Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 49

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 49 Í LÝÐRÆÐISRÍKJUM gegna frjáls félagasamtök sífellt mikilvæg- ara hlutverki. Á þetta ekki sízt við á sviði umhverfismála. Þau veita stjórnvöld- um og atvinnurek- endum mikilvægt aðhald og sinna bæði fræðslu- og eftirlits- hlutverki. Einkenni frjálsra fé- lagasamtaka er að þau eru óháð rík- isvaldinu, hafa sjálfstæðan fjárhag, eru rekin án gróðasjónarmiða og hafa fagleg vinnubrögð að leið- arljósi. Fleiri og fleiri viðurkenna nauðsyn þess að virkja mannauð og þekkingu frjálsra félagasamtaka. Til allrar hamingju hafa stjórn- völd í ríkjum heims viðurkennt að sérstaklega mikilvægt sé að hafa al- menning og frjáls félagasamtök með í ráðum í umhverfismálum. Á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um um- hverfismál, sem haldin var í Ríó 1992, var í samningi um svokallaða Dagskrá 21 fjallað um nauðsyn þess að styrkja stöðu frjálsra fé- lagasamtaka og mikilvægt hlutverk þeirra í umfjöllun um sjálfbæra þró- un var áréttað. Á fjórða ráðherrafundi umhverf- isráðherra um umhverfismál í Evr- ópu sem haldinn var í Árósum í Dan- mörku 23.-25. júní 1998 var gengið skrefi lengra og undirritaður al- þjóðasamningur, svokallaður Ár- ósasamningur, um aðgang að upp- lýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að rétt- látri málsmeðferð í umhverf- ismálum. Samningurinn felur í sér viðurkenningu á réttindum borg- aranna að því er varðar umhverf- ismál og er, eins og fram kom í yf- irlýsingu umhverfisráðherranna, mikilsvert framfaraskref bæði fyrir umhverfið og lýðræðið. Með samn- ingnum er staðfest mikilvægi þess að einstaklingar og frjáls fé- lagasamtök taki þátt í mótun um- hverfisreglna og viðurkennt að stjórnvöldum beri að hafa eðlilegt samráð við almenning við mótun umhverfisstefnu. Reyndar er löngu tímabært að íslenzk stjórnvöld stað- festi Árósasamninginn, eins og ég vakið athygli á í umræðum á Alþingi. Landvernd eru frjáls fé- lagasamtök sem hafa starfað að verndun gróðurs, náttúru og um- hverfis frá árinu 1969. Undanfarin ár hefur starfsemin verið fjölþætt þótt við verulega fjárhagslega erf- iðleika hafi verið að etja. Þar munar um nokkra öfluga aðila sem áður lögðu samtökunum lið en sagt hafa skilið við þau, einkum vegna ágrein- ings um virkjanaframkvæmdir á há- lendinu. Eitt af verkefnum Landverndar er að veita stjórnvöldum og fyr- irtækjum nauðsynlegt aðhald með umræðum, fræðslu og faglegri um- fjöllun um umhverfismál til þess að sem flestum stoðum sé rennt undir þær ákvarðanir sem teknar eru. Al- menningur á rétt á því að allar upp- lýsingar komi fram, aðeins þannig má fá nauðsynlega yfirsýn. Nýleg skoðanakönnun sem Land- vernd lét gera bendir til þess að þjóðin telji starfsemi samtakanna mikilvæga. Það er gleðiefni. Til þess að standa betur að vígi fjárhagslega þarf Landvernd hins vegar á víð- tækum stuðningi að halda og hvet ég þig, lesandi góður, til að bregðast vel við því kalli. Eðlilegt samráð við almenning Eftir Katrínu Fjeldsted Höfundur er læknir og stjórnarmaður í Landvernd. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.