Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 50

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GREIN þessi fjallar um nýjar hugmyndir borgarskipulags að deiliskipulagi fyrir reitinn milli Lindargötu- Hverfisgötu og Vatnsstígs- Frakkastígs í Skuggahverfi og forsögu þess máls. Á árinu 2001 kom borgarskipulag fram með nýjar skipulagstillögur er gerðu ráð fyrir niðurrifi fjölda húsa á svæðinu milli Skúlagötu- Hverfisgötu og Klapparstígs- Frakkastígs. Tillögur þessar tengdust framkvæmdum á vegum byggingaraðilans „101 Skugga- hverfi hf.“ en þeir hafa bygging- arrétt á Kveldúlfslóðinni norðan Lindargötu. Íbúar sunnan Lind- argötu á svæðinu milli Vatnsstígs- Frakkastígs leituðu á þeim tíma eftir faglegu áliti hjá arkitektastof- unni Glámu-Kím á hugmyndum borgarskipulags og var niðurstaða þeirra í megin atriðum eftirfarandi: „Skoða ber betur þá hugmynd að nýta núverandi byggðamynstur og styrkja þá íbúabyggð sem fyrir er í anda Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016, sem leggur til að á þessu svæði sé byggðamynstur sem beri að vernda. Skipulagsyfirvöld eru hvött til að taka upp nánara samstarf við íbúa hverfisins og þeim gefinn kostur á að ráða sér ráðgjafa til að gæta hagsmuna þeirra á faglegum grunni og á kostnað borgaryfirvalda.“ Í kjölfar fjölmiðlaumræðu hættu borgaryfirvöld við áform sín hvað varðar svæðið sunnan Lindargötu og lýstu fyrrverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og þá- verandi formaður skipulags- nefndar, Árni Þór Sigurðsson, yfir að ekkert frekar yrði aðhafst án samráðs við íbúa reitsins. Í október 2003 barst íbúum bréf frá borgarskipulagi þar sem fram koma hugmyndir að nýju deili- skipulagi er ganga þvert á hug- myndir Aðalskipulags um verndun byggðamynsturs á reitnum sunnan Lindargötu. Nú er þar gert ráð fyr- ir íbúðarhúsnæði fyrir stúdenta og á sama tíma og íbúar fengu bréf skipulagsyfirvalda gaf borgarstjóri, Þórólfur Árnason, út eftirfarandi yfirlýsingar í Stúdentablaðinu (7. tbl. 2003): „Þessi áform eru hluti þeirrar stefnu að þétta byggð í borginni. Fyrsta skrefið til að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd er að borgin eignist lóðirnar sem um er að ræða. Í stuttu máli erum við bæði að skipuleggja stúd- entabyggð og kaupa lóðir þar svo við höfum þær til ráðstöfunar.“ Með öðrum orðum borgin hefur enn á ný skipulagt svæðið án alls samráðs við íbúana og þvert ofan í fyrri yfirlýsingar um hið gagn- stæða. Íbúar hafa því enn á ný leitað til Glámu-Kím og beðið um nýtt fag- legt álit á nýjum hugmyndum borg- arskipulags og er niðurstaða þeirra í megin atriðum eftirfarandi: „Meg- in inntak tillögunnar eru þrír fyr- irferðarmiklir húskroppar sem staðsettir eru í miðjum reitnum ásamt tveimur stórum bílastæðum fyrir samtals 49 bíla. Þannig má ætla að hverfið beri sterk einkenni bílastæða ef af verður, og að fjöldi íbúða verði mikill. Stærð hús- kroppa „stúdentaíbúðanna“ er ekki í takt við aðliggjandi byggingar. Engin rök eru færð fyrir því af hverju nauðsynlegt er að byggja íbúðir fyrir stúdenta innan reitsins, en slík hugmynd getur aldrei verið grunnforsenda fyrir deiliskipulag- stillögu þar sem taka skuli mið af mælikvarða byggðar og hlutföllum húsa í núverandi byggðamynstri.“ Gláma-Kím ítrekar enn á ný að leggja beri vinnu í að skoða betur fyrri hugmyndir um verndun byggðamynsturs í anda tillagna Að- alskipulags. Íbúar á reitnum hafa enn á ný mótmælt vinnubrögðum borg- arinnar og óskað eftir faglegri að- stoð vegna fyrirhugaðra viðræðna við starfsmenn borgarskipulags varðandi framtíðarskipulag reits- ins. Þar sem málið snýst um trú- verðugleika borgaryfirvalda er það ósk mín að Morgunblaðið birti at- hugun Glámu-Kím dags. 3. nóv- ember 2003 ásamt þessum mínum athugasemdum. Skuggahverfið og borgaryfirvöld Eftir Brynju Helgu Kristjánsdóttur Höfundur er íbúi við Hverfisgötu. ÞAÐ er áhyggjuefni að fá þau skilaboð frá samtökum foreldra grunnskólabarna að stærð- fræðikennslan sé í molum. Fræðsluráð Reykjavíkur hlýtur að bregðast við eins og aðrir sem bera ábyrgð á kennsl- unni, en ekki verður ráðið beint af fundi Samfoks hvar nákvæmlega á að bera niður. Í ályktun segir: „Foreldrar á Ársþingi SAMFOK 2003 krefjast þess að mennta- málaráðherra, fræðsluyfirvöld í sveitarfélögum, Námsgagnastofn- un, Námsmatsstofnun, kennarar og foreldrar taki höndum saman og vinni að bættri stærðfræðimenntun grunnskólanema. Beitt verði að- gerðum til að styrkja stærð- fræðikennara í starfi með auknu námsefni og markvissum aðgerðum í viðbótarnámi í stærðfræði. Mik- ilvægt er að vinna gegn fordómum og hræðslu gagnvart stærð- fræði …“ Hvöss, almennt orðuð gagnrýni Ábendingin er hvöss, en almennt orðuð og ekki er gott að sjá af henni hvar eigi að bera niður. Það þýðir ekki að hún eigi ekki rétt á sér. Ljóst er að allir þeir sem nefndir eru til skjalanna verða að líta í eigin barm, og það mun fræðsluráð Reykjavíkur gera fyrir sitt leyti. En sveitarfélögin, og þar með talin borgin, eru þiggjendur þjónustu frá ríkisvaldinu sem setur skólastarfinu margar skorður, og kennslu í stærð- fræði þar með: Námsefnisgerð er miðstýrð hjá ríkisvaldinu, aðal- námskrá kemur að ofan til sveitar- félaganna, ríkið sér um „fram- leiðslu“ á því vinnuafli sem til boða stendur í skólum – kennaramennt- unina. Formanni fræðsluráðs borg- arinnar virðist sem foreldrar krefj- ist allsherjar uppstokkunar á öllum þessum þáttum. Fyrstu viðbrögð eru að kalla eftir stöðu mála í borg- inni og verður það gert strax. Hver er staðan? Einkunnir nemenda í Reykjavík eru almennt hærri en meðaltal á landsvísu. Í skýrslu Námsmats- stofnunar um samræmd próf í tí- unda bekk vorið 2003 er reiknað hvort marktækur munur sé á ein- stökum skólum. Þar má m.a. sjá að ekki er marktækur munur á Landa- kotsskóla og næstu þremur skólum í Reykjavík sem voru Hlíðaskóli, Álftamýrarskóli og Vogaskóli. Ekki var marktækur munur á Hlíðaskóla og tólf næstu skólum þar á eftir. Marktækur munur er bara á milli kynja, stúlkur standa sig betur en piltar, yfir landið allt. Morgunblaðs- leiðari sem skammar borgina fyrst (11. nóv.) hittir ekki í mark. Alþjóðlegur samanburður Ísland kom fremur illa út úr al- þjóðlegu TIMSS-könnuninni sem gerð var árið 1995. Í PISA- könnuninni sem gerð var í OECD- löndunum árið 2000 var Ísland hins vegar yfir meðaltali í útkomu á stærðfræðiþættinum og einungis átta lönd voru með marktækt betri útkomu, ekki bendir það til að stærðfræðikunnátta sé að versna. Leiðir til úrbóta Fræðsluráð hefur þegar tekið ákvarðanir sem horfa til betri veg- ar. Við teljum ljóst að duglegir og áhugasamir nemendur í öllum greinum þurfi meira námsval. Starfshópur um þjónustu við bráð- gera nemendur hefur nú verið skip- aður, og hlutverk hans að benda á leiðir sem færa aukin og meira krefjandi verkefni inn í skólana. Einn þáttur í því gæti verið enn aukin áhersla á að bráðgerir ung- lingar taki áfanga í framhalds- skólum, og flýti þar með fyrir sér í námi almennt. Slíkt er nú þegar í boði. Þá hefur fræðsluráð skipað starfshóp sem á að skilgreina þær kröfur sem borgin, sem veitandi þjónustu, verður að gera fyrir sína hönd til að auka fjölbreytni og ný- sköpun í skólastarfi, en í því efni eru henni vissar skorður settar. Morgunblaðið hrapar að niðurstöðu Leiðarahöfundur Morgunblaðsins (11. nóv.) virðist ganga út frá því, sem er rangt, að grunnskólar borg- arinnar standi sig verr en aðrir. Þessu er öfugt farið. Sami höfundur virðist halda að svarið við gagnrýni á stærðfræðikennslu felist í að for- ráðamenn barna fái að velja milli skóla og framlög fylgi barni. Í fyrsta lagi er það svo að framlög fylgja barni innan almenna skóla- kerfisins, og í öðru lagi að fólk hefur rétt til að velja um skóla. Það val er iðkað nú þegar af um 11% prósent- um notenda, og ljóst að a.m.k. í sumum tilfellum er það vegna orð- spors sem fer af tilteknum skólum. Val milli íslenskra skóla eftir kennslu í stærðfræði yrði hins veg- ar aldrei byggt á frammistöðu, slíkt er jafnræðið með þeim. Þetta jafn- ræði milli skóla er einn höf- uðstyrkur skólakerfisins. Fólk get- ur treyst því, hvar sem það býr í borginni, að hverfisskólinn veitir að jafnaði þá bestu þjónustu sem völ er á. Hún kann hins vegar almennt að vera of slök, eins og bent er á með stærðfræðina, og þá virðist manni að orsakanna sé að leita víðar en leiðarahöfundur telur. Einn afmark- aður þáttur í því gæti verið að auka samkeppni skóla um nemendur. Við í fræðsluráði viljum að minnsta kosti að tryggt sé að allar upplýs- ingar um einstaka skóla séu opinber gögn og liggi fyrir þar sem for- ráðamenn barna geti borið saman lista um þjónustu og frammistöðu þeirra. Þátttaka í eineltisverk- efnum, forvarnaráætlanir, félagslíf og foreldrasamráð eru dæmi um þætti sem vega ekki síður þungt en ómarktækur munur á einkunnum í prófum. Hins vegar hljótum við að gera þá kröfu fyrir hönd allra nem- enda að þeim standi til boða nám á jafnræðisgrundvelli. Styrkur og veikleiki Einsleitni íslenska skólakerfisins er góð meðan hún tryggir öllum, háum sem lágum, þá bestu þjónustu sem völ er á. Hún er hins vegar klafi ef hún þýðir staðlað meðalnám sem er eins fyrir alla. Þess vegna leggja fræðsluyfirvöld í borginni höfuðáherslu á einstaklingsmiðað nám í starfsáætlun sinni, aukið val hvers nemanda um námsleiðir, og hvatningu til kennara um að bráð- gerir ekki síður en seinfærir nem- endur fái verkefni við hæfi. Krafan um jöfn tækifæri fyrir alla hefur því fleiri víddir en manni virðist leið- arahöfundur Morgunblaðsins gera sér grein fyrir. En það skal ekki standa á formanni fræðsluráðs að gera auknar kröfur í skólakerfinu. Stærðfræðikennsla endurmetin Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður fræðsluráðs Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.