Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 35
Dagatal Vetrarmisseri 2003-2004 heitir nýtt dagatal eftir Jörmund Inga Reykja- víkurgoða. Það byggir á hinu forna íslenska rími sem nær allt aftur á landnámsöld. Dagatalið byggist á þeirri hugmynd að mánuðir ársins séu 12. Hver á 28 daga og viðbættri jólahátíð ásamt sæluvikum á miðju sumri, hvort um sig 14 dagar. Þannig byrja allar vikur og mánuðir á Þórs- degi og hið forna ár gengur upp með 364 dögum svo sem lengi hefur verið talið. „Dagatal það sem hér kemur fyrir almenningssjónir er afrakstur margra ára hugleiðinga um tímatal og þá sérstaklega hið íslenska tíma- tal,“ segir í kynningu. Sérstaða þessa tímatals er að dagar ársins eru reiknaðir 364, það er 52 vikur sléttar. Kostirnir eru auðsæir, árið, misserin og mánuðirnir byrja alltaf á sama vikudegi og það sama er að segja um flesta merkisdaga, en svo voru þeir dagar kallaðir sem merktir voru með sérstöku tákni á dagatöl þau sem skorin voru í tré á Norðurlöndum og í Lithaugalandi, a.m.k. síðan á 14-15 öld. Ókostirnir eru hins vegar þeir að sólarárið er 365 dagar 5 klst., 48 mín. og rétt rúmlega, 46 sek. Það er því ljóst að einhverjar lagfæringar og tilhliðranir verður að gera til að sól- arárið gangi upp í nothæfu alman- aki.“ Höfundur gefur út. jormundur- @hotmail.com. Prentun: Prentgarð- ur ehf. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 35 Ítölsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Íslensku barnabókaverðlaunin hafa á undanförnum árum opnað mörgum nýjum höfundum leið út á rithöfundabrautina og orðið til þess að auka úrval góðra bók- mennta fyrir börn og unglinga. Stjórn Verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin. Skila á útprentuðu handriti að sögunni og skal það vera a.m.k. 50 blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir að verðlauna- sagan verði myndskreytt. Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi. VERÐUR ÞÚ NÆSTI VERÐLAUNAHAFI? Ný samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin! Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlauna- samkeppni þar sem auglýst er eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga. Dómnefnd velur besta handritið og verðlaunin nema 300.000 krónum auk venjulegra höfundarlauna fyrir bókina sem kemur út hjá Vöku- Helgafelli haustið 2004. Skilafrestur handrita er til 1. febrúar 2004. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafell Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík VAKA-HELGAFELL • Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 BÓKAÚTGÁFAN Stöng sendir frá sér fyrir þessi jól m.a. ævisög- ur, fræðibækur, handbækur og spil. Ævisögur Gleymið að þið áttuð dóttur, er skráð af Michael Tierney í þýð- ingu Sigurðar Hróarssonar. Hér segir af lífi Söndru Gregory sem lifir í Bankok lífi sem flesta dreymir um. En allt er í heim- inum hverfult; veikindi, at- vinnuleysi og óvænt stjórn- arbylting breyta drauminum fyr- irvaralaust í martröð. Í ævi- minningunum lýsir Sandra at- burðunum sem leiddu til hand- töku hennar, hrollvekjandi aðstæðunum í Lard Yao- fangelsinu og þeirri tilfinningu að vera dæmd til dauða. Mín hlið, sjálfsævisaga Davids Beckhams sem hann og Tom Watt hafa skráð. Íslenska þýðingu gerði Guðjón Guðmundsson. Bók- in gefur lifandi og heiðarlega inn- sýn í líf persónunnar að baki knattspyrnumanninum, fjöl- skyldumanninum og tískufyr- irmyndinni. Beckham greinir m.a. frá stormasömum samskiptum sínum við Alex Ferguson og Glenn Hoddle og dregur ekkert undan í lýsingum sínum á ást- arsambandi sínu og Kryddstúlk- unnar Victoriu. Fræði- og bækur almenns eðlis Útkallsbók: Árás á Goðafoss er skráð af Óttari Sveinssyni. Um hádegisbil 10. nóv. 1944 er Goða- foss, eitt glæsilegasta skip Íslend- inga, að koma heim í skipalest frá New York. Tvegga stunda sigling er til Reykjavíkur. Um borð eru 43 Íslendingar og 19 Bretar sem bjargað hefur verið af logandi ol- íuflutningaskipi, skömmu áður. Skammt undan, í mynni Faxaflóa, leynist þýskur kafbátur. Skyndi- lega kveður við ógnar sprenging. Tundurskeyti skellur á síðu Goða- foss. Skipið sekkur skömmu síðar. Handbækur Sjómennska og siglingafræði – Öryggishandbók sjómanna. Ít- arlega er fjallað um allt sem við- kemur siglingum minni báta og skipa, skemmtibáta og seglskúta. Handbókina prýðir fjöldi skýring- armynda. Byssur og skotfimi nefnist handbók fyrir þá, sem vilja öðlast færni í meðferð skotvopna, hvort sem er til veiða eða íþróttaskot- fimi. Bókin kom fyrst út árið 1969 en er nú aukin og endurbætt. Í þessari útgáfu er að auki fjallað um þróun og nýj- ungar í byssu- heiminum á und- anförnum áratugum. Spil Stöng gefur einnig út fimm spil, þar af þrjú í Catan-flokki: Cat- an-Landnemarnir. Spilið hefur verið valið spil ársins í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Heimsmeist- aramót er haldið ár hvert í Þýska- landi. Íslendingar sendu í fyrsta skipti keppendur á þessu ári og haldið verður fyrsta Íslandsmót í Catan í byrjun næsta árs. Catan- Sæfararnir er spil fyrir 3–4 leik- menn. Einungis er hægt að nota spilið með grunnspilinu Catan- Landnemarnir. Spilið gefur leik- mönnum möguleika á að móta Catan með eigin hugmyndum. Catan – Stækkun 5–6 leikmenn. Spilið verður að notast með grunnspilinu Catan-Landnem- arnir. Carcassonne er fjölskylduspil með einföldum og fljótlærðum reglum. Spilið kom upphaflega út í Þýskalandi 2001 og var þá valið spil ársins þar í landi. Haldið verður árlegt Íslandsmót í Car- cassonne og sigurvegari þess mun fara fyrir Íslands hönd á heims- meistaramót, sem haldið er í Þýskalandi. Skákspilið Hrókurinn. Taflið er fjórir leikir í einum pakka: Eitt „skákspil“, tvö „tilbrigði“ við venjulegt tafl og að auki hefð- bundin skák. Spil, ævisögur og handbækur frá Stöng Óttar Sveinsson Hjónin Victoria og David Beckham með barn sitt. ÆVINTÝRAHEIMURINN í Galdrakarlinum í Oz er alltaf heillandi með sinn sígilda boðskap um að mestu skipti að trúa á sjálf- an sig en treysta ekki á töfra- lausnir. Leikfélagi Sauðárkróks tekst ágætlega að koma boðskap þessum til skila í sýningu sinni en mikið hefur verið lagt í umgjörð- ina svo seiða megi unga áhorfend- ur inn í heiminn hennar Dóróteu, stelpunnar sem berst með fellibyl til ævintýralandsins og hefur með sér hundinn sinn, hann Tótó. Það er svo skemmtilegt við þetta verk að ævintýrið gæti hæglega verið draumur Dóróteu þar sem fólkið í raunveruleikanum lifnar í ævin- týrinu og sömu leikarar fara með hlutverkin í báðum heimunum. Rósa Guðný leikstjóri hefur fengið góða hönnuði leikmyndar, lýsingar og leikhljóða með sér til að búa til ævintýraheiminn og flott að sjá hvernig salurinn var nýttur til að stækka leikrýmið. Skiptingar voru líkar göldrum þegar lýsing og leikhljóð var not- að til að töfra fram nýtt umhverfi, nýjan heim, sérstaklega þegar húsið barst með vindinum og skyndilega birtist fagur blóma- heimur á sviðinu. Litla, upplýsta húsið sem táknaði hið stóra var mögnuð sýn. Smáatriði í leikmynd skipta þó líka miklu til að allt komi heim og saman en það var und- arlega klúðurslegt að sjá teppin sem táknuðu rúðurnar á bænum. Það er ekki hægt að segja: ,,Glugginn er brotinn, og benda á teppi sem er slétt sem fyrr. Það var líka dapurlegt að það var eins og ekki hefði unnist tími til þess að ljúka við að vinna sýninguna; hik- andi skiptingarnar í lokin voru eins og úr öðru leikriti en því sem virkaði svo vel í fyrri hlutanum. Leikstjórinn hefur búið að nokkrum efnilegum leikurum á Króknum, sumum mjög ungum sem eiga framtíðina fyrir sér í leik og söng. Ein leikkona bar þó af öðrum; Íris Baldvinsdóttir sem lék Fröken Vestan og Vestan nornina. Hún var stórkostleg sem nornin, með gott vald á óhugnan- legri röddinni og mátulega skelfi- leg til að ungir áhorfendur skriðu niður á gólf þegar hún birtist. Íris tók til sín þá athygli sem henni bar en það var varla hægt að segja um aðra, nema Guðbrand Guð- brandsson sem lék ljónið skemmtilega. Gegnumgangandi vantaði einhvern herslumun í að leika fram og leika stórt en það er grundvallaratriði þegar sérstak- lega er leikið fyrir börn. Kannski vantar þarna trú leikstjórans á að fólkið hennar geti raunverulega skapað leiklist en í viðtali í leik- skránni kemur því miður fram at- hyglisvert vantraust Rósu á áhugaleikurum almennt. Til dæm- is segir hún að ekki megi tala of flókið mál við fólkið og til að geta leikið í áhugaleikhúsi sé nóg að geta hreyft sig, látið heyrast í sér og hafa brennandi áhuga! Þarna vantar þá jákvæðni sem sem þarf til að skapa sanna leiklist, hvar sem er, og er sem betur fer greini- leg í samvinnu margra atvinnu- leikstjóra við áhugahreyfinguna. Þrátt fyrir hinn augljósa skort á trausti milli leikara og leikstjóra í sýningunni og þó að athygli barnanna færi út og suður á köfl- um lifðu þau sig inn í ævintýrið og kölluðu fram í til að hjálpa Dóróteu þegar þess þurfti. Það er því víst að Leikfélagi Sauðárkróks hefur tekist að skapa eftirminni- lega stund í barnshugunum því heildarmyndin blífur. Fjúkandi hús LEIKLIST Leikfélag Sauðárkróks Höfundur: L. Frank Baum; sönglög: Harold Arlen; þýðandi; Hulda Valtýs- dóttir; þýðendur ljóða; Kristján frá Djúpalæk og Karl Ágúst Úlfsson; leik- stjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir; hönnun leikmyndar: Örn Viðar Erlendsson; hönnun lýsingar: Guðbrandur Ægir Ás- björnsson; tónlist og leikhljóð: Rögn- valdur Valbergsson. Bifröst, 9. nóv- ember, 2003. GALDRAKARLINN Í OZ Hrund Ólafsdóttir KRISTÍN Sigfríður Garðarsdóttir hefur gengið til liðs við þá níu hönn- uði sem reka verslunina Kirsuberja- tréð á Vesturgötu 4. Verslunin höndlar með hönnun s.s. skartgripi, roðtöskur, fatnað ofl. Kristín Sigfríður lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði framhaldsnám við Dan- marks Design skólann í Kaup- mannahöfn. Hún hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Undanfarið hefur Kristín verið að vinna í leir, postulín og gler. Nýr hönnuður í Kirsu- berjatrénu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.