Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Peningana, peningana, ekkert múður. Samverustund í Sinfóníunni Fólk þyrstir í meiri fróðleik Tónleikar verðahaldnir hjá Sinfón-íuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói annað kvöld og hefjast þeir klukkan 19.30. Hljóm- sveitin mun frumflytja Frón, nýtt verk eftir Áskel Másson, og auk þess flyt- ur hún píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rachmaninoff og sinfóníu númer 5 eftir Jean Sibelius. Það er Ru- mon Gamba, aðalstjórn- andi SÍ, sem stjórnar, og Lev Vinocour leikur ein- leik á píanó. En áður en tónleikarnir hefjast verður samverustund tónleika- gesta þar sem Árni Heim- ir Ingólfsson kynnir verk- in sem verða flutt. Eru svona samveru- stundir algengar? „Samverustundir fyrir tónleika eru algengar víða um heim. Ég stundaði framhaldsnám í Banda- ríkjunum og þekki því best til þar. Það bjóða allar helstu sinfón- íuhljómsveitir landsins upp á stuttan fyrirlestur fyrir hverja tónleika þar sem rabbað er um verkin og tónskáldin, og stundum eru gestir fengnir í spjall – t.d. tónskáld, einleikari eða hljóm- sveitarstjóri. Hér á Íslandi fer þetta fram undir verndarvæng Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar- innar og er með því sniði að klukkan 18 er borin fram súpa og um klukkan 18.30 hefst hin eig- inlega kynning á dagskrá kvölds- ins. Ég reyni að hafa þetta sem aðgengilegast, enda er þetta hugsað fyrir áhugasama leik- menn sem vilja læra meira um klassíska tónlist. Ég rabba um verkin og leik tóndæmi úr þeim, ýmist af geisladiskum eða á píanó eftir því sem mér finnst henta best. Þannig fara gestirnir með verkin í eyrunum yfir götuna í Háskólabíó og njóta þeirra von- andi betur vegna þess. Síðan geta áheyrendur líka spurt ef það er eitthvað sem þá fýsir að vita sér- staklega.“ Hefur samverustundunum ver- ið vel tekið? „Já, svo sannarlega. Við próf- uðum þetta fyrst í byrjun starfs- ársins og viðtökurnar voru ein- staklega góðar. Þá var efnisskráin töluvert meira krefj- andi en núna, með nokkrum erf- iðum nútímaverkum, en það komu margir til máls við mig í hléinu og eftir tónleikana og sögðust hafa notið þess meira að hlusta á verkin vegna þess að þeir vissu meira um þau. Ég er alltaf að finna það betur og betur að áheyrendur á tónleikum þyrstir í fróðleik og upplýsingar, þeir vilja dýpka skilning sinn á því sem er að gerast. Tónlist er magnað list- form að þessu leyti; það er hægt að hlusta á sama verkið aftur og aftur og ávallt uppgötva eitthvað nýtt. Og þar sem ég hef hlustað á þessi verk býsna oft get ég kannski bent öðrum á það sem mér finnst eft- irtektarvert, og von- andi gert upplifun þeirra ánægjulegri fyr- ir vikið.“ Hvernig verður framhaldið? „Við stefnum á að efna til sam- verustunda um það bil einu sinni í mánuði eftir áramót. Þær verða allar með svipuðu sniði, stundum verð ég einn en stundum fæ ég til mín gesti. Annað kvöld fæ ég Ás- kel Másson til að spjalla aðeins um nýja verkið sitt, Frón, sem byggist á íslenskum þjóðlögum. Í janúar kemur Haukur Tómasson, en Sinfónían mun frumflytja eftir hann nýjan konsert fyrir tvo kontrabassa. Næsta vor kemur Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri SÍ, í heimsókn og spjallar við gesti um Níundu sinfóníu Beethovens.“ Hvernig stendur klassík að vígi gagnvart tíðarandanum? „Ég held að það sé enginn al- varlega þenkjandi tónlistarmaður sem ekki hefur áhyggjur af því hvert við stefnum. Klassísk tón- list á undir högg að sækja á svo mörgum vígstöðvum, t.d. í skóla- kerfinu, þar sem henni er nærri því ekkert sinnt, og ekki síður úti í þjóðfélaginu sem heild. Maður þarf ákveðna yfirvegun og kyrrð til að geta notið góðrar tónlistar. Henni hættir til að verða undir í gauragangi síbyljunnar sem um- lykur okkur hvert sem við lítum. En ég held að einmitt þess vegna eigi klassísk tónlist svo sterkt er- indi til okkar. Mannkynið hefur aldrei haft meiri þörf fyrir að eiga aðgang að einhverju sem er fal- legt og mannbætandi. Öll góð list hefur í sér eiginleika sem geta gert okkur að betri manneskjum, ef við bara viljum taka við þeim. Ég hef rekið mig á að margir hafa fordóma gagnvart klassískri tónlist, finnst hún ekki vera neitt nema snobb og leið- indi. En fordómar spretta alltaf af van- þekkingu, líka for- dómar gagnvart sí- gildri tónlist. Þess vegna er mjög gaman að Sinfóníuhljómsveitin skuli koma til móts við nýja forvitna hlustendur á þennan hátt. Það er nýtt blómaskeið framundan hjá Sinfóníunni, hún hefur fengið til liðs við sig ungan og kraftmikinn hljómsveitarstjóra og spilar betur en nokkru sinni fyrr. Vonandi eiga sem flestir eftir að koma og njóta þess!“ Árni Heimir Ingólfsson  Árni Heimir Ingólfsson stund- aði píanónám við Tónmennta- skóla Reykjavíkur og Tónlist- arháskólann í Reykjavík. Árin 1993–97 stundaði hann fram- haldsnám hjá Lydiu Frumkin við Oberlin Conservatory of Music og lauk þaðan B-Mus-prófi í pí- anóleik og tónlistarsögu. Hann hóf nám í tónvísindum við Har- vard-háskóla haustið 1997 og lauk þaðan MA-prófi 2000 og doktorsprófi 2003. Árni Heimir hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum í Evrópu og Banda- ríkjunum og sótt námskeið í pí- anóleik í Bandaríkjunum, Rúss- landi, Hollandi og Sviss. Hann er kennari í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. … finnst hún ekki vera neitt nema snobb og leiðindi WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Komið í heimsókn á www.holt.is Skoðið verðið á gistingu og veitingum Snilldarbók um manninn Grím Thomsen. Ástir hans og barneignir. Vináttu við konunga. Lífssorg óhemjunnar frá Fredericia. Loksins er þjóðsagan um hinn grálynda Grím kveðin í kútinn. Lífsþorsti og leyndar ástir er átakasaga um manninn sem hefur fengið kaldar kveðjur eftirtímans. Meistaraverk. VAR GRÍMUR THOMSEN VARMENNI? BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR ÁRNI Magnússon, félagsmálaráð- herra, afhenti í gær tólf aðilum styrki til verkefna úr nýsköpunar- og styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra 2003. Verkefni Landssamtakanna þroskahjálpar, Fræðsluefni fyrir seinfæra/þroskahefta foreldra, fékk hæsta styrkinn. Markmið verkefnisins er að styrkja sein- færa/þroskahefta foreldra við umönnun og uppeldi barna sinna með útgáfu sérhannaðs stuðnings- efnis. „Fjöldi áhugaverðra um- sókna bárust ráðuneytinu sem báru vitni um mikla framþróun og hug- myndaauðgi í málaflokknum. Mik- illar fjölbreytni gætti meðal verk- efna og voru hugmyndirnar allflestar mjög góðar,“ sagði fé- lagsmálaráðherra. Fjöldi umsókna var vel á fimmta tuginn og var uppphæð innsendra umsókna um verkefni samtals um 109 milljónir króna. Morgunblaðið/Eggert Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhendir Hönnu Björgu Sigurjóns- dóttur og Friðriki Sigurðarsyni frá Þroskahjálp styrkinn. Þroskahjálp styrkt LOKIÐ er skiptum á þrotabúi Ísa- foldarprentsmiðju en alls var lýst kröfum í búið að upphæð 508 millj- ónir króna. Stærsti kröfuhafinn var Lands- banki Íslands með veðkröfur fyrir 221 milljón króna en alls voru veð- kröfurnar 261 milljón. Leysti bank- inn eignirnar sem hann átti veð í til sín. Tæp 15% fengust upp í forgangs- kröfur sem aðallega samanstóðu af ógreiddum launum og lífeyrissjóðs- kröfum. Alls var lýst yfir forgangs- kröfum fyrir 36 milljónir en skipta- stjóri samþykkti 26 milljónir króna. Tæpar fjórar milljónir fengust greiddar úr þrotabúinu eða tæp 15%. Almennar kröfur voru um 211 milljónir króna. Hæstu kröfuna átti norski pappírssalinn Norske Skog, alls 28 milljónir. Leigusalinn krafðist 27 milljóna króna greiðslu og Bún- aðarbankinn 13 milljóna. Aðrar við- skiptakröfur voru lægri, en ekkert fékkst upp í þessar kröfur. Gjaldþrot Ísafoldarprentsmiðju Lítið fékkst upp í forgangs- kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.