Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 29 FORMAÐUR Samfylking- arinnar fór mikinn á landsfund- inum á dögunum og boðaði að flokkurinn þyrfti að opna hug sinn, skoða breytt rekstr- arform í heil- brigðisþjón- ustu og virkja innan hennar lögmál mark- aðarins um framboð og eftirspurn. Ég hef enn ekki heyrt formanninn draga í land með þessar yfirlýsingar sínar, en nokkrir þingmenn hans hafa á hinn bóginn leitast við að út- skýra hvað hann vildi sagt hafa og hvað ekki, auk þess sem fundarmenn ómerktu með álykt- un orð formannsins áður en landsfundinum lauk. Fáir eru því nokkru nærri um hver stefna Samfylkingarinnar er í heilbrigðismálum, hvort sem er fyrir eða eftir landsfund- inn. Samfylkingin boðar ,,fram- tíðarlausnir“, ,,breytta stefnu“, ,,nýjar leiðir“ og ,,nýja hugsun“ (Ágúst Ólafur Ágústsson í Mbl. 8. nóv. sl.). Samtímis staðfesta þingmenn eins og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir á þing- fundi þann 3. nóv. sl., með vísun í ályktun landsfundarins, að nýju leiðirnar séu „rekstrarform sem þegar eru í heilbrigðisþjón- ustunni“, þjónustusamningar og einkaframkvæmd og jafnframt að Samfylkingin ætli bara að skoða þær. Samfylkingin í fang Framsóknarflokksins Það er einmitt mergurinn málsins að Samfylkingin gerir með fyrirvörum sínum við allt þetta óútskýrða ,,nýja“ í raun lítið annað en að staðfesta stuðning sinn við stefnu Fram- sóknarflokksins í heilbrigð- ismálum. – Að því frátöldu að Samfylkingin hafnar þörfinni á auknum fjárframlögum til mála- flokksins. Það eitt og sér veldur ugg í ljósi þeirrar miklu og þörfu uppbyggingar, sem ákveð- in hefur verið og er þegar hafin að frumkvæði heilbrigð- isráðherra til að fjölga hjúkr- unarrýmum og efla og styrkja heilsugæsluna á höfuðborg- arsvæðinu. Þessara forgangs- verkefna sér glöggt merki í fjárlagafrumvarpinu og hvort tveggja eru nauðsynlegar for- sendur fyrir aukinni hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu. Heilsugæsl- an þarf hér á landi að geta sinnt veigamiklu hlutverki sínu sem fyrsti áfangastaður í heilbrigð- iskerfinu og ef vel á að vera á hún að geta sinnt allt að 85% af þjónustuþörfinni. Með þeirri fjölgun hjúkrunarrýma, sem gert er ráð fyrir að hægt sé að taka í notkun í ár og á næsta ári, fækkar um helming þeim sem bíða í brýnni þörf hér á höfuðborgarsvæðinu. Síðan verður að halda áfram og eyða biðlistum þeirra með öllu, sam- hliða því að efla heimahjúkr- unina. Stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum Framsóknarflokkurinn hefur ávallt lagt megináherslu á jafn- an aðgang allra að heilbrigð- isþjónustu, óháð efnahag, fé- lagslegri stöðu og búsetu. Flokkurinn hafnar forgangi hinna efnameiri. Framsókn- arflokknum verður hvergi hnik- að frá þeirri grundvallarstefnu að ríkið skuli ávallt vera kaup- andi heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að ríkið sé í öllum tilvikum fram- leiðandi eða seljandi þeirrar þjónustu. Framsóknarflokk- urinn er algerlega laus við allar kreddur gagnvart mismunandi rekstrarformum og undir hans forystu hafa fjölmörg verkefni í heilbrigðisþjónustu verið færð úr höndum ríkisins yfir í einka- framkvæmd og einkarekstur og á grundvelli þjónustusamninga til einstaklinga og sjálfseign- arstofnana. Það sem Framsókn- arflokkurinn setur þó í forgang er að sýnt sé og tryggt að rekstur annarra á heilbrigð- isþjónustu sé hagkvæmari, bæði fyrir sjúklinga og fyrir rík- isvaldið. Framsóknarflokkurinn gefur sér hins vegar ekki fyrirfram að einkarekstur heilbrigðisþjón- ustu sé óhjákvæmilega hag- kvæmari og við styðjum ekki einkarekstur rekstrarformsins vegna. Við setjum hagsmuni sjúklinga og hagkvæman rekst- ur ríkissjóðs framar. Áskorun Ástu Möller, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, til for- manns Samfylkingarinnar í Mbl. 8. nóv. sl., um að hann sverji hollustu við stefnu flokks henn- ar í heilbrigðismálum, verður vonandi svarað skýrt. Í því svari ætla ég að komi ótvírætt fram að áherslur flokks hans falli eftir sem áður að mestu að áherslum og stefnu Framsókn- arflokksins. Hún er ekki ,,ný“, en hins vegar í stöðugri endur- skoðun vegna breyttra þjóð- félagsaðstæðna. Má þar nefna fjölgun aldraðra, öra fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu, betri og greiðari samgöngur, framfarir í læknisfræði, ný lyf og nýja tækni. Gagnrýni stjórnarliða á stefnu ríkisstjórnarinnar Viðleitni hins óreynda en efni- lega stjórnarandstöðuliða, Ágústs Ó. Ágústssonar, til að kasta rýrð á stefnu ríkisstjórn- arinnar og framkvæmd heil- brigðisþjónustunnar er bæði eðlileg og sjálfsögð. Öðru máli gegnir um málflutning vara- þingmannsins og stjórnarliðans Ástu Möller, sem mörgum finnst á köflum skjóta skökku við. Hún ber með flokki sínum ábyrgð á stefnu ríkisstjórn- arinnar í heilbrigðismálum á grundvelli stjórnarsáttmála og fjárlagafrumvarpsins sem vissu- lega ræður mestu um áherslur innan heilbrigðisþjónustunnar. Auk þess fer Sjálfstæðisflokk- urinn með forræði fjár- málaráðuneytisins, sem ber ábyrgð á um 70% af útgjöldum til heilbrigðismála vegna aðildar að kjarasamningum heilbrigð- isstarfsmanna. Varaþingmað- urinn boðaði fyrrum einkavæð- ingu, en hefur nú hent betri reiður á hugtökum og talar fyrir einkarekstri sem hinu eina rétta rekstrarformi í heilbrigðisþjón- ustu, stundum eins og það rekstrarform sé með öllu óþekkt fyrirbæri hér á landi. Raunin er hins vegar sú að um 65% allrar öldrunarþjónustu eru rekin af aðilum sem ríkið kaupir samningsbundna þjón- ustu af, nánast öll endurhæf- ingaþjónusta er einkarekin, sér- fræðilæknisþjónusta og vaxandi hluti heilsugæslunnar að ógleymdum samningum við fyr- irtæki sem selja ríkisvaldinu heimahjúkrun. Deilur um rekstrarform í heilbrigðisþjónustu eru deilur um keisarans skegg. Það sem skiptir öllu máli er að setja gæði, hagkvæmni og jafnan að- gang í forgang, en ekki rekstr- arform, viðskiptatækifæri eða arðsemiskröfur og hagnað. Við þurfum að standa saman um að halda í félagshyggjuna og sam- hygðina í heilbrigðiskerfinu eins og annarri samfélagsþjónustu. Deilur um keis- arans skegg Eftir Jónínu Bjartmarz Höfundur er alþingismaður, form. heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis. aða til að ar segir; að hafa nóðum og nar Guð- Guð- ti, en sjálf ýringar di fólks að e rmargir nns voru í r tefld, en sem ; „salurinn ngar húss- li varð að Á níunda tímanum kom kunningi minn inn í salinn sigri hrósandi. Maður einn hafði komið út úr húsinu. „Seldu mér mið- ann,“ hrópaði fólkið fyrir utan. „10 kr.“, „20 kr.“, „30 kr.“, en maðurinn gekk að mér og gaf mér miðann. Veitingamaður hússins var ekki heldur við því búinn að taka á móti þessum fjölda. Um kl. 10 voru birgðir hans þrotnar af öli og gosdrykkjum og varð hann að hringja í veitingahús bæjarins og vita hvort þau gætu ekki hjálpað honum þó ekki væri nema um nokkra kassa. Ekki vissi ég hvern árangur þetta bar, en kaffibirgð- ir þraut ekki.“ 300 manns á glugganum Hvað sem veitingunum leið þá hefur andrúmsloftið á skákstaðnum verið hreint rafmagnað. Velvakandi Morgunblaðsins getur þess 22. janúar að þegar Friðrik vann aðra skákina hafi áhorfendur brug- ðizt við sigri hans „eins og hér hefði verið um hnefa- leikakeppni að ræða – æpt, klappað og stappað í gólfið. Ekki er nema eðlilegt, að áhorfendur fylgi landa sínum að málum og fagni sigri hans – en slíkur ofstopi er eng- an veginn sæmandi og verður að teljast lítil kurteisi í garð erlenda gestsins – og í garð Friðriks.“ Það var ekki einasta að menn flykktust á einvíg- isstaðinn; Strætisvagnar Reykjavíkur breyttu áætl- unarferðum svo að strætisvagn ók fram hjá Sjómanna- skólanum á hálftíma fresti þegar teflt var. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 21. janúar segir, að mest umtöluðu menn á Íslandi þessa viku hafi áreið- anlega verið þeir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen. „Svo mikill hefur áhuginn verið bæði hér í Reykjavík og úti um land fyrir þessari keppni, að hvað eftir annað hefur verið hringt heim til Vilhjálms Þ. Gíslasonar út- varpsstjóra að næturlagi og hann beðinn um það að láta útvarpið ekki ljúka dagskrá sinni fyrr en úrslit væru kunn í skákinni. Á vinnustöðvum hafa menn kom- ið með tafl með sér til þess að geta velt biðskákunum fyrir sér.“ Larsen segir að aðsóknin og áhuginn hafi verið með ólíkindum. „Ég man eitt kvöldið; það var snjókoma og hvassviðri. Sjö hundruð manns komust inn í húsið, en fyrir utan stóðu þrjú hundruð manns og horfðu inn um gluggann og fylgdust með skákinni á sýningarborðinu. Þetta var alveg ótrúlegt!“ Hrein úrslitaskák í lokin Fyrsta einvígisskákin 1956 fór tvisvar í bið. Aðra skákina vann Friðrik í 30 leikjum. Sú þriðja fór í bið og á sunnudagskvöld vann Larsen báðar biðskákirnar; í 95 leikjum og 59. Fjórðu einvígisskákinni lauk með jafn- tefli eftir 32 leiki, þannig að þegar einvígið var hálfnað hafði Larsen 2½ vinning gegn 1½ vinningi Friðriks. Fimmta einvígisskákin var tefld á afmælisdegi Friðriks og gaf hann taflið í 45. leik. „Greinilegt er að Friðrik teflir undir sínum styrkleika, hvernig sem á því stend- ur,“ sagði Morgunblaðið. En Friðrik tók sig á og sjöttu skákina, sem fór í bið, vann hann eftir 51 leik. Morg- unblaðið segir, að Larsen hafi virzt gera sig ánægðan með jafntefli, en Friðrik vann mann fyrir peð og þar með skákina. Og sjöundu skákina vann Friðrik í 24 leikjum. Skákmeistararnir voru þar með jafnir að vinningum, þannig að síðasta skákin varð hrein úrslitaskák. Þegar 16 leikir voru búnir í síðustu skákinni, sagði fréttaritari Morgunblaðs- ins; „Mér finnst þetta of mikill „hasar“ og of lítið öryggi. Langa hrókunin hjá Frið- rik skapar einhverja hættu. En ég sé ekki hvor staðan er betri nú.“ Þegar leiknir höfðu verið 26 leikir taldi fréttaritarinn stöðu Friðriks lakari; hann var kominn í talsvert tímahrak, átti eftir 15 mínútur, en Larsen 45. Og rétt fyrir miðnætti kom fréttin um tap Friðriks: „Þetta skeði allt í svo skjótri svipan, að það var ekki hægt að gera sér grein fyrir því. Friðrik varð að leika svona hratt klukkunnar vegna – og fékk svo aðeins tíma til að líta á stöð- una eftir mannfallið – og þá var ekki um annað að gera en gefa.“ Og á baksíðu Morgunblaðsin segir enn- fremur: „En þó leikslok yrðu þessi, þá samglöddust áhorfendur Larsen með löngu og innilegu lófataki. Þetta einvígi hafði verið um margt mjög skemmtilegt. Hinir ungu skákmenn höfðu háð harða keppni.“ „Hann tefldi betur en ég í þessu einvígi, eins og úrslitin féllu,“ segir Friðrik. „Þegar ég hef farið yfir skákirnar á eft- ir, sé ég í þeim ýmsar bommertur. Það var eitthvað sem var ekki alveg í lagi hjá mér. Eiginlega slapp ég ótrúlega vel miðað við taflmennskuna! Það voru miklar sviptingar í þeim skák- um, sem ég vann. Hann kom mér svo á óvart í síðustu skákinni, lumaði á leik í byrjuninni, sem sló mig út af laginu.“ „Ég var með tveggja vinninga forskot eftir fimm skákir og átti þá forystu al- veg skilið,“ segir Larsen. „En kannski varð ég kærulaus, því ég lét Friðrik plata mig illa í sjöttu skákinni. Hann tefldi svo af miklum krafti í sjöundu skákinni og við vorum allt í einu orðnir jafnir að vinningum. Það hristi veru- lega upp í mér! Og í úrslitaskákinni tókst mér að snúa taflinu mér í hag og það gerði gæfumuninn.“ Hvergi nema á Íslandi Síðustu dagana hefur Larsen stjórnað Mjólk- urskákmótinu á Selfossi. „Þetta er ekki mitt fyrsta skipti á Selfossi,“ segir hann. „Ég tefldi hér fjöltefli eftir einvígið 1956. Þá fór ég með Guðmundi S. Guðmundssyni hingað austur í íslenzku vetrarveðri. Hann lét það ekkert á sig fá og fór með mig til Þingvalla í leiðinni, þar sem við ókum í gegnum Almannagjá. Þegar fjölteflið var búið var ófært í bæinn svo við urðum að gista. Við fengum okkur svolítið í staupinu og þá var sagt í útvarpinu, að þetta kvöld væri Larsen veðurtepptur á Selfossi. En vonandi kæmust þeir Guð- mundur S. í bæinn aftur, þegar búið væri að ryðja fyrir mjólkurbílana morguninn eftir, því Larsen ætti að mæta í skákþátt hjá Baldri Möller klukkan fimm. Þetta tókst og ég komst í þáttinn hjá Baldri. Hann var mjög góður dönskumaður og talaði tvö tungumál allan þátt- inn. En tíminn hljóp frá okkur og þegar þættinum átti að ljúka, áttum við alveg eftir að fara í gegnum síðustu skák einvígisins, sem átti nú að vera meginefni þátt- arins! Þá kom tæknimaðurinn með miða sem hann setti hjá Baldri. Þar stóð: Það er allt í lagi með tímann.“ – Þessa setningu segir Larsen á íslenzku. „Við héldum þá bara áfram, en þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sjö kom tæknimaðurinn með annan miða. Þar stóð: Fimm mínútur! Og okkur tókst að klára skákina og þáttinn fyrir sjö! Ég er viss um að svona nokkuð hefði hvergi getað gerzt nema á Íslandi. Alla vega ekki í danska útvarp- inu, svo mikið er víst!“ Metin jöfnuð í afmælismóti Fyrir einvígið 1956 höfðu Friðrik og Larsen teflt fjórar skákir og vann Friðrik þrjár þeirra. „Mér skilst, þegar allt er talið að við stöndum nú jafnt að vígi,“ segir Friðrik. „Hann jafnaði metin í af- mælismótinu mínu 1995. Við höfum unnið fimmtán skákir hvor, en lítið verið fyrir það að gera jafntefli; gerðum eitt í einvíginu 56 og ég held tvö síðan.“ Það hefur ekki færzt nein friðsemd yfir skákmeist- arana með aldrinum. „Alla vega ekki, þegar við leiðum saman hesta okkar á skákborðinu,“ segir Friðrik. „En það fer vel á með okkur þess utan.“ Og hvernig fer þetta svo? „Ætli við séum ekki báðir sigurvissir,“ segir Friðrik. „Ég vinn,“ segir Larsen ákveðinn. „Þó ekki væri nema bara fyrir hefðina frá 56!“ hefst í kvöld ðið/Ól.K.M. , afhenti k heiðurs- rsen fékk g Friðrik skákina í md á skákborðinu Morgunblaðið/Sverrir Sjómannaskólann, þar sem þeir tefldu einvígið 1956. freysteinn@mbl.is laðið/Ól.K.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.