Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grundarfirði | Mikill áhugi er á fjar- námi á Grundarfirði og er umfang starfseminnar orðið slíkt að hús- næðið er að verða of lítið. Nem- endur sem stunda þar nám eru áhugasamir og segja að gaman sé í fjarnámi. Nemendur sátu við tölvurnar í húsnæðinu sem fjarnámið hefur til umráða á efri hæð þeirrar virðu- legu byggingar Smiðjunnar þegar fréttaritara bar að garði. Þar er til húsa bókasafnið og fjarnámið ásamt fjarfundarherbergi á efri hæðinni en á þeirri neðri er áhalda- hús sveitarfélagsins og aðsetur slökkviliðsins. Þau voru misjafn- lega niðursokkin í námið en öll höfðu þau eitthvað fyrir stafni í tölvunum sínum. Þau mæta til námsins kl. 8 á morgnana og það er viðveruskylda fram yfir hádegi. Umsjónarmaður fjarnámsins, Sigríður Finsen, segir að nem- endafjöldinn sé búinn að sprengja húsnæðið sem upphaflega var ætl- að til fjarnámsins en því sé bjargað með því að koma þremur fyrir við tölvur frammi á bókasafninu. Þang- að er liðinu hóað til að taka mynd af hópnum. Það vantar þrjá í hópinn en við smellum mynd af þeim samt. „Nemendurnir í fjarnáminu eru nú 17 talsins og eru á fyrsta og öðru árinu, ein var á Laugarvatni í fyrra, og önnur í Kvennaskólanum það er ódýrara að vera hér heima,“ segir Sigríður. Þau fá verkefni frá kenn- urum í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri og síðan ákveðinn frest til að skila sínum lausnum. Fjarnáms- nemendurnir fara strax að tölv- unum sínum um leið og búið er að smella af hópmyndinni, greinilegt að áhugi er fyrir því sem þau eru að gera enda styttist í prófin. Sautján nemendur stunda fjarnám í Grundarfirði Húsnæðið að verða of lítið Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Nemendur í fjarnámi í Grundarfirði gáfu sér tíma til að líta upp frá tölvunum. LANDIÐ „ÞETTA eru klárlega mikil vonbrigði og ég held þessi tíðindi hafi komið flatt upp á alla hér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, um þá ákvörðun stjórnar Air Greenland að hætta flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Síðasta ferðin verður 1. desember næstkomandi, en áætlunarflugið milli þessarar áfangastaða hófst í lok apríl á þessu ári. Flogið hefur verið milli staðanna tvisvar í viku „Væntingar sem Air Greenland gerði til þessa áætlunarflugs hafa ekki gengið eftir, hvorki í fjölda farþega né fragtflutningum. Einnig er sýnt að á næsta ári mun samkeppni í flugi milli Íslands og Danmerkur aukast,“ segir í frétt frá Grænlandsflugi. Farþegafjöldi hefur ekki verið í takt við væntingar félagsins, en Michael Binzer, sölu- og markaðsstjóri Grænlandsflugs, sagði þegar félagið kynnti áform sín í byrjun mars síðast- liðinn að stefnt væri að því að ná um 12 þúsund farþegum á árinu, þ.e. á 8 mánaða tímabili. Hann nefndi að forsvarsmenn félagsins gerðu sér grein fyrir að þeir væru að taka mikla áhættu með því að bjóða upp á þessa áætl- unarleið en þeir legðu traust sitt á heimamenn. Fimmti hver íbúi svæðisins farið utan með félaginu Ragnheiður Jakobsdóttir hjá Ferðaskrif- stofu Akureyrar sagði að um 4.000 farþegar hefðu þegar flogið með félaginu það sem af er árs. Um 8% farþeganna hefðu keypt farmiða sína úti, þannig að um 3.700 manns hefðu farið frá Akureyri og til Kaupmannahafnar. Þannig léti nærri að fimmti hver íbúi svæðisins hefði flogið með félaginu á síðustu 7 mánuðum. „Við verðum vör við mikinn áhuga, spurn eftir ferð- um út næsta vor og sumar er mikil,“ sagði Ragnheiður. Hún nefndi m.a. að starfsfólk ÚA hefði ætlað til Danmerkur í vor, starfsfólk sparisjóðanna á svæðinu um páskana og þá hefðu nokkrir kórar og skólahópar ýmist bókað far eða spurst fyrir. „Þetta leit mjög vel út, það voru ágætis bókanir héðan fram í miðjan jan- úar og svo virtist vera að lifna aftur í febrúar/ mars. Þetta er því algjört kjaftshögg,“ sagði Ragnheiður. Hún nefndi að menn hefðu einnig bundið vonir við að fá Dani beint til Akureyrar, en sá draumur væri nú búinn að vera. Ragnheiður sagði tíðindin hafa komið fyr- irvaralaust, enginn forsvarsmanna flugfélags- ins hefði haft samband við ferðaskrifstofuna og látið vita hvað í vændum væri. Þá væri fyr- irvarinn einnig skammur, fluginu yrði hætt eft- ir þrjár vikur. Nánast allar vélar fyrir jól væru fullbókaðar, m.a. væru námsmenn á heimleið í jólafrí og þeir yrðu nú fyrir miklum óþægind- um. Engar skýringar fást Kristján Þór bæjarstjóri sagði einnig að tíð- indin hefðu komið flatt upp á menn og engar skýringar fengist hjá forsvarsmönnum félags- ins, sem ekki hefðu svarað fyrirspurnum í gær. „Þeir ræða ekki við nokkurn mann, þessu er bara skellt fram og fyrirvarinn er nánast eng- inn. Okkur þykir þetta mjög undarlegt miðað við það sem á undan er gengið, m.a. í ljósi þess að hér gekk maður undir manns hönd að fá leyfi þeirra til áætlunarflugs framlengt og þeir voru með leyfi til loka október á næsta ári,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að fyrirtækið hlyti að hafa for- sendur fyrir sinni ákvörðun, en í ljósi þess sem menn höfðu lagt á sig við að fá leyfið „.þá höfum við engar skýringar á þessari algjöru stefnu- breytingu félagsins og það finnst mér miður“. Í frétt frá flugfélaginu segir að Iceland Ex- press muni fjölga ferðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar um helming á næsta ári og því fyrirséð að flugleiðin milli Akureyrar og Kaupmannahafnar eigi í vök að verjast. Þá hafi Flugleiðir lækkað verð farmiða á þessari leið verulega. „Erfitt hefur verið fyrir Air Green- land að keppa við þessi lágu fargjöld og er ljóst að margir Norðlendingar hafa frekar kosið að fara til Keflavíkur og fljúga með Iceland Ex- press eða Icelandair en að fljúga með Air Greenland til Kaupmannahafnar,“ segir í til- kynningu félagsins. Morgunblaðið/Kristján Kemur ekki mikið oftar: Flugvél Grænlandsflugs lendir á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir ákvörðun félagsins koma flatt upp á menn. Algjört kjaftshögg Morgunblaðið/Kristján Upphafið: Farþegar í fyrstu áætlunarferð Grænlandsflugs milli Kaupmannahafnar og Akueyrar ganga frá borði. Á meðal farþega var Valgerður Sverrisdóttir ráðherra. Grænlandsflug hættir áætlunarflugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar STJÓRNIR hestamannafélaganna Funa, Grana, Hrings, Léttis og Þjálfa og Hrossa- ræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga samþykktu ályktun á sameiginlegum fundi á Húsavík um helgina, þar sem fordæmd er sú ákvörðun stjórnar LH að halda landsmót 2006 á Vindheimamelum í stað Melgerðismela. Telja fundarmenn það eiga að vera markmið Landssamtaka hestamanna og Bændasamtak- anna að hlúa að og efla hestamennsku og hrossarækt á öllu landinu. Landsmótin hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir uppbyggingu aðstöðu til hestamennsku og stórkostleg margfeldisáhrif og því telur fundurinn það grundvallaratriði að dreifa þeim um landið eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum tíma. Kjartan Helgason, formaður Léttis á Ak- ureyri, sagði að um næstu helgi yrði haldinn formannafundur LH og myndi þetta mál bera þar á góma. „Það er ennþá mikill hiti í mönn- um og málinu er ekki lokið af okkar hálfu á meðan ekki er búið að semja við Skagfirðinga um landsmótið 2006,“ sagði Kjartan. Hann sagði að Melgerðismelar væru til stað- ar þrátt fyrir allt og að menn hefðu fullan hug á að halda þar áfram uppbyggingu, enda byði svæðið upp á mikla möguleika. Einnig væru hestamenn farnir að sjá fram á byggingu reið- hallar á Akureyri. Kjartan sagði að boltinn væri hjá Akureyrarbæ en hann á þó ekki von á að ákvörðun liggi fyrir fyrr en á næsta ári. Hann gerir sér jafnframt vonir um að rík- isvaldið komi að því máli með einhverjum hætti.    Fordæma ákvörðun stjórnar LH um val á landsmótsstað Frumbyggjaréttur | Cédric Viale þjóðrétt- arfræðingur flytur erindi á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 14 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti. Erindið nefnist: Frumbyggjaréttur - gatnamót lögfræði og mannfræði? Hann mun fjalla um réttindakröfur og lög sem oftar en ekki ganga þvert á hefðbundnar hugmyndir hins vestræna réttarríkis og gera grein fyrir þróun alþjóðlegarar lagasetningar sem snertir samfélög frumbyggja og tilkomu fastanefndar Sameinuðu þjóðanna um frumbyggjamálefni. Samhygð fundar á ný | Arnaldur Bárðarson prestur í Glerárkirkju flytur erindi á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorg- arviðbrögð á Akrueyri og nágrenni á fimmtu- dagskvöld, 13. nóvember kl. 20.30. Samtökin voru stofnuð árið 1989 og hafa fundir verið haldnir reglulega í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju og hafa ýmsir verið fengnir til að flytja fyrirlestra um margvísleg málefni. Fundir Samhygðar féllu að mestu niður á síðasta starfsári, en nú er unnið að því að endurnýja kraftinn og hefja starfsemi á ný.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.