Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 88

Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI KARLMAÐUR um sjötugt lést í umferð- arslysi á Reykjanesbraut í gær, þegar ekið var aftan á kyrrstæðan bíl hans úti í veg- kanti. Slysið varð á Reykjanesbrautinni milli Voga og Grindavíkurafleggjara og voru tildrögin þau að ökumaður annarrar bifreiðar á leið til Reykjavíkur ætlaði að víkja út í kant til að greiða fyrir fram- úrakstri, en lenti þá á kyrrstæðu bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Bifreiðin sem ekið var á kastaðist út af veginum við höggið. Í hvorugri bifreiðinni voru farþegar með ökumönnunum en þeir voru báðir flutt- ir á slysadeild þar sem annar þeirra var úr- skurðaður látinn. Hinn mun ekki hafa slas- ast alvarlega. Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um slysið kl. 14:41 og var Reykjanesbraut- inni lokað í eina og hálfa klukkustund á meðan björgunarlið vann á vettvangi. Tækjabifreið slökkviliðs var kölluð á vett- vang en ekki reyndist þörf á henni á slys- stað, að sögn lögreglunnar. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem banaslys verður á Reykjanesbrautinni á þessum slóðum. Hinn 24. september lést annar karlmaður á sjötugsaldri eftir árekst- ur tveggja bifreiða á gatnamótum Grinda- víkurafleggjara og Reykjanesbrautar. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Kyrrstæða bifreiðin kastaðist út fyrir veg á Reykjanesbrautinni og lést ökumaður hennar við áreksturinn. Karlmaður lést í um- ferðarslysi EIGENDUR jarðarinnar Stafafells í Lóni hafa þegar ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu til að fá úrskurði óbyggðanefndar hnekkt frá því í gær um að nyrðri hluti Lónsöræfa teljist þjóðlenda, þ.m.t. Kollumúli og Víðidalur. Þá telur lögmaður landeigenda Skálafells og Hof- fells, Ragnar Aðalsteinsson, allar líkur á að sínir umbjóðendur höfði mál vegna úrskurð- arins. Allur Vatnajökull, auk nokkurra fjalla, er sömuleiðis þjóðlenda að mati óbyggðanefndar sem úrskurðaði um fimm svæði í sveitarfé- laginu Hornafirði, áður Austur-Skaftafells- sýslu. Svæðin eru Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes og Lón. Flestir aðrir landeigendur una vel við sitt og á máli sumra þeirra er fylgdust með uppkvaðningu úrskurða á Höfn í gær, með að- stoð fjarfundabúnaðar, töluðu um sigur fyrir bændur. Ólafur Björnsson, lögmaður landeigenda Stafafells, sagði að á þeirri jörð væri komin þjóðlenda sem hefði verið keypt af ríkinu árið 1913 með öllum gögnum og gæðum. Var jörð- in keypt af langafa núverandi landeigenda fyrir 8.500 krónur. Sagði Ólafur eigendur vera með þinglýst landamerkjabréf í höndum og taldi hann að úrskurður óbyggðanefndar um þetta svæði gengi gegn nýjum dómi Hér- aðsdóms Suðurlands um afrétti í uppsveitum Árnessýslu, sem ríkið hefur áfrýjað til Hæsta- réttar. Gunnlaugur Ólafsson, einn landeigenda Stafafells, telur að nú séu í óvissu ýmis áform sem hafa verið uppi um uppbyggingu ferða- þjónustu í Lónsöræfum. Til hafi staðið að vígja þar landsins mestu göngubrú næsta sumar en nú viti menn ekki hvað gera skuli í framhald- inu. Telur Gunnlaugur það með ólíkindum að ríkið geti selt land og náð því aftur til baka frítt tæpri öld síðar. Óbyggðanefnd úrskurðar Vatnajökul og Lónsöræfi sem þjóðlendur Morgunblaðið/Jim Smart Lögmenn landeigenda skoða úrskurði óbyggðanefndar, fremstir á myndinni eru Sigurður Jónsson, Ólafur Björnsson og Ragnar Aðalsteinsson. Eigendur íhuga málssókn  Vatnajökull/4 RANNSÓKN skattrannsókna- stjóra ríkisins á meintum skatta- lagabrotum Jóns Ólafssonar lauk fyrir nokkru og er embætti ríkis- skattstjóra nú með málið til með- ferðar. Ríkisskattstjóri mun ákvarða endanlega skattgreiðslu Jóns og einnig hvort málið verður hugsan- lega sent í opinbera meðferð til ríkislögreglustjóra eða hvort það sæti sektarmeðferð hjá yfirskatta- nefnd, eftir að viðkomandi hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um málið. Við val á hvor leiðin verði farin þarf að taka tillit til þess hvert sé eðli brotsins og hvort við- komandi hafi gerst sekur um lang- varandi brotastarfsemi. Málið er mikið að vöxtum og ennþá liggja ekki fyrir staðfestar tölur um það hversu miklu skatta- yfirvöld telja að skotið hafi verið undan skatti. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins munu þær fjárhæðir vera talsvert lægri en skilja mátti á frumskýrslu skatt- rannsóknastjóra, þ.e. rúmir þrír milljarðar króna, en gætu numið allt að tveimur milljörðum króna. Skattamál Jóns Ólafssonar sent til ríkisskattstjóra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Málstofu um alþjóðlegar fjárfestingar, sem haldin var í Gerðarsafni í gær á vegum Lands- banka Íslands, að allt benti til að Landssími Íslands yrði seldur á næstu mánuðum. „Nú er hafinn undirbúningur að því að selja Landssíma Íslands. Markaðsaðstæður hafa breyst á undanförnum misserum og því er það mat ríkisstjórnarinnar að nú sé lag til að færa þetta mikla fyrirtæki úr höndum ríkisins og til einkaaðila. Að ýmsu er að hyggja við sölu þessa fyrirtækis og nauðsynlegt að vanda mjög allan undirbúning. En allt bendir til að af sölunni geti orðið á næstu mánuðum og hefur þá verið stigið mjög stórt skref í einkavæð- ingarferlinu sem staðið hefur nú í rúman áratug,“ sagði Davíð. Þá vakti Davíð í ræðu sinni at- hygli á nýlegum ummælum for- manns Starfsgreinasambands Ís- lands, Halldórs Björnssonar. „Ég vil sérstaklega vekja athygli á um- mælum formanns Starfsgreina- sambandsins sem sagði nýverið að í ljósi reynslu undanfarinna kjara- samninga væri skynsamlegt að semja til lengri tíma, því lengri samningar gæfu launafólki færi á að semja um meiri kaupmátt en gerlegt er í styttri samningum. Slíkir samningar væru líklegir til að tryggja meiri stöðugleika. Ég tel að þessi yfirlýsing gefi fyrirheit um að þótt fast verði tekist á í kjarasamn- ingum á næstu misserum muni sú hugsun ráða för að markmiðið er aukinn kaupmáttur, stöðugleiki og öflugt íslenskt atvinnulíf.“ Líklegt að Síminn verði seldur á næstu mánuðum  Allt bendir til/13 Davíð Oddsson á málstofu um fjárfestingar TVEIMUR síðustu skákum skákeinvígis Friðriks Ólafssonar og Bents Larsens lauk með jafntefli í gærkvöldi. Friðrik hafði þó nokkru betri stöðu og var peði yfir í báð- um skákunum. Hann sigraði því í einvíginu með fimm vinningum á móti þremur. Sex skákum lauk með jafntefli, Friðrik vann tvær og Bent Larsen enga. Einvígið hófst síðastlið- inn þriðjudag og því lauk í gærkvöldi en tefldar hafa verið tvær skákir á kvöldi. Friðrik og Bent mættust hér á landi árið 1956 í skákeinvígi um Norðurlandameist- aratitilinn. Bent hafði betur í þeirri við- ureign og varð því Norðurlandameistari en það var Íslendingum þungbært að tapa fyrir Dönum. Morgunblaðið/Ómar Tvö jafntefli og öruggur sigur Friðriks FERGVENE Kariy lét æsku- drauminn rætast á fertugsafmæl- inu sínu þegar hann heimsótti jafnöldru sína, Surtsey, í fyrsta skipti. Fergvene, sem býr í París og starfar þar í banka, segir að alveg frá því að hann var lítill drengur hafi hann dreymt um að sjá þessa íslensku eyju sem mynd- aðist sama dag og hann fæddist. „Amma mín geymdi frétt úr frönsku dagblaði þar sem stóð að ný eyja hafi myndast við Ísland og búið væri að skíra hana Surts- ey. Ég var strax ákveðinn í að heimsækja hana einhvern tím- ann. Nú fannst mér kominn tími til og ákvað að halda upp á af- mælið mitt eins nálægt Surtsey og mögulegt væri.“ Fergvene var hissa á hversu stór eyjan var. Morgunblaðið/Sigurgeir Lét æsku- drauminn rætast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.