Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagði á fundi Landssambands ís- lenskra verslunarmanna í gær að í komandi kjaraviðræðum ættu versl- unarmenn að leggja áherslu á að auka valfrelsi launþega þannig að fólk geti t.d. valið um hvort það vill fleiri orlofsdaga gegn minni launa- breytingum. Gunnar Páll sagði að tölur sýndu að árangur af síðustu kjarasamning- um væri mjög góður. Lægstu laun hefðu hækkað um 70% á síðustu sjö árum. Hann sagði að í sínum huga væri enginn efi um að halda ætti áfram á sömu braut. Hann vakti þó jafnframt athygli á því að viðhorfs- könnun Gallup, sem unnin var fyrir verslunarmenn, sýndi að það væru ekki allir ánægðir með síðustu samn- inga og margir væru tilbúnir að fylgja kröfum sínum eftir með því að fara í verkfall. Gunnar Páll sagði að halda yrði áfram að hækka lægstu laun sérstak- lega og jafnframt yrði að tryggja að þær almennu launahækkanir sem samið yrði um skiluðu fólki kaup- máttaraukningu. Skattalækkanir ekki skiptimynt Gunnar Páll undirstrikaði á fund- inum að skattalækkanir sem rýra velferðarkerfið yrðu ekki skiptimynt í komandi kjarasamningum. Þvert á móti væri nauðsynlegt að styrkja vel- ferðarkerfið. „Markmið kjarasamninga hlýtur að vera að tryggja viðunandi starfs- kjör fyrir hóflegan vinnutíma og auka þannig lífsgæði fólks. Sveigjan- leiki á vinnumarkaði þarf að vera til staðar til hagsbóta fyrir alla aðila og miðast við þarfir hvers og eins. Kjarabarátta á næstu árum mun því mótast meira en áður af hagsmunum og þörfum einstaklingsins. Af þeim sökum þarf að taka aukið tillit til þátta eins og fjölskyldu, menntunar, hæfni, ábyrgð og aldurs. Launþegar líta mjög mismunandi augum á sam- setningu launa sinna og byggist það að stórum hluta á aldri viðkomandi. Ég tel að við verðum að gefa laun- þegum aukinn möguleika á því að velja með hvaða hætti þeir taka kjarabætur sínar hverju sinni með hvaða hætti þeir taka kjarabætur sínar hverju sinni með auknum sveigjanleika, t.d. er varðar laun, or- lof og lífeyri.“ Gunnar Páll varpaði einnig fram á fundinum hugmyndum um valfrjáls- an sparnað, þ.e.a.s. að fólki verði skapaður sá möguleiki að leggja auk- ið fé í viðbótarsparnað og að hann verði t.d. notaður í að kosta náms- leyfi eða til að taka út aukið orlof. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for- maður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV), gerði á fund- inum grein fyrir undirbúningi versl- unarmanna undir komandi kjaravið- ræður. Hún sagði að forystumenn verslunarmanna hefðu m.a. kynnt sér samninga verslunarmanna í Dan- mörku, Bandaríkjunum, Englandi og Svíþjóð. Hún sagði að launakannanir sýndu að vinnutími verslunarmanna hefði styst um tvær klukkustundir frá árinu 1999, en starfsfólk í smá- sölu ynni að jafnaði lengstan vinnu- tíma eða 46 klukkustundir á viku. Þar að auki væri þetta sama fólk með lægsta tímakaupið. Þá væru fleiri og fleiri með yfirvinnu innifalda í laun- um. Ingibjörg sagði á fundinum frá fyrstu niðurstöðum viðhorfskönnun- ar meðal félagsmanna. Hún sýnir að 40% félaga í landssambandinu eru frekar eða mjög ánægðir með síðustu samninga, en þar af eru 50% VR-fé- laga ánægðir með samninganna. Um 30% félaga í LÍV eru óánægðir með síðustu samninga (24% VR-félaga). Samkvæmt könnuninni vilja 60% fé- laga í LÍV krónutöluhækkun, en 70% VR-félaga vilja prósentutöluhækk- un. Þá telja um 40% félaga kjör sín almennt betri en þau voru árið 2000. Fundi Landssambands verslunar- manna lýkur í dag. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, á fundi Landssambands íslenskra verslunarmanna Árangur af síð- ustu samning- um mjög góður Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fundi LÍV var fjallað um undirbúning kjarasamninga. Lengst til hægri á myndinni er Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður sambandsins. FYRRVERANDI umboðsmaður DV á Selfossi hefur þurft að greiða úr eig- in vasa rúmar tvö hundruð þúsund krónur í laun til blaðburðarbarna og í virðisaukaskatt. Að sögn Líneyjar Tómasdóttur, sem verið hefur um- boðsmaður DV á Selfossi, er hún í raun verktaki með blaðburðarbörnin á eigin snærum og því hafi henni ekki verið stætt á öðru en greiða þeim laun, líkt og aðrir umboðsmenn DV þurfi að gera. „Ég ráðfærði mig við lögfræðing sem sagði að ekki væri hægt að standa á öðru. Við höfum verið að ræða saman, umboðsmenn hér á Suð- urlandi og fyrir norðan, og erum ekk- ert of viss um að fá það sem við eig- um,“ segir Líney. Að sögn Líneyjar hefur nýr útgáfu- aðili DV boðið henni að halda áfram starfinu og fá í mánaðarlaun 96.075 krónur. Hún segir það ótrúlegt að fyr- irtækið skuli leyfa sér að bjóða annað eins. „Þeir vilja ekki umboðsmenn, þeir eru bara að flæma okkur burt. Ég borgaði 100.000 krónur í laun í síð- asta mánuði til blaðburðarbarnanna og þeir buðu mér í laun 96.075 krónur og af því átti ég að borga blaðberum. Ég átti einnig að vera launþegi og borga skatt af því, þá var ég kominn í 52.000 krónur. Lágmarkslaun blað- bera voru 63.000 krónur, þannig að ég hefði þá þurft að borga 10.000 krónur með starfinu. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli geta leyft sér að bjóða fólki þetta.“ Líney segir flesta umboðsmennina hafa hafnað þessu tilboði, nema hvað einn atvinnulaus umboðsmaður hafi ákveðið að þiggja boðið og bera öll blöðin út sjálfur. Margir haft samband við VR Tvö hundruð blaðberar, sem störf- uðu hjá DV, hafa haft samband við Verslunarmannafélag Reykjavíkur síðustu daga, en VR ákvað að annast mál blaðberanna sem fengu uppsagn- arbréf við gjaldþrot DV. Tæplega 400 blaðberar fengu ekki greidd laun fyr- ir október og þurfa því að lýsa kröfu í þrotabú DV og hefur um helmingur þeirra haft samband við VR, að því er fram kemur á heimasíðu VR. Félagið hvetur blaðberana eða forráðamenn þeirra að hafa samband við félagið. Fyrrverandi umboðs- aðili DV á Selfossi Greiðir blað- burðarbörn- um laun úr eigin vasa „HELSTA vandamálið er það að atvinnuleysi fatl- aðra er að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum meira en hjá ófötluðum,“ segir dr. Arthur O’Reilly, sálfræðingur og ráðgjafi hjá Alþjóða- vinnumálastofnuninni. Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi og félags- málaráðuneytið stóðu fyrir evrópskri ráðstefnu um menntun og atvinnutækifæri fatlaðra undir yf- irskriftinni Education and Vocational Opportun- ities for All á Radisson SAS hótel Sögu í gær og var ráðstefnan hluti af ári fatlaðra. María Kristín Gylfadóttir, verkefnisstjóri, segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að koma Leonardó- verkefnum á framfæri, en þau miðuðu öll að þróun námsefnis og aðferða við notkun upplýsingatækni í starfsmenntun sem og þróunaraðferða við starfs- þjálfun í þeim tilgangi að skapa tækifæri til að auka þátttöku fatlaðra á vinnumarkaði. „Markmiðið var fyrst og fremst að vekja athygli á menntunarskilyrðum fatlaðs fólks og raunveru- legum tækifærum sem fatlaðir hafa til atvinnu- þátttöku.“ Misræmi Írinn Arthur O’Reilly er höfundur nýlegrar skýrslu, sem Alþjóðavinnumálastofnunin gaf út um réttindi fatlaðra til sómasamlegra starfa, en skýrslan verður innlegg stofnunarinnar til Sam- einuðu þjóðanna sem taka atvinnuhorfur fatlaðra fyrir á næstunni. Hann benti á það misræmi, sem ríkti á milli laga og reglugerða í málefnum fatlaðra og raunveruleikans, og lagði til ýmsar úrbætur. Aðalatriðið væri að horfa ekki á reglugerðirnar heldur það sem kæmist í framkvæmd. Í máli Arthurs O’Reillys kom meðal annars fram að atvinnuleysi fatlaðra í Frakklandi hefði verið þrisvar sinnum meira en atvinnuleysi ófatl- aðra árið 1996 og á nýliðnum 10 árum hefði al- mennt atvinnuleysi í Frakklandi aukist um 23% en atvinnuleysi fatlaðra hefði aukist um 194% á sama tíma. Fatlaðir væru um 20% vinnubærra manna í Bretlandi en aðeins 12% þeirra sem hefðu atvinnu. Fatlað fólk væri sex sinnum líklegra til að vera án atvinnu en ófatlað fólk. Á Írlandi hefðu um 40% fatlaðra, vinnubærra manna verið með atvinnu í fyrra en meira en 68% ófatlaðra. „Staðan hefur ekki batnað mikið í langan tíma,“ segir O’Reilly og vísar m.a. til þess að svonefnd kvótakerfi virki ekki lengur. Í því sambandi nefnir hann að í Þýskalandi verði a.m.k. 6% starfsmanna að vera úr röðum fatlaðra, þar sem eru 16 eða fleiri starfsmenn, en 1997 hafi 3,9% starfsmanna að meðaltali verið fötluð á viðkomandi stöðum. „Atvinnurekendur vilja frekar borga sekt en ráða fatlaða í vinnu,“ segir hann og bendir á að með þessu sé verið að senda út röng skilaboð. Kvótakerfið gefi til kynna að ákveðið hlutfall vinnuaflsins fullnægi ekki vinnuskyldum og at- vinnurekendur vilji ekki ráða fólk sem geti ekki sinnt starfinu. „Þetta kerfi byrjaði í Þýskalandi 1974 og var mjög gott í byrjun, en kominn er tími til að setja spurningarmerki við það og spyrja um viðhorf, fordóma og fleira.“ O’Reilly segir að margt hafi áhrif á stöðu mála. Tilfellið sé að þó að flestir viti af fötluðum ein- staklingum þekki tiltölulega fáir ófatlaðir fatlaða manneskju. Þessu megi breyta með því að hafa fatlaða með ófötluðum í sama skólabekk og á það hafi verið bent fyrir áratugum en ekki hafi verið tekið vel á vandamálinu. „Fyrir 25 árum töluðum við um óaðgengilegar byggingar fyrir fatlaða, óaðgengilega strætis- vagna og svo framvegis, en við búum enn við óað- gengilega hluti fyrir fatlaða,“ segir hann og bætir við að verið sé að vinna í því að fá SÞ til að taka upp atvinnumál fatlaðra og mikilvægt sé að aðild- arþjóðirnar styðji framtakið. Leonardó-verkefni kynnt á ráðstefnu um tækifæri til atvinnu og menntunar Mun meira atvinnuleysi hjá fötluðum en ófötluðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Arthur O’Reilly, sálfræðingur og ráðgjafi hjá Al- þjóðavinnumálastofnuninni, á ráðstefnunni í gær. BISKUP Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, fór í broddi fylkingar vígslubiskups Hólastiftis, prófasta og presta um virkjunarsvæðið við Kárahnjúka í gærdag. Voru vinnu- búðir og einstök hús á svæðinu blessuð og framkvæmdirnar skoð- aðar. Auk biskups og vígslubiskups Hólastiftis, sr. Jóns Aðalsteins Baldvinssonar, voru á ferð Sigfús J. Árnason, prófastur Múlaprófast- dæmis, sr. Vigfús Ingvarsson og sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestar á Fljótsdalshéraði, og sr. Patrick Breen, prestur kaþólska safnaðar- ins á Akureyri. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar, fylgdu hinu geistlega valdi í skoðunarferð um svæðið í gær í fallegu veðri. Nýtt mötuneyti Impregilo í að- albúðum þeirra, Laugarási, var blessað, auk nýrra búða Lands- virkjunar við Laugarásþorpið og vinnubúða Fosskrafts í Fljótsdal. Að sögn Hrannar Hjálm- arsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við Kára- hnjúkavirkjun, er ítalska aðstaðan orðin til fyrirmyndar. „Mötuneyt- ið, sem tekur 350 manns í sæti, er hið glæsilegasta. Þar er til dæmis fullkomið bakarí. Í næstu viku verður svo opnað formlega félags- heimili í húsnæði til hliðar við mötuneytið og vikuna á eftir verð- ur opnuð kjörbúð hér efra. Ítal- arnir segjast núna vera að athuga að flytja í mötuneytið stóran ítalsk- an pizzaofn.“ Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, var einnig með í för og kynnti sér nýja aðstöðu sem lög- reglu hefur verið úthlutuð í hús- næði Landsvirkjunar við Laug- arás. Um er að ræða lítið skrifstofuhúsnæði og hvíldarað- stöðu. Morgunblaðið/Hrönn Karl Sigurbjörnsson biskup blessar mötuneyti Fosskraft. Búðir blessaðar í blíðskaparveðri Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.