Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 74
DAGBÓK
74 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Vigri kemur í dag,
Helga María fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Norsund kemur í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opið
virka daga frá kl. 9–16.
Félag aldraðra í Mos-
fellsbæ, gönguhóp-
urinn leggur af stað kl.
11. Heitt á könnunni
þegar komið er til baka
um kl. 12. Skrifstofan í
Hlégarði er opin á
þriðjudögum kl. 10–12.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Fjölbreytt
vetrardagskrá hvern
virkan dag frá kl. 9–
16.30. S. 575 7720.
Vesturgata 7. Mánu-
daginn 17. nóvember
kl.13–16 verður bein-
þéttnimæling á vegum
Lyfju, upplýsingar og
skráning í síma
562 7077. Ganga hefst
miðvikudaginn 19. nóv-
ember kl.10.30–11.30,
mæting í setustofu,
kaffi á könnunni.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14, á
morgun, sunnudag, kl.
14. Kaffiveitingar.
Þriðji dagur í fjögurra
daga keppni.
Barðstrendinga-
félagið, félagsvist og
dans í Breiðfirðingabúð
í kvöld kl. 20.30.
Félag austfirskra
kvenna, basar og
vöfflukaffi í dag kl. 14.
í félagsheimili Grens-
áskirkju.
Heilsuhringurinn, 25
ára afmælisfundur
verður haldinn í Nor-
ræna húsinu á morgun,
sunnudaginn 16. nóv-
ember, kl. 14. Fræðslu-
erindi halda: Hall-
grímur Magnússon
læknir og Sólveig á
Grænum kosti.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
fundir spilafíkla, Höf-
uðborgarsvæðið:
Þriðjudagur kl. 18.15 –
Seltjarnarneskirkja,
Valhúsahæð, Seltjarn-
arnes. Miðvikudagur
kl. 18 – Digranesvegur
12, Kópavogur.
Fimmtudagur kl. 20.30
– Síðumúla 3–5, Göngu-
deild SÁÁ, Reykjavík.
Föstudagur kl. 20 –
Víðistaðakirkja, Hafn-
arfjörður. Laug-
ardagur kl.10.30 –
Kirkja Óháða safnaðar-
ins, v/ Háteigsveg,
Reykjavík. Austurland:
Fimmtudagur kl. 17 –
Egilsstaðakirkja, Eg-
ilsstöðum. Neyðarsími
GA er opinn allan sól-
arhringinn. Hjálp fyrir
spilafíkla. Neyðarsími:
698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átröskun
/ matarfíkn / ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Blóðbankabílinn.
Ferðir Blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is
Fífan, Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Minningarkort
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s. 552-
2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skóg-
um fást á eftirtöldum
stöðum: Í Byggðasafn-
inu hjá Þórði Tóm-
assyni, s. 487-8842, í
Mýrdal hjá Eyþóri
Ólafssyni, Skeiðflöt, s.
487-1299, í Reykjavík
hjá Frímerkjahúsinu,
Laufásvegi 2, s. 551-
1814 og hjá Jóni Að-
alsteini Jónssyni,
Geitastekk 9, s. 557-
4977.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stang-
arhyl 1, 110 Reykjavík.
S. 570 5900. Fax: 570
5901. Netfang: slysa-
varnafelagid@lands-
bjorg.is
Í dag er laugardagur 15. nóv-
ember, 319. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Ég mun leita að
hinu týnda og sækja hið hrakta,
binda um hið limlesta og koma
þrótti í hið veika, en varðveita hið
feita og sterka. Ég mun halda
þeim til haga, eins og vera ber.
(Esk. 34, 16.)
Víkverji skrifar...
Þegar flytja skal æsilega frétt erauðveldast af öllu að snúa út úr
staðreyndum og búa bara til skúbbið.
En auðvitað gerir góður blaðamaður
ekki slíkt. Hann lætur ekki freistast –
sama hversu freisting er mikil. Þrýst-
ingurinn um að framleiða skúbb á
færibandi.
x x x
Víkverji rak augun í forsíðu nýjastaSéð og heyrt. Þar stendur að
bandaríska leikkonan Gwyneth Palt-
row hafi orðið þunglynd af íslenskri
tónlist – vitanlega með tilheyrandi
upphrópunarmerki. Talandi um út-
úrsnúning!
Staðreynd málsins, upprunalegu
heimildir fréttarinnar, er nefnilega
allt annars eðlis eins og sjá má í hér-
lendum dagblöðum sem greindu frá
sömu yfirlýsingu leikkonunnar fyrir
góðri viku. Hún sagðist nefnilega
hvergi verða þunglynd af íslenskri
tónlist. Í umræddu viðtali er hún að
ræða um sitt síðasta hlutverk sem
skáldkonan Silvia Plath. Til þess að
ná tengslum við þessa tilfinn-
inganæmu konu segist hún hafa lítið
þurft að leggja sig fram því sjálf hafi
hún gengið í gegnum tilfinninga-
þrungna lífsreynslu nýlega er hún
missti föður sinn. En til þess að kom-
ast í enn betri skilning um líðan Plath
þá hafi hún einnig leitað á náðir
„þunglyndislegrar íslenskrar tónlist-
ar“. Hvergi segist hún beinlínis hafa
orðið þunglynd af því að hlusta á ís-
lenska tónlist. Það má svo sem skilja
þessi ummæli hennar á nokkra vegu.
En Víkverji fær samt ekki skilið
hvers vegna Íslendingar kjósa að
skilja þau á versta veg; að íslensk tón-
list geri fólk þunglynt? Bara fyrir eitt
lítið skúbb. Eina fyrirsögn. Má ekki
líka skilja ummælin þannig, og er það
ekki nærri lagi, að þunglyndisleg ís-
lensk tónlist sé svo áhrifarík að hún
hjálpi listamanni að komast í betri
snertingu við tilfinningaþrungið hlut-
verk? Að íslensk tónlist veiti heims-
frægri kvikmyndastjörnu innblástur?
x x x
Á svo ekki líka að snúa út úr því aðskærustu poppstjörnur heims,
Christina Aguilera og Britney
Spears, keppast nú við að lýsa aðdáun
sinni á Björk Guðmundsdóttur og
hafa nánast hrópað í kór hversu mjög
hún hefur haft áhrif á þær sem söng-
kona, listamaður og ekki hvað síst
stjarna sem neitar að fylgja markaðs-
straumum heldur hefur kosið að fara
sínar eigin leiðir og búa til sína eigin
strauma, bæði í tónlistarsköpun og
stíl.
Auðvitað er þetta ekkert annað en
þroskamerki hjá þessum ungu stjörn-
um. Þær eru að átta sig á því hvað
máli skiptir í þessum bransa. Og guði
sé lof ef þær og aðrar poppstjörnur
sýna þessa aðdáun sína á Björk í
verki með því að taka sér hana til fyr-
irmyndar. Fyrir utan það að Björk
mun vafalítið eignast fjölda nýrra
aðdáenda eftir slík ummæli því aðdá-
endur Britney og Christinu eiga vafa-
lítið eftir að kynna sér hver þessi
mikli áhrifavaldur þeirra er.
Reuters
Krossgáta
LÁRÉTT
1 yfirbragð, 4 misseri, 7
flík, 8 ber ábyrgð á, 9
elska, 11 hóta, 13 bein, 14
hetja, 15 lappa upp á, 17
týna, 20 skar, 22 opnar
vatni leið, 23 sjúkt, 24
landspildu, 25 líffærin.
LÓÐRÉTT
1 rúmsjó, 2 tuskan, 3
frumstætt ljósfæri, 4
himna, 5 krama, 6 bölva,
10 sárkaldur, 12 keyra,
13 skynsemi, 15 hrana-
leg, 16 heimskingi, 18
svarar, 19 ójafnan, 20 lof,
21 ógæfa.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 stagbætir, 8 stýra, 9 teigs, 10 fáa, 11 meina, 13
renna, 15 hress, 18 snæða, 21 kát, 22 kalla, 23 alinn, 24
einfaldur.
Lóðrétt: 2 trýni, 3 grafa, 4 æstar, 5 iðinn, 6 ósum, 7
aska, 12 nes, 14 ern, 15 haki, 16 efldi, 17 skarf, 18 stagl,
19 ætinu, 20 Anna.
Ögmundur Jónassonsegir, á ogmundur.is,
að landsfundur VG hafi
verið góður fyrir flokk-
inn.
Hann segir m.a.: „Katr-
ín Jakobsdóttir var kosin
varaformaður og Drífa
Snædal ritari. Báðar hafa
þær getið sér mjög gott
orð og látið að sér kveða í
pólitíkinni. Ekki leikur
nokkur vafi á því að við
eigum eftir að heyra mik-
ið frá þeim á komandi ár-
um.
Kosið var um varafor-mennskuna og var
Steingrímur Ólafsson,
fyrrverandi formaður VG
í Reykjavík, í kjöri. Nær
væri að segja að hann hafi
verið boðinn fram en að
hann hafi boðið sig fram
því margir vildu gjarnan
sjá hann komast til frek-
ari áhrifa innan VG enda
kraftmikill og glöggur.
Framboð Steingríms kom
seint fram en almennt
held ég að fólki hafi þótt
ágætt að fá kosningar um
embætti í flokknum.
Hygg ég að allir hafi stað-
ið upp ósárir.
Talsvert var um kosn-ingar í stjórn VG og
komust færri að en vildu.
Uppstillingarnefnd var
hins vegar með afgerandi
vísbendingar sem urðu að
endanlegri niðurstöðu. Á
undanförnum árum hefur
talsvert verið rætt um
fyrirkomulag við kosn-
ingar í félagasamtökum
og er ég í hópi þeirra sem
hafa vaxandi efasemdir
um uppstillingarnefnd-
arformið og gerist æ
hlynntari opnum kosn-
ingum. Sá sem býður sig
fram í stjórnir og ráð án
þess að vera tilnefndur af
uppstillingarnefnd á yf-
irleitt litla möguleika á
kosningu. Sú spurning
vaknar hvort þetta sé
nægilega lýðræðislegt
form.“
Ögmundur segir miklaeftirsjá vera í Svan-
hildi Kaaber, sem hætti
sem varaformaður. „Hún
tók þátt í stofnun flokks-
ins og var reyndar með í
öllum aðdragandanum.
VG á sér margar rætur.
Ein heitir Stefna, félag
vinstri manna, sem stofn-
að var á fyrri hluta ársins
1998 með það fyrir aug-
um að búa í haginn fyrir
kröftuga baráttu vinstri
manna. Niðurstaðan varð
Vinstrihreyfingin – grænt
framboð þar sem fólk úr
ýmsum áttum, þar á með-
al úr Stefnu, tók höndum
saman. Svanhildur Kaab-
er var ein aðaladriffjöð-
urin í þessu starfi.
Þetta eru ekki pólitískminningarorð heldur
þakkarorð fyrir frábært
starf hennar á vettvangi
VG sem varaformaður
flokksins á fyrstu mót-
unarárum hans. Eftir
þennan landsfund og þær
líflegu og skemmtilegu
umræður sem þar fóru
fram, velkist ég ekki í
nokkrum vafa um að
Vinstrihreyfingin – grænt
framboð á bjarta fram-
tíð.“
STAKSTEINAR
Landsfundur VG
ÉG las í dagblaði um dag-
inn, að móðir kvartaði yfir
því, að kennari sonar henn-
ar kenndi börnunum að
fara gætilega með vatnið.
Sagði hún, að betra væri, að
kenna eitthvað þarflegra
þar sem nóg væri af vatni
hér á landi.
Þetta er hugsunarháttur,
sem mér finnst afar hættu-
legur, þar sem vatn er mik-
ilvægasta auðlind jarðar.
Þó að nóg sé af vatni hér er
það ákaflega víða af skorn-
um skammti og skilur oft á
milli lífs og dauða og veitir
ekki af að kenna uppvax-
andi kynslóð aðgæslu við
umgang um vatn.
Þeir kennarar, sem
kenna börnum að hugsa
ekki um vatn sem ótak-
markaða auðlind, eiga heið-
ur skilinn og eru þeir von-
andi margir.
Gísli Júlíusson,
fyrrverandi varafor-
maður Landverndar.
Lélegt hjá DV
ÉG ER blaðberi hjá DV úti
á landi – eða ætti ég að
segja fyrrverandi blaðberi.
Ég hef mikið út á það að
setja hversu léleg vinnu-
brögð hafa verið í kring um
allt þetta gjaldþrot hjá DV.
Ég fékk ekkert að vita um
þetta gjaldþrot. Ég vissi
ekkert hvort það kæmi blað
daginn eftir eða hvort ég
fengi borgað eða hvort ég
myndi halda vinnunni. Það
kom ekki einu sinni lítill
miði með blöðunum sem á
stóð: Það koma ekki blöð á
morgun. Það kom ekkert.
Við fengum bara að vita
það í fréttunum að það
kæmu ekki blöð aftur. Ég
veit ekki einu sinni hvort
það kemur DV út hérna í
bænum aftur eða ekki.
Mér finnst þetta vera
ömurlega léleg vinnubrögð
og svo verðum við, 12-16
ára krakkar að hringja í
einhver félög í Reykjavík til
þess að fá okkar laun.
Dagblaðið lét okkur bera
út Magasín í hvert hús og
við erum að fá vöðvabólgu í
axlirnar af því það eru ekki
til neinar almennilegar
töskur né vagnar. Svo geta
þeir ekkert borgað okkur
fyrir öll þessi blöð sem við
bárum út.
Ég bar út Magasín í 217
hús í október og ég fæ lík-
lega ekki borgað fyrir það
fyrr en eftir vikur eða mán-
uði. Eða það heyrir maður í
fréttunum. Það er ekki einu
sinni víst að ég fái þetta
borgað.
Ég veit ekki hvaða upp-
lýsingum var dreift til blað-
bera á höfuðborgarsvæð-
inu, en ég býst við að þeir
hafi fengið að vita meira um
málið heldur en við á lands-
byggðinni. Það tel ég vera
mismunun.
Kveðja.
Ósáttur blaðberi
á landsbyggðinni.
Dýrahald
Snúlli Snúður
er týndur
HANN er 7 mánaða fress,
inniköttur, geltur, hvítur og
svartur.
Hann er með svarta og
bláa ól og er eyrnamerktur.
Hann týndist í Bryggju-
hverfi við Grafarvog að-
faranótt mánudags. Þeir
sem hafa orðið hans varir
hafi samband í síma 861-
9668. Fundarlaun.
Kettlingar
fást gefins
KASSAVANIR kettlingar
fást gefins. Upplýsingar í
síma 557 1559 og 663 5906.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Vatn
Morgunblaðið/RAX
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16