Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RITSTJÓRI Fréttablaðsins skrifar forystugrein í blað sitt þann 13. nóv- ember og fjallar nokkuð um kjör og starfsöryggi blaðbera. Hann kemur meðal annars inn á gjaldþrot DV og þá stöðu blaðbera að þeir þurfi að lýsa kröfum í þrotabú DV. Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir það en skoðum málið aðeins nánar. Ritstjór- inn rifjar upp og telur sér það til ágætis að gert var upp við blaðbera eldra Fréttablaðsins eftir að það fór í þrot og telur það merki um góða við- skiptahætti. Hann ætti í því sam- bandi einnig að rifja upp hvernig gekk hjá blaðberum að fá launin sín greidd í fleiri mánuði áður en Frétta- blaðið fór í þrot. Foreldrar þurftu að harka í afgreiðslu blaðsins mánuðum saman í þeirri von að geta kríað út uppígreiðslur upp í ógreidd útburð- argjöld. Síðustu mánuði á líftíma þess blaðs var það sem greitt var út til blaðbera greitt eftir póstnúmera- röð þannig að þeir sem voru svo óheppnir að búa í háu póstnúmeri sátu á hakanum. Ég vil taka það fram að ég bar ekki blaðið út á þeim tíma en þetta hef ég beint eftir for- eldrum barna sem báru blaðið út á þeim tíma. Við gjaldþrot Frétta- blaðsins gamla áttu margir blaðber- ar inni hjá Fréttablaðinu nokkurra mánaða ógreidd laun samkvæmt fréttum í fjölmiðlum þess tíma. DV greiddi þó blaðberum laun með skil- um fram á síðasta mánuð og án þess að foreldrar þyrftu að sitja langsetur fyrir framan fjármálastjóra blaðsins í þeirri von að hann fyndi einhverja þúsundkalla inni á reikningnum. En hvers vegna skyldi hið nýja Frétta- blað hafa gert upp við blaðberana? Einfaldlega vegna þess að ella hefðu þeir ekki komið blaðinu út. Það hefði enginn ráðið sig hjá hinu nýja blaði ef þeir hefðu gengið frá löngum skuldahala við þá blaðbera sem höfðu starfað hjá Fréttablaðinu því fyrra. Nú hefur sagan endurtekið sig á vissan hátt. DV fór á hausinn og skildi eftir skuldir hjá blaðberum. Þrotabúið var keypt af Frétta- blaðinu og nú skal það endurreist. En er nú gert upp við blaðbera af þeim sem starfa að endurreisninni? Nei ekki aldeilis. Nú hafa kaupend- urnir nefnilega yfir að ráða dreifing- arkerfi í nafni Fréttablaðsins. Því hafa þeir ákveðið einhliða að stinga hinu nýja DV í töskur þeirra blað- bera sem bera út DV og hafa einhliða ákveðið greiðslu fyrir viðvikið. Síðan segja þeir hinum sömu blaðberum að lýsa kröfum í þrotabú DV. Þetta er nú öll stórmennskan hjá þeim sem eru að berja sér á brjóst í forystu- grein blaðs síns og segjast vera betri en aðrir menn. Vei þér farísear. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON, Rauðagerði 36, Reykjavík. Blaðberar og Fréttablaðið Frá Gunnlaugi Júlíussyni ÉG skrifa þessar línur af því ég er búin að fá mig meira en fullsadda af því að láta troða á mér. Snemma á þessu ári var ég ráðin í starf þjón- ustufulltrúa hjá fyrirtæki í Reykjavík sem heitir Skúlason ehf. eftir að hafa svarað auglýs- ingu sem birtist í Fréttablaðinu. Samskonar auglýsingu og nú er í umferð, mjög grípandi hálfsíðu at- vinnuauglýsing þar sem m.a. er lýst eftir fólki með þá skemmtilegu eig- inleika að finnast gaman að tala í síma. Ég vann hjá fyrirtækinu í einn og hálfan mánuð, eða þar til annað atvinnutilboð bauðst sem ég var satt að segja himinlifandi yfir, því ég ef- aði stórlega frá byrjun að ég myndi nokkru sinni fá launin mín hjá Skúla- son efh. greidd án erfiðleika. Kannski má segja ég þefi uppi fyr- irtæki sem enda á hausnum því tvisvar áður hefur það gerst að fyr- irtæki sem ég var í vinnu hjá lagði upp laupana og launin sem ég hafði unnið mér inn hjá þeim fékk ég ekki fyrr en tveimur árum seinna í gegn- um Verslunarmannafélag Reykja- víkur. Ég þarf kannski ekki að taka það fram að þau laun sem ég vann mér inn hjá Skúlason efh. eru enn ógreidd. Einnig má taka það fram að þegar ég sótti um fæðingarorlof fyrir þremur mánuðum lá við að ég fengi þau ekki greidd vegna þess að engin laun höfðu verið skráð á mig hjá skattstjóra fyrir tímann sem ég vann hjá Skúlason ehf. og það þurfti heil- mikla vinnu til þess að fá það í gegn. Ég fór einnig í fyrirtækið og bað um skattkortið mitt þegar ég var komin í nýtt starf en var sagt að það væri glatað. Nokkrum mánuðum eftir að ég hætti að vinna hjá þeim athugaði ég stöðuna aftur og bað um að fyr- irtækið borgaði mér sem fyrst þar sem ég ætti von á barni. Ég var beð- in um að bíða með að fara með málið í VR og sagt að ég fengi líklega fyrr launin mín ef ég biði! Ég bíð enn. Á þeim stutta tíma sem ég vann hjá Skúlason ehf. var starfsfólk að koma og fara og það starfsfólk sem hafði verið þar í einhvern tíma var allt stressað yfir því að fá ekki út- borgað á réttum tíma. Á meðan Skúlason efh. skuldar líklega tugum starfsmanna launin sín (því mér var tjáð af yfirmanni Skúlason ehf. og þjónustufulltrúa hjá VR að ég væri ekki sú eina sem svona væri ástatt um) halda forsvarsmenn fyrirtækis- ins áfram að auglýsa grimmt í blöð- um eftir nýju starfsfólki! Hvernig væri að greiða þeim sem eiga inni ógreidd laun fyrst? Ég skil ekki hversu lengi þetta má viðgangast. Margir fyrrverandi starfsmenn bíða í röðum eftir greiðslu frá VR, en til þess að Versl- unarmannafélagið geti gripið inn í verður fyrirtækið víst að fara í gjald- þrot og svo virðist sem Skúlason efh. ætli ekki að gefast upp. Áður en ein- hver þarna úti svarar auglýsingunni í von um vinnu myndi ég halda að at- vinnuleysisbæturnar væru öruggari og skynsamari kostur! HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hringbraut 63, 107 Reykjavík. Að gefnu tilefni Frá Helgu Kristjánsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.