Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 310. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Vék aldrei úr huganum Grímseyjarbókin fylgdi Helga Dan daga og nætur | Landið 27 Ólafur ritar um Jón biskup Arason og syni hans | Lesbók 4 Hin sígilda randalín Margir eru byrjaðir á jólabakstri og matarstússi |Daglegt líf 38 Öxin og jörðin BANDARÍKJASTJÓRN mun sennilega tilkynna um fyrstu lotu breytinga á stað- setningu og skipan bandaríska heraflans í Asíu strax í næsta mán- uði. Frá þessu greindi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær en hann var þá staddur í bækistöðvum banda- ríska flughersins á eyj- unni Guam í Kyrrahafi. Guam var fyrsti við- komustaðurinn í sex daga löngu ferðalagi Rumsfelds til Asíu en hann hyggst ræða við bandamenn Banda- ríkjanna um fyrirhugaðar breytingar á skipan og staðsetningu bandaríska herafl- ans erlendis. Þetta er fyrsta ferð Rums- felds til bandalagsríkja Bandaríkjamanna í Asíu síðan hann varð varnarmálaráð- herra í janúar 2001. Tekur 2–8 ár í framkvæmd Rumsfeld sagði að það myndi taka tvö til átta ár að hrinda í framkvæmd öllum fyr- irhuguðum breytingum á staðsetningu og skipan bandaríska heraflans erlendis. Hann nefndi þó enga tiltekna þætti sér- staklega. „Það eru ýmsar hugmyndir uppi,“ sagði hann en m.a. eru í gangi við- ræður við Suður-Kóreu um fækkun í bandaríska herliðinu en þar eru um 37 þúsund hermenn. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt íslenskum ráðamönnum að breytingar á umfangi starfsemi varnar- liðsins í Keflavík verði skoðaðar í sam- hengi við þá heildarendurskoðun á herafla Bandaríkjanna sem nú á sér stað. Skipan herafla Bandaríkjanna í Asíu Tíðinda að vænta í desember Donald Rumsfeld Andersen-flugherstöðinni í Guam. AP. FJÓRIR fyrrverandi yfirmenn Shin Beth, ísraelsku öryggislög- reglunnar, hvöttu í gær til, að bundinn yrði endi á hernám Ísraela á Vest- urbakkanum og Gaza. Er þetta aðeins síðasta dæmið um vax- andi óánægju í Ísrael með harðlínustefnu stjórnvalda gagnvart Palestínu- mönnum. Áskorun öryggisþjónustuforingj- anna kemur fram í viðtali við þá í Yediot Aharonot, útbreiddasta dagblaðinu í Ísrael. Þar varar Avr- aham Shalom, sem var yfirmaður Shin Beth 1980 til 1986, við yfirvof- andi „ógæfu“ ef „við viðurkennum ekki í eitt skipti fyrir öll, að það er annað fólk, sem þjáist vegna skammarlegrar framkomu okkar“. Yaacov Peri, yfirmaður Shin Beth 1988 til 1995, sagði, að Ísraelar sykkju dýpra og dýpra ofan í blóð- ugt fen og væru farnir að gjalda þess dýru verði „efnahagslega og á alþjóðavettvangi“. Ógnar tilveru Ísraels Ísraelski fréttaskýrandinn Jos- eph Alpher sagði í gær, að þessi af- staða sýndi, að æ fleiri Ísraelar, sérstaklega meðal efri stéttanna, áttuðu sig á, að áframhaldandi her- seta og landtaka væri farin að ógna tilveru Ísraels sem gyðinglegs og lýðræðislegs ríkis. Átti hann þá meðal annars við þær áhyggjur, að afleiðingin af því að ásælast Palest- ínu yrði sú, að gyðingar yrðu að minnihluta í eigin landi. Í september sl. lýstu 27 ísr- aelskir flugmenn og flugkennarar yfir, að þeir vildu ekki lengur „hlýða ólöglegum og ósiðlegum fyrirskipunum“ og neituðu „að taka þátt í loftárásum á óbreytta borgara“. Fyrir skömmu for- dæmdi síðan Moshe Yaalon, yfir- maður ísraelska herráðsins, stefnu Ariels Sharons forsætisráðherra og hörkuna gagnvart Palestínu- mönnum og sagði, að hún gæti leitt til enn meiri hörmunga og blóðbaðs. Harðlega gagnrýndir Nokkrir kunnir Ísraelar og Pal- estínumenn hafa beitt sér fyrir svokölluðu Genfarfrumkvæði, frið- aráætlun, sem Sharon hefur jafnað við landráð, en meðal þeirra, sem það styðja, er Ami Ayalon, yfir- maður Shin Beth frá 1996 til 2000. Hann var einn öryggislögreglufor- ingjanna, sem stóðu að áskorun- inni, en sá fjórði er Carmi Gilon. Haft var eftir ónefndum emb- ættismanni, að mat öryggislög- regluforingjanna á ástandinu væri rangt og Ezer Weizman, fyrrver- andi forseti Ísraels, sakaði þá um að leiða hörmungar yfir þjóðina. Áskorun fyrrverandi yfirmanna ísraelsku öryggislögreglunnar Vilja hætta hernámi Vesturbakkans og Gaza                       Jerúsalem. AFP. LAUNÞEGAR geta valið sér með hvaða hætti þeir taka kjarabætur sínar hverju sinni ef hugmyndir Gunnars Páls Pálsson- ar, formanns Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, verða að veruleika. Á fundi Landssambands íslenskra versl- unarmanna í gær lagði hann fram hug- myndir þess efnis að launþegar geti valið um laun, orlof eða lífeyri þegar kjarabætur eru annars vegar. „Kjarabarátta á næstu árum mun mótast meira en áður af hags- munum og þörfum einstaklingsins. Af þeim sökum þarf að taka aukið tillit til þátta eins og fjölskyldu, menntunar, hæfni, ábyrgðar og aldurs,“ sagði Gunnar Páll. Að hans sögn getur valfrjáls sparnaður átt erindi við launþega þar sem þeir gætu lagt meira fé í viðbótarsparnað og notað hann t.d. í að kosta námsleyfi eða taka út aukið orlof. Hugmyndir formanns VR Launþegar geti valið laun, orlof eða lífeyri  Árangur/12 SEINT í gærkvöldi voru á lokastigi í London samningar milli nýrra fjárfesta og Jóns Ólafssonar, aðaleiganda Norðurljósa, um sölu hans á öllum hlut hans í Norðurljós- um og öllum öðrum umsvifum hans á Íslandi. Fram hefur komið að fjórir fjárfestahópar munu standa að kaupunum, Kaupþing- Búnaðarbanki, aðilar tengdir Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni hjá Baugi, S-hópnum og Kára Stef- ánssyni. „Ég verð með þessum samningi, ef af verður, hættur allri starfsemi á Íslandi,“ sagði Jón Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en benti jafnframt á að hann hefði fyrir all- nokkru fært allt eignarhald félaga sinna til út- landa, sem væri m.a kjarninn í þrætum hans við íslensk skattayfirvöld, sem hafa sakað hann um stórfelldan undandrátt frá skatti. Rann- sókn skattrannsóknarstjóra hefur nú verið send ríkisskattstjóra til frekari ákvörðunar, en Jón Ólafsson kveðst munu halda uppi fullum vörnum í öllu því máli. Jón segir að Norðurljósum hafi gengið vel undanfarin ár og fyrirtækinu sé vel stjórnað að hans mati. Skuldirnar séu hins vegar of háar og við þá stöðu verði ekki lifað lengur. Með þeim viðskiptum sem hann sé í með félagið nú verði vandamál þess leyst og hagur starfs- manna þess tryggður. Selur allar eignir á Íslandi Kaupþing-Búnaðarbanki mun jafnframt kaupa allar eignir Jóns Ólafssonar á Íslandi. Meðal eigna Jóns sem hann nú selur, auk meirihlutaeignar í Norðurljósum, eru húseign- ir, tölvufyrirtækið Inn og 140 einbýlishúsalóðir á Arnarnesi. Samþykkt var á hluthafafundi Norðurljósa í gær að færa hlutafé félagsins úr 1.700 millj- ónum í 300 og auka það á ný um allt að 2.000 milljónir. Ný stjórn verður kjörin á næsta hlut- hafafundi, sem væntanlega verður á mánudag- inn. Samningar um kaup á Norðurljósum á lokastigi Jón Ólafsson hættur öll- um umsvifum á Íslandi Jón Ólafsson UNGAR palestínskar stúlkur biðjast fyrir við Klett- hvolfsmoskuna á Musterishæð í Jerúsalem í gær. Þar komu um þrjú þúsund meðlimir hinna herskáu Hamas-samtaka saman til föstudagsbæna. AP Föstudagsbænir í Jerúsalem ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.