Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Karl Árnasonfæddist að Hlíð í Þorskafirði 20. ágúst árið 1911. Hann lést á Akranesi 5. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Árni Ólafsson bóndi í Hlíð, f. í Sunnudal í Bjarn- arfirði á Ströndum 3. október 1855, d. 25. júlí 1930 og kona hans Guðbjörg Loftsdóttir, f. að Laugalandi í Reykhólasveit 14. ágúst 1878, d. 16. des- ember 1960. Karl ólst upp frá þriggja ára aldri hjá móðursystur sinni, Jó- hönnu Loftsdóttur og manni henn- ar Sumarliða Guðmundssyni, land- pósti og bónda að Borg í Reyhólasveit. Karl átti 11 alsystkini: Guðrúnu, f. 1898, Kjartan, f. 1899, Ingi- björgu, f. 1900, Bergþór, f. 1901, Jóhönnu, f. 1903, Pétur, f. 1905, Ólaf, f. 1906, Sólveigu, f. 1908, Guð- nýju, f. 1910, Loft, f. 1914 og Há- Karl Bjarnason, f. 28. júlí 1945, bú- sett á Sauðárkróki og eiga þau tvö börn; Sumarliði, f. 24. mars 1945, maki Guðlaug Óskarsdóttir, f. 1. júní 1942, búsett í Kópavogi, hann á tvö fósturbörn og fimm barnabörn; Sigrún, f. 23. febrúar 1947, maki Hafsteinn Runólfsson, f. 21. októ- ber 1957, búsett á Akranesi, hún á tvo syni og fimm barnabörn; Hall- dór, f. 22. febrúar 1952, maki Sæ- björg Jónsdóttir, f. 4. desember 1950, búsett á Akranesi, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; Björg- vin, f. 21. mars 1957, maki Bóel Hallgrímsdóttir f. 8. janúar 1955, búsett í Mosfellsbæ, þau eiga 3 syni. Karl og Unnur hófu búskap í Borg í Reykhólasveit og bjuggu þar til ársins 1946 er þau fluttust að Kambi í sömu sveit og stunduðu þar búskap til 1995, en eftir það dvöldu þau á Akranesi á vetrum en í sveit- inni á sumrin. Samhliða búskap var Karl landpóstur í yfir 20 ár. Karl var félagslyndur og hóf ungur störf í Ungmennafélagi sveitarinnar og hestamannafélaginu Kinnskær. Hann sat í stjórn kaupfélags Króks- fjarðar um árabil, í sóknarnefnd og var í fjölda ára í hreppsnefnd Reyk- hólahrepps. Útför Karls fer fram frá Reyk- hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kon, f. 1920. Hálf- bræður Karls voru Steingrímur, f. 1889, Eyjólfur, f. 1910 og Hrólfur, f. 1911. Systkinin eru öll látin nema Hákon sem dvelur á Dvalarheim- ilinu Barmahlíð á Reykhólum. Karl kvæntist 1938 eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Halldórs- dóttur, f. á Patreks- firði 10. ágúst 1916. Foreldrar hennar voru Halldór Jóhannesson sjómað- ur, f. 27. júní 1891, d. 18. maí 1970 og kona hans Margrét Hjartardótt- ir, f. 8. nóvember 1890, d. 28. maí 1976. Börn Karls og Unnar eru: Sum- arliði, f. 16. október 1938, d. 16. maí 1942; Guðbjörg, f. 22. mars 1940, maki Kristján Magnússon, f. 13. desember 1935. Þau búa í Gautsdal í Geiradal og eiga fimm börn, eina fósturdóttur og fimm barnabörn; Jóhanna, f. 10. apríl 1943, maki Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hann afi Kalli er sofnaður og hvílir nú hjá Guði en eftir sitjum við og hugsum um allar góðu stundirnar sem við áttum með afa á Kambi. Okk- ur systkinin langar að minnast afa í nokkrum orðum. Við systkinin áttum heima á barðinu fyrir ofan húsið hjá afa og ömmu þegar við vorum lítil og vorum daglegir gestir hjá þeim og alltaf var okkur tekið opnum örmum. Afi hafði alltaf tíma til að spjalla við okkur og fylgdist alla tíð vel með því sem við vorum að gera hverju sinni, hvort heldur það var í skóla eða núna seinni árin í þessu daglega lífi og allt- af sýndi hann öllu sem við vorum að gera mikinn áhuga. Afi tók okkur oft með sér þegar hann fór í kaupfélagið eða í póstferð. Þessar ferðir voru bæði mjög skemmtilegar og oft mjög lærdóms- ríkar því oftar en ekki lærði maður nýtt lag í hverri póstferð eða lærði eitthvað um gamla tíð. Ekki skemmdi það heldur þessar ferðir að í nesti var yfirleitt malt og súkkulaði með rús- ínum, hann afi var nefnilega mikill sælkeri. Afi hafði alltaf mjög gaman af söng og kveðskap og við munum eftir sem lítil börn þegar hann setti okkur á kné sér, kvað fyrir okkur eða söng lag. Hann orti líka heilmikið af vísum sem gaman er að lesa. Við munum eftir afa sem glaðlynd- um gömlum manni sem hafði frá svo mörgu að segja og alltaf var jafn gam- an að hlusta á sögurnar hans. Elsku afi, þakka þér fyrir að gefa okkur allar þessar góðu stundir með þér og minningarnar sem þeim fylgja. Minningin um góðan og elskulegan afa mun alltaf fylgja okkur. Góða nótt, elsku afi. Unnur Ólöf, Jón Karl og Friðrik Rúnar. Það er svo skrítið, manni finnst svo sjálfsagt að litlu börnin okkar verði stór og fari að heiman til að lifa sínu lífi, en svo þegar að því kemur að aldr- aður nágranni kveður lífið, þá fyllist sálin sorg og söknuði. Nú, þegar ég kveð þennan góða vin minn, hann Karl Árnason frá Kambi, þá koma í hug minn minningar allt frá því að ég var barn og fór að standa á palli, eða fara með pabba að slátra í Nesi, þar var Kalli við að vigta, man ég hvað ég varð undrandi á því að hann þekkti mig, án þess að ég þekkti hann. Þá heilsaði hann mér – krakk- anun –, spurði frétta, klappaði mér á herðarnar og hló. Eftir að ég varð fullorðin, flutt í nágrenni við þau á Kambi, Karl og Unni, sem þá voru að hætta búskap, átti ég oft erindi við þau. Alltaf var þar jafn gott að koma og endalaust hrós átti hann Kalli handa okkur fyrir dugnað, uppbygg- ingu og ræktunarframkvæmdir. Æv- inlega fór ég þaðan full af stolti og fannst ég mikils virði fyrir bú mitt og bændastéttina. En þegar mér verður hugsað til þeirra búháttarbreytinga sem hafa orðið á þeim árum frá því Karl og Unnur hefja ung búskap og þar til við fórum að búa þá fyllist ég lotningu, því ef einhverjir eiga hrós skilið fyrir dugnað, eljusemi og framtakssemi, þá er það kynslóð þeirra Karls og Unnar, sem byltu þúfum og sléttuðu tún og undu glöð við sitt. Með þakklæti og hlýhug kveðjum við þig, ég og fjölskyldan, og minn- umst þín sem hins síbrosandi bjart- sýnismanns. Megi almættið halda sinni verndarhendi yfir öllum þínum aðstandendum. Innilegar samúðarkveðjur. Erla Reynisdóttir, Mýrartungu. Kær vinur hefir kvatt. Langt og farsælt æviskeið er á enda runnið. Karl var alinn upp á Borg í Reykhólasveit, hjá ömmu okk- ar og afa, en þær voru systur Guð- björg Loftsdóttir móðir hans og Jó- hanna F. Loftsdóttir, amma okkar. Voru þær báðar miklar mannkosta- og trúkonur, og að því veganesti bjó hann alla tíð. Hann var látinn heita í höfuðið á föður okkar Karli Guð- mundssyni. Miklir kærleikar voru þeirra á milli og ávörpuðu þeir hvor annan með orðinu „Nafni“. Karl tók við póstferðum um vest- urfjarðakjálkann af afa okkar og fóstra sínum Sumarliða Guðmunds- syni, þegar afi hætti því starfi. Eft- irlifandi eiginkonu sína Unni Hall- dórsdóttur, sótti hann til Patreksfjarðar. Heimili þeirra var ætíð mannmargt, myndar heimili. Þar var gestkvæmt og börn sóttu þangað í sumardvöl. Mæddi þá mikið á húsmóðurinni. Kalla var í blóð bor- inn mikill dugnaður og ósérhlífni. Lundin var létt og viðhorf til manna og málefna jákvætt. Í minningunni finnst okkur ávallt hafa ríkt í kringum hann gleði og kátína. Margar okkar yndislegustu bernskuminningar eru tengdar fólk- inu okkar í Borg og síðar Kambi. Okkur eru í barnsminni ferðirnar þangað, tilhlökkunin, kærleikurinn og gestrisnin. Fólkið kom út á móti okkur og fagnaði okkur. Þannig trú- um við að við burtför hans héðan hafi beðið hans „vinir í varpa“. Það hafa verið yndislegir endurfundir við þá, sem áður voru farnir heim til Drott- ins, þar á meðal við litla drenginn, sem þau hjónin misstu, aðeins tveggja ára, mikið efnisbarn. Við kveðjum okkar kæra frænda með hjartans þakklæti og biðjum Guð að styrkja Unnu og blessa fjölskyld- una alla. Systkinin frá Valshamri. Guðmundur, Jóhanna, Guðbjörg, Sigríður og fjölskyldur. Það er sannarlega bjart yfir minn- ingu Karls Árnasonar, móðurbróður míns. Allir sem kynntust honum fundu strax hve mikill mannkosta- maður hann var. Karl hafði einstaka frásagnargáfu og það var ekki hægt annað en komast í gott skap í nær- veru hans. Kambur í Reykhólasveit er í þjóð- braut og oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum Unni og Karli. Öllum var tek- ið af þeim hlýhug og gestrisni sem einkenndi þau hjón bæði. Kambur er einstaklega fallegt bæjarstæði og ekki skemmir að horfa yfir í Borg- arlandið, þar sem Karl ólst upp og bjó fyrstu búskaparárin. Kalli og Unna voru einstaklega sam- rýmd hjón og ég minnist þess alltaf þegar ég og Árni bróðir minn fengum Kalla til þess að koma með okkur til Ísafjarðar til þess að heilsa upp á fjar- skylda ættingja. Við vorum komnir upp að hliði þegar hann biður okkur að bíða aðeins, hann verði að fara heim aftur því hann hafi ekki kvatt hana Unnu sína nógu vel. Og þarna hljóp hann þennan spöl, á níræðisaldri, og kom syngjandi glaður til baka og þá var hægt að leggja af stað. Þessi ferð verður okkur ógleym- analeg. Kalli gjörþekkti þessa leið, því hann var í fjölda ára landpóstur og hafði komið á hvern bæ og hvar- vetna aufúsugestur. Hann gerði lítið úr því hversu erfitt þetta hlýtur að hafa verið í vetrarstórhríðum uppi á heiðum og oft sást ekki út úr augum. Ekki gat hann þó neitað því að stund- um hafi útlitið verið svart. Þegar til Ísafjarðar kom var okkur tekið með kostum og kynjum og Kalli lét sig ekki muna um það að taka nokkrar stemmur því hann kunni ógrynni af rímum og hafði góða söng- rödd. Það er rúmlega ár síðan Ólafur bróðir Karls kvaddi þennan heim. Nú er aðeins Hákon eftir af þeim Hlíð- arsystkinum. Ættin er kennd við Hlíð í Þorskafirði og undanfarin ár hafa verið haldin nokkur ættarmót. Þar hefur Karl alltaf mætt og verið hrók- ur alls fagnaðar og glatt okkur með því að kveða stemmur af hjartans list. Það verður óneitanlega tómlegra á næsta móti án þeirra bræðra Óla og Kalla. Það var alltaf hægt að leita til þeirra varðandi ættina því báðir voru þeir stálminnugir til hinstu stundar. Við munum um ókomin ár gleðjast yfir þeim góðu minningum sem við eigum um Karl Árnason. Hugur okk- ar er hjá Unni og það er huggun harmi gegn að börn þeirra hjóna hafa fengið að erfðum hina góðu mann- kosti þeirra hjóna beggja. Við send- um innilegar samúðarkveðjur til Unnar og fjölskyldunnar allrar og einnig til Hákonar bróður hans. Rúnar og Dóra. Í síðastliðinni viku bárust okkur þær fréttir að ömmubróðir okkar hann Kalli á Kambi hefði haldið til himna þá um nóttina. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum stórkostlega frænda okkar. Í bókinni Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran er talað um að stærsta gjöf allra gjafa sé að gefa af sjálfum sér. Kalli á Kambi, en undir því nafni gekk hann ævinlega í okkar tali, var ein- stakur maður sem svo sannarlega gaf okkur sem fengum tækifæri til að kynnast honum stærstu gjöfina. Hann var ávallt léttur í lund, ljóð- elskur og hagmæltur, hafði skoðanir á mönnum og málefnum og sá jafnan björtu hliðarnar enda einstaklega já- kvæður maður. Þó vitum við að lífið í sveitinni var ekki alltaf auðvelt. Við systkinin ólumst upp við sætar minningar pabba um veru hans hjá Borgarfólkinu, Sumarliða pósti og Jó- hönnu, dóttur þeirra Eyju og Kalla frænda, konu hans Unni og fjöl- skyldu. Við vitum að Kalla frænda þótti ósköp vænt um það hversu hlýj- ar minningar pabbi átti úr sveitinni. Við sjálf og börnin okkar eigum einn- ig yndislegar minningar um ánægju- lega dvöl og heimsóknir að Kambi. Kalli og Unnur voru höfðingjar heim að sækja og gestrisni þeirra ein- stök. Móttökur þeirra hjóna og veisluborð Unnar var ævinlega með þeim hætti sem höfðingjar væru á ferð. Kalli frændi sagði líka alltaf „ekki veit ég hvar ég væri hefði ég ekki hana Unnu mína“. Elsku Unnur og fjölskylda. Í Spá- manninum segir að á sorgarstundu skyldi maður skoða aftur huga sinn því þá kemst maður að því að maður grætur vegna þess sem var gleði manns. Guð veri með ykkur og takk fyrir allt og sérstakar kveðjur flytjum við frá pabba. Karl, Guðrún, Jóhanna, Anna, Kolbrún, Árni Rúnar og fjölskyldur. Sumir menn búa öðrum fremur yf- ir smitandi glaðværð og lífskrafti, og því ekki að undra að þeir séu öðrum hugstæðir. Þannig maður var Karl Árnason bóndi á Kambi, Reykhóla- sveit. Ég minnist hans fyrst þegar ég sá hann í smalamennsku þjóta milli fjalls og fjöru meðan ég valt yfir nokkrar þúfur. Þegar vinnan hélt honum á sama stað, ferðaðist hann í huganum og fór með stemmur sem gjarnan fjölluðu um hesta og svaðil- farir. Ungur að árum tók hann við starfi landpósts í sveitinni af fóstra sínum Sumarliða Guðmundssyni í Borg. Póstferðirnar stóðu oft dögum sam- an, og þá söng hann kvæði sér til dægrastyttingar. Póstlúðurinn var óþarfur því að fólkið á bæjunum heyrði í honum langt að, hvort sem var á sumrin í bland við fuglasöng eða að vetrarlagi, þegar hann var eini lífsvotturinn á hvítri snjóbreið- unni. Síðar varð jeppinn honum tamari í ferðalögum en hestarnir, en hann hélt þeim sið að syngja hástöf- um við stýrið. Hann fékkst einnig sjálfur við kveðskap og orti í anda uppáhaldsskálda sinna, Gríms Thomsen og Stefáns frá Hvítadal. Karl lifði langa ævi, en til hinstu stundar var hann jafn léttur í spori og fljótur að hugsa. Hann ræddi um hetjur Íslendingasagna og Sturl- ungu eins og þær hefðu dáið í gær og hann verið þeim persónulega kunnugur. Í þjóðmálum var honum samvinnuhugsjónin hugstæð. Enga stemmu heyrði ég hann kveða oftar en þessa vísu Stefáns frá Hvítadal, sem hann lærði níu ára: Langt til veggja, heiði hátt. Hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt, myndi ég leggjast út á vorin. Nú þegar Karl hefur lagt í það ferðalag sem enginn á afturkvæmt úr, er hægt að ímynda sér að hann hafi öðlast þennan tveggja manna mátt og horfi yfir fegurð Breiðafjarð- ar af okkur óþekktri Þingmannaheiði. Viðar Víkingsson. Látinn er í hárri elli Karl Árnason, fyrrum landpóstur og bóndi á Kambi í Reykhólahreppi. Hann var einn af máttarstólpum samfélagsins, kosinn í flestar þær nefndir, sem til voru. Hann var þann- ig í ungmennafélagi sveitarinnar og hestamannafélaginu „Kinnskær“. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Króks- fjarðar um árabil, var í sóknarnefnd og fjölda ára í hreppsnefnd Reykhóla- hrepps. Hann var ákaflega glaðlyndur maður og jákvæður og með afbrigð- um bóngóður. Hann var bókhneigður, söngelskur og hafði mjög gaman af kveðskap og var því oft fenginn til að skemmta á mannamótum með rímna- kveðskap. Hann kvað mikið og söng á árum áður, þegar hann var landpóst- ur og ferðaðist á hestum um sýsluna. Höfðu menn við orð, að póstlúðurinn væri honum óþarfur, því að vegna hans mikla söngs vissu menn gjarn- an, hvers var að vænta og hver nálg- aðist. Karl fæddist í Hlíð í Þorskafirði 20. ágúst árið 1911. Faðir hans var Árni Ólafsson, bóndi í Hlíð, ættaður frá Sunndal í Bjarnarfirði á Ströndum norður og Guðbjörg Loftsdóttir móð- ir, ættuð frá Laugalandi í Reykhóla- sveit. Karl ólst upp frá þriggja ára aldri hjá móðursystur sinni, Jóhönnu Loftsdóttur, og manni hennar, Sum- arliða Guðmundssyni, landpósti og bónda á Borg í Reykhólasveit. Þar átti hann gott athvarf og fékk þar hlý- legt uppeldi, sem hann mat alla ævi og bjó að. Karl kvæntist Unni Halldórsdótt- ur, eftirlifandi eiginkonu sinni, árið 1938, sem fædd var á Patreksfirði 10. ágúst 1916. Eignuðust þau 7 börn, en eitt þeirra dó í æsku. Hin börnin, 6 að tölu lifa föður sinn. Í miklu félagslyndi Karls á Kambi var kirkjurækni snar þáttur í fari KARL ÁRNASON Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR G. BACHMANN, Dvalarheimili aldraðra, Borgarbraut 65, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi, fyrir hlýhug og umönnun. Þórhildur Bachmann, Bjarni Bachmann, Áslaug Bachmann. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.