Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 51

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 51 TILEFNI þessarar greinar eru ummæli bæjarstjóra Kópavogs í Morgunblaðinu hinn 11. nóv sl. um áhyggjur íbúa í Kópavogi vegna fyrirhugaðrar byggðar á Lundar- svæðinu. Undirrit- aður býr nálægt Lundarsvæðinu. Bæjarstjórinn gefur lítið fyrir áhyggjur okkar, þ.e. íbúa og kjósenda í Kópavogi. Hann tekur undir málstað byggingarfyrirtækis til að hámarka arð þess. Hætt hefur verið við svonefnt Þekkingarþorp sem er ekki talið skila tilætluðum hagnaði en í þess stað á nú að byggja íbúðarhúsnæði og á töluvert stærra svæði en af- markað var fyrir Þekkingarþorpið. Með því að leggja fram tillögur byggingaraðilans hefur meirihluti bæjaryfirvalda í Kópavogi fórnað hagsmunum fjöldans fyrir bygging- araðilann. Þetta er í andstöðu við markmið skipulagslaga nr. 73/1997 1. gr. en þar er gert ráð fyrir að hagsmunir íbúa sem fyrir eru séu ekki fyrir borð bornir við skipulagn- ingu byggðar. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir í umræddu viðtali að fullyrðingar íbúa um skaðabótaábyrgð bæjarins vegna skipulagsins vera út í loftið. Bæjarstjórinn segir ennfremur í við- talinu „að skilyrði almennrar skaða- bótakröfu byggist á því að ef einhver veldur öðrum tjóni með ólögmætum aðgerðum beri honum að bæta skað- ann“. Þetta á almennt við. Varðandi skipulag byggðar þekkir bæjarstjór- inn greinilega ekki til bótaákvæðis 33. gr. skipulagslaga nr. 73/1997. Skilyrði skaðabóta skv. henni eru rúm. Ekki er þörf á að sýna fram á ólögmæta aðgerð heldur er nægjan- legt að sýna fram á að gildistaka skipulags valdi tjóni. Bæjarstjórinn er haldinn „lögvillu“ hvað þetta varðar og ætti hann að kynna sér málin betur áður en hann talar niður til kjósenda. Tjón íbúa getur verið margvíslegt, t.d. útsýnismissir, skuggavarp, sjón- og hávaðamengun o.s.frv. Auðvitað getur verið erfitt að meta slíkt til fjár en oft kemur það fram í verðlækkun húsa. Bæjarstjórinn segir að oft hækki eignir í verði eftir að landsvæði sé skipulagt og nefnir í því sambandi byggð á Vatnsenda. Það er rétt að fasteignaverð getur hækkað á land- svæðum eins og Vatnsenda enda var þar fyrir strjál byggð, aðallega í formi sumarbústaða. Þessar eignir sem fyrir voru hækkuðu vegna til- komu nýrra gatna, lagnakerfa, skóla, leikskóla o.s.frv. Fólk sem flytur á Vatnsendasvæðið veit fyrir- fram hvernig byggðin er hugsuð. Skipulagið liggur þar fyrir. Á Lundarsvæðinu gildir allt ann- að. Þar er verið að skipuleggja byggð milli gamalgróinna skipu- lagðra svæða. Verð fasteigna þar er hátt m.a. vegna staðsetningar og umhverfis, veðursæld er mikil og þar er sólríkt. Þeir sem þar búa fyrir hafa valið sér búsetu m.a. vegna þessa. Fyrirhuguð háhýsabyggð á Lundarsvæðinu er í fullkomnu ósamræmi við allt annað sem í daln- um er, hugmyndirnar minna helst á virkjunarframkvæmdir. Íbúa þar gat ekki órað fyrir þegar þeir ákváðu að setjast þar að, að slíkar byggingarhugmyndir ættu eftir að koma fram. Ljóst er að margir 55 metra háir steinsteypuveggir koma til með að skyggja á nærliggjandi hús og útsýni hverfur. Í kynningum byggingaraðila að fyrirhuguðum íbúðum er lögð áhersla á svæðið verði sólríkt, veðursæld mikil og út- sýni fagurt. En af hverjum er það tekið? Jú, íbúum nærliggjandi byggðar. Það er alkunna að fast- eignir eru verðlagðar eftir staðsetn- ingu. Jafnvel í háhýsum eru íbúðir innan sama húss mishátt verðlagðar, þær sem njóta útsýnis og sólar eru verðlagðar hærra en þær sem ekki njóta þess. Bæjarstjórinn heldur áfram og segir að svona húsnæði vanti í Kópa- voginn. Bryggjuhverfið í Kópavogi er ekki hannað með þetta í huga; af hverju ekki? Kópavogsbær keypti nýverið land af ríkinu við Kópavog- inn. Getum við átt það á hættu að sjá þar skipulag með tíu eða tólf 55 metra háum turnum þar sem að sögn bæjarstjóra er þörf á slíku hús- næði í bæjarfélagið? Nei, vonandi ekki. Bæjarstjórinn segist ekki geta rætt skipulagstillögurnar þar sem ekki sé búið að fara yfir aðsendar at- hugasemdir. Skipulagstjórinn í Kópavogi er bersýnilega ekki sömu skoðunar. Viðtal við hann birtist í Morgunblaðinu hinn 20. okt. sl. Þar lýsir embættismaðurinn og eftirlits- aðili að skipulaginu yfir ágæti þess. Þetta er sami aðilinn og á að fara yf- ir innsendar athugasemdir sem ber- ast vegna skipulagsins. Hvernig er honum mögulegt að fara yfir athuga- semdir íbúa á hlutlausan hátt eftir lýsingar hans um ágæti þessara til- lagna byggingaraðilans? Einnig full- yrðir embættismaðurinn í þessari grein eftirfarandi: „Staðsetning bygginga á Lundarsvæðinu var valin með það í huga að byggingarnar varpi ekki skugga yfir nálæga byggð yfir sumartímann og útsýni skerðist sem minnst.“ Þetta stenst ekki, því það munu þær gera og það langt út frá svæðinu. Í næstu byggð við Lundarsvæðið mun sólar njóta fram eftir degi í júní og júlí en kvöldsólar- innar mun ekki njóta við. Í septem- ber og fram í apríl mun ekki sjást til sólar á sumum svæðum. Þetta sýna skuggavarpsmyndir. Fagurt útsýni hverfur á mörgum stöðum en há- hýsaveggir munu gína við. Vonandi sjá skipulagsyfirvöld í Kópavogi að sér og taka af borðinu núverandi skipulagstillögur. Skipu- leggja byggðina að nýju í sátt og samræmi við umhverfið og með hagsmuni Kópavogsbúa að leiðar- ljósi en ekki með hagsmuni bygging- araðilans til að hámarka gróða hans. Koma í veg fyrir að þessi skipu- lagsmistök verði greypt í himinháa steinsteypuveggi, núverandi og komandi kynslóðum til mikillar armæðu. Bæjarstjóri hverra, bæjar- búa eða byggingaraðila? Stefán Bj. Gunnlaugsson Höfundur er íbúi við Birkigrund í Kópavogi. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.