Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 22

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Getur flú n‡tt skattfrádrátt me› flví a› f járfesta í atvinnutæk jum fyrir áramót? Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Tala›u vi› sérfræ›ing! Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. Laugardalur | Þróttarar standa þessa dagana fyrir fjáröflunarstarf- semi með nýstárlegum hætti í hverfi sínu, en þeir biðja íbúa um að leggja þeim til litla upphæð mánaðarlega til að koma fjármálum félagsins á beinu brautina. Þróttarar verða áberandi í hverfinu í dag þegar þeir ganga í hús og verslanir á svæðinu og kynna átakið almenningi. „Við erum að segja fólki hvað við erum að gera og spyrja fólk hvort það sé ekki tilbúið að hjálpa okkur við þetta,“ segir Kristinn Einarsson, formaður Þróttar. „Það sem við er- um fyrst og fremst að reyna að gera er að borga það sem við skuldum.“ Kristinn segir flutninginn í Laug- ardalinn hafa verið dýran, og félagið hafi misst tekjur við að falla um deild í meistaraflokki karla í sumar. „Við erum að gera mjög góða hluti í þessu hverfi þar sem iðkendafjöld- inn hjá okkur hefur vaxið út tæplega 200 í rúmlega 500. Það er sprenging á um tveimur árum. Við þökkum það góðu og markvissu foreldra- og ung- lingastarfi. Þetta allt saman ýtir undir það að við gerum enn betur,“ segir Kristinn. „Það hefur mikið verið að gerast hjá Þrótti að undanförnu, mikil virkni, gott foreldrastarf í gangi og félagsstarfið í blóma. Við höfum horft til þess að það þurfi að skila því enn víðar út í hverfið,“ segir Guð- mundur Vignir Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Þróttar. Guðmundur segir að nú eigi að skipta um gír og hugsa til nýrra að- ferða til að víkka starfsemina út, en slíkt kosti alltaf peninga. „Við höfum sagt að við eigum ekki að sitja og bíða eftir því að eitthvað gerist held- ur eigum við að höfða til hverfisins, tala tæpitungulaust um peningahlið- ina, sem er mjög erfið, og biðja um stuðning svo við getum haldið dampi og mætt þessum vandamálum.“ Ekkert nýtt undir sólinni Þetta er átak Þróttar í hverfinu sem hefur þann tilgang að kynna Þrótt fyrir íbúum hverfisins, þjón- ustu Þróttar og út á hvað fé- lagsreksturinn gengur, segir Hauk- ur Magnússon, Kötter nr. 1 eins og hann kallar sig, en Köttararnir eru hópur stuðningsmanna Þróttar. Íbú- arnir eru einfaldlega spurðir hvort þeir geti hjálpað félaginu, í bréfi sem borið er út í öll hús í hverfinu. Haukur segir þessa leið nýstár- lega, en þó sé ekkert nýtt undir sól- inni, því sama aðferð var höfð hjá Þrótti í nóvember 1975 þegar Magn- ús, faðir Hauks var formaður félags- ins. Þá var íbúum hverfisins sent bréf og svo hringt í þá í kjölfar þess og þeir beðnir um að gefa einhverja ákveðna upphæð mánaðarlega. „Við erum að fara sömu leið, að óska eftir einhvers konar styrk sem fólki munar kannski ekki um, en kemur sér gríðarvel fyrir okkur, og út á það gengur átakið,“ segir Hauk- ur. Hann segir að sú hugsun virðist algeng að rekstur íþróttafélaga sé sjálfbær og menn þurfi lítið að hafa fyrir þessu. „Það er ekki rétt. Borg- in styrkir þetta upp ákveðnu marki, en svo er ætlast til þess að menn bjargi sér sjálfir og þetta er einmitt liður í því.“ Aðferð sem hentar fólki vel Kristinn segir þetta form, að leggja til litla upphæð einu sinni í mánuði, henta mörgum vel. „Fólkið finnur ekki jafnmikið fyrir því ef um er að ræða svona lága upphæð mán- aðarlega.“ Miðað er við 500 kr. á mánuði í þessu átaki, en hægt er að gefa hærri eða lægri upphæð eftir aðstæðum. Hverfinu er skipt í þrennt og fá íbúar í hverjum hluta sent bréf og svo símtal í kjölfarið þar sem þeim er boðið að styrkja félagið mán- aðarlega um litla upphæð í eitt ár. Átakið er komið í gang og verður í gangi næstu vikurnar. „Söfnunin fer vægast sagt prýðilega vel af stað. Við erum búnir að hringja út í tvö góð kvöld og alveg óhætt að segja að viðtökurnar séu fínar,“ segir Hauk- ur. „Við höfum í þessu átaki, bæði í gamni og alvöru, kallað þetta Þrótt- arbæinn. Við teljum að þar búi 30.000 manns og köllum þetta næst- stærsta bæinn á Íslandi. Bæjarfélag af þeirri stærðargráðu á að eiga öfl- ugt íþróttafélag og allt sem því fylgir,“ segir Haukur og bendir á að íþróttafélög verða að hugsa um hvað þau geti gert fyrir fólk og fyrirtæki í hverfinu. Morgunblaðið/Ásdís Átak: Kristinn Einarsson, formaður Þróttar (t.v.), og Haukur Magnússon, Kötter nr. 1. Þróttarar leita eftir stuðningi í hverfinu Fjöldi iðkenda meira en tvöfald- ast á tveimur árum Garðabær | Fulltrúar bæjar- stjórnar Garðabæjar og fyrirtæk- isins Hugvits hf. undirrituðu á dög- unum nýjan samning um „Minn Garðabæ“, verkefni á sviði rafrænn- ar stjórnsýslu og íbúalýðræðis. Verkefnið „Minn Garðabær“ snýst m.a. um að setja upp gagnagrunn- stengdan þjónustuvef fyrir Garða- bæ. Á vefnum mun íbúum bæjarins gefast kostur á að sækja ýmsar per- sónubundnar upplýsingar og þjón- ustu. Hver íbúi getur skráð sig inn á vefinn og um leið merkt við þá málaflokka sem hann hef- ur sérstakan áhuga á. Íbúinn fær í framhaldinu lykilorð sem hann notar til að nálgast sína per- sónulegu síðu á vef Garða- bæjar þar sem hann getur til dæmis nálgast upplýs- ingar frá leikskóla eða skóla barna hans, upplýsingar um framkvæmdir í hverfinu sem hann býr í, upplýs- ingar um skipulagsmál almennt o.s.frv., allt eftir því hvernig hann skilgreindi áhugasvið sitt þegar hann skráði sig inn. Á sinni síðu getur íbúinn líka nálgast upplýs- ingar um stöðu viðskipta sinna við bæinn. Hann getur t.d. séð hvað hann skuldar í leikskólagjöld eða fasteignagjöld, svo dæmi séu tekin. Að sögn bæjaryfirvalda í Garða- bæ eykur verkefnið möguleika til aukins íbúalýðræðis og samráðs við íbúa. Hægt verður að leggja kann- anir fyrir íbúa á einfaldan hátt, ým- ist fyrir alla sem skráðir eru eða að- eins til þeirra sem hafa skráð sig sem áhugamenn um tiltekin mál- efni. Þar sem íbúar eru auðkenndir er hægt að tryggja að hver svari að- eins einu sinni og aðeins þeir sem eru íbúar í Garðabæ. Bæjaryfirvöld segja mikinn áhuga á því að nýta þennan möguleika til að auka þátt- töku íbúa við ákvarðanatöku. „Heimabanki“ sveitarfélagsins Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri Garðabæjar, segist afar ánægð með þá stefnu sem verkefnið hefur tekið. Hún telur það munu valda mikilli breytingu á þjónustu við bæjarbúa í gegnum vefinn, sem hefur hingað til verið miðaður við fjöldann eins og aðrir opinberir vef- ir. „Við höfum birt í gegnum vefinn okkar fréttir, fundargerðir og ýmiss konar upplýsingar. Síðastliðið eitt og hálft ár höfum við hins vegar verið að taka við meira af upplýs- ingum frá bæjarbúum í gegnum vefinn, til dæmis í gegnum rafræn eyðublöð.“ Ásdís Halla segir vefinn hafa þróast undanfarna mánuði í þá átt að verða gagnvirkari upplýs- ingaveita og nú sé svo komið að yfir þriðjungur heimila í Garðabæ sé áskrifendur að fréttum í gegnum hann. „ Mér finnst ágætt að líkja þessu við heimabanka,“ segir Ásdís Halla, sem segist sjá vefinn fyrir sér sem nokkurs konar heimabanka íbúanna gagnvart sveitarfé- laginu, persónubundnar upplýsingar sem allir geta nálgast. „Það sem er líka töluverður ávinningur í þessu nýja fyrirkomulagi verður að einstaklingar geta farið inn á þennan nýja vef og fylgst með mál- um sem þeir eiga inni hjá bæjarfélaginu og hafa ekki fengið svör við. Þar geta íbúar séð hvar málið er statt, hvort það er til um- sagnar inni í einhverri nefnd og svo framvegis. Við höfum verið að byggja upp okkar rafrænu stjórnsýslu og þróa hana vandlega skref fyrir skref. Ég lít á þennan nýja vef sem mikla framför í þjónustu við bæjarbúa og einnig sem tæki til öflugra íbúa- lýðræðis en áður hefur þekkst hjá íslenskum sveitarfélögum, vegna þess að í gegnum þennan vef getum við með mjög markvissum og ábyrgum hætti leitað í miklu ríkara mæli en áður eftir viðhorfum og skoðunum íbúa til tiltekinna mála- flokka eða bæjarmálanna almennt,“ segir Ásdís Halla. Möguleiki á útflutningi þekkingar Verkefnið er nú í þróun og tíma- áætlun gerir ráð fyrir að vefurinn verði kominn að fullu í notkun á næsta ári, en viðbætur koma í áföngum. „Markmið okkar er að ef verk- efnið heppnast vel vonum við að við getum aðstoðað önnur sveitarfélög við að byggja upp sína vefi með sambærilegum hætti. Ef samstarf okkar við Hugvit heppnast vel er mikill áhugi á því að nota þessa hugmynd til markaðssetningar í öðrum löndum. Við höfum óskað eftir stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga til að þróa þetta áfram og kynna þetta fyrir öðrum sveitarfélögum og við vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því,“ segir Ásdís Halla að lokum. Gagnagrunnstengdur þjónustu- vefur í þróun fyrir Garðabæ Tímamót í íbúalýðræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.