Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 79
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 79
FORSVARSMENN enska knatt-
spyrnusambandsins, FA, viður-
kenna að leikmenn enska landsliðs-
ins sem undirbúa sig fyrir vin-
áttulandsleik gegn Dönum á
sunnudag séu ekki sáttir við
ákvörðun FA að vísa Alan Smith,
framherja Leeds, úr landsliðs-
hópnum.
Smith var handtekinn sama dag
og hann var valinn í liðið, en honum
er gefið að sök að hafa kastað
flösku í áhorfanda á leik Leeds og
Manchester United í lok október.
Leikmanninum var sleppt úr haldi
eftir yfirheyrslu en honum var gert
að reiða fram tryggingafé.
Sven Göran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englands, vildi hins vegar
ekki senda Smith úr liðinu en stjórn
FA var ekki sammála Svíanum.
Mark Palios talsmaður FA segir að
hann hafi ekki vitað að Nicky Butt
leikmaður Manchester United hafi
verið handtekinn fyrr á þessu ári
vegna rannsóknar á líkamsárás-
armáli. „Ef FA hefði vitað af því
hefði Butt ekki verið valinn í lands-
liðið á þeim tíma,“ segir Palios.
James Beattie frá Southampton
var valinn í stað Smith en í fyrra
var hann dæmdur fyrir að hafa ekið
bifreið undir áhrifum áfengis.
Enskir fjölmiðlar segja að það sé
þungt hljóð í leikmannahópnum og
líklegt að menn þar á bæ verði treg-
ir í taumi er FA fer fram á að þeir
sinni kynningarstörfum fyrir sam-
starfsaðila FA þegar nær dregur
Evrópukeppni landsliða í Portúgal.
Kalt stríð í herbúðum
enska landsliðsins
EF rýnt er í tölfræðina að loknum
tveimur umferðum í bikarkeppni
Evrópu í körfuknattleik má sjá að
leikmenn Keflavíkur standa sig vel á
mörgum sviðum í vesturriðlinum. Í
þeim riðli eru alls átta lið í tveimur
riðlum.
MAGNÚS Gunnarsson hittir úr-
flestum þriggja stiga skotum, 4,5 að
meðaltali. Derrick Allen skorar
mest, eða 27,5 stig í leik, og Nick
Bradford er í öðru sæti ásamt Leg-
name frá franska liðinu Toulon, en
þeir skora báðir 22,5 stig að með-
altali. Magnús er í 12. sæti með 18
stig að meðaltali en hann er í þriðja
sæti í stoðsendingunum, með 6 að
meðaltali.
ALLEN er í öðru sæti í fráköst-
unum, með 10 að meðaltali, og Brad-
ford fylgir þar á eftir í fjórða sæti
með 9 fráköst.
HENNING Berg, varnarmaður
skoska liðsins Glasgow Rangers og
norska landsliðsins í knattspyrnu,
hefur gefið forráðamönnum Lyn af-
svar hvað varðar þjálfarastöðu hjá
liðinu. Berg hefur verið í viðræðum
við Lyn undanfarna daga en hann
segir við norska fjölmiðla að málið
hafi strandað á því að hann hafi ekki
getað valið sjálfur aðstoðarmann á
hliðarlínunni. Berg hafði hug á því að
leika með liðinu en samningur hans
við Rangers rennur út í lok leiktíðar.
FYRRVERANDI félagi Berg í
norska landsliðinu, Kjetil Rekdal,
hefur hins vegar í nógu að snúast við
að bjarga Vålerenga frá því að falla í
1. deild. Rekdal hefur leikið með liði
sínu í sumar auk þess að þjálfa liðið
en fjárhagsstaða liðsins er afar slæm
og segir framkvæmdastjóri þess að
Rekdal hafi ekki þegið umsamin laun
fyrir þjálfunina. Um er að ræða allt
að 20 milljónir ísl. kr. á ári.
ANNIKA Sörenstam, kylfingur
frá Svíþjóð, mun á ný etja kappi við
karla á golfmóti sem fram fer í
Singapúr um helgina. Sænska konan
lék á PGA-mótaröðinni fyrr á þessu
ári en komst ekki í gegnum niður-
skurðinn en að þessu sinni leikur hún
gegn Dananum Jesper Parnevik,
Retief Goosen frá S-Afríku og Lam
Chi Bing frá Asíu.
KEPPNISFYRIRKOMULAGIÐ í
Singapúr verður með þeim hætti að
leikið er um ákveðna peningaupp-
hæð á hverri holu og sá sem leikur
best fær upphæðina í sinn vasa. Ef
leikurinn verður jafn færist upphæð-
in á næstu holu og bætist þá enn
meira fé í sarpinn.
SÖRENSTAM lætur ekki þar við
sitja því 22.–23. nóv. leikur hún á
sams konar móti í Kaliforníu í
Bandaríkjunum en auk hennar
mæta Phil Mickelson, Fred Couples
og Mark O’Meara til leiks en þeir
eru allir frá Bandaríkjunum.
FÓLK
Gestirnir frá Akureyri fóru ákostum í byrjun og skoruðu
auðveld mörk en það virtist ekki
gera þeim gott því
eftir góða byrjun
slökuðu þeir aðeins á
í sókninni. Skyttan
Arnór Atlason var
drjúgur með opið skotleyfi enda
skoraði hann 7 af níu fyrstu mörkum
KA. Valsmenn þurftu að hafa mun
meira fyrir sínum mörkum en það
var aðeins í byrjun því vörn KA
missti stundum taktinn svo að
heimamenn gátu gengið í gegn enda
ná þeir forystu um miðjan fyrri hálf-
leik. Til marks um þessar sviptingar
má benda á að liðin skora 19 mörk á
fyrstu fimmtán mínútum – flestir
hefðu búist við betri vörn hjá þessum
tveimur efstu liðum í riðlinum. KA-
menn fóru að spila varnarleikinn ut-
ar og það tók nokkrar mínútur að
skila sér en með fimm mörkum á
móti einu náðu þeir 14:12 forystu. Í
stað þess að ganga á lagið freistuðu
þeir þess að halda sjó og það dugði
ekki, sérstaklega ekki þegar Örvar
Rúdólfsson lokaði marki Vals og
staðan í hálfleik var aðeins 16:15 fyr-
ir KA.
Síðari hálfleikur var í járnum
framan af. Valsmenn fóru utar í sinni
vörn og það sló nokkuð á bitið í sókn
KA en um miðjan síðari hálfleik
gekk allt á afturfótunum og með
fimm mörkum í röð komst KA í
25:22. Valsmenn hafa séð það svart-
ara, tóku sig á og jafna, 26:26. Þegar
rúm mínúta var eftir jafna Valsmenn
aftur, 29:29. Jónatan Magnússon
skorar fyrir KA þegar 40 sekúndur
eru eftir en Heimir Árnason jafnar
þegar tíu sekúndur eru eftir. KA-
menn hófu leik en með því að brjóta
á þeim ótt og títt náðu Valsmenn að
koma í veg fyrir skot, ekki fyrr en úr
aukaskoti rétt við miðju.
„Ég er ekki sáttur, við þurftum
tvö stig til að taka efsta sætið í riðl-
inum og við fórum með það markmið
í leikinn en jafntefli er betra en ekki
neitt auk þess að þetta er erfiður úti-
völlur,“ sagði skyttan Arnór eftir
leikinn. „Við brenndum okkur á því
síðast gegn Val, að þeir skora of mik-
ið úr hraðaupphlaupum en við náð-
um að stöðva það ágætlega í kvöld.
Við ætluðum því að spila góða vörn
en hún hefur ekki staðið sig í síðustu
leikjum. Markvarslan var líka betri
en í síðasta leik en það vantaði smá-
vegis uppá að þetta hefðist. Það var
slæmt þegar Jónatan fór útaf meidd-
ur og líka að Þorvaldur Þorvaldsson
er veikur heima. Ég held að við höf-
um átt skilið að fá tvö stig því við
börðumst svo vel og okkur langaði
svo mikið í bæði stigin.“ Markús
Máni Mikaelson dró vagninn fyrir
Val fram eftir leik, Heimir náði upp
góðu spili og Örvar í markinu átti
góða spretti.
„Við lögðum upp með að stöðva
Arnór en það gekk engan veginn,
hann virðist óstöðvandi en okkur
tókst þó að halda aftur af öðrum, til
dæmis Einari Loga og Andreus
Stelmokas,“ sagði Heimir, sem átti
góðan leik. „Við fengum á okkur al-
ger heppnismörk en vissum eftir
fyrri leikinn á Akureyri, þegar við
vorum langt undir en skoruðum níu
mörk í röð, að það var hægt að vinna
forskot þeirra. Hér var leikinn mjög
góður leikur og það var gríðarlega
gott að fá þetta stig. Það er ekki síst
mikilvægt þegar haft er í huga að
innbyrðis viðureignir skipta máli.“
Arnór var illstöðvanlegur og góð
byrjun Hafþórs Einarssonar í mark-
inu kom sér vel. Jónatan Magnússon
stjórnaði leik KA af krafti og ungur
strákur, Árni Björn Þórarinsson,
sýndi góða takta.
Morgunblaðið/Þorkell
Einbeittur, miða og skjóta niðri gæti leikmaður KA, Árni Björn Þórarinsson, verið að hugsa rétt
áður en hann skoraði eitt af fjórum mörkum sínum gegn Val að Hlíðarenda í gær.
Stigum skipt í hörku-
leik að Hlíðarenda
SITTHVORT stigið eftir 30:30 jafntefli var sanngjörn skipting að
Hlíðarenda í gærkvöldi þegar KA sótti Val heim – Valsmenn voru
sáttir en KA-menn flestir súrir yfir að fara ekki heim með bæði stig-
in. Stigið fá leikmenn fyrir baráttu því þeir fá ekki stig fyrir varn-
arleik. Í húfi var efsta sæti deildarinnar en eftir kvöldið halda Hlíð-
arendapiltar því og eiga leik til góða en Grótta/KR er tveimur
stigum á eftir hinum tveimur og á tvo leiki uppá að hlaupa.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Við gáfum aðeins eftir í lokin ogmisstum einbeitinguna. Það er
stutt í næsta leik við ÍR, sem er einn
stærsti leikurinn í
þessum riðli í vetur,
og við verðum að
gera betur þá. En við
erum aftur komnir á
sigurbrautina og höfum unnið þrjá
leiki í röð, en erum sem stendur í 3.
sæti með 12 stig, jafnmörg og
HK.Við höfum 10 daga til að und-
irbúa okkur, en leikurinn í krikanum
verður að mínu mati úrslitaleikur um
hvort við förum upp úr riðlinum,“
sagði Logi Geirsson, stórskytta FH,
í leikslok.
Hann sagði jafnframt að FH-ingar
hefðu ætlað að spila fastari vörn til
að byrja með og nýta hraðaupp-
hlaupin betur en þeir gerðu. „Við
ákváðum síðan í hálfleik að drífa
muninn upp í 10 mörk og byrja að
rúlla á liðinu. Það kom sér vel að það
er mikil breidd hjá okkur og þá kom
Brynjar sérstaklega sterkur inn í
vörnina. Ég er hvað ánægðastur með
hvað við gátum rúllað vel á hópnum.“
„Margir ljósir punktar“
„Þetta var ágætur leikur, en eins
og við höfum farið yfir áður misstum
við þetta frá okkur á síðustu 10 mín-
útunum í fyrri hálfleik. Þetta er að
gerast trekk í trekk hjá okkur. Það
voru margir ljósir punktar í þessu
hjá okkur, en við náðum t.d. að
minnka muninn verulega í seinni
hálfleik og komum okkur aftur inn í
leikinn. En við töpuðum fyrir liði
sem drekkti okkur í hraðaupphlaup-
um og það er staðreynd að ekkert lið
hefur unnið leik gegn FH síðan 1960
ef þeir komast í hraðaupphlaupin
sín,“ sagði Sebastian Alexandersson,
markvörður og þjálfari Selfoss.
Hjá FH-ingum voru það aðallega
Logi og fyrirliðinn Guðmundur sem
fóru fyrir sínum mönnum. Elvar
Guðmundsson varði vel.
Hjá Selfossi spilaði Ramunas Kal-
endaskas vel. Þá barðist Haraldur
Þorvarðarson af alefli og gaman var
að sjá til Arnars Gunnarssonar.
FH drekkti
Selfossi í
hraðaupp-
hlaupum
FH vann fimm marka sigur á
Selfossi í suðurriðli RE/MAX-
deildarinnar í handknattleik í
gærkvöldi, 27:32. FH-ingar
náðu mest 10 marka forskoti í
seinni hálfleik en Selfyssingar
gáfust þó ekki upp, heldur
spiluðu sig aftur inn í leikinn og
á tímabili hljóp nokkur spenna
aftur í hann. Það voru hins veg-
ar þeir Logi Geirsson og Guð-
mundur Pedersen sem héldu
sínum mönnum á floti í sókn-
inni, skoruðu alls 18 af 32 mörk-
um liðsins. Í hálfleik var staðan
12:18.
Helgi
Valberg
skrifar