Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 27
FEÐGARNIR Helgi og Friðþjófur settu upp stóra ljósmyndasýningu í
félagsheimilinu á myndum Friðþjófs. Sýningu af lífi og starfi Gríms-
eyinga fyrr og nú og myndum frá fallegum stöðum þessarar perlu
sem Grímsey er við heimskautsbauginn. Helgi sagði að bókina hefði
hann unnið með hjartanu og gert eins vel og hann gat. Efni bók-
arinnar spannar tímabilið frá 1890 til þessa dags. Til dæmis má sjá
myndir sem Fiske lét taka í Grímsey, frá árinu 1902 og eru þær ein-
stakar heimildir um líf fólksins þá. Eftir stórskemmtilega og fróð-
lega ræðu Helga Daníelssonar og er hann hafði afhent nokkrum að-
ilum hátíðarútgáfu bókarinnar um Grímsey, íbúa hennar og sögu,
tók við hefðbundin dagskrá Kvenfélagsins Baugs með ávarpi for-
manns Fiske-nefndarinnar Áslaugar Helgu Alfreðsdóttur. Dónald Jó-
hannesson skólastjóri tók síðan við. Að vísu hafði eitt og annað fallið
úr dagská þessa stóra dags, þar sem flug hafði ekki tekist en Gríms-
eyingar brostu breitt og héldu glaðir áfram að fagna stórum atburði.
Skólabörnin sungu, léku og skemmtu gestum við góðar undirtektir.
Veitingar voru í hæsta gæðaflokki, snæddar með heitu súkkulaði og
þeyttum rjóma. Endað var eins og ævinlega á línugjöfum Baugs, en
þá geta íbúar keypt sér svokallaðar línur af kvenfélaginu og síðan
eru dregin út nöfn og mikill spenningur ríkir meðan þessu fer fram.
Loks var stiginn dans, við undirleik og söng skólastjórans Dónalds,
mæting var góð, mikið fjör og gaman til klukkan þrjú um nóttina.
Það voru ánægðir Grímseyingar sem héldu út í heimskautsnóttina,
með stórmerkilega bók undir hendi um sögu og líf Grímseyinga í
meira en 100 ár.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Mannlíf í Grímsey: Friðþjófur Helgason við nokkrar af ljósmyndum
sínum á sýningunni í félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Ljósmyndasýning
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 27
Grímsey | Fiske-afmælið, þjóðhá-
tíðardagur Grímseyinga er alltaf
jafnmikill gleðidagur. Minnst er af-
mælis velgjörðamannsins dr. Daní-
els Willard Fiske og hefur það verið
gert í tugi ára. Vitað er með vissu
um Fiske-afmæli í Grímsey 1915.
Forsagan er sú að dr. Daníel Will-
ard Fiske, eldhuginn mikli, var að
sigla á Grímseyjarsundi 1879 þegar
hann sá glitta í litla eyju í norðri og
spurði hvort þarna byggi einhver.
Svarið var já, þarna býr dugn-
aðarfólk og þar á meðal góðir og
sterkir skákmenn. Samstundis
kviknaði neisti áhuga og umhyggju í
brjósti Fiske sem síðar varð að báli
þegar hann arfleiddi Grímseyinga
að mestu peningagjöf sem nokkur
útlendingur hefur fært Íslendingum
svo vitað sé, upphæðin var 12.000
dalir fyrir um 100 árum.
Afmælishátíðin hófst með því að
fjöldi Grímseyinga safnaðist saman
á Fiske-pallinum til að tendra af-
mælisljós, til minningar um kærasta
vininn, dr. Fiske. Þaðan var haldið í
Félagsheimilið Múla. Að þessu sinni
ríkti óvenju mikil gleði á Fiske-
afmæli því Helgi Daníelsson, fyrr-
verandi rannsóknarlögreglumaður
og frægur fótboltakappi af Skag-
anum, var að ljúka við ritun stórrar
bókar um Grímsey, íbúa og sögu.
En Helgi á ættir sínar að rekja til
Grímseyjar. Móðurafi hans var
Helgi á Borgum og hjá honum og
ömmu sinni dvaldi hann sem ungur
drengur. Aðalhvatamaður og drif-
fjöður að Grímseyjarbókinni, er
Birna Óladóttir frá Sveinsstöðum,
nú húsfreyja í Grindavík. Birna
lagði fram fyrstu fjármunina til að
vinna að því bókin færi af stað.
Helgi vildi undirstrika mikilvægi
þáttar Birnu í því, að bókin um
Grímsey er komin út og orðin að
veruleika. Fleiri hafa styrkt verkið,
eins og Grímseyjarhreppur, Kíw-
anisklúbburinn Grímur og Menn-
ingarsjóður Íslandsbanka. Helgi
sagði líka að ómetanlega hjálp,
stuðning og upplýsingar, hefði
frændi hans Haraldur Jóhannsson
sem bjó í mörg ár á Borgum, veitt.
Haraldur hefði unnið óhemjustarf
við undibúning bókarinnar. Eins
vildi Helgi nefna son sinn, Friðþjóf
Helgason ljósmyndara sem hefur
unnið við hlið föður síns við alla
ljósmyndavinnu bókarinnar en í
henni má finna hvorki meira né
minna en 1.100 ljósmyndir frá eyj-
unni. Helgi var með skemmtilega
samlíkingu í frásögn sinni af bók-
arrituninni. Hann líkti skrifunum
við meðgöngu sem bæði hefði verið
löng og oft ströng. Fyrir rest hefði
hann svo verið genginn framyfir!
En tvö ár eru síðan Helgi tók að sér
gerð bókarinnar. Grímsey hefði
ekki farið úr huga hans í þessi tvö
ár. Á daginn hefði hann hugsað um
bókina og síðan dreymt hana á nótt-
unni. Helgi taldi því að eftir þessar
löngu stundir við skriftir um Gríms-
ey og Grímseyinga væri hann orð-
inn Grímseyingur!
Hugsaði um bókina á daginn
og dreymdi hana um nætur
Helgi Daníelsson
gaf út bók um
Grímsey á Fiske-degi
Morgunblaðið/Helga Mattína
Góðar gjafir: Helgi Daníelsson afhendir foreldrum yngsta Grímseyingsins,
þeim Unni Ingólfsdóttur og Svafari Gylfasyni, mynd af dóttur þeirra, Sig-
rúnu Eddu, en hana tók Friðþjófur, sonur Helga, af stúlkunni vikugamalli í
byrjun júlí. Myndin er í bók Helga sem fjölskyldan fékk einnig að gjöf.