Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 39
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 39
½ dl portvín eða madeira
1 tsk. salt
Pipar
1 tsk. merian
Svínalifur hreinsuð og skorin í
bita ásamt beikoni og hakkað eða
sett í matvinnsluvél. Saxið helm-
ingnum af sveppunum og blandið
saman við lifrina. Blandið þá öðru
sem á að fara í kæfuna sama við.
Smyrjið mót að innan með smjöri,
skerið afganginn af sveppunum í
tvennt.
Setjið helminginn af lifrarblönd-
unni í mótið og síðan sveppina og
svo afganginn af lifrarblöndunni.
Pakkað vel inn og setjið í frost.
Setjið frosið inn í kaldan ofn og
bakið við 170 gráður í 1 klukku-
stund og 15 mínútur.
Berið fram heitt eða kalt með
sýrðum rauðrófum, agúrkum og
góðu brauði.
Svínasulta
Svínaskankar settir í pott ásamt
lauk, gulrót, 2–3 lárvið-
arlaufum,
piparkornum
og nokkrum
negulnögl-
um, vatn sett í
þannig að varla fljóti
yfir. Setjið salt út í þegar suðan
kemur upp og smakkið.
Látið sjóða í 2–21⁄2 klukkustund en
takið þá skankana upp úr og hreins-
ið kjötið af beinunum og setjið í
mót. Það má líka saxa kjötið. Heitu
soði hellt yfir og sett inn í ísskáp og
fryst daginn eftir.
Hátíðarterta
Uppskriftin að hátíðartertu er kom-
in frá móður Margrétar, Ester Ein-
arsdóttur.
4 stífþeyttar eggjahvítur
200 g sykur
200 g malaðar möndlur
Sykri og möndlum blandað var-
lega út í stífþeyttar eggjahvíturnar
með sleikju. Sett í smelluform með
bökunarpappír í og bakað við 160–
170 gráður í um 15–20 mínútur. At-
huga að ekki á að smyrja form eða
bökunarpappír. Reyndar bendir
Margrét einnig á að smjörpappír og
bökunarpappír sé ekki það sama.
Búðingur á tertu:
6 blöð matarlím lögð í bleyti í kalt
vatn
1 tsk. vanilludropar
50 g saxað súkkulaði
2 ananashringir saxaðir
3 egg
70 g sykur
3 dl þeyttur rjómi
Egg og sykur þeytt saman í létta
froðu og matarlímið brætt í vatns-
baði. Það er síðan kælt með 2 mat-
skeiðum af köldu vatni og teskeið af
vanilludropum og því blandað sam-
an við eggjahræruna. Þegar eggin
fara að taka sig er rjómanum bland-
að í ásamt súkkulaði og ananas.
Kakan er sett á fat og hringurinn af
smelluformi er settur í kringum
kökuna á fatinu. búðingnum er hellt
yfir botninn og sléttað. Sett í kæli-
skáp eða fryst.
Þegar kakan er tekin úr frysti eða
kæli er súkkulaðið brætt og smá-
vegis af þeyttum rjóma blandað
samanvið og því er síðan smurt yfir
kökuna og skreytt með rjóma.
Randalín með kókosmjöli
Þessi uppskrift segir Margrét að sé
fengin úr uppskriftabæklingi frá
Osta- og smjörsölunni
900 g hveiti
375 g kókosmjöl
450 g sykur
3 tsk. hjartarsalt
600 g smjör
4 egg
1 tsk vanilludropar
sveskjusulta
Smjör og hveiti mulið saman,
þurrefnum bætt í og vætt í með
eggjum og vaniludropum. Hnoðað
vel. Deiginu skipt í fernt. Fletjið
hvern hluta út á plötu með bök-
unarpappír. Bakið við 200–225 gráð-
ur í um 12 mínútur. Kælið. Setjið
einn botn á bökunarplötu með
smjörpappírinn upp. Takið pappír-
inn af, smyrjið sultu á botninn og
leggið næsta botn yfir með papp-
írinn upp. Setjið sultu á milli allra
botnanna, takið pappírinn af síðasta
botninum og leggið hann ofan á
efsta sultulagið. Farið varlega með
efsta lagið svo það það brotni ekki.
Botnarnir verða mjög brothættir
þegar búið er að taka pappírinn af.
Setjið smjörpappír yfir kökuna,
bökunarpappír þar ofan á og farg
yfir. Látið standa til næsta dags.
Skerið kökuna í 4–8 bita, setjið í
plastpoka, lokið og geymið á köldum
stað eða frystið. Kakan batnar við
geymslu. Er fyrst orðin góð eftir
2–3 vikur.
Brún lagkaka
Þessi lagkökuuppskrift er einnig
fengin úr bæklingi Osta- og smjör-
sölunnar
400 g smjör
300 g sykur
3 egg
500 g síróp
2 tsk. negull
2 tsk. kanill
1 tsk. engifer
2 tsk. kakó
3 tsk. hjartarsalt
1 kg hveiti
3–5 dl mjólk
Hrærið saman smjöri og sykri
þar til hræran verður létt og ljós.
Bætið eggjum í einu og einu í senn
og hrærið vel á milli. Hrærið sír-
ópinu saman við. Sigtið öll þurrefni
saman og blandið í hræruna til
skiptis við mjólkina. Skiptið deiginu
á fjórar bökunarplötur klæddar
smjörpappír eða bökunarpappír og
breiðið úr því. Bakið í 10–12 mín-
útur neðarlega í ofni við 200–225
gráða hita. Kælið.
Smjörkrem:
250 g mjúkt smjör
4 eggjarauður
150 g flórsykur
Hrærið smjör þar til það verður
létt og loftkennt eða í um 10 mín-
útur. Bætið eggjarauðum í, einni í
einu og hrærið vel á milli. Bætið
sykrinum í. Hrærið í um 5 mínútur.
Leggið einn botninn á bökunar-
plötu með pappírinn upp. Takið
pappírinn af og smyrjið smjörkremi
yfir, leggið næsta botn ofan á með
pappírinn upp, takið pappírinn af og
smyrjið sultu á botninn. Takið
næsta botn og smyrjið með smjör-
kremi og takið síðan pappírinn af
síðasta botninum og leggið hann yf-
ir smjörkremið. Farið varlega með
botninn svo hann brotni ekki. Setjið
smjörpappír yfir kökunar og svo
bökunarplötu. Setjið farg ofan á
plötuna og látið bíða til næst dags.
Skerið kökuna í 4–8 jafna bita og
setjið í plastpoka og lokið vel.
Geymið á köldum stað eða frystið.
Kakan verður betri við geymslu og
verður fyrst góð eftir 2–3 vikur.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
0
8
5
1
6
Tölum saman
fia› er ód‡rara en flú heldur!
flegar flú hringir úr heimilissímanum.
15 mínútna símtal innanlands á kvöldin
og um helgar kostar innan vi› 20 krónur
15 20/ kr.mín
- á kvöldin og um helgar