Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 59

Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 59 ✝ Ólafur Svein-björnsson fæddist á Snæfelli í Vest- mannaeyjum 5. júlí 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinbjörn Guðlaugs- son, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994, og Ólöf Oddný Ólafs- dóttir, f. 29. septem- ber 1914, d. 16. jan- úar 1986. Systkin Ólafs eru: Halla, f. 16. janúar 1936, d. 2. desember 1943, Huginn, f. 16. október 1941, Val- geir, f. 16. október 1941, og Halla, f. 2. nóvember 1946. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Kristín Georgsdóttir þjónustu- stjóri VÍS í Vestmannaeyjum, f. að Reykjum í Vestmannaeyjum 14. nóvember 1939. Foreldrar hennar eru Georg Skæringsson, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988, og Sigurbára Sigurðardóttir, f. 31. júlí 1921. Börn Ólafs og Kristínar eru: Georg Óskar, f. 12. janúar 1957, maki Hera Dís Karlsdóttir, f. 25. júlí 1961, Oddný Bára, f. 23. október 1960, maki Gunnar Kristjánsson, f. 27. maí 1960, Vignir, f. 14. júní 1964, maki Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, f. 23. maí 1968, og Þórir, f. 21. júní 1966, maki Guðmunda Jóna Hlífarsdóttir, f. 26. desember 1967. Barnabörnin eru 14. Ólafur lauk gagn- fræðaprófi 1954, hlaut vélstjórnar- réttindi 1956 og var til sjós til árs- ins 1963. Þá nam hann múrverk hjá Hjörleifi Guðnasyni, hlaut sveinsréttindi 1966 og seinna meistararéttindi og starfaði við fagið til ársins 2001. Hann var einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum, var í kirkjukór Landa- kirkju um árabil og var félagi í Harmonikkufélagi Vestmanna- eyja. Útför Ólafs fer fram frá Landa- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Svo þögul og döpur er þessi nótt enginn blær sem þýtur og strýkur um sefið engir fuglar sem kvaka meðan klukkublóm sofa. Enginn árniður heyrist ekkert rísl í læknum enginn hófadynur enginn gestur sem kemur enginn vinur sem ríður í hlað. Svo löng og þögul er þessi nótt þeim sem vakir og bíður. (Sigríður Einars frá Munaðarnesi.) Kveðja eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Mig langar að minnast föður míns sem lést langt um aldur fram, með nokkrum fátæklegum orðum. Hann veitti mér innblástur á svo mörgum sviðum því hæfileikaríkari menn eru vandfundnir. Hann var listfeng- ur mjög bæði í tónlist og myndlist og hafði mikil áhrif á mig í þeim efnum. Það var alltaf stutt í grínið hjá pabba og hann átti auðvelt með að létta lund allra í kringum sig sem sást best í baráttu hans við sjúk- dóminn sem á endanum dró hann til dauða. Ég kveð hann með söknuð í hjarta, takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Vignir. Ég minnist pabba míns Ólafs Sveinbjörnssonar með gleði og hlýju, allt sem hann gerði með mér og fyrir mig gefur mér sálarró núna þegar ég minnist hans í sorginni. Hann fór allt of fljótt frá okkur og ég vona að eitthvað gott taki við honum þar sem hann horfir til okk- ar allra. Sofðu vinur minn, sofðu rótt, yfir þig hylur eilífðar nótt, þegar þú vaknar, þá taka við þér, englarnir, sem fylgt hafa mér. (Höf. ók.) Kveðja með söknuði, Þórir Ólafsson. Það er skammt stórra högga á milli. Vinur minn Ólafur Svein- björnsson fellur frá, í baráttu við ill- vígan sjúkdóm, tæpum tveim mán- uðum eftir að sameiginlegur vinur okkar, Addi Bald, kvaddi þessa jarðvist. Minningarnar tengdar þessum tveim vinum eru ljúfar og gleymast seint. Óli, sem nú er kvaddur, var ein- stakt ljúfmenni og gleðigjafi. Glettni hans og hnyttin tilsvör komu fólki í gott skap. Fólk laðaðist að honum og eignaðist hann marga vini og kunningja bæði innanlands sem utan. Hann var listamaður af Guðs náð. Sá er þetta ritar minnist þess að strax á unga aldri var hann flinkur teiknari. Nú fyrir nokkrum árum sótti hann námskeið í listmálun og það var auðséð á myndum hans að hann hafði nýtt þau námskeið vel. Að mínu mati voru myndir hans frá- bærar, hreint augnayndi, og ég var ekki einn um þá skoðun. Leiðbein- andi hans á þessum námskeiðum, Steinunn Einarsdóttir, sagði hann mikinn listamann. Hann tók þátt í nemendasýningum á verkum sínum og fékk góðar viðtökur. Prýða mál- verk eftir hann nú mörg heimili. Hann var tónelskur eða músíkalsk- ur, eins og það heitir á fagmáli, hóf snemma að spila á harmonikku og nú seinni árin með félagi harmon- ikkuleikara í Eyjum. Hann söng með Kirkjukór Landakirkju um árabil og fór m.a. með kórnum á kóramót erlendis. Sennilega hefur músíkin verið í genunum. Faðir hans, Sveinbjörn Guðlaugsson, var söngelskur og söng m.a. í Karlakór Vestmanna- eyja, í kvartettum og var einsöngv- ari, þá spilaði hann einnig á harm- onikku. Bræður Óla, tvíburarnir Huginn og Valgeir, léku með hljóm- sveitum á yngri árum og síðast og ekki síst tveir synir hans, Georg og Vignir, spila með og eru meðal stofnenda Papanna, einnar vinsæl- ustu hljómsveitar landsins í dag. Ég minnist þess að seint á fallegu sumarkvöldi fyrir um 50 árum gengum við félagarnir Óli, Addi Bald, Matti Guðjóns og ég austur eftir Vestmannabrautinni. Þegar við vorum rétt komnir inn á götuna, á móts við Hótel HB, hófu þeir Óli og Addi upp raust sína og sungu fjör- ugan dúett fullum hálsi. Við, þessir laglausu, fylgdum þeim eftir og höfðum gaman af. Ekki man ég hvert lagið var en því lauk á móts við Vöruhúsið, svo það hefur verið nokkuð langt. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem þeir félagar sungu „opinberlega“ og það fyrir okkur Matta og íbúa vestanverðrar Vest- mannabrautar, það er að segja þá sem ekki voru farnir í háttinn. Ef til vill var þetta, ómeðvitað, upphafið að kvartettinum „Sixpensurunum“, er urðu betur þekktir sem „Brælu- bellirnir“ í seinni tíð og nutu mikilla vinsælda í Eyjum. Óli kvæntist Kristínu Georgsdótt- ur, mikilli indælis- og ágætiskonu, sem stóð eins og klettur við hlið eig- inmans síns í veikindum hans. Þau Óli og Stína hófu búskap í kjall- aranum á Vegbergi, Skólavegi 32, en í því húsi átti ég mín fyrstu ævi- ár. Fyrsta heimili þeirra var ekki stórt að flatarmáli en þar var nóg hjartarými. Fjölskyldan stækkaði og Óli reisti þeim nýtt hús á Ill- ugagötu 73. Allt gekk þeim í haginn og þau geisluðu af gleði og ham- ingju. Ég hef ekki betur séð en að það hafi fylgt þeim alla tíð. Vinir og kunningjar voru tíðir gestir á heim- ili þeirra og alltaf tekið með sömu glaðværðinni. Skoski rithöfundur- inn James M. Barrie sagði: „Þeir sem flytja sólskinið til annarra kom- ast ekki hjá því að það skíni á þá sjálfa.“ Þetta spakmæli á við um þau Óla og Stínu. Um leið og við hjónin kveðjum kæran og tryggan vin þökkum við honum allar þær gleði- og ánægju- stundir, sem hann veitti okkur með nærveru sinni. Á hindi er máltæki sem segir: „Í hvert sinn sem við missum vin deyjum við lítið eitt.“ Það er stór sannleikur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Stínu, börnunum og öðrum að- standendum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Emma og Sævar. Þegar fregnin um að vinur okkar og félagi í Kiwanishreyfingunni í Vestmannaeyjum, Ólafur Svein- björnsson væri fallinn frá, var eins og skuggi færðist yfir. Á skömmum tíma fellur enn einn af okkar fé- lögum í valinn, langt um aldur fram. Ólafur Sveinbjörnsson, eða Óli Svei eins og hann var kallaður, var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Helgafells, árið 1967. Óli sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, meðal annars var hann í stjórn árin 1972 til 1974, 1983-1984 og 1990-1991. Í Óla áttum við í Helgafelli góðan félaga og vin, sem lagði klúbbnum og Kiwanishreyf- ingunni lið sitt með fórnfúsu starfi, en starfið snérist bæði um alvöru og gleði. Eins og í svo mörgu er mað- urinn ekki einn og þau hjónin Óli og Stína lögðu Kiwanisstarfinu mikið, hún meðal annars með eiginkonum okkar félaga, Sinawik konum. Margar eru minningarnar um góð- an félaga og allar góðar, enda var Óli alltaf léttur og glaður og tilbú- inn til að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Á seinni árum fengum við félagarnir sem og aðrir bæj- arbúar að njóta framtaks Óla og fé- laga, þegar þeir stofnuðu söngkvar- tettinn Brælubelli, en það var lýsandi dæmi um gleðina sem fylgdi honum. Þrátt fyrir vitneskju um erfið veikindi Óla, sem hann átti við að stríða í nokkurn tíma, lifði alltaf sú von að hann myndi hafa betur í þeirri baráttu. Óli var nefnilega þannig að hann gerði lítið úr veik- indum sínum, hafði alltaf einhverja ljósa punkta fram að færa, ef talið barst að heilsunni og þá voru þeir oftar en ekki á léttu nótunum. Það var Óla líkt. Við félagarnir í Helga- felli höfum misst góðan félaga og vin, það hefur samfélagið okkar einnig. Missirinn er þó mestur hjá hans nánasta fólki. Við kveðjum góðan dreng og biðjum algóðan Guð að blessa minningu hans. Við send- um eiginkonu hans, Kristínu Georgsdóttur, börnum og öðrum ástvinum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hafðu þakkir fyrir sam- ferðina kæri vinur. Helgafellsfélagar. Þó að fornu björgin bresti, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólirnar, aldrei deyr, þótt allt upp þrotni, endurminning þess, sem var. (Grímur Thomsen.) Fallinn er frá langt um aldur fram Ólafur Sveinbjörnson. Hann og pabbi voru bestu vinir í rúmlega hálfa öld svo hann hefur ætíð verið hluti af lífi okkar allra og fyrir það erum við þakklát. Aðeins eru tæpir 2 mánuðir síðan pabbi dó svo enn ætla þeir vinirnir að vera samferða. Óla var margt til lista lagt. Hann var frábær tónlistarmaður og spil- aði á hin ýmsu hljóðfæri þó harm- onikkan hafi jafnan verið í forsæti hjá honum. Hann samdi lög og var góður söngmaður og naut þess að vera meðlimur söng- og gleðisveit- arinnar Brælubellirnir. Einnig var hann hæfileikaríkur myndlistar- maður en þeirri list sinnti hann allt of lítið. Helst munum við þó minn- ast Óla fyrir einstaka kímnigáfu sem var hans aðalsmerki. Það var tilhlökkunarefni hjá okkur öllum ef von var á Óla og Stínu í heimsókn því þá fóru þeir félagarnir gjarnan á flug í sögum sem voru engu öðru líkar. Við krakkarnir hlustuðum bergnumin á þessa snillinga, þar var aldrei neitt kynslóðabil. Við kveðjum Óla með söknuði og biðjum Guð að styrkja Stínu og fjöl- skyldu á þessum erfiðu tímum. Lind, Unnur, Elfa, Guðmundur, Sigrún, Eygló, Elísa og Baldvin Elíasarbörn. Það var mikið peyjasamfélag við Hvítingatraðið og ofanverðan Skólaveg þegar Ólafur Sveinbjörns- son var að alast upp, en hann fædd- ist í NA-herbergi Snæfells sem varð síðar Hvítingavegur 8. Þarna voru Steingrímsstrákarnir, börnin frá Varmadal, Þrúðvangi og Vegbergi. Allir léku sér saman frá morgni til kvölds. Allt gekk stórslysalaust þar til. Óli var 10 ára. Þá voru þeir Atli í Varmadal og Óli að fikta með dína- mitshvellhettur og sprenging varð. Atli slapp ómeiddur, en Óli missti þrjá fingur vinstri handar. Þetta var mikið áfall fyrir ungan dreng. Þá þegar hafði Óli skorið sundur afl- taugar tveggja fingra hægri handar. Þetta átti eftir að baga Óla við drag- spilið síðar á lífsleiðinni. Óli var nokkrar vikur á sjúkrahúsi eftir slysið og annað eins heima við. Nán- ir æskuvinir Óla voru Svavar Stein- gríms., Haukur Þorgils., Sævar Jó- hannesson, Gulli Axels. og Addi Bald, eftir að Óli flutti á Fífilgötuna. Stutt var á milli Hauks á Grund og Óla á Fífilgötunni, enda spiluðu þeir oft saman, Haukur á orgel, en Óli á sög. Þá átti Óli ekkert hljóðfæri. Aðalsteinn í Brynjólfsbúð spilaði með Óla í Gaggabandinu. Ungir menn voru fljótir til hér áður fyrr. Þeir stofnuðu fjölskyldur, fóru til sjós og byrjuðu að byggja, rígmontnir og hringtrúlofaðir 15 eða 16 ára. Árin hans Óla á sjónum urðu 12. Lengi með Ella í Varmadal á Sjö- stjörnunni við ýmsar veiðar. Þegar Óli hætti til sjós lærði hann múr- verk hjá Hjölla múrara og vann við það meðan heilsan leyfði. Þó að ég hafi alltaf vitað af Óla Svei eins og hann kallaði sig oft, kynntist ég honum ekki fyrr en Harmonikufélagið var stofnað. Óli var einn stofnenda. Það verður að segja þá sögu eins og er að þetta var heldur sundurleitur hópur sem streðaði hver í sína átt. Það kom, snemma fram að Óskar heitinn ljós- myndari og Óli áttu auðvelt með að vinna saman enda báðir bráð-mús- ikkalskir og smekkmenn á tónlist. Þeir vildu spila lögin rétt og gáfu sér tíma til að finna réttu hljómana. Óli sagði stundum, ef þennan hljóm vantaði, sem hann tiltók þá væri þetta handónýtt. Ég geri ráð fyrir að þeir Óli og Óskar hafi dregið sig í hlé m. a. vegna þess að þeim líkaði ekki hve æfingarnar skiluðu litlu. Óli og Óskar voru saman í kirkju- kórnum í ein 20 ár. Óla fannst gam- an að takast á við krefjandi verk, eða messurnar hans Guðmundar eins og hann orðaði það. Í Kíwanisfélaginu er oft notast við heimatilbúin skemmtiatriði þeg- ar við á. Brælubellirnir eða Sixpens- ararnir var söngkvartett. Nafnið var tilkomið vegna þess að þeir gátu aðeins æft í brælum eða í landleg- um. Í hópnum voru: Hörður Jónsson, Elías Baldvinsson, Ólafur Svein- björnsson sem allir eru látnir og Bergvin Oddsson, auk undirleikara Ólafi M. Aðalsteinssyni. Óvænt og skyndilega kom sú hugmynd upp að hljóðrita nokkur lög með flokknum og var vægast sagt lítil von til þess að það myndi takast að koma þess- um stórveldum saman sem mynd- uðu söngflokkinn, en með diplómat- ískum hæfileikum Adda Bald tókst að fá grænt ljós hjá öllum. Eftir há- degi föstudaginn langa, árið 2001 var farið að hljóðrita í Kíwanishús- inu. Menn voru óvanir og kunnu því heldur illa að vera algjörlega þurr- brjósta við sönginn, en svo vel vildi til að menn fundu einhverjar dreggjar þarna í húsinu. Eftir að hafa fengið í fingurbjörg af hjarta- styrkjandi gekk allt betur. Ekki veitti nú af. Margir eru músikkalskir í ætt Óla. Sveinbjörn Guðlaugsson faðir Óla lék á harmoniku fyrir dansi áð- ur fyrr. Hann var auk þess ágætur tenór. Það eru til hljóðritanir frá 1950 í útvarpinu með söng hans við orgelundirleik Ragnars Jónassonar. Bróðir Óla, Huginn, spilar á saxafón og klarinett og Valgeir á gítar. Son- ur Hugins, Birkir, sem lést ungur, spilaði á saxafón. Edvard Fredrik- sen kennari og hljómsveitarstjóri hjá FÍH er frændi Óla. Ingibjörg Stefánsdóttir og Óli eru skyld í ann- an og þriðja lið. Þessi upptalning er ekki tæmandi en ég ætla að ljúka henni með því að geta þess að Pap- arnir Vignir og Georg eru synir Óla og Kristínar Georgsdóttur eigin- konu Óla. Á sínum yngri árum undi Óli sér vel við að teikna myndir, en 1998 fór Óli að læra að hjá Steinunni Ein- arsdóttur að fara með liti. Myndir Óla bera honum vitni um listræna hæfileika og fágaðan smekk. Þeir Addi Bald og Óli töldu kjark í hvor annan ef eitthvað bjátað á. Það hefur ekki verið vanþörf á slíku að undanförnu. Þeir hafa báðir gengið í gegnum erfið og langvar- andi veikindi síðustu árin, sem nú hafa lagt þá báða að velli. Það kom reyndar á óvart hve brátt varð um Adda Bald. Talið var að hann væri að ná sér á strik eftir sín veikindi. Kristín Georgsdóttir og aðrir að standendur. Ég votta ykkur samúð mína. Bjarni Jónasson. ÓLAFUR SVEINBJÖRNSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.