Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 24

Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SNJÓFRAMLEIÐSLA er ekki síður raunhæfur möguleiki á Ís- landi en í mörgum öðrum löndum. Það er fyrst og fremst undir stefnumótun yfirvalda komið hvert hlutverk skíðasvæðisins á að vera, að mati Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstöðumanns Skíðastaða í Hlíðarfjalli og framkvæmdastjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, VMÍ. Guðmundur Karl hefur gert skýrslu um snjóframleiðslu í Hlíð- arfjalli – möguleika og tækifæri – en skýrslan var unnin fyrir stjórn VMÍ. Guðmundur Karl sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnkostnað- ur við snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli, miðað við gefnar forsendur, sé um 80 milljónir króna og rekstrar- kostnaður á ári 4,5-5 milljónir króna. Hann sagði að snjófram- leiðsla væri ekkert annað en fryst- ing á vatni. Aðstæður í Hlíðarfjalli væru ákjósanlegar, þar væri nægi- lega kalt og nóg af vatni og orku. Guðmundur Karl sagði að skíða- og snjóbrettaiðkun væri stærsta ferðaþjónustugreinin á lands- byggðinni meðal innlendra ferða- manna yfir vetrarmánuðina og því væri hér um mjög raunhæfan kost að ræða. Hann bendir á að með snjóframleiðslu verði hægt að tryggja reksturinn á skíðasvæðinu, bæta aðstöðu og auka aðsókn. Að- staða yfir jól og áramót geti nýst þeim sem vilja stunda skíði. Með snjóframleiðslu myndi skíðasvæðið í Hlíðarfjalli jafnframt tryggja sér forystuhlutverk sitt sem hluti af Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Skíðafélög geti stundað æfingar fyrr á veturna og í sumum til- fellum munu iðkendur ekki þurfa að nýta sér aðstöðu erlendis til þess að æfa á gervisnjó. „Um 90% af því fólki sem fer á skíði úti í heimi fyrir 1. febrúar er að skíða á gervisnjó án þess að hafa hugmynd um það.“ Guðmundur Karl gerir ráð fyrir því í skýrslu sinni að keyptar verði 6 snjógerðarvélar í Hlíðarfjall og að snjóframleiðslan verði við tvær lyftur, Fjarkann og Hólabraut. Of- an við Strýtu séu miklu meiri líkur á snjó. Hann sagði að það hefði haft töluverð áhrif á aðsókn sl. vet- ur að ekki var skíðafæri í barna- lyftunni í Hólabraut á meðan hægt var að skíða í Strýtu. Fyrir vikið hefði verið mun minna um að öll fjölskyldan kæmi saman í fjallið. Guðmundur Karl bendir á að sl. þrjú ár hafi snjór verið framleidd- ur á Hengilssvæðinu í mjög litlum mæli, með einni snjóbyssu og einni vatnsdælu. Framleiðslan hafi þó skilað því að sl. tvo vetur hefur Hengilssvæðið verið eina skíða- svæðið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið með jafna og trygga opnun. Helsta vandamálið við snjó- framleiðslu hérlendis er óþolin- mæði, að mati Guðmundar Karls. Snjóframleiðsla fari ekki fram á einni nóttu og vinna þurfi markvist að henni þegar veðurskilyrði eru góð. Stofnkostnaður vegna snjófram- leiðslu yrði 80 milljónir króna Snjóframleiðsla raunhæfur kostur að mati forstöðumanns Skíðastaða – Rekstrarkostnaður 4,5–5 milljónir Morgunblaðið/Kristján Ekki vetrarlegt: Þannig var umhorfs í Hlíðarfjalli þegar Skíðamót Íslands fór þar fram í apríl sl., snjólaust frá skíðahóteli og upp að Strýtu en snjór þar fyrir ofan. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður tókst mótið mjög vel. Snjóframleiðsla: Öll helstu skíða- svæði heims hafa framleitt snjó um árabil. Gríðarleg aukning hefur orðið í snjóframleiðslu síðustu 15 árin, í takt við veðurfarsbreytingar sem hafa átt sér stað. Sofnuðu saddir | Slökkvilið var kallað að íbúð í Glerárhverfi á fimmtudagkvöld en tilkynnt hafði verið um að reyk legði út frá mann- lausri íbúð. Enginn svaraði þegar knúið var dyra og þurfti að brjótast inn í íbúðina. Kom í ljós að gleymst hafði að slökkva undir pönnu sem notuð hafði verið við kvöldmat- argerðina og frá henni lagði tals- verðan reyk segir í dagbók lögreglu. Í íbúðinni fundust tveir menn sem höfðu blundað svo fast eftir matinn að þeir vöknuðu ekki þó bankað væri á dyr. Þeir voru fluttir á slysadeild til öryggis, en mun ekki haft orðið meint af og engar skemmdir urðu á íbúðinni. Fleiri krásir verða hins vegar ekki eldaðar á pönnunni segir í dagbókinni. Kökur og kaffi | Kvenfélag Ak- ureyrarkirkju heldur árlegan köku- basar og kaffihlaðborð í safn- aðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Einnig verða til sölu fjölmargir jóla- pakkar. Kvenfélagskonur vonast eft- ir að sjá sem flesta á sunnudaginn. Konukvöld | Aglow samtökin efna til fundar í félagsmiðstöðinni í Víði- lundi 22 á mánudagskvöld, 17. nóv- ember kl. 20. Ann Merethe Jak- obsen hjúkrunarfræðingur flytur hugleiðingu, kaffihlaðborð, söngur og bæn. Beindi byssu út um glugga | Lög- regla veitti athygli að farþegi í bif- reið beindi skammbyssu út um glugga bílsins en við athugun kom í ljós að um leikfangabyssu var að ræða en svo líka fyrirmyndinni að auðveldlega var hægt að villast á henni og alvörubyssu, segir í dagbók lögreglu. Samkvæmt vopnalögum eru vopnaeftirlíkingar sem eru það líkar fyrirmyndinni að hætta er á að fólk geti villst á þeim og raunveru- legum vopnum, bannaðar. Var byss- an því tekin í vörslu lögreglunnar. GRÆNLANDSFLUG hefur tapað um 84 milljónum íslenskra króna, um 7 milljónum danskra króna, frá því félagið hóf áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í lok apríl síðastliðinn. Þar er eingöngu um að ræða tap tilkomið af breytilegum kostnaði við rekst- urinn, fyrir fastan kostnað og fjármagnskostn- að. Grænlandsflug tilkynnti í vikunni að ákveðið hefði verið að hætta áætlunarflugi á flugleið- inni milli Akureyrar og Kaupmannahafnar þar sem væntingar hefðu ekki gengið eftir, hvorki hvað varðar fjölda farþega né fragtflutninga. Þá sé einnig ljóst að á næsta ári muni sam- keppni í flugi milli Íslands og Danmerkur aukast enn frekar. Flemming Knudsen forstjóri Grænlands- flugs segir að þegar sú staðreynd hafi blasað við forsvarsmönnum félagsins að leiðin stæði engan veginn undir kostnaði hefði verið sjálf- hætt. Þær bókanir sem menn hefðu séð fram í tímann hefðu heldur ekki gefið til kynna að breyting yrði þar á í náinni framtíð. Knudsen segir að þegar áætlunarflugið hófst hafi menn verið fullir eftirvæntingar, en vit- anlega vonast til að í það minnsta hluti farþega yrði reiðubúinn að greiða fargjaldið sann- gjörnu verði. Niðurstaðan hafi hins vegar verið sú að langflestir kjósi að ferðast á lágum far- gjöldum, en slíkt gangi ekki upp hjá félaginu. Reksturinn standi ekki undir sér með þeim hætti. Ástæða þess að flugleiðin var opnuð síðast- liðið vor var m.a. sú að verkefni skorti fyrir eina af þotum félagsins, Boeing 757 Kunuunnguaq, en hún hafi einungis verið notuð til að fljúga einu sinni til þrisvar í viku milli Kaupmanna- hafnar og Narsarsuaq. Forsvarsmenn Græn- landsflugs gerðu sér vonir um að farþegar á leiðinni milli Akureyrar og Kaupmannahafnar gætu orðið um 35 þúsund talsins á ári. Það hafi verið ofmetið og farþegarnir mun færri. Þegar flugið hófst í apríl stefndu Grænlandsflug- smenn að því að fá 12 þúsund farþega á árinu, en um 4.400 farþegar hafa nú nýtt sér flugið. Síðasta flugið milli áfangastaðanna verður 1. desember næstkomandi þannig að endanleg farþegatala liggur ekki fyrir. Þó svo að undirbúningur vegna opnunar flugleiðarinnar hafi verið góður að mati for- svarsmanna Grænlandsflugs segja þeir að byrjunin hafi verið erfið sem megi rekja til þess að erfiðleikum var bundið að fá langtímaleyfi til að fljúga á þessari leið. Óvissan um hvort lang- tímaleyfi fáist þegar núverandi leyfi rennur út í október 2004 skipti einnig máli um ákvörðun félagsins. Það geri að verkum að ekki sé hægt að vinna skipulega að markaðssetningu. Eins sé ljóst að farþegar séu á höttunum eft- ir lágum fargjöldum og fólk af Norðurlandi sé tilbúið að leggja á sig ferðalag suður til Kefla- víkur til að ferðast þaðan með lággjaldaflug- félögum fremur en að nýta sé þá valkosti sem bjóðist í heimabyggð. Flugið stóð engan veginn undir sér Forstjóri Grænlandsflugs segir flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar sjálfhætt          SAMKVÆMT yfirliti yfir fjölda opnunardaga í Hlíðarfjalli frá árinu 1975 kemur fram að vet- urinn 2000-2001 er sá besti til þessa en þá var opið í 134 daga, frá 18. nóvember til 6. maí. Síð- asti vetur er hins vegar sá slak- asti, en frá 24. janúar til 16. apríl í vor var aðeins opið í 51 dag. Á tólf ára tímabili, frá 1975 til 1986, var Hlíðarfjall opnað átta sinnum fyrir ára- mót. Frá 1987 og fram á þetta ár hefur hins vegar aðeins ver- ið opnað fjórum sinnum fyrir áramót á þessum 17 árum. Opið í 51 dag síðasta vetur Skatttekjur | Tekjur Akureyrar- bæjar á næsta ári eru áætlaðar rúm- ir 8,8 milljarðar króna, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun næsta árs og þar af eru skatttekjur áætl- aðar rúmir 4 milljarðar króna. Rekstrargjöld eru áætluð rúmir 8,5 milljarðar króna og gert ráð fyrir rekstrarniðurstöðu upp á um 208 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að til fræðslu- og uppeldismála fari tæpir 2,2 milljarðar króna, um 500 milljónir króna til félagsþjónustu, um 490 milljónir í íþrótta- og tóm- stundamál og um 280 milljónir króna til menningarmála.    FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri komu færandi hendi í Hæfingarstöðina við Skóg- arlund og gáfu veglegt hljómflutningstæki. Tækið er keypt fyrir ágóða af útgáfu blaðs sem Hængur hefur gefið út um árabil og heitir Leó. Árni Páll Hall- dórsson formaður Hængs sagði að nú stæði yfir söfn- un auglýsinga í næsta blað sem kemur út í byrjun desember. Margrét Ríkarðsdóttir forstöðumaður Hæfing- arstöðvarinnar sagði tækið koma sér ákaflega vel, en það yrði staðsett í borðstofunni þar sem notendur stöðvarinnar dveldu oft. Ekki hefði áður verið til svo gott hljómflutningstæki, en menn „þvælst á milli með gamla skrjóða,“ eins og hún orðaði það. Hæfing- arstöðin er 11 ára gömul, hóf starfsemi á Sólborg, en flutti í Skógarlund árið 1996. Notendur eru 44 tals- ins. Sagði Margrét vel við hæfi að taka á móti gjöf- inni nú á ári fatlaðra sem stendur yfir fram í mars á næsta ári. Á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember næst- komandi verður opnuð sýning á verkum notenda í Deiglunni og þá verður jólamarkaður opnaður 5. des- ember þar sem verður að finna margvíslega list- og nytjamuni. Morgunblaðið/Kristján Komu færandi hendi með góða gjöf: Margrét Ríkarðsdóttir tók við gjöfinni en hjá henni standa Lionsmennirnir Aðalbjörn Pálsson, Árni Páll Halldórsson, formaður Hængs, Viðar Pálsson, Gunnlaugur Björnsson, Jóhann Jóhannsson og Árni V. Friðriksson. Lionsmenn komu færandi hendi    Atvinnuleysi | Atvinnulausum fjölgar á Akureyri á milli mánaða samkvæmt yfirliti frá Vinnu- málastofnun. Um síðustu mán- aðamót voru 231 á atvinnuleysisskrá í bænum, 104 karlar og 127 konur og hafði atvinnulausum fjölgað um 9 á milli mánaða og um 37 frá sama tímabili í fyrra. Konum fækkaði um 6 á atvinnuleysisskránni á milli mán- aða en körlum fjölgaði um 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.