Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 36

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 36
ÚR VESTURHEIMI 36 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A drienne Clarkson, land- stjóri í Kanada, tók í gær á móti og verð- launaði sex sögukenn- ara, sem hlutu Land- stjóraverðlaunin 2003 fyrir framúrskarandi kennslu í kanadískri sögu. Þar á meðal var Peter Bjorn- son, frá Gimli, sem hefur kennt sögu í 9. til 12. bekk við framhaldsskólann í Gimli, höfuðborg Nýja Íslands, und- anfarin 13 ár, en hann hefur beitt frekar óhefðbundnum aðferðum við kennsluna og vakið mikla athygli. Það vakti ekki síður athygli þegar hann kom sem hvítur stormsveipur inn í kosningabaráttuna í byrjun sumars eftir að hafa verið útnefndur fulltrúi Nýja lýðræðisflokksins, New Demo- cratic Party, í Gimli í desember í fyrra. Hann sigraði með miklum glæsibrag í kosningunum í Gimli 3. júní síðastliðinn og lagði þar með sitt af mörkum í glæstum kosningasigri flokksins í fylkinu. Í góðum hópi Gary Doer, formaður Nýja lýðræð- isflokksins í Manitoba síðan 1988 og forsætisráðherra í fylkinu síðan 1999, lagði mikla áherslu á að vinna þing- sætið í Gimli, sem sjálfstæðismenn höfðu haft síðan 1988, bar greinilega mikið traust til Peters Bjornsons og sýndi það með eftirminnilegum hætti, þegar hann gerði „íslenska víkinginn“ að menntamálaráðherra í vikunni sem leið. Flokkurinn er með 34 þing- menn og eftir nokkrar breytingar á starfssviði ráðuneyta og uppstokkun á ráðherrum eru 18 ráðherrar í rík- isstjórninni og er menntamálaráðu- neytið næst umfangsmest á eftir heil- brigðisráðuneytinu. Nokkrir Kanadamenn af íslensk- um ættum hafa verið þingmenn á Manitobaþingi, en Peter Bjornson er sá eini úr þeim herbúðum á yfirstand- andi þingi. Þekktustu ráðherrarnir af íslenskum ættum til þessa hafa verið Eric Stefanson, sem var iðnaðar- viðskipta- og ferðamálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbigð- ismálaráðherra á síðasta áratug ný- liðinnar aldar, og dr. George John- son, fylkisstjóri 1986 til 1993, sem var m.a. heilbrigðismálaráðherra og menntamálaráðherra á sjötta og sjö- unda áratugnum. „Því verður ekki neitað að það hefur mikið gengið á hjá mér undanfarna daga,“ segir Pet- er og brosir sínu blíðasta, en brosið og almennilegheitin eru einkennandi fyrir ráðherrann. „Ég hef alltaf verið mikill talsmaður almenna skólakerf- isins í Manitoba og nú fæ ég kjörið tækifæri til að starfa í þágu þess og vinna með öllum sem koma að því á einn eða annan hátt. Hlutverk mitt er að fá alla að borðinu í þeim tilgangi að sameina kraftana til að börnin og unglingarnir í Manitoba fái bestu, mögulegu menntun. Það er gífurlega mikill heiður að fá tækifæri til að gegna þessu hlutverki, en mennta- málin eru eitt af helstu málunum hjá ríkisstjórninni á kjörtímabilinu. Landstjóraverðlaunin fyrir starf mitt að undanförnu, sögukennsluna, eru mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut, fá fólk til að vinna saman og búa til sigurlið, en um leið eru þau endapunkturinn á ákveðnu ferli hjá mér. 2. maí var tilkynnt um kosning- arnar í byrjun júní og þar með urðu kaflaskipti hjá mér. Ég einbeitti mér að kennslunni í 13 ár, fyrst og fremst sögukennslu, en síðan tóku fylk- isstjórnmálin við og ekki hefur gefist tími til að líta um öxl. Það er því mik- ils virði að fá Landstjóraverðlaunin á þessum tímamótum vegna þess að þau eru til vitnis um gott starf.“ Reynslan kemur sér vel Sögufélag Kanada, Canada’s Nat- ional History Society, sér um sam- keppni sögukennaranna. Að þessu sinni voru 173 kennarar tilnefndir til verðlaunanna en í september var til- kynnt að 25 þeirra kæmu til greina sem verðlaunahafar. Árið 2000 var Peter Bjornson í 12 manna lokahópi, en þá var aðeins einn verðlaunaður. Í fyrra var fyrirkomulaginu breytt og nú fór Peter alla leið. „Kennarar í fá- mennum bæjum þurfa að taka sér margt fyrir hendur og ég hef kennt 19 fög á ferlinum. Ég kenndi meðal annars vélritun á fyrsta ári og hef kennt íþróttir, en saga hefur alla tíð verið mitt líf og yndi og ég hef getað einbeitt mér að henni að mestu lengst af. Það er mjög gaman að kenna sögu því allir tengjast henni og allir hafa sögu að segja. Í uppvexti mínum kynntist ég því vel hvað foreldrar mínir voru hreyknir af íslenska upp- runa sínum og fyrsta sumarvinna mín var í Gimlisafninu, þar sem áhersla er lögð á varðveislu íslenskrar arfleifð- ar. Sagan hefur alltaf heillað mig og þegar ég byrjaði að kenna fannst mér að nemendurnir ættu að hafa sama áhuga á sögu og ég hef, en það var ekki raunin. Ég varð því að vekja áhuga þeirra og byrjaði á því að tengja þá við nánasta umhverfi þeirra, sögustaði og söfnin. Ég hvatti þá til að segja þeirra eigin sögu og margt merkilegt kom í ljós. Ein stúlk- an var til dæmis af pólskum kon- ungaættum. Langamma einnar stúlk- unnar gleymdi sér við bænir í kirkju og missti af skipinu sem hún ætlaði með frá Englandi vestur um haf, en skipið var Titanic. Og einn piltur sagði okkur frá langalangafa sínum sem starfaði sem fyrsti pósturinn í Nýja Íslandi og gekk frá Winnipeg til Heclueyjar vinnunnar vegna. Póst- inum þótti ekki mikið um að ganga nær 200 kílómetra aðra leiðina en ég efast um að margir væru tilbúnir að leggja slíkt á sig nú. Það sýnir hvað tímarnir eru breyttir og nemendurnir fá nýja sýn á söguna þegar þeir geta sett hana í samhengi við eigið líf. Eitt af verkefnum mínum er að fá unga fólkið til að taka þátt í stjórnmála- starfinu og þar nýtist reynsla mín úr kennslunni, þar sem ég hef lagt áherslu á þátttöku nemenda í skóla- starfinu. Þátttaka fólks á aldrinum 18 til 24 ára í kosningum hefur verið dræm í Manitoba og reyndar víða í Norður-Ameríku en við viljum reyna að breyta þessu.“ Þegar rætt er um stjórnmál kemst Peter á flug. „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á stjórnmálum,“ segir hann og vísar til þess að hann hafi meðal annars verið forseti nemendafélags kennaradeildar Manitobaháskóla, í stjórn kennarafélagsins í Gimli og ná- grenni (Evergreen Teachers’ Assoc- iation) í sex ár og þar af formaður í eitt ár og í bæjarstjórn Gimli kjör- tímabilið 1998 til 2002. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vilji maður breytingar verði maður að axla ábyrgðina og gefa kost á sér í við- komandi nefndir og ráð. Ef þú hefðir hins vegar spurt mig fyrir ári hvort ég teldi möguleika á því að ég yrði menntamálaráðherra í næstu rík- isstjórn hefði ég hlegið að spurning- unni.“ Fjölskyldan sterkur bakhjarl Peter er kvæntur Joanne Bjornson og eiga þau dótturina Iris, sem er 7 mánaða, og synina Dane, sem er 3 ára, og Kieran, sem er 5 ára. For- eldrar hans eru Herdís Guðrún (Hedy) og Donald Bjornson, sem búa í Gimli og tala góða íslensku. For- eldrar Donalds voru Árný Ragnhild- ur Sigurðardóttir, sem var af Meið- astaðaætt og fór ein síns liðs frá Innra-Hólmi við Akranes vestur um haf 1913, þá 21 árs gömul, og Guð- mundur Björnson, sem fæddist í Mountain í Norður-Dakóta 1888, en foreldrar hans voru frá Marteins- tungu í Þykkvabænum. Ólöf Ingi- björg Lovísa Johnson, móðuramma hans, fæddist í Bandaríkjunum 1917, en var ættuð frá Fagranesi skammt frá Húsavík. Jónas Hermundur Jóns- son, móðurafi hans, fæddist í Nýja Ís- landi 1901, en Herdís Jónasdóttir, móðir hans, fæddist í Skagafirði 1880 og flutti til Kanada þremur árum síð- ar. Guðmundur Jónsson, maður hennar, var hins vegar fyrsta íslenska barnið sem fæddist á Heclueyju. Nýi ráðherrann segist vera maður framkvæmda. Ekki sé nóg að tala um hlutina heldur verði að fylgja orðum eftir í verki. Það sé ekki alltaf auðvelt en hann hafi notið stuðnings fjöl- skyldunnar og vina við það sem hann hafi tekist á við hverju sinni. „Robert Arnason, skólastjóri minn við fram- haldsskólann í Gimli undanfarin 13 ár, hefur verið frábær lærimeistari og veitti mér ómetanlegan stuðning meðan ég kenndi við skólann. Hann tók mörgum hugmyndum mínum fagnandi og stóð 100% við bakið á mér.“ Það eru kennsluaðferðirnar sem Peter á við með hugmyndum sínum. Til dæmis reyndi hann að líkja eftir viðfangsefninu hverju sinni með því að láta nemendurna setja sig í spor þeirra sem um var rætt. Þegar talað var um að fólk þurfti að bera vatn langar leiðir lét hann nemendur sína gera slíkt hið sama til að þeir skyldu betur erfiðleikana. Og þegar hann ræddi um mannlífið fyrir 2.500 árum gerði hann ráðstafanir í tíma; lét út- búa leirmuni fyrir sig, mölbraut þá síðan og gróf brotin á ákveðnum stöð- um í garðinum heima hjá sér ásamt örvaroddum og ýmsu öðru. Hann fékk fornleifafræðinga til að útskýra fræðin og síðan leituðu nemendurnir af mununum og merktu þá eftir kúnstarinnar reglum þegar þeim var stillt upp sem kennslugögnum. „Með þessum hætti komust krakkarnir í snertingu við liðna tíð,“ segir Peter. „Á einum stað benti uppgröfturinn til þess að þar hefði dýrum verið slátrað, á öðrum stað hafði verið leir- munagerð, á þeim þriðja höfðu vopn- in verið búin til og svo framvegis.“ Skífuþeytir í 13 ár En hjólin byrjuðu að snúast hjá Peter áður en hann skellti sér í menntamálin og snerust vel þegar á unglingsárunum. Þegar hann var 14 ára stofnaði hann eigið fyrirtæki og byrjaði að starfa sem skífuþeytir á böllum og í ýmsum samkvæmum. Hann var til að mynda fyrsti skífu- þeytirinn á Viking Inn, einum helsta skemmtistaðnum í Gimli, en á há- skólaárunum vann hann m.a. sem þjónn, dyravörður og skífuþeytir á stöðum í eigu Þráins Kristjánssonar í Winnipeg. „Ég byrjaði með því að kaupa græjur fyrir 700 dollara, þegar ég var 14 ára, og næstu 13 árin var nóg að gera í þessum bransa en á tímabili var ég með sjö manns í vinnu, fasta samninga og vann við þetta um hverja helgi. Þegar ég byrjaði að kenna fékk ég mér síðan aukavinnu í matsalnum á Lakeview Resort, sem þá var tiltölulega nýtt hótel í Gimli. Það var gaman að þjóna fullorðnu fólki um helgar eftir að hafa kennt unglingum alla vikuna og ég er áfram í þjónustuhlutverkinu en nú fyrir alla.“ Peter Bjornson frá Gimli fékk kanadísku Landstjóraverðlaunin 2003 fyrir sögukennslu Mikil hvatning í ráðherra- starfinu Peter Bjornson fékk í gær Landstjóraverð- launin, æðstu viðurkenningu sem sögukennari getur fengið í Kanada, og í liðinni viku tók hann við sem menntamálaráðherra í Manitoba, en hann var kjörinn á þing í sumarbyrjun. Eftir að ráðherralistinn var kynntur settist Steinþór Guðbjartsson niður með þessari ört rísandi stjórnmálastjörnu, sem er af íslenskum upp- runa í báðar ættir. Peter Bjornson og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, voru oft saman í Gimli í kosningabaráttunni á liðnu vori enda allt kapp lagt á að vinna sætið. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Peter Bjornson tók á móti fyrrverandi nemendum sínum í 11. bekk framhaldsskólans í Gimli og Robert Jantz, arf- taka sínum, í þinghúsi Manitoba í Winnipeg daginn áður en hann varð menntamálaráðherra fylkisins. steg@mbl.is ’ Eitt af verk-efnum mínum er að fá unga fólkið til að taka þátt í stjórn- málastarfinu. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.