Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 51 FÓLK „ÉG er ánægður með leikinn, liðið lék vel og þetta var bar- áttuleikur og það hentar mér ágætlega,“ sagði Gylfi Ein- arsson sem stóð sig vel á miðjunni. Hann sagði gaman að vera kominn í landsliðið á nýjan leik. „Við verðum að átta okkur á því að við vorum að spila við mjög sterkt lið og send- ingar okkar voru ekki alltaf alveg nógu nákvæmar, en við lærum á þessu. Maður er auðvitað aldrei fyllilega ánægður því það er alltaf hægt að bæta sig. Ég held að við höfum sýnt að við eigum stóran hóp frambærilegra spilara og í rauninni eigum við Íslend- ingar fáránlega marga at- vinnumenn í fótbolta, sé mið- að við höfðatölu. Við áttum fínan leik og fengum fleiri hættuleg færi en þeir og það er ekki á hverjum degi sem við sjáum Helga misnota þrjú færi, ætli keppnin á milli ungra og eldri leikmnanna á æfingunum hafi ekki farið með hann,“ segir Gylfi og vitnar þar til þess að yngri leikmenn liðsins höfðu betur í einvíginu við þá eldri á æf- ingunum. „Aldrei fyllilega ánægður“  ÞRÁTT fyrir að „aðeins“ um 17.000 áhorfendur væru á vellinum í San Francisco er Ísland og Mexíkó áttust við – hann tekur ríf- lega 40.000 manns – var mikil stemmning enda kunna Mexíkanar, sem eru fjölmennir í Kaliforníu, að skemmta sér við að horfa á fót- bolta.  LÚÐRABLÁSTUR var nærri því óbærilegur á stundum og litadýrðin mikil. Þó svo völlurinn hafi verið tæplega hálfur virkaði það ekki þannig því efstu sætin í stúkunni voru tóm, en þau eru lengst uppi í rjáfri þannig að hann var þétt set- inn bekkurinn niðri við völlinn og næsta hæð þar fyrir ofan.  ÞRÍR leikmenn fengu nýliða- merki KSÍ í búningsherberginu að leik loknum. Kristján Örn Sigurðs- son var í byrjunarliðinu og lék allan tímann, en þetta var hans fyrsti landsleikur. Þeir Ólafur Ingi Skúla- son og Björgólfur Takefusa komu inn á og fengu aðeins að reyna sig og fengu einnig nýliðamerkið.  BÚNINGSHERBERGIN voru ekki af verri endanum. Stórir og miklir skápar og margir enda hafnaboltalið aðeins fjölmennara en fótboltalið. Sófar á víð og dreif um búningsherbergið, kaffivél og tevél auk kælis með drykkjarföngum. Inn af herberginu eru nokkur minni herbergi, fyrir þjálfara og aðstoð- armenn – eitt herbergi á mann og auk þess aðstaða í sérstöku her- bergi fyrir lækni og nuddara. Sann- arlega glæsilegur aðbúnaður.  MEXÍKANAR létu bíða nokkuð eftir sér þegar síðari hálfleikur átti að hefjast því dómarinn og hans að- stoðarmenn voru búnir að vera á vellinum í einar sjö mínútur og ís- lenska liðið í fimm mínútur áður en „heimamenn“ mættu á svæðið.  JORGE Campos, hinn litskrúðugi markvörður mexíkanska landsliðs- ins kom inn á í síðari hálfleik í treyju númer eitt. Hann fór þó ekki í markið heldur í fremstu víglínu, en hann er, auk þess að vera slyng- ur markvöður, ágætis útileikmaður. Þetta var kveðjuleikur hans með landsliðinu og í fyrsta sinn sem hann stendur ekki á milli stanganna í marki Mexíkana. Hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn, enda í strangri gæslu vel skipulagðrar varnar Íslands.  BLAÐAMENN frá Mexíkó, sem fylgdust með leiknum, sögðu að styrkleikalisti FIFA gæfi ekki rétta mynd af stöðu mexíkanska liðsins, en það er í fimmta sæti listans. Þeir sögðu að Mexíkó spilaði svo marga leiki við sér slakari þjóðir og fengi alltaf einhver stig og það væri eðli- legra að liðið væri í kringum um 15. sætið. Einn orðaði það svo að ef Mexíkó yrði flutt til Evrópu yrði knattspyrnulið þess í 130. sæti! Fulldjúpt í árinni tekið. Helgi sagðist helst hafa viljað sjáskot sitt inni í fyrri hálfeik, þegar hann og Veigar Páll komust tveir á móti einum, en það fór rétt framhjá vinklinum. „Veigar Páll segist hafa kallað á bolt- ann, en hávaðinn var svo mikill að maður heyrði auðvitað ekki neitt. Ég ákvað um leið og ég fékk boltann að fara einn á móti einum á varn- armanninni og gerði það. Ég heyrði í hálfleik að hann hefði verið í fínu færi, en því miður sá ég það ekki og heyrði ekki í honum. Þegar ég náði boltanum af mark- verðinum þurfti ég að teygja mig of mikið í boltann og hitti hann ekki nógu vel. Færið var reyndar dálítið þröngt, en á góðum degi átti þessi bolti líka að vera inni,“ sagði Helgi. Hann sagðist ekki hafa vitað við hverju mátti búast af Mexíkönum. „Maður vissi ekki mikið um þá ann- að en að þeir væru flinkir fótbolta- menn, teknískir og fljótir. En ég held að við höfum sýnt í dag að þó svo þeir séu talsvert fyrir ofan okk- ur á FIFA-listanum þá séum við ekkert verri fótboltamenn en þeir og við vorum óheppnir að vinna ekki,“ sagði Helgi. Taugaveiklaður í byrjun „Þetta var rosalega gaman. Mér fannst ég ekkert stressaður fyrir leikinn, en svo virtist ég nokkuð taugaveiklaður í byrjun leiks,“ sagði nýliðinn Kristján Örn Sigurðsson um fyrsta landsleikinn sinn. „Það má kannski segja að liðið hafi allt verið frekar á taugum fyrstu mín- úturnar en svo lagaðist þetta. Ég var alveg hræðilegur fyrstu mínút- urnar enda mikil viðbrigði að spila svona leik, sérstaklega vegna þess að það er langt síðan maður hefur spilað,“ sagði Kristján. Hann sagðist ekki hafa vitað út í hvað hann væri að fara, þekkt lítið til Mexíkana. „Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu og mér fannst vörnin virka vel hjá okkur þrátt fyrir að við værum að spila saman í fyrsta skiptið. Það var mjög gaman að vera í byrjunarliðinu. Þetta er í þriðja sinn sem ég er með í landsliðshópnum og það er óneit- anlega miklu skemmtilegra að fá að spila en að sitja á bekknum,“ sagði Kristján Örn. Ljósmynd/Scot Tucker Helgi Sigurðsson hefur hér betur í baráttu við Octavio Valdez, Mexíkó, og skallar knöttinn. Helgi Sigurðsson fékk þrjú gullin tækifæri til að skora mark gegn Mexíkó Heppnin ekki með mér að þessu sinni „ÞAÐ var náttúrlega ferlega svekkjandi að ná ekki að skora úr þeim marktækifærum sem ég fékk. Ég er þó mjög ánægður með leikinn – það er frábært að ná að skapa sér þetta mörg færi á móti einu af bestu liðum heims. Því miður féll þetta ekki fyrir mig í dag – heppn- in var ekki með mér að þessu sinni,“ sagði Helgi Sigurðsson, lands- liðsmiðherji. Eftir Skúla Unnar Sveinsson KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍR sagði í gærkvöld upp leikmanna- samningi við Reggie Jessie, sem leikið hefur með meistaraflokki liðsins það sem af er leiktíðar. Á heimasíðu félagsins segir að stjórn félagsins og leikmenn hefðu verið á þeirri skoðun að leikmaðurinn hafi ekki verið rétti leikmaðurinn fyrir liðið, ætli það sér að ná betri árangri. ÍR er sem stendur í neðsta sæti Intersportdeildarinnar með 2 stig að loknum 7 umferðum en ÍR hef- ur aðeins lagt Keflavík á heima- velli sínum til þessa. Reggie Jessie skoraði 21,7 stig að meðaltali fyrir ÍR í 7 leikjum, tók tæp 10 fráköst í leik og gaf 3,7 stoðsendingar að meðaltali. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að bak- vörðurinn Eugene Christopher komi til ÍR-inga á ný en hann lék með liðinu á sl. leiktíð og skoraði um 21 stig að meðaltali í þeim 20 leikjum sem hann lék í deildinni. ÍR-ingar vonast til þess að nýr leikmaður verði í leikmannahópn- um sem fer til Ísafjarðar á fimmtudag í næstu viku þar sem leikið verður gegn KFÍ. Jessie er þriðji leikmaðurinn á yfirstandandi keppnistímabili sem fer frá liði sínu. Kyrem Massey fór frá Breiðablik eftir 2 leiki og Carl- ton Brown var sagt upp störfum eftir aðeins einn deildarleik með liði Tindastóls. ÍR-ingar riftu samningi sínum við Reggie Jessie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.