Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ P oppmenning samtím- ans einkennist af daðri, stundum lævís- legu og stundum van- hugsuðu, stundum saklausu og stundum hættulegu. Það er daðrað við hugmyndir sem taldar eru spennandi, varasamar eða vafasamar með einhverjum hætti, það er daðrað við mismun- andi lífsstíl, mismunandi kyn- hneigð, sjúkdóma og það er daðr- að við fólk, sem er oftast saklaust. Daðrið lýsir sér í því að eitthvað er gefið í skyn, það er látið skína í eitthvað sem er síðan ekki til staðar þegar betur er að gáð. Í rauninni er ekki gert ráð fyrir því að einhver gefi sér tíma til að gá en ef svo er gert þá er öllu neitað og í mesta lagi yppt öxlum þegar daðrið er afhjúpað. Daðrið kemur ekki síst fram í myndböndunum, í tískuþáttum tískublaðanna, í útlitsiðnaðinum öllum, í skemmtiiðnaðinum, í kvikmyndum, í auglýsingum – alls staðar er verið að daðra. Í auglýsingum er til dæmis daðrað við klám. Í tískuþáttum er til dæmis daðrað við samkynhneigð. Í myndböndum er daðrað við bæði klám og samkynhneigð en einnig sadómasókisma, vændi, kvenhatur, kynþáttahatur, át- röskun, jafnvel sjálfsvíg og morð, ofbeldisdýrkun og djöfladýrkun; það er daðrað við allt þetta í öll- um meginmiðlum poppmenning- arinnar en sjaldnast er haft fyrir því að fjalla um þessa hluti af full- um heilindum, af fullri alvöru. Ung poppstjarna er innt eftir því í þætti á Popp Tíví hvað daður hennar við samkynhneigð í myndbandi hafi merkt. Hún neit- ar því fyrst í stað að hún hafi ver- ið að daðra við samkynhneigð. Þegar gengið er á hana segist hún að minnsta kosti ekki hugsa um lesbískar ástir þegar hún fari að sofa á kvöldin. Þetta er aðeins eitt af fjölmörg- um dæmum um daður sem virðist mjög saklaust en sendir ákaflega brengluð skilaboð. Hægt væri að nefna ótal dæmi um daður við of- beldi, kvenhatur og kynþáttahat- ur í tónlist á borð við rapp. Nægir kannski að nefna lagið PIMP, sem er meðal vinsælustu laga um þessar mundir, með tónlistar- manninum sem nefnir sig 50 cent en í myndbandinu við það lag fer flytjandinn meðal annars á ráð- stefnu hórumangara. Raunar mætti halda því fram að rapparar daðri ekki heldur gangi þeir oftar en ekki lengra í textum sínum og myndmáli; hjá þeim birtast ofbeldið og fordóm- arnir (sem eru til dæmis nánast rótgrónir gagnvart samkyn- hneigð í rappi) berstrípaðir. Og kannski eru skilaboðin ekki eins varasöm þegar þau eru borin á borð með svo beinskeyttum hætti, það gerir að minnsta kosti viðtökurnar einfaldari og úr- vinnsluna. Annað er upp á ten- ingnum þegar daðrið er annars vegar. Við fyrstu sýn gæti virst sem þetta daður í poppmenningunni væri sára saklaust í langflestum tilfellum. En svo er ekki. Ástæð- an er þessi: Daður er yfirborðs- kennt. Daður felur aðeins í sér yf- irborðsleg kynni. Meðan á daðri stendur hafa ekki orðið nein nán- ari kynni. Hugsanlega vill daðr- arinn stofna til nánari kynna en það þarf þó ekki að vera. Daðr- arinn sendir því iðulega frá sér skilaboð sem getur reynst erfitt að ráða. Og daðrið leiðir oft til misskilnings, stundum misskiln- ings sem er afar sár. Þegar um tvær vitibornar manneskjur er að ræða þarf daðrið ekki að valda neinum skaða en þegar um er að ræða daður við flókna hug- myndafræði eða við kynhneigð, ofbeldi eða geðrænan sjúkdóm horfir málið öðruvísi við; í þeim tilvikum geta yfirborðsleg kynni, grunnfær þekking, valdið skað- legum misskilningi. Sennilega hefur ekki verið daðrað jafn mikið við hugmyndir nokkurs manns og þýska heim- spekingsins Friedrichs Nietzsch- es í poppmenningu samtímans. Orðin um að guð sé dauður hafa verið notuð í fjölmörgum bíó- myndum og ofurmennið hefur verið túlkað á ýmsa vegu og tíð- um á æði yfirborðskenndan máta. Eins og Róbert H. Haraldsson bendir á í grein sinni, Eft- irmyndir Nietzsches, geta slíkar hugmyndir hugsanlega leitt menn á villigötur ef þær eru mat- reiddar á óljósan og ógrundaðan hátt. Því hefur verið haldið fram að hugmyndir Nietzsches hafi stuðl- að að bágri siðferðisvitund og jafnvel rekið fólk til að fremja morð. Um það snerust fræg rétt- arhöld í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum yfir tveimur háskóla- stúdentum, Nathan Leopold og Richard Loeb, sem framið höfðu algerlega tilefnislaust morð. Þeir höfðu lesið verk Nietzsches. Um það má enn deila hvort og þá hversu mikinn þátt kenningar Nietzsches áttu í þeirri ógæfu sem Leopold og Loeb rötuðu í en sennilega þarf ekki að deila mikið um að daður við slíkar kenningar getur valdið vondum misskilningi. Og hið sama á við um vanhugsað daður við klám og hvers konar of- beldi, vændi, morð eða hættulega sjúkdóma. Daður sendir óljós skilaboð, daður þýðir jafnvel ekki neitt í huga þess sem það stund- ar. Í huga annarra kann það aftur á móti að vera alvörumál. Aðrir kunna að lesa skilaboðin með allt öðrum hætti en ætlast er til, þau kunna að minnsta kosti að rugla börn og unglinga í ríminu. En poppmenningin er ekki ein um að daðra við varasamar hug- myndir. Stjórnmálamenn hafa einnig tileinkað sér þessa aðferð. Eitt af skýrustu dæmunum er tal Bandaríkjaforseta um öxul hins illa, um skiptingu heimsins í hina góðu og hina vondu. Slík flokkun er auðvitað barnaleg og ættuð úr ævintýrum en þegar valdamesti maður heims daðrar við hana á markvissan hátt getur hún ruglað börn og aðra, sem ef til vill kunna ekki að afkóða (dulin) skilaboðin, í ríminu. Vafasamt daður Í auglýsingum er til dæmis daðrað við klám. Í tískuþáttum er til dæmis daðrað við samkynhneigð. Í myndböndum er daðrað við bæði klám og samkynhneigð en einnig sadómasókisma, vændi, kven- hatur, kynþáttahatur, sjálfsvíg og morð. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ SiguroddurMagnússon raf- verktaki, Miðleiti 5, áður til heimilis í Brekkugerði 10, fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1918 og ólst þar upp. Hann lést 29. október síðastlið- inn. Foreldrar Sigur- odds voru Magnús Pétursson iðnverka- maður, f. 14.9. 1891, d. 9.1. 1981, og Pálína Þorfinnsdóttir verka- kona sem lengi sat í stjórn Verkakvenna- félagsins Framsóknar og í safnað- arstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík, f. 18.4. 1890, í Eilífsdal í Kjósar- hreppi, d. 19.7. 1977. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík, lengst af á Urðarstíg 10. Alsyst- ir Sigurodds er Petrína Margrét, húsfrú í Reykjavík, f. 20.5. 1921, gift Boga I. Guðmundssyni verk- stjóra, f. 18.12. 1917, d. 10. 6. 1996, en þau eiga eina dóttur. Sigurodd- ur átti tvær hálfsystur, Úlfhildi Þorfinnsdóttur, f. 14.3. 1911, d. 16.12. 1971 en hún átti tvo syni og Sólveigu S. Þorfinnsdóttur, f. 21.9. 1912, d. 15.4. 1974. Hún átti tvo syni og tvær dætur og var gift Kristni Jónssyni f. 30.5. 1909, d. 16.6. 1994 frá Gunnlaugsstöðum í Borgarfirði. Eiginkona Sigurodds var Fanney E. Long kjólameistari, f. 4.7. 1922, d. 13.11. 2002, dóttir Sólrúnar Guð- var breytt. Frá þeim tíma starfaði Siguroddur að fjölbreyttum verk- efnum á sínu sviði allt fram til átt- ræðisaldurs. Siguroddur var alla tíð mjög virkur í félagsmálum, starfaði í ýmsum félögum og sat í stjórnum þeirra. Má þar m.a. nefna Félag ungra jafnaðarmanna, formaður þar 1945, í stjórn Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur, fulltrúi flokks- ins í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1978 til 1982 og sat í framkvæmdaráði Reykjavík- urborgar 1980–1982. Í stjórn Fé- lags íslenskra rafvirkja 1946–48 og formaður þess 1947–48. Hann var í sveinsprófsnefnd rafvirkja í 45 ár, flest árin formaður nefndarinnar og lét af störfum 1996 á 78. aldurs- ári. Hann sat í stjórn Félags lög- giltra rafvirkja í Reykjavík og síðar Félagi löggiltra rafverktaka og var gerður að heiðursfélaga þess 29.4. 1994. Siguroddur átti í nokkur ár sæti í stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Hann gekk í Oddfellow- regluna 1962. Siguroddur var ritari í stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í 25 ár og lét af störfum 1997. Hann var gerður að heiðurs- félaga þess 25.5. 1998. Þá var hann fulltrúi Iðnaðarmannafélagsins í stjórn Húsfélags iðnaðarins frá 1978–1998 og var alllengi formaður framkvæmdanefndar þess. Hann var stofnfélagi í Rafvirkjadeildinni h.f. sem starfaði á Keflavíkurflug- velli og sat í stjórn deildarinnar nærri frá stofnun og var formaður hennar síðustu árin sem hún starf- aði. Siguroddur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst ahöfnin klukkan 15. mundsdóttur frá Jök- ulsá í Borgarfirði eystra, f. 11.4. 1887, d. 25.7. 1951, og Einars P. J. Long frá Seyðis- firði, f. 15.2. 1879, d. 19.5. 1964. Þau giftu sig 13.9. 1941. Börn þeirra eru: Magnús Georg rafmagnstækni- fræðingur, f. 1.12. 1941, maki Guðrún R. Þorvaldsdóttir deild- arhjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjár dæt- ur, Einar Long aðstoð- arskólastjóri, f. 2.11. 1944, maki Sólveig Helga Jónas- dóttir myndlistarkennari. Þau eiga tvær dætur. Pétur Rúnar húsasmið- ur, f. 23.10. 1947, maki Guðný Mar- grét Magnúsdóttir skrifstofumaður og eiga þau tvö börn. Sólrún Ólína fótaaðgerðafræðingur, f. 6.9. 1953, maki Halldór Jónasson húsasmiður og á hún þrjá syni. Bogi Þór, rekstr- arhagfræðingur, f. 19.11. 1959, maki Linda Björk Ólafsdóttir lyfja- fræðingur og eiga þau fjóra syni. Að loknu barnaskólanámi gekk Siguroddur í Kvöldskóla KFUM í tvo vetur, lauk námi í Iðnskólanum, nam rafvirkjun hjá Eiríki Hjartar- syni og tók sveinspróf 1944. Sigur- oddur var starfandi rafverktaki frá 1949. Hann starfaði mikið fyrir Byggingarfélag verkamanna á ár- unum 1950–71, eða allt til þess tíma er lögum um verkamannabústaði Í dag kveð ég minn ástkæra tengdaföður og vin, Sigurodd Magnússon. Ég kynntist Siguroddi árið 1964 þegar við Magnús, elsti sonur hans, ákváðum að gerast lífs- förunautar. Móttökurnar voru afar hlýjar hjá þeim hjónum Fanneyju og Siguroddi og alltaf var gott og gaman að koma til þeirra í Brekku- gerði 10. Nú eru þau bæði fallin frá og að- eins eitt ár á milli andláta þeirra. Tengdafaðir minn var mjög lífsglað- ur maður og hafði afar gaman af því að fylgjast með stórfjölskyldu sinni, bæði stórum og smáum. Svo sterk voru tengslin við fjölskylduna að hann vissi alltaf upp á hár hvar fólk- ið hans var. Hverjir voru í útlönd- um, sumarbústað eða einhvers stað- ar annars staðar. Ef við þurftum að fá fréttir af fjölskyldunni var nægi- legt að hafa samband við Sigurodd, hann mundi alltaf hvar allir voru staddir í það og það skiptið. Mikill fjölskyldumaður var hann og kunni að taka á móti gestum. Í seinni tíð þegar hann gat ekki séð sjálfur um boð og tengdamóðir mín ekki lengur til staðar þá fékk hann fagfólk, kokka og þjóna, til liðs við sig. Hann átti eina dóttur og fjórar tengdadætur sem áttu ekki að standa í eldhúsinu. Þær voru stofu- stáss að hans mati. Það sem einkenndi þennan mann var hvað hann heilsaði vel og kvaddi alla fallega alla tíð. Það gerði hann einnig við dán- arbeðinn. Öll börn hans, tengdabörn og flest öll barnabörn komu að kveðja hann hinn 29.10. 2003. Það eru forréttindi að hafa átt slíkan tengdaföður og afa barnanna sinna. Megi guð vera með honum og varð- veita. Blessuð sé minning hans. Guðrún R. Þorvaldsdóttir. Í dag kveð ég kæran tengdaföður minn með virðingu og þökk. Margs er að minnast frá liðnum árum og allar eru þær minningar hlýjar og ljúfar. Stunda í Brekkugerðinu með fjöl- skyldunni er gott að minnast, eins og jólanna þegar Landerinn var spilaður við borðstofuborðið með til- heyrandi hávaða og hlátrasköllum. Hann var höfðingi heim að sækja og naut þess í ríkum mæli að hafa öll börnin og barnabörnin hjá sér og gleðjast með þeim. Til síðasta dags fylgdist hann með afkomendum sínum og tók þátt í því sem þau tóku sér fyrir hendur í lífinu og gátu þau spjallað við hann um allt milli himins og jarðar. Eftirminnilegt er líka þegar hann og Fanney komu til okkar í sum- arbústaðinn og ekki síst þegar hann hjálpaði okkur að leggja þar raf- magnið. Var vandvirknin við að ganga sem best frá því öllu alveg einstök. Oft hef ég líka dáðst að hversu vel hann tókst á við breyttar að- staður þegar Fanney veiktist og eft- ir að hún fór frá okkur. Alltaf nógur sjálfum sér og jákvæður og þakk- látur fyrir alla hjálp og aðstoð. Eftir lifir minning um góðan mann með stóran hug, hlýtt hjarta- lag og sterka réttlætiskennd. Hafi hann kæra þökk fyrir liðna tíð og megi hann ganga á Guðs veg- um í nýjum heimkynnum og njóta endurfunda þeirra sem áður eru farnir. Guðný Margrét Magnúsdóttir. Nú er afi minn fallinn frá. Hann var góður maður. Afi sagði kannski ekki í orðum að honum þætti vænt um mann en hægt var að finna það á faðmlagi hans og sjá það á bros- inu. Það var hægt að tala um allt milli himins og jarðar við afa. Hann hafði nánast alltaf skoðun á öllum málefnum og sýndi áhuga á því sem maður var að gera. Afi var snjall. Ég hef alltaf dáðst að því hvað hann var úrræðagóður og sniðugur. Afi var rafvirki af lífi og sál og þegar hann var kominn á eftirlaun lét hann ekki deigan síga heldur fór að læra á tölvu og undi sér oft fyrir framan tölvuskjáinn. Mér fannst líka svo sniðugt að sjá þegar hann flutti úr Brekkugerðinu í Miðleitið að hann skyldi láta setja upp raf- drifnar gardínur í stofunni. Auðvit- að nýtti hann sér tæknina. Eitt sinn sat ég við borðstofu- borðið hjá honum og við vorum að ræða um óréttlæti í heiminum. Þá sagði afi við mig að maður breytti því miður ekki heiminum, maður breytti bara sjálfum sér. Þetta hitti alveg í mark hjá mér og ég skildi hvað hann átti við. Ég minnist einnig þess þegar ég sat hjá honum þegar hann lá á sjúkrahúsi í sumar og sagði honum frá ferðalagi mínu í Þórsmörk helgina áður. Þá sagði hann mér með glampa í augunum að hann hefði farið ungur að aldri ásamt ömmu og fleira fólki á hestbaki inn í Þórsmörk. Þá þurftu þau að vaða Krossá til að komast þangað. Þetta var ævintýraleg frásögn og gaman að heyra hann segja frá þessu. En núna er hann farinn á vit nýrra æv- intýra þar sem ég veit að honum mun líða vel. Ég á eftir að sakna hans. Ragnheiður Hrefna. Góður jafnaðarmaður er látinn, Siguroddur Magnússon, rafvirkja- meistari, einn traustasti liðsmaður Alþýðuflokksins og Samfylkingar- innar í Reykjavík. Ég kynntist Siguroddi er ég hóf að starfa í Alþýðuflokknum 1949. Siguroddur var þá þegar einn af máttarstólpum Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og Fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins í Reykjavík. Hann tók mikinn þátt í starfsemi Alþýðu- flokksins í Reykjavík, bæði stjórn- málastarfi og skemmtistarfsemi. Öll störf, er hann tók að sér, vann hann af mikilli alúð og vandvirkni. Mjög náið samstarf var með okkur Siguroddi þau ár, er ég sat í borg- arstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðu- flokkinn. Siguroddur var í borgar- málaráði Alþýðuflokksins, hann var varaborgarfulltrúi, sat í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar og var mjög áhugasamur um málefni borgarinnar. Hann lét sig aldrei vanta á fundi borgarmálaráðs, þar sem stefna flokksins í borgarmálum var ákveðin. Var mjög gott að leita ráða hjá Siguroddi, ekki síst þau ár, sem Alþýðuflokkurinn fór með stjórn Reykjavíkurborgar ásamt Alþýðu- bandalaginu og Framsóknarflokkn- um. Siguroddur hafði brennandi áhuga á stjórnmálum. Hann var mjög vel að sér á sviði þjóðmála og það var skemmtilegt að ræða við hann um stjórnmál og vandamál líð- andi stundar. Siguroddur vildi bæta hag þeirra, sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. Hann lét málefni iðn- aðarmanna mjög til sín taka. Siguroddur valdist til margvís- legra trúnaðarstarfa í Alþýðu- flokknum en einnig voru honum fal- in mikil trúnaðarstörf í samtökum rafvirkja og rafverktaka. Hann var formaður Félags íslenskra rafvirkja um skeið, sat í stjórn samtaka raf- verktaka og var lengi í prófnefnd rafvirkja. Var Siguroddur mikils- metinn í þeirri starfgrein, sem hann valdi sér, rafvirkjun. Um langt skeið áttum við Sig- uroddur heima skammt frá hvor öðrum og tókst þá góður vinskapur með sonum okkar. SIGURODDUR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.