önnur umferðarlagabrot. Slitu af stafi Körfuboltalið Drangs í Mýrdal tekur í ár í fyrstasinn þátt í 2. deild karla Fyrsti heimaleikurinn fór fram um helgina í nýja íþróttahúsinu í Vík, mikill áhugi var fyrir leiknum og fjölmenntu heimamenn á pallana og studdu sitt lið enda stóðu þeir vel undir væntingum, unnu Dímon frá Hvolsvelli með 104 gegn 62. Eftir 4 umferðir eru þeir í fyrsta sæti með 6 stig ásamt ÍV frá Vestmannaeyjum en Drangur er með 115 stig í plús. Þjálfari Drangs er Björn Ægir Hjörleifsson. Á myndinni er Björgvin Jó- hannesson að skora tvö stig fyrir Drang. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fyrsti heimaleikur Drangs Einvígi FriðriksÓlafssonar ogBents Larsens hófst í gær, en þeir hafa löngum eldað grátt silfur saman. Það varð Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, efni í braghendu: Karlar tveir að tafli snjallir þóttu. Þegar Bent við borðið sest bráðlega Friðrik líka sést. Þorfinnur Jónsson var spurður að því á hagyrð- ingakvöldi hvort drauga- safnið á Stokkseyri ögr- aði kristinni trú í landinu. Kristnir djöfli komu á fót, kvalarinn vítis stóri, mér sýnist allt af sömu rót Satan, skotta og móri. Ásbjörn Guðmundsson á Þorvaldsstöðum var spurður hvort trúin á drauga væri lágkúra. Í fornu trúnni fátt ég skil sem forðum Gretti hrjáði, en ýmsir draugar eru til uppi í stjórnarráði. Tveir að tafli pebl@mbl.is Skagaströnd | Þeir þurftu ekki að fara í langa og dýra hvalaskoðunarferð sem voru staddir á höfninni á Skaga- strönd síðasta laugardag. Þá voru nefnilega fjórir háhyrn- ingar að leika sér í sjónum á milli bryggnanna í höfninni. Hér var greinilega fjöl- skylda á ferð því tveir háhyrn- inganna voru mun stærri en hinir. Einn þeirra var þó stærstur allra og var bakhyrn- an á honum hátt í metri á hæð. Háhyrningarnir hegðuðu sér eins og forvitnir ferðamenn því þeir þræddu hring um höfnina meðfram landinu og síðan bryggjunum. Komu þeir svo nálægt bryggjunum að fréttaritari sem stóð á enda einnar þeirra hefði hæglega getað stokkið á bak tveimur þeirra. Virtist þeim ekkert liggja á því þeir voru að dóla um hafn- arsvæðið í um hálftíma en syntu svo samsíða í rólegheit- unum út úr höfninni fram á fengsælli mið. Daginn eftir birtust þeir síðan aftur í höfn- inni en höfðu þá styttri stans enda búnir að skoða sig. Ekki er ljóst af hverju höfn- in er allt í einu orðin svona vinsæl en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu á dögunum þá var rostungur að þvælast þar fyrir þremur vikum síðan. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Háhyrningarnir komu svo nálægt bryggjunum að vel hefði verið hægt að setjast á bak þeirra. Háhyrningar í skoðunarferð Skagaströnd Húsavík | Húsvíska ávaxtavínið Kvöldsól hefur vakið áhuga blaðamanns á virtu fag- tímariti um vín í New York. Að sögn Ómars Gunnarssonar, framleið- anda vínsins, er forsaga þessa máls sú að blaðakonan Cristine Lee Harvey komst í kynni við vínið á Húsavík í sumar og hreifst af því. Hún var með hópi erlendra blaðamanna sem voru á ferð um Norðaust- urland í þeim tilgangi að kynna sér ferða- mennskuna á svæðinu. Það sem gerist svo í framhaldinu er að Har- aldur Líndal Haralds- son, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Húsavíkur og nágrenn- is, var á ferðinni vestra fyrir skömmu. Hann var þar til að kynna Húsavík og nágrenni og kom m.a. til New York og átti þar m.a fund með fjölmiðlafólki. Þar á meðal var umrædd blaðakona og kom hún að máli við Harald og bað hann að koma því í kring að Ómar sendi sér Kvöld- sólina til frekari smökkunar. Sagðist hún hafa áhuga á að skrifa um vínið í blað sitt Beverage World. Hafði hún orð á því að henni þætti það sérstakt að berin sem not- uð væru yxu villt og hver sem væri gæti í rauninni nýtt þau. Ómar brást vel við þessari beiðni, enda spenntur að fylgjast með framvindu máls- ins, og fór sending af Kvöldsólinni ásamt upplýsingum um vínið og fyrirtækið vestur á dögunum. Að sögn Ómars hefur sala á Kvöldsól gengið vel og vínið búið að vinna sér inn sölurétt í sex vínbúðum til viðbótar þeim þrem sem hafa haft vínið á boðstólum. Þá er Kvöldsól jafnframt á vallista allra út- sölustaða ÁTVR auk þess sem hægt er að kaupa hana í Fríhöfninni í Leifsstöð. Ómar segir ýmsar breytingar í aðsigi hjá Sól- brekku ehf., í bígerð sé að pakka Kvöldsól í 17 ml flöskur sem henti betur í smærri veitingahús, í flugvélar o.fl. staði sem selja léttvín. Þá er unnið að meiri fjölbreytni í framleiðslu fyrirtækisins og í vor kemur á markað púrtvín sem er um 20% að styrk- leika og eins er í vinnslu snafs sem unninn er úr fjallagrasaseyði og fleiri bragðefnum ásamt vínanda og nefnist hann Fjallasnafs. Ávaxtavínið Kvöldsól vekur athygli vestanhafs Púrtvín og Fjallasnafs einnig bráðlega á mark- að hjá fyrirtækinu Ómar Gunnarsson, framleiðandi Kvöldsólar. Vesturlandi | Hrossaræktarsamband Vesturlands og Félag hrossabænda á Vesturlandi stóð fyrir folalda- og tryppasýningu að Stað í Borgarfirði þann 9. nóvember. Þetta er í annað sinn sem slík sýning er haldin. Þarna mættu ræktendur með sína fallegustu gripi og létu hlaupa hringi í reiðhöllinni. Dómarar voru þeir Valberg Sigfússon og Þorvaldur Krist- jánsson, vó atkvæði þeirra 50% á móti atkvæðum áhorfenda. Leikar fóru þannig að fyrsta sæti í flokki folalda varð Melkorka frá V- Leirárgörðum, undan Suðra frá Holtsmúla, ræktandi Marteinn Njálsson, í öðru sæti vað Stimpill frá Vatni, undan Kolfinni frá Kjarnholtum, ræktandi Sigurður H. Jökulsson og í þriðja sæti varð Silfra frá Eyri, undan Mósa frá Búlandi, ræktandi Hrossaræktarbúið Eyri. Í flokki veturgamalla tryppa varð efstur Funi frá Skáney undan Gauta frá Reykjavík, ræktandi Bjarni Marinósson, í öðru sæti varð Medúsa frá Vestri-Leirárgörðum undan Suðra frá Holtsmúla og í þriðja sæti varð Tinna frá Skáney undan Ása-Þór frá Feti, ræktandi Haukur Bjarnason. Þess má geta að Funi sem sigraði í flokki veturgamalla tryppa, sigraði í flokki folalda sl. ár. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Fallegustu folöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.