Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 81

Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 81
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 81 MEÐ FYRSTU hljóm- sveitum sem létu á sér kræla í íslensku hiphopi voru Skytturnar frá Ak- ureyri. Þær voru frum- kvöðlar í að senda frá sér efni, gáfu út kynning- ardiskinn SP nokkru áður en Sesar A og Rottweiler- hundarnir létu á sér kræla. Síðan hefur verið nokkur bið á að sveitin léti almennilega til sín heyra, liðsmenn komu í bæinn öðru hvoru og sýndu að þeir voru í fremstu röð en hurfu svo norður aft- ur. Nú er fyrsta breiðskífan, Ill- gresið, aftur á móti að detta inn, berst til landsins nú um helgina og kemur út eftir helgi. Lifandi hljóðfæraleikur Það hvað það tók Skytturnar langan tíma að koma saman plötu skrifast ekki á hugmyndaþurrð, það var nóg til af lögum þegar upptökur hófust fyrir ári. Vinna gekk enda vel og platan var eiginlega tilbúin þegar þeir félagar ákváðu að breyta plöt- unni í grundvallaratriðum; taka hana upp aftur með lifandi hljóð- færaleik. „Við byrjuðum til gamans á að taka eitt lag og breyta því, en svo hljómaði það svo vel að við ákváðum að taka þau öll upp aftur,“ segja þeir og bæta við að það hafi eðlilega tekið sinn tíma. Þeir segja að það hafi breytt gríð- arlega miklu að nota lifandi hljóð- færaleik, eiginlega breytt öllu. „Það kom allt annað og skemmtilegra sánd, þetta verður miklu meira en venjulegar lúppur eins og menn eru að nota í hiphopi, við fórum að byggja brýr í lögunum og þróa þau áfram. Við eigum örugglega ekki eftir að fara aftur í sama farið, að fara aftur í tölvurnar, það er mikið sem okkur langar að prófa á þessu sviði, við ætlum ekki að stoppa hér.“ Einmanalegt í hiphopi á Akureyri Textana vinna þeir Skyttufélagar hver í sínu horninu en skipta lög- unum reyndar nokkuð á milli sín, yf- irleitt er bara einn rappari í lagi, á plötunni eru fá lög þar sem þeir eru tveir eða fleiri að rappa. Þeir félagar voru búnir að koma sér upp hljóð- veri heima og tóku plötuna upp þar og útsettu í sameiningu. Þeir ætluðu líka að gefa skífuna út sjálfir, nenntu ekki að bíða eftir því að einhver út- gáfan tæki við sér, en þá æxluðust mál svo að Sonet og Birta tóku hönd- um saman um að koma plötunni út. Þeir Skyttufélagar segja að það sé einmanalegt að vera í hiphopinu á Akureyri, fáir í því og fáir að hlusta. Það sé þó ekki bara af hinu illa, held- ur getur það orðið til góðs. „Það hvað það eru fáir í hiphopinu fyrir norðan þýðir að við getum ekki treyst á að aðrir eigi eftir að koma hlutunum af stað, við lærðum að treysta á okkur sjálfa, að drífa í hlut- unum sjálfir.“ Norðlenska hiphopsveitin Skytturnar Treystum á okkur sjálfa Dagsljós/Finnbogi hefur getið af sér Illgresi FYRSTA sólóplata Óskars Péturssonar, sem þekktastur er fyrir söng sinn með Álftagerðisbræðrum, hefur nú verið á toppi Tónlistans í þrjár vikur og á hann þar með langvinsælustu plötu landsins nú um stundir. Platan heitir Aldrei einn á ferð og þar syngur Óskar innlend sem er- lend dægurlög; allt frá popplagi eftir Rich- ard Marx til afrískrar vögguvísu. Platan hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og ekkert lát virðist ætla að verða á þessu góða gengi. Morgunblaðið sló á þráðinn til Óskars í gær, og var hann þá í óðaönn að undirbúa sig fyrir að syngja í jarðarför. Ný plata frá bræðrunum? „Já … eins og sagt er þá virðist ekki vera nein sjáanleg skýring á þessu,“ segir Óskar og hlær. „Nema það séu kyntöfrar!“ Óskar segist þó efast stórlega um að það sé ástæðan. Og ekki er farin að dembast yfir hann poppstjörnutilfinning heldur seg- ist hann með báða fætur kirfilega á jörð- inni. „Þetta hefur auðvitað heldur betur farið fram úr björtustu vonum engu að síður.“ Óskar kannast þó alveg við þessa rífandi sölu en þrír hljómdiskar Álftagerð- isbræðra hafa allir sem einn selst afar vel. „Ég var frekar taugaóstyrkur þegar við byrjuðum á plötunni og mér gekk hálfilla í upphafi,“ segir Óskar einlæglega. „Mér fannst eins og ég þyrfti að finna upp hjól- ið. Sem betur fer hætti ég því og fór að syngja frá hjartanu. Þá fór þetta að ganga.“ Enginn bræðranna er lærður í söng en Óskar segist þó hafa notið svolítillar til- sagnar. Prófgráðurnar eru þó fáar segir hann og brosir í gegnum símann. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svarar hann hins vegar þegar hann er inntur eftir því hvort eitthvert framhald verði á sóló- plötugerðinni. „Það hefur ekkert verið um það rætt. Eigum við ekki að klára þetta fyrst. Hins vegar höfum við bræður verið að spjalla um okkar mál og mér finnst eins og það verði að gera eina plötu enn (hlær). Við verðum að lufsast til að gefa frá okkur efni. Er það ekki?“ Hluti af lífsmynstrinu Óskar segir sönginn fínustu aukabúbót en allir eru bræðurnir uppteknir við önnur störf líka. „Ég hef alltaf sagt að þetta sé dýrasta nafnspjald sem hægt er að kaupa sér. Þú getur haft það eftir mér að ef ég ætlaði mér að verða ríkur þá myndi ég hætta að syngja.“ En slíkt kemur að sjálfsögðu ekki til greina. „Ég væri löngu hættur ef þetta væri ekki ástríða númer eitt. Þetta er mér jafn eðlilegt og að anda og borða. Þetta hefur alla tíð verið hluti af lífsmynstri mínu. Það er nú ekkert flóknara en það.“ Óskar Pétursson á mest seldu plötu landsins um þessar mundir „Jafn eðlilegt og að anda og borða“ Morgunblaðið/Kristján Óskar Pétursson. Hann telur ólíklegt að kyn- töfrar séu að selja plötuna sína. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða í Salnum í Kópavogi á sunnudagsvöldið kl. 20.00. Með Óskari spila þeir Karl Olgeirs- son á píanó, Sigfús Örn Óttarsson á trommur, Jón Rafnsson á kontrabassa og Stefán Magnússon á gítar. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.