Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 73 GÓÐIR Íslendingar, þá er fyrstu „Iceland Model United Nations“ ráðstefnunni lokið. Okkur langar til að deila með ykkur þessari bráð- skemmtilegu reynslu og jafnframt gefa frekari innsýn í fyrirbærið, sem er komið hingað til að vera. Hvað er MUN? Í stuttu máli sagt er markmiðið með ráðstefnum eins og þessari, en 400 slíkar eru haldnar árlega um heiminn; að gefa ungu fólki innsýn í störf Sameinuðu þjóðanna. Þátttak- endur bregða sér í gervi sendiherra aðildarþjóðanna og takast á hendur samningaviðræður um lausnir á ýmsum aðkallandi vandamálum al- þjóðasamfélagsins. Samhliða auknum áhuga í sam- félaginu á starfi Sameinuðu þjóð- anna hafa nokkrir íslenskir nemend- ur tekið þátt í erlendum ráðstefnum; t.d. í London, Osló, Stokkhólmi, Boston og New York. Þegar þessi reynsla var komin til kviknaði svo draumurinn um að koma á fót ís- lenskri útgáfu af ráðstefnunni. Þessari hugmynd fylgdi að sjálf- sögðu gífurlegur undirbúningur og þá ekki síst við að kynna öllum að- ilum hvað bjó að baki. Með eldmóð og áhuga að vopni var þó gengið í málið og formlegur undirbúningur hófst strax um síðustu áramót – en óformlegur miklu fyrr. Samhliða al- hliða undirbúningi brugðu fjögur úr stjórninni sér til New York og sátu þar námskeið um hvernig standa skuli að MUN-ráðstefnum. Í New York hittu þau m.a. fastanefnd Ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur síðan verið góð samvinna þar á milli. Fleiri aðilar hafa stutt dyggi- lega við framtakið og er vonandi að áframhaldandi gott samstarf verði við utanríkisráðuneytið, forseta Ís- lands, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Flugleiðir. Um IceMUN-ráðstefnuna 2003 IceMUN 2003 stóð yfir dagana 22.–26. október og var viðfangsefnið ástand mála í Írak. Að lokinni stuttri setningarathöfn fyrsta daginn tóku við fyrirlestrar sérfræðinga daginn eftir. Tveir erlendir fyrirlesarar komu sérstaklega hingað til lands til að fræða um sérsvið sín, annar frá stjórn friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna og hinn frá Save the Children samtökunum sem starfa í Írak og víðar. Veittu þeir góða innsýn í stöð- una ásamt valinkunnum Íslending- um sem þekkja starf Sameinuðu þjóðanna, friðargæslu og uppbygg- ingu stríðshrjáðra landa af eigin raun. Frá föstudegi til sunnudags stóð svo yfir neyðarfundur í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Reyndar var unnið með dagsetningarnar 26. og 27. nóvember – þegar ramadan mán- uði lýkur í Írak. Aðstandendur ráð- stefnunnar lögðu fyrir ráðið krísu sem skapast hafði í landinu milli írakskra uppreisnarmanna og her- námsliðsins undir stjórn Banda- ríkjamanna. Í kjölfar óeirða og dauðsfalla var sett á útgöngubann á þeim degi sem er múslimum álíka mikilvægur og kristnum mönnum eru jólin. Fastafulltrúi Íraks vildi banninu tafarlaust aflétt þar sem slíkt myndi leiða til fjöldaupp- reisna í land- inu … Þessar að- stæður tókust meðlimir ráðsins á hendur að leysa. Samþykkt- ar voru tvær ályktanir og náð- ist sú seinni ekki í gegn fyrr en á allra síðustu metrunum. Full- trúa landa á borð við Frakkland og Bandaríkin greindi að sjálf- sögðu afar mikið á um málefnið og því var útlit fyrir að ekki næðist sam- komulag. Það tókst þó að lokum þó að ekki kæmu allir öllu því að sem þeir vildu – en um það snúast mála- miðlanir. Fyrir utan öfluga akademíska starfsemi var félagslegu hliðinni ekki síður sinnt. Þátttakendur og að- standendur frá Íslandi, Noregi, Sví- þjóð, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkj- unum og Mexíkó fengu gott færi á að kynnast innbyrðis. Til að mynda var boðið upp á móttökur hjá forseta Ís- lands á degi Sameinuðu þjóðanna, svo og hjá utanríkisráðuneytinu. Einnig var þátttakendum boðið í Bláa lónið og allir fóru saman út á líf- ið. Horft til framtíðar Það er von okkar að ráðstefnan IceMUN 2003 hafi veitt „sendiherr- unum“ nokkra innsýn og skilning á ákvörðunarferli Öryggisráðins og Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður mikilvægt er að fá ferska hugsun og ungt blóð inn í stjórnmálaumræð- una. Nú þegar Íslendingar eru að hefja kosningabaráttu um sæti í Ör- yggisráðinu 2009 er æskilegt að samfélagið öðlist frekari skilning á starfseminni. Þar getur IceMUN komið sterkt inn. Í framtíðinni mætti einnig hugsa sér frekari efnisleg tengsl við sérstöðu og verkefni Ís- lands á alþjóðvettvangi; s.s. í tengslum við hlutverk smáríkja inn- an SÞ, jafnréttismál, friðargæslu og umhverfismál svo eitthvað sé nefnt. Nú þegar hefur verið undirritaður sáttmáli um samstarf við Noreg á þessu sviði en stefnt er á að Norð- urlöndin eigi með sér samtök um sameiginlega þátttöku á alþjóðavett- vangi. Einnig er það einlægur vilji okkar að hægt verði að fá nemendur allra íslensku háskólanna til sam- starfs og þátttöku á næsta ári. Nú þegar grunnurinn hefur verið lagður eru miklir möguleikar á að efla starf- ið og boða til enn stærri ráðstefnu á næsta ári. Undirbúningur er þegar hafinn og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband. Einnig viljum við benda á heimasíðu ráðstefnunnar, www.icemun.hi.is. ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR, nemi í lögfræði, ERLA TRYGGVADÓTTIR, nemi í stjórnmálafræði. Að lokinni fyrstu íslensku „Model UN“ ráðstefnunni Frá Önnu Pálu Sverrisdóttur og Erlu Tryggvadóttur Á morgun, 16. nóvem- ber, er eitt ár lið- ið frá því að Regn- bogabörn fjölda- samtök um einelti voru stofnuð. Af þessu tilefni bjóðum við gestum og gangandi að kynna sér starfið og skoða þjónustumiðstöðina okkar, Gamla bóka- safnið, í Mjósundi 10, Hafnarfirði, 2. hæð. Við opnum húsið kl. 14:00 og bjóðum upp á kaffi og með því, grillaðar Goðapylsur og gos frá Vífilfelli. Húsið verður opið til kl. 18:00. Við vonum að þú sjá- ir þér fært að mæta og halda upp á daginn með okkur. Á neðri hæðinni verður kaffi- og menningarhús ungs fólks í Hafnarfirði opið. Tilvalið að skoða starfsemina þar í leiðinni. Boðið verður upp á tónlistaratriði, Tryggvi trúbador í Hafnarfirði og dansverkið „Geturðu leikið” eftir Láru Stefánsdóttur. Dansinn hefst kl. 17:00. Verkið er byggt á sögunni um ljóta andarungann og flutt af dönsurunum, Tönju, Sögu, Hjördísi og Maríu. Opið hús! Allir velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.