Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG VAR barnungur þegar ég fyrst heyrði af Sálarrannsóknafélagi Íslands og um harða gagnrýni kirkj- unnar manna. Það átti ég erfitt með að skilja því hún móðir mín var sannkristin kona og dáðist samt að félaginu. Stöku sinnum hringdi hún á skrif- stofuna og bað um fyrirbænir, fyrst fyrir Binnu systur sinni sem var með krabbamein, síðan oftar en einu sinni þegar pabbi glingraði meira en góðu hófi gegndi við stút. Ég spurði mömmu hví hún bæði ekki séra Bjarna um fyrirbænirnar. Hún sagðist líka gera það en þetta væri öðruvísi; sterkara. Að mér læddist sá grunur að Garðastræt- isfólkið væri í mun nánara sambandi við læknandi mátt almættisins en sr. Bjarni og ekki var laust við að virð- ingin væri orðin ögn óttablandin því svo sannarlega var sr. Bjarni með fremstu prestum landsins ef ekki alls heimsins, í augum barnsins. Seinna efaðist ég bæði um sr. Bjarna og miðlana við Garðastrætið því Binna dó og pabbi lét ekki af glingrinu fyrr en löngu seinna. Þá var Bubbi bróðir hennar mömmu líka dáinn eftir erfið veikindi, þrátt fyrir allar fyrirbænirnar hennar mömmu, sr. Bjarna, miðlanna og okkar systkinanna. Allt var þetta af- skaplega máttlaust. Ég flosnaði upp úr KFUM-starfinu og þótti varla taka því að fermast hjá sr. Óskari í Dómkirkjunni, hvað þá að leiða hug- ann vestur í Garðastræti. Það var líkt á komið með þeim kirkjunni og miðlunum; vitamáttlaust hvort tveggja. Ekkert hefur breyst. Enn þann dag í dag karpa menn um hættur þess fyrir sálarheill okkar að hafa samband við framliðna. Talað er um myrku öflin og okkur talin hætta stafa af. Allt má þetta vera satt og rétt, en hvers vegna má ekki treysta fólki til að velja og hafna í andlegum sem veraldlegum málefnum? Hvers vegna erum við sem skynjum aðra heima verr í stakk búin til að velja og hafna? Þessi eiginleiki verður ekki tekinn frá okkur með valdboði, eða kirkjulegum fyrirmælum. Verð- ur frekar til að gera okkur fráhverf kirkjunni. Þó tel ég að hand- anheimafólk sé mun trúaðra en margur sem talar hátt um trú sína við aðra. Það var eitt kvöldið að ég fór í Op- ið hús hjá Sálarrannsóknafélaginu við Garðastrætið. Eftirvæntingin var mikil hjá mér þrátt fyrir að ég hafi komið nokkrum sinnum áður. Ég flýtti mér að skrifa í gestabókina hjá henni Jórunni Huldu og dreif mig inn. Friðbjörg Óskarsdóttir, sem stýrir hópastarfinu, býður fólk velkomið og flytur síðan um klukku- stundar fyrirlestur blaðalaust af slíkri andagift að hvorki heyrist hósti né stuna allan tímann. Gestir sitja í andakt og hlusta á hvert orð; kinka stöku sinnum kolli. Hún gerir grein fyrir hópastarfinu en margir hópar eru starfandi. Fólki er kennt að virkja sig, læra að hlusta hvort sem fólk hefur miðilshæfileika eða ekki, en gjarnan eru andlegir og veraldlegir hæfileikar órjúfanlega tengdir. Hún talar um afstæði tímans og hversu miklar tilfinningaverur við erum og drögum að okkur alla nei- kvæða orku sem engin þörf er á, ef við bara lærum að gera viðeigandi ráðstafanir. Okkur sé gjarnt að brjóta sjálf okkur niður, en við búum yfir mann- helgi sem við þurfum að læra að rækta og vernda. Okkur sé tamt að flýja erfiðleikana í stað þess að horf- ast í augu við þá og ekki láta slíka utanaðkomandi krafta stjórna lífi okkar. Þá lagði Friðbjörg ríka áherslu á að halda sem bestu sambandi við guðdóminn enda væri hann í senn sköpun alls og kærleikur. Friðbjörg sagði okkur frá því er hún fyrir rúmu ári var nánast kom- in að fótum fram og hennar nánustu töldu hana varla eiga sér viðreisnar von. Henni þótti að vonum ástandið hábölvað og ekki mætti láta við svo búið standa. Hún einsetti sér að laða til sín sinn skammt af alheim- sorkunni með þeim aðferðum sem hún kunni. Í fáum orðum sagt hefur sú breyting orðið á líðan hennar að undrun sætir. Hún beinlínis glansar og getur varla hamið sig fyrir lífs- krafti og gleði. Þvílík breyting á einni manneskju! Um þessar mundir er Sálarrann- sóknafélag Íslands 85 ára, stofnað 1918. Af því tilefni verður heilun í guðsþjónustu í Fríkirkjunni hinn 21. desember nk. Komast örugglega færri að en vilja. Að loknu erindi Friðbjargar leiddi hún stutta hugleiðslu. Nú var komið að hópheilun en á undanförnum kynningum hefur heill hópur verið heilaður samtímis í stað einstaklingsheilunar og hefur það gefist einkar vel. Í fyrstu hugðist ég þiggja heilun en eftir á að hyggja ákvað ég að vera veitandi ásamt fleirum. Hlaut sú ákvörðun góðar undirtektir – hjá einni stúlkunni – því þá fékk hún sætið mitt við hlið vinkonu sinnar. Ein af hópstjórunum leiddi heila- rana og kynnti gestum „leikreglur“ og fór með bænina sem Jesús kenndi okkur: Faðir vor … Tóku allir undir. Ég einsetti mér að biðja almættið um að senda mér ljós og kærleika sem ég gæti sent áfram til gest- anna. Eftir allnokkra stund fannst mér sem höfuð mitt, brjósthol, herðar og fram í hendur og fing- urgóma fylltist af ólýsanlegri birtu og vellíðan sem ég sendi til þeg- anna. Að lokinni hugleiðslu fórum við síðan með stutta bæn. Ánægju- legum kynningarfundi var lokið og ég hlakka til næsta fundar sem verður 19. nóv. Mannrækt við Garðastræti Eftir Heimi Fjeldsted Höfundur er formaður Félags matvöruverslana. FYRIR 50 árum var Blóðbankinn settur á stofn. Starfsemi hans var fundinn staður í litlu húsi efst í Landspítalareitnum á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Fyrst voru starfs- menn í Blóðbank- anum þrír en fjölgaði fljótlega í fimm. Blóðgjafir voru lið- lega fimm hundruð á ári fyrstu árin og blóði var safnað í glerflöskur. Frá stofnun Blóðbankans hefur starfsemi hans aukist jafnt og þétt í samræmi við kröfur hvers tíma. Glerflöskurnar viku fyrir sér- útbúnum söfnunarpokum sem opn- aði möguleika á blóðhlutavinnslu. Allt blóð sem blóðgjafarnir gefa í Blóðbankanum er unnið í grunn- þætti þess ásamt því sem vaxandi hluti blóðhlutanna fer í áframhald- andi sérvinnslu. Nú eru gefnar 14– 15 þúsund blóðgjafir árlega í Blóð- bankanum og heimsóknir blóðgjafa og annarra munu vera um 17–18 þúsund á hverju ári. Rannsóknir hverskonar hafa auk- ist jafnt og þétt. Hluti mæðraeft- irlits sem snýr að blóðflokkun og mótefnaleit hefur verið hluti starf- semi Blóðbankans til margra ára. Smitvarnir með tilkomu prófa, fyrst gegn lifrarbólgu veiru B, þá HIV og svo lifrarbólgu veiru C ásamt blóðflokkunum hverskonar eru hluti hversdags öryggisráðstaf- ana sem gerðar eru. Stöðugt banka á dyr áleitnar spurningar um ný próf og aðferðir sem tryggja eiga öryggi enn frekar. Árið 2000 hlaut Blóðbankinn við- urkenningu á að starfsemin þar er samkvæmt alþjóðlegu gæðakerfi. Fyrsta og eina stofnunin innan ís- lenska heilbrigðiskerfisins sem hlot- ið hefur slíka viðurkenningu. Reglu- legt gæðaeftirlit með framleiðslu og þjónustu við blóðgjafa sem og aðra viðskiptavini Blóðbankans er við- fangsefni líðandi stundar. Þannig hefur Blóðbankinn skapað sér sér- stöðu sem margir líta nú til. Kannanir hafa sýnt að velvild al- mennings til Blóðbankans á fáa sér líka á Íslandi enda á Blóðbankinn og reyndar heilbrigðiskerfið allt sitt undir velvild almennings. Án blóð- gjafanna værum við ekki með heil- brigðiskerfi í þeirri mynd sem við þekkjum nú. Í dag 50 árum frá stofnun Blóð- bankans er hann enn í sama litla húsinu efst í Landspítalareitnum á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Margar af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsnæði Blóð- bankans vegna tilkomu nýrra verk- ferla á undanförnum árum hafa gengið á það rými sem blóðgjöfum var ætlað og er svo komið að brýnna úrlausna er þörf þar á. Þrengslin innan Blóðbankans hamla frekari þróun hans. Þróun sem Blóðbankinn hefur sýnt að hann er fullmegnugur að standa undir og hefur skipað hon- um í fremstu röð meðal jafningja. Blóðgjafarnir kvarta ekki hátt, en það sjá allir sem sjá vilja að sú að- staða sem þeim er boðin samræmist ekki því fórnfúsa starfi sem þeir inna af hendi. Móttaka blóðgjafa, kaffistofa þeirra, þótt rómuð sé, sal- ernisaðstaða, allt eru þetta dæmi um ófullnægjandi aðstöðu. Verum nú samtaka um að skapa Blóðbankanum þann sess sem hann hefur sýnt að hann er megnugur með ómissandi starfsemi sinni í þágu heilbrigðis á Íslandi. Tryggjum Blóðbankanum aukið rými blóð- gjafaþjónustunni til heilla. Íslendingar, til hamingju með 50 ára afmæli Blóðbankans. 50 ára afmæli Blóðbankans Eftir Björn Harðarson Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. FJÖLDI rannsókna hefur sýnt fram á tengsl áfengisneyslu og slysa, sjálfsvíga og ofbeldis. Niðurstöð- urnar virðast óháðar löndum, menning- arsvæðum og þeim aðferðum sem beitt er við gagnasöfnun. Að drekka sig ölv- aðan eykur sem sé verulega líkurnar á því að beita eða verða fyrir ofbeldi eða verða fyrir og jafnvel láta lífið í slysi. Margir þeirra sem verða fyrir slysi, áverkum af eigin orsökum og ofbeldi höfðu verið að neyta áfengis. Samantekt hefur sýnt að 40-65% þeirra sem verða fyrir ofbeldi voru undir áhrifum áfengis á meðan 20- 30% þeirra sem verða fyrir slysum af öðrum toga voru undir áhrifum. Um 20-50% þeirra sem fremja eða reyna að fremja sjálfsvíg voru undir áhrifum áfengis eða eiga sér þekkta sögu misnotkunar áfengis. Hvað varðar geranda í ofbeldisverkum hafa rannsóknir sýnt að hann er undir áhrifum í 40-80% tilvika. Það er því ljóst að þeim sem misnota áfengi er töluvert hættara við slys- um og ofbeldi en öðrum. En þó að áfengi tengist stórum hluta slysa er það ekki þar með sagt að áfengið sé alltaf orsökin: sum hefðu átt sér stað í fjarveru Bakk- usar. En sem forvörn verður að geta þess að marktæk lækkun mælist á tíðni áverka vegna slysa og ofbeldis þegar áfengisneysla minnkar í sam- félaginu, hvort sem það er vegna markvissra aðgerða eða annarra ástæðna. Í vestrænum samfélögum hefur áfengi gjarnan verið talin ein af megin orsökum frávikshegðunar, allt frá óreglu til ógnunar við öryggi annarra. Þetta er t.d vel þekkt með- al þeirra sem starfa að löggæslu, heilbrigðisþjónustu, ráðgjöf og fé- lagsþjónustu. Því má segja að allir geri sér vel grein fyrir að einhverja stjórnun þurfi að hafa á neyslu áfengis. Að einhverju marki eru það menningarleg viðmið sem stjórna því hvað telst ósæmilegt í tengslum við neyslu áfengis og því sam- félagsleg þolmörk gagnvart drykkju mismunandi. Án nokkurs vafa spilar áfengi stórt hlutverk í afbrotum, sér- staklega afbrotum tengdum ofbeldi. Í alþjóðlegum samanburði eru of- beldisverk og morð þeir brotaflokk- ar sem hafa hvað sterkast fylgi við neyslu áfengis, milli 35% (Kanada) og 85% (Svíþjóð). Þá virðist það liggja alveg skýrt fyrir hversu niðurbrjótandi áhrif of- neysla áfengis getur haft á vinnu og frama. Fjöldi vinnutengdra vanda- mála, eins og til dæmi áreitni af ýmsu tagi, hefur verið tengdur neyslu áfengis og annarra vímuefna. Umburðarlyndi gagnvart drykkju á almannafæri tengist einnig fjölda handtakna vegna óreglu á almanna- færi, sem virðist gefa til kynna að samfélagsleg viðhorf séu að ein- hverjum hluta áhrifameiri en lög og reglugerðir. Aðgerðir og stefnu yfirvalda gagnvart þeirri vá sem fylgir of- neyslu má ekki einungis byggja á siðferðilegum sjónarmiðum heldur þarf að taka tillit til rannsókna og fræðilegra raka. Áhersla verður að vera á almenna vitundarvakningu og viðhorfsbreytingu enda líklegt að langtímaárangur slíkra verkefna verði betri en einstök verkefni sem tímabundið er beint að ákveðnum hópum. Aukið frjálsræði í verslun og við- skiptum með áfengi, eins og t.d. frjáls opnunartími, eykur tíðni á frá- vikshegðun, er aukin ógn við öryggi samborgara og felur í sér kostnað og byrgði sem leggst á herðar skatt- borgara. Rannsóknir sýna að stór hluti ofbeldistengdra glæpa á sér stað í kringum staði sem veita áfengi. Erlendis hefur náðst ágætur árangur í að minnka tíðni slíkra árekstra með því að hafa samkomur á borð við íþróttaleiki og menningar- viðburði áfengislausa. Það þarf því að auka aðgerðir sem beinast að því að auka vitund al- mennings um þau fjölmörgu vanda- mál sem fylgt geta ofneyslu áfengis. Hugsanlega þurfa þau vandamál að verða vel sýnileg áður en almenn- ingur fer að krefjast og styðja við markvissar aðgerðir. Öryggi borgara og ofneysla áfengis Eftir Jón K. Guðbergsson Höfundur er fjölskylduráðgjafi hjá Nýrri leið – ráðgjöf. ÍSLENSKIR blaðamenn voru fyr- ir skömmu á ferð í Washington til þess að ræða við bandaríska ráða- menn um varnarliðið á Íslandi og vænt- anlegar breytingar á því. M.a. fengu þeir þær fréttir, að her- þoturnar fjórar, sem miklar deilur hafa staðið um, séu vopn- lausar og að svo hafi verið und- anfarin ár. Herþoturnar, sem eiga að verja Ísland, eru sem sagt vopn- lausar! Það hefur sjálfsagt veitt mörgum Íslendingum öryggistilfinn- ingu að sjá bandarískar herþotur fljúga yfir Íslandi enda hafa þeir tal- ið, að þoturnar væru vopnaðar. En svo er ekki. Minnir þetta á söguna um nýju fötin keisarans! Fréttamað- ur Stöðvar 2, sem var í ferðinni til Washington, sagði í viðtali við Út- varp Sögu, að Ísland hefði verið varnarlaust mörg undanfarin ár. Hann sagði í sama viðtali, að það hefði komið skýrt fram á fundi í Washington, að bandarísk stjórnvöld væru ekki hætt við að flytja herþot- urnar frá Íslandi. Því hefði aðeins verið frestað. Bandarísk stjórnvöld teldu, að sú ógn, sem áður steðjaði að Íslandi, væri ekki lengur til staðar. Björn Bjarnason ráðherra sagði í viðtali við Útvarp Sögu, að hann gerði ekki mikið úr því þótt þoturnar væru vopnlausar. Ekki tæki langan tíma að vopna þær. Kátbroslegt erindi Íslands Almenningur hefur furðað sig á því hversu mikla áherslu rík- isstjórnin hefur lagt á það að hafa umræddar 4 herþotur á Íslandi, eins og varnir Íslands stæðu og féllu með því að 4 flugvélar væru hér. Þetta mun vekja enn meiri furðu, þegar það hefur nú verið upplýst, að her- þoturnar eru vopnlausar. Er ljóst, að vera þeirra á Íslandi er fyrst og fremst táknræn og að þær eru hér til eftirlitsflugs en ekki til þess að verja landið. Bandaríkjastjórn vill stað- setja herþoturnar 4 á Bretlands- eyjum en láta þær annast áfram eft- irlit við Ísland. Þessi breyting hefur verið ákveðin. Ríkisstjórn Íslands hefur grátbeðið Bandaríkjastjórn að leyfa, að hinar vopnlausu herþotur verði áfram staðsettar á Íslandi. Má telja víst, að erindi Íslands hafi þótt kátbroslegt í Washington. Fyrir þrá- beiðni Íslands hefur því nú verið frestað að senda herþoturnar á brott. Ekki lengur þörf á herþotunum hér Það er mat Bandaríkjastjórnar, að ekki sé lengur þörf á herþotum á Ís- landi. Raunar hefur jafnt og þétt ver- ið fækkað í flugflota Bandaríkjahers hér á landi á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn telur, að minnka megi verulega umsvif varnarliðsins hér á landi vegna þess að frið- vænlegra er í heiminum en áður var. Innan bandaríska varnarmálaráðu- neytisins heyrast raddir um að kalla eigi varnarliðið á brott frá Íslandi. Varnarliðið kom hingað á sínum tíma fyrir frumkvæði NATO og Banda- ríkjanna. Nú virðast Bandaríkin telja litla sem enga þörf á varnarliði hér lengur. Ísland ætti að óska eftir mati NATO á því hver teljast mætti lágmarksvarnarviðbúnaður hér á landi. Eðlilegra er að NATO meti það fremur en ríkisstjórn Íslands. Ríkisstjórnin hefur enga þá her- fræðiþekkingu, sem geri henni mögulegt að meta nauðsynlegan varnarviðbúnað Íslands. Ef Banda- ríkin vilja fara með varnarliðið á brott héðan, á Ísland að samþykkja það nema NATO telji nauðsynlegt að hafa hér varnarviðbúnað áfram. Pukrast með viðræðurnar Mikið pukur hefur verið viðhaft í viðræðum Íslands við Bandaríkin um varnarmálin. Eins og menn muna var því haldið leyndu fram yfir kosn- ingar sl. vor, að Bandaríkin hefðu í byrjun maí sl. tilkynnt Íslendingum, að fara ætti með herþoturnar 4 á brott frá Íslandi. Forsætisráðherra upplýsti þetta ekki fyrr en eftir kosn- ingar. Utanríkismálanefnd fékk heldur ekkert að vita um þetta. Síðan hefur verið haldið áfram að pukrast með málið. Athyglisvert er, að það eru íslenskir blaðamenn, sem upp- lýsa eftir viðtöl við bandaríska ráða- menn, að herþoturnar séu vopn- lausar. Eðlilegra hefði verið að þessar upplýsingar hefðu komið frá íslenskum ráðamönnum eða embætt- ismönnum. Eða var þeim ekki kunn- ugt um, að flugvélarnar væru vopn- lausar? Meiri upplýsingar hafa borist frá íslensku blaðamönnunum um mat Bandaríkjanna á vörnum Ís- lands en höfðu áður borist frá ís- lenskum ráðamönnum. Er það dæmigert fyrir það hvernig hefur verið haldið á þessu máli. Herþoturnar fjórar eru vopnlausar! Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.