Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Uppgangsár og barningsskeið er 2. bindið í ritverki um Sögu Sjávar- útvegs á Íslandi frá upphafi til vorra daga. Höf- undur er sagn- fræðingurinn Jón Þ. Þór. Fyrsta bindið í ritröðinni kom út á síðasta ári. Í þessu bindi tekur Jón upp þráðinn þar sem vélaöld er að ganga í garð og fjallar um árabilið frá 1902 til 1939. Hér segir meðal annars af aldahvörf- um á Íslandsmiðum, útgerð vélbáta og togara allt í kringum landið, landhelg- ismálum og fiskverslun. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er til orðin fyrir atbeina sjáv- arútvegsráðuneytisins. Bókin er 296 bls., prentuð í Ásprent. Verð: 6.480 kr. Sjávarútvegur Saga, hausthefti tímaritsins, er komin út. Í ritinu er viðtal Lofts Guttormssonar við Knut Kjeldstadli, prófessor í nútíma- sögu við Óslóarhá- skóla. Sögusýningar fá veglega umfjöllun í heftinu, en Eggert Þór Bernharðsson gerir úttekt á íslensk- um söfnum og sýningum, Guðbrandur Benediktsson rýnir í Reykjavíkursýn- inguna á Árbæjarsafni, og Már Jónsson fjallar um handritasýninguna í Þjóð- menningarhúsi. Þá er birt samanburð- arrannsókn Karenar Oslund á byggð- unum við Norður-Atlantshaf á tímabilinu 1750–1850, og grein Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur um tengsl kirkjulegra stofn- ana við félagsmálakerfi miðalda. Gunn- ar Karlsson bregst við skrifum Sigurðar Gylfa Magnússonar í síðasta hefti Sögu, Helgi Skúli Kjartansson fjallar um Sigríði Tómasdóttur í Brattholti og Gísli Gunn- arsson kryfur kenningar um þróun þétt- býlis hérlendis. Þá birtast fjórir ritdómar og þrjár ritfregnir í heftinu. Ritstjórar eru Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson. Útgefandi er Sögufélag. www.sogu- felag.is. Ritið er 264 bls., prentað í Steinholt ehf. Tímarit Huldumál – Hugverk austfirskra kvenna. Bókin inniheldur hugverk 160 aust- firskra kvenna allt frá átjándu öld til þeirrar tuttugustu og fyrstu og gefur glögga sýn á tilveru þeirra kvenna sem á undan okkur hafa gengið. Margt ber á góma í þessu safn- riti m.a. ballferðir, ferðalög, barnsfæð- ingar, harmljóð, hernámsár, sendibréf, stökur og ljóð. Útgefandi er Pjaxi ehf. Bókin er 360 bls. Safnrit Í form á 10 vik- um nefnist handbók fyrir konur eftir Ágústu John- son. Í bókinni miðlar Ágústa af langri reynslu sinni við kennslu og ráðgjöf í líkamsrækt og leiðbeinir konum um hvernig þær geta komist í gott form á 10 vikum. Ágústa hjálpar konum að setja sér markmið í æfingum og mataræði fyrir næstu 10 vikur og styður þær og hvetur til að ná þeim markmiðum. Þegar les- endur hafa fylgt áætluninni í tiltekinn tíma kennir Ágústa þeim listina að halda sér í formi til frambúðar. Í bókinni er fjöldi æfinga sem miðast við að hægt sé að gera þær heima í stofu. Æfing- unum er síðan fylgt eftir með markvissri æfingaáætlun með það að markmiði að komast í form á 10 vikum. Einnig er í bókinni umfjöllun um magt sem snýr að mataræði og næringu o.fl. Útgefandi er Skerpla ehf. Bókin er prentuð hjá Gutenberg og prýdd fjölda ljósmynda sem Kristján Maack tók. Ágústa Ragnarsdóttir hannaði útlit bók- arinnar. Verð: 4.480 kr. Handbók GÍSLI Pálsson, höfundur bók- arinnar Frægð og firnindi, afhenti á dögunum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni eintak af bók- inni á Bessastöðum. Bókin er ævi- saga Vilhjálms Stefánssonar, hins kunna landkönnuðar sem fór þrjá leiðangra á norðurslóðir, var mann- fræðingur, eftirsóttur fyrirlesari og víðkunnur af eigin skrifum og annarra. Í bókinni er bæði skýrt frá rannsóknum hans og einkalífi og notar höfundur sér áður óbirtar heimildir í því skyni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur við bókinni Frægð og firn- indi úr hendi Gísla Pálssonar. Forseta afhent Frægð og firnindi VESTFIRSKA forlagið gefur út átta bækur fyrir þessi jól: Þegar himinninn grætur er ástar- og spennusaga úr sjávarþorpi fyrir vestan eftir Álfheiði Bjarnadóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar og kemur í kilju. Björn Vilhjálmur Ólafsson, Bjössi kóngur, var mátt- arstólpi þorpsins, sem er staðsett einhversstaðar á Vestfjörðum. Andrea, hin bráðfallega einkadótt- ir hans, átti miklu ástríki að fagna hjá föður sínum. Hann kenndi henni að rækta sálina og hjarta- lagið, en móður sína hafði hún misst á unga aldri. Gústa Gabrí- els, með sitt eldrauða hár, er ör- lagavaldur sögunnar og bruggar sín launráð. Úr verbúðum í víking vestan hafs og austan er seinna bindi endurminninga Ólafs Guð- mundssonar frá Breiðavík. Ólafur heldur áfram að segja frá farsæl- um æviferli sínum innan lands og utan. Æviminningar grænlenska galdramannsins Qúpersíman er eftir Otto Sandgreen. Ingibjörg Vigdís Friðbjörnsdóttir þýddi úr dönsku. Georg Qúpersimân lifði mikla umbrotatíma á Austur- Grænlandi. Saga gerist í uppruna- legu eskimóísku samfélagi. Hann segir frá viðburðaríku lífi sínu og þeim hugarheimi sem hann bjó við áður en hann var tekinn í krist- inna manna tölu. Í heil tuttugu ár lærði hann til galdramanns og stutt var í vígslu hans. Vestfirskt mannlíf Frá Bjargtöngum að Djúpi er 6. bindi í bókaflokknum Frá Bjarg- töngum að Djúpi. Þar er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju. Hér er um að ræða ramm- vestfirskt efni skrifað af mörgum landskunnum og minna þekktum höfundum og fróðleiksmönnum sem allir tengjast Vestfjörðum á einn eða annan veg. Mannlíf og saga fyrir vestan 13. hefti. Rit- röðin kemur út tvisvar á ári, og þar er fjallað um vestfirskt mann- líf fyrr og nú í blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Margir höfund- ar, þekktir og óþekktir, eiga þar greinar. Árbók Barðastrandar- sýslu 2002. Árbókin kom fyrst út 1948. Síðan þá hefur hún komið út fjórtán sinnum. Allt frá upphafi hefur áherslan verið lögð á að forða frá gleymsku fróðleik um menn og málefni á sunnanverðum Vestfjörðum. 101 ný vestfirsk þjóðsaga er 6. bók Gísla Hjart- arsonar. Í bókinni eru nýjar vest- firskar þjóðsögur. Græskulaus gamansemi er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Séra Baldur í Vatnsfirði hefur Hlynur Þór Magnússon skrásett. Séra Baldur Vilhelmsson var prestur og síðan prófastur á höf- uðbólinu forna, Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp, allan sinn embættis- feril eða nokkuð á fimmta áratug. Hann varð snemma þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Hann lifði hnignun búskapar og mannlífs í sóknum sínum við innanvert Ísa- fjarðardjúp og stórfellda fækkun sóknarbarna. Þjóðlegur fróðleikur og skáldskapur frá Vestfirska forlaginu Gísli Hjartarson Hlynur Þór Magnússon þremur um þetta fólk og hugmyndin er að fylgja þeim eftir næstu árin. Ég hef ekki skrifað unglingabók í nokkur ár en þessi er Þorgrímur Þráinsson gefur sjálfur út17. bók sína og segir það einfaldlegastafa af því að hann hafi langað til aðsjá um allt ferlið sjálfur. „Ég var blaðamaður Fróða í mörg ár og þar voru bæk- urnar mínar líka gefnar út. Fróði hætti bóka- útgáfu fyrir nokkrum árum og þá fór ég til Ið- unnar. Það forlag hefur nú skipt um eigendur og þá fannst mér tilvalið að taka þetta í mínar hendur. Ég ákvað bara að leita ekki til neinna útgefenda með nýju bókina heldur gera þetta sjálfur og hef haft mjög gaman af að standa í þessu. Nú er ég allt í öllu og hér sameinast sú kunnátta sem ég aflað mér í gegnum árin, við prentun, umbrot, kynningu og dreifingu. Þetta er skemmtilegur slagur að standa í og sannarlega nóg að gera, “ segir Þorgrímur sem árið 1999 var valinn höfundur tveggja bestu barnabóka aldarinnar sem Bóka- samband Íslands stóð fyrir. Bækurnar voru Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við. „Nýja bókin heitir Svalasta 7an og er ung- lingabók. Þetta er saga um 14 ára unglinga á Akureyri sem snýst um fótbolta, eins og titill- inn ber með sér, og ástir, vonbrigði og svolitla sorg. Þetta er lengri bók en ég hef áður skrif- að, einar 350 blaðsíður, og mér finnst sjálfum að kostur hennar sé þéttari persónusköpun, þar sem orð og gjörðir persónanna móta þær. Ég sé þessa bók fyrir mér sem þá fyrstu af kannski að einhverju leyti í anda bókarinnar Tár, bros og takkaskór sem kom út 1990.“ Þorgrímur segist ekki hafa áhyggjur af því að unglingar hafi breyst svo mikið frá því að hann byrjaði að skrifa að hann sé búinn að missa tengslin við hugarheim þeirra. „Nú er elsti strákurinn minn að verða unglingur á næstu árum og ég vinn svo mikið með ungu fólki og innan um ungt fólk að ég hef ekki áhyggjur af því. Unglingar eru líka frekar af- skiptur hópur meðal rithöfunda og fáir sem skrifa fyrir þá. Það er erfitt og það þarf að vera einlægur og hreinskilinn. Þau eru þannig sjálf. Þegar vel tekst til eru unglingar mjög þakklátir lesendur. En ég skrifa fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og hugsa sem svo að ef ég hef ánægju af því þá hafa kannski ein- hverjir aðrir ánægju af að lesa bækurnar mín- ar.“ Það hefur sannarlega reynst rétt hjá Þor- grími sem notið hefur mikilla vinsælda og bækur hans verið lesnar upp til agna af ung- um lesendum. „Það má einmitt ekki gleyma því að krakkar lesa gjarnan upp fyrir sig í aldri. 10-12 krakkar eru að lesa unglingabæk- urnar. Maður verður að hafa það í huga við skriftirnar, þó að unglingabækur séu fyrst og síðast skrifaðar fyrir unglingana.“ Ástir, sorg og fótbolti Þorgrímur Þráinsson havar@mbl.is JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá samningi við AlfabetaAnn- amma-forlagið í Svíþjóð um út- gáfu á skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur, Hjarta, tungl og bláir fuglar sem kom út á íslensku á síðasta ári. Sama forlag sendi fyrir skömmu frá sér sænska þýðingu Inge Knutson á Frá ljósi til ljóss eftir Vigdísi en það er fyrsta bókin í þríleik Vigdísar en Hjarta, tungl og bláir fuglar er önnur bókin. Innan skamms kemur lokabindi þríleiksins út á íslensku hjá JPV útgáfu. Í tilefni af sænsku útgáfunni gerði sænska sjónvarpið sérstakan þátt um Vigdísi en bækur hennar hafa átt mikilli velgengni að fagna í Svíþjóð á undanförnum árum og hefur Vigdís farið margoft til Svíþjóðar til kynn- inga á bókum sínum. Þegar Hjarta, tungl og bláir fugl- ar kom út á síðasta ári var sagt að Vigdís Grímsdóttir hefði einstakt lag á að afhjúpa veruleikann og veita innsýn í margræð samskipti manna. Seiðmagnaður frásagnarstíll hennar nýtur sín hér til fulls þegar fólkið úr síðustu bók hennar, Frá ljósi til ljóss, tekst á við nýjan veruleika í lit- ríku umhverfi – þar sem bláfuglar verpa í trjám og kraftaverkin ger- ast. Vigdís Grímsdóttir vinsæl í Svíþjóð Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. Morgunblaðið/Einar Falur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.