Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 49 bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum NÝ breiðskífa með bandarísku poppdrottningunni Britney Spears er væntanleg 17. nóv- ember næstkomandi. Platan heit- ir In the Zone og er fjórða plata þessarar heimsfrægu söngkonu. Í viðtali um plötuna segir BritnHey að hún sé um þessar mundir að hlusta m.a. á Black Eyed Peas og gengur svo langt að bera eitt laganna, „Shadow“, ball- öðu af nýju plötunni, saman við hana Björk okkar! Britney hefur þar með bæst í hóp þeirra stjarna sem hafa hafa lýst því yfir op- inberlega að þær hlusti á íslenska tónlist, eins og Christina Aguilera og Gwyneth Paltrow gerðu ný- lega. Fyrsta smáskífan af plötunni er „Me against the Music“ en í myndbandinu við lagið má sjá Britney og höfund lagsins, Madonnu, í heitum dansi. Reuters Ný breiðskífa er væntanleg frá Britney Spears á næstunni. Britney líkir sér við Björk WACHOWSKI-bræðrum hefur tekist það sem sannir Matrix aðdá- endur væru líklegir til að fá martrað- ir yfir, þ.e. að gera Matrix-ævintýrið að klisjunni af sjálfu sér. Nýjasta myndin ber heitið Matrix uppreisnin og er lokahnykkurinn í þríleik sem hófst með hinni lofuðu og gríðarvin- sælu The Matrix, hálfgerðri byltingu í gerð afþreyingarmynda sem höfðaði jafn til hástemmdra heimspekipró- fessora og hins almenna spennu- myndaaðdáanda. Í sögunni sem lýsti því er hópur manneskja kemst að því að tölvur hafa tekið yfir heiminn og hneppt mannkynið í sýndarveru- leika, unnu höfundarnir á lipran hátt með hasarmyndaformið og sköpuðu farveg fyrir áhugaverðar vangavelt- ur um vald og verufræðileg mörk okkar tæknilega og fjölmiðlavædda nútíma. Um leið gerðu þeir tilraunir með tæknilega möguleika miðilsins með árangri sem breytt hefur Holly- wood-landslaginu fyrir lífstíð. Út frá listrænum sjónarmiðum er það ljóst að Wachowski-bræður hefðu átt að láta staðar numið eftir fyrstu mynd- ina, þ.e. hefðu þeir viljað viðhalda þeim snilldarljóma sem yfir henni lék. En gróðavonin hefur líklegast orðið yfirsterkari, og lögðu höfund- arnir því í gerð tveggja framhalds- mynda, sem hafa engu bætt við upp- runalegu söguna, aðeins útvatnað hana og snúið upp í þreyttar klisjur. Enda var vandinn sem Wach- owski-bræður stóðu frammi fyrir við gerð framhaldsins, ekki aðeins sá að þurfa að fylgja upphafsmyndinni eft- ir hvað gæði og hugmyndaríki varð- ar, heldur einnig að skjóta hinum fjölmörgu eftirhermum sem streymdu fram, ref fyrir rass. Þeim tekst í raun hvorugt, auk þess sem framhaldið felst fyrst og fremst í því að hjakka áfram innan þess sögu- heims sem opnaðist og lokaðist á hugvitssamlegan hátt í fyrstu mynd- inni, og fylla upp í útlínur sem voru stílhreinar en verða nú að teljast offlúraðar. Hin agaða kvikmyndagerð sem einkenndi fyrstu myndina er alveg fyrir bí í Matrix uppreisninni, jafn- framt hinni þvældu framvindu. Frá- sögnin hefst nokkurn veginn í miðjum klíðum þar sem frá var horfið í Matrix endurhlaðið, og er stirðum og óvönduðum díalógnum sem nú er orðinn allsráðandi skellt eins og blautri tusku framan í áhorfendur. Drjúgur fyrri hluti myndarinnar fer síðan í viðbót við vandræðaganginn sem einkenndi miðbikið, hetjurnar Neo, Trinity og Morpheus þurfa að leysa ýmis verkefni í anda ævintýr- anna, og leita upp óstýrilát forrit á borð við Lestarvörðinn, Mervíking- inn og Persefónu. Þess á milli er Vé- fréttin heimsótt og segir hún ávallt það sama, þ.e. að Neo verði sjálfur að finna svarið (og finna sér sjálfur leið út úr þeim ógöngum sem handritið er komið í). Deilur eiga sér áfram stað innan raða mannfólksins um hvernig taka skuli á yfirvofandi stórárás vél- anna, á meðan Neo lufsast um svæðið og veltir fyrir sér hvort hann sé í raun „Hinn útvaldi“. Takmarkaðir leikhæfileikar Keanu Reeves, sem leikur aðalhetjuna Neo, eru hér farn- ir að gera áþreifanlega vart við sig, ekki síst í samleik hans við Carrie- Ann Moss, en þeirra á milli á að ríkja ódauðlegt ástarsamband sem áhorf- andinn verður lítt var við, nema ef vera skyldi í klisjukenndum umræð- unum um ástina og lífsins vegferð. Síðari hluti myndarinnar er síðan eitt allsherjar stjörnustríð með geim- skipum, eldglæringum og kvalafull- um dauðdögum, og þar gegna hinar sterku söguhetjur fyrstu myndarinn- ar, þau Morpheus, Trinity og fleiri fremur máttlausu hlutverki. Svo virðist sem höfundarnir hafi ákveðið að skella sér í einhvers konar B- mynda stemmingu hér í lokahnykkn- um, sem hefur mun meira sjónarspil en hinar fyrri. Þar er tónlist notuð óspart til áhrifaauka, og er hún frá upphafi bæði oftúlkandi og stemmn- ingsbrjótandi í anda lélegra spennu- mynda. Tæknilega er Matrix uppreisnin auðvitað víða mjög flott, og er ekkert til sparað við að skapa stórkostlegt sjónarspilið. Enn og aftur olli myndin þó vonbrigðum er hún sprakk út í hreinræktaðan þyngdaraflslausan tölvuleik, nokkuð sem aldrei gerðist í The Matrix. Aðalsmerki þeirrar kvikmyndar var einmitt hvernig hún tvinnaði saman tölvugrafík og hefð- bundnari tæknibrellum, sem fram- kvæmdar voru í raunverulegum og smíðuðum leikmyndum. Þannig varð til ævintýraheimur sem hafði þyngd- arafl en teygði og togaði þau lögmál nægilega mikið til að skapa annarleg og ævintýraleg áhrif. Sökum þess hversu klaufalegt framhaldið er allt saman, verður lokauppgjörið milli Neo og hins al- ræmda og fjölfaldaða búrókrata Smiths ekki eins áhrifarík og ætlunin greinilega var. Heilu sálumessurnar bresta þar á, regnvotar götur skvampa undan klossum hetjunnar og kvikmyndataka verður listræn og dramatísk. En allt verður þetta til- gerðarlegt og yfirdrifið eftir það sem á undan er gengið. Slagurinn er dreg- inn á langinn eins og hægt er, þeir Neo og Smith skiptast á að senda hvor annan í ferðalög yfir í næsta hverfi með kýlingum, og inn á milli heyrist útvötnuð heimspekin sem hefur einfaldlega snúist upp í absúr- disma í þessari lokamynd þríleiksins. Sá af leikurum tveimur sem raun- verulega getur leikið, þ.e. Hugo Weaving, á þar eina góða ræðu, en að öðru leyti hefur þeim Wachowski- bræðrum ekki dottið dýpri speki í hug en „það var mitt val“ og „allt sem á sér byrjun, tekur enda“. Það má vera rétt, en í tilfelli Matrix-ævintýr- isins hefðu Wachowski bræður átt að hafa vit á því að hætta miklu fyrr. Klisjan af sjálfri sér Matrix-byltingin: Löngu tímabær endalok? Kvikmyndir Háskólabíó, Sam-bíóin Leikstjórn og handrit: Larry og Andy Wachowski. Stjórn kvikmyndatöku: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Laurence Fishburn, Carrie-Ann Moss, Hugo Weaving, Jada Pinkett Smith ofl. Lengd: 129 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. The Matrix Revolutions / Matrix uppreisnin Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.