Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Sjúklingar fá góða þjónustu,læknar og hjúkrunarfræð-ingar koma fram við þá afvirðingu, það er þægilegt andrúmsloft á sjúkradeildum, tækjabúnaður er góður en matur fékk síðri einkunn og sömuleiðis tel- ur hluti sjúklinga að hafa megi meira samráð við meðferð og umönnun og að bæta þurfi upplýs- ingagjöf um niðurstöður af rann- sóknum og meðferð. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun Gallups sem fram fór á 13 sjúkrastofnunum víðs vegar um landið snemmsumars. Var hún gerð fyrir landlæknisembættið og heil- brigðisráðuneytið og kynntu tals- menn þeirra helstu niðurstöður í gær. Jákvæðar niðurstöður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir gagnlegt að fá fram sjónarmið sjúklinga á þennan hátt. „Þeir eru þolendurnir og sem betur fer eru niðurstöðurnar mjög góðar og jákvæðar fyrir heilbrigðsstarfs- fólkið,“ sagði hann í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Það eru nokkur atriði sem varða skipu- lag sem við þurfum að skoða, svo sem upplýsingaflæði um niðurstöð- ur rannsókna og jafnvel matskennd atriði eins og maturinn. Það er þó meira virði að menn eru ánægðir með viðmótið, umönnunina og að það sé komið fram við þá af virðingu svo og að meðferðin sjálf fær háa einkunn,“ segir ráðherra. Ætlunin er að könnun sem þessi fari fram reglulega og telur ráðherra fulla ástæðu til þess, að kanna hvernig málin standa eftir ár eða svo. „Ég tel könnunina mjög af hinu góða og hvetjandi fyrir starfsfólkið að vita hvar það stendur, hún er stór og viðamikil og tekur á ýmsum þátt- um.“ Yngri sjúklingar síður ánægðir Margrét Björnsdóttir, deildar- stjóri í ráðuneytinu, kynnti nokkrar niðurstöður könnunarinnar. Sagði hún m.a. koma fram að yngri sjúk- lingar væru síður ánægðir en þeir eldri hvað varðaði faglega færni og aðbúnað. Þá sagði hún konur meta þessa þætti meir en karlar gerðu. Konur töldu einnig einstaklings- miðaða nálgun mikilvægari en karl- ar svo og félagslegt andrúmsloft. Fram kom að forgangsatriði væri talið að bæta gæði varðandi mat og drykk en 22,8% svarenda töldu gæðum þar ábótavant. Tæplega 15% töldu forgangsatriði að bæta meðferð og að umönnun fari eftir eigin óskum og þörfum fremur en vinnuvenjum og 14,5% vildu að bætt yrði upplýsingagjöf um niður- stöður af rannsóknum og meðferð. Sérstök ánægja var með viðmót og framkomu eða hjá 31,9%, 13,1% var ánægt með starfsfólki almennt og 12,4% voru ánægð með umönn- un. Lærdómsríkar niðurstöður Sigurður Guðmundsson land- læknir segir niðurstöður könnunar- innar lærdómsríkar og merkilegar. „Niðurstöðurnar eru ánægjulegar á flestan hátt,“ sagði landlæknir. Landlæknir kvaðst hafa ákveðna samúð með sjúklingum varðandi matinn. „Við sem höfum alist upp á spítalaeldhúsum í 30 ár skiljum þetta nokkuð vel,“ sagði hann. Landlæknir segir að verið sé að þróa kerfi til að taka út h isstofnanir, tölur um star afkastatölur og viðhorf st og sjúklinga til hinna ým Mikið af þeim þáttum h mælt í könnuninni nú og se hana því falla vel að því s ættið vinni að á þessu sv gert sé að taka saman upp sem þessi könnun og að gefið og senda viðkoman unum. Að sex til átta m liðnum muni fulltrúar emb Sjúklingar meta umönnun 13 heilbrigðisstofnana í la Þjónusta, viðmót í lagi en maturin -         . /  *    0    !  " "   #  $$  % $   $$  & '     $ % $    ( ")*+ , + $     #   ( ")*+ -  (  +  *$ +' "    $     " .+$  $ #     +  ) $  -  (     $ -  (    '$   $ ,       ,$)" )  .' /***'  $ ' 0 $/'   $   '$$     3     /                               !  !    " #$  Morgunblaðið/K Umönnun og viðmót starfsfólks á 13 sjúkrastofnunum fá góða ei Heilbrigðisráðherra segir gagnlegt að fá sjónarmið sjúklinga í könnun á viðhorfi þeirra til þjónustu 13 heilbrigðisstofnana. Landlæknir segir nið- urstöðurnar lærdóms- ríkar. Jóhannes Tómasson rekur nokkur atriði málsins. ÚTGÁFA Á ÍSLENSKRI TÓNLIST Fyrirtækið Smekkleysa hefur fengiðafar jákvæða dóma í tónlistar-tímaritum í Bretlandi fyrir út- gáfur sínar á sígildum tónverkum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var upphaflegt markmið fyrirtækisins að starfa að útgáfu á marvíslegum sviðum menningarinnar, þó á síðustu árum hafi það nánast eingöngu sinnt útgáfu á tón- list. Smekkleysa hefur verið framvörður í útgáfu á framsækinni dægur- og tilrauna- tónlist, en er jafnframt um þessar mundir það fyrirtæki er mest kveður að í útgáfu á sígildri tónlist. „Við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að það væri langtímaverkefni að byggja upp safn af íslenskri tónlist sem vakið gæti athygli erlendis, enda ljóst að íslenskur markaður myndi aldrei standa undir nema broti af þessari útgáfu, þó hann sé stór miðað við höfðatölu,“ sagði Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, í blaðinu í gær. Hann skýrði jafnframt frá því að fyrirtækið hefði unn- ið skipulega að því að byggja upp safn að útgáfu er auðveldað gæti dreifingu er- lendis. Sú fyrirhyggja sem felst í slíkri langtímastefnumótun er nú að skila afar jákvæðum árangri fyrir íslenskt tónlist- arlíf. Ásmundur leggur áherslu á að útgáfa Smekkleysu á sígildri tónlist sé afrakstur samstarfs fyrirtækisins við ýmsa aðra að- ila; tónskáld, Íslenska tónverkamiðstöð, listamenn og hópa sem sumir hverjir hafa notið styrkja til að vinna að upptökum. Slíkt samstarf er auðvitað af hinu góða, enda skynsamlegt í því smáa samfélagi sem hér er við lýði að nýta krafta sem flestra til að vinna að sameiginlegum markmiðum. Samstarf Smekkleysu við Kammer- sveit Reykjavíkur sýnir mikinn metnað, en frumkvæði að því átti Rut Ingólfsdótt- ir. Um er að ræða einskonar varðveislu- verkefni íslenskrar kammertónlistar, en Rut hefur sinnt rannsóknum á því sviði. Að minnsta kosti tólf diskar verða í þeirri útgáfuröð. Ekki þarf að orðlengja mikilvægi þess að íslensk tónlist sé gefin út til dreifingar hér heima og þá ekki síður erlendis. Og þó of snemmt sé að meta hvaða áhrif þessar góðu umsagnir erlendis eiga eftir að hafa, eins og Ásmundur tekur fram, eru þær þó „staðfesting á því að íslenskir tónlistarmenn eiga fullt erindi á erlendan markað, standa erlendum flytjendum ekkert að baki, og ekki síst eru þeir stað- festing á því að sú íslenska tónlist sem við erum að gefa út hefur víða skírskotun.“ Þessu góða starfi þarf þó að fylgja eftir ef ávinningurinn á að vera til langframa. Ásmundur segir klassíska heiminn „ekk- ert frábrugðinn rokkinu að því leyti að það þarf að markaðssetja útgáfuna og þá þurfa tónlistarmennirnir að fara utan og fylgja henni eftir.“ Það er óskandi að ís- lenskum tónlistamönnum verði gert kleift að kynna verk sín með þeim hætti, svo það sóknarfæri sem Smekkleysu hefur tekist að skapa með metnaði og áræði nýtist sem skyldi, íslensku tónlistarlífi til framdráttar. KONUR Í STJÓRN Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sl.fimmtudag kom fram að konur eru að- eins 5,3% stjórnarmanna í þeim fimmtán fyrirtækjum, sem saman mynda Úrvals- vísitölu Kauphallarinnar. Í grein Eyrúnar Magnúsdóttur blaðamanns er bent á að harla ólíklegt sé að þetta hlutfall endur- spegli hóp starfsmanna eða viðskiptavina fyrirtækjanna. Hins vegar endurspeglar það þann veruleika, að þrátt fyrir að at- vinnuþátttaka kvenna sé nú orðin svipuð og hjá körlum og konur séu í meirihluta þeirra, sem sækja sér háskólamenntun, eru þær enn í miklum minnihluta í stjórn- unarstöðum í atvinnulífinu. Það á við um flest fyrirtæki og vandasamt er að gagn- rýna þá stöðu án þess að kasta grjóti úr glerhúsi. Í Viðskiptablaðinu var að finna saman- burð við Bretland, en þar hefur komið fram í nýlegri úttekt að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækjanna, sem mynda FTSE 100-vísitöluna, er 8,6%. Það þykir ekki hátt og hefur verið gagnrýnt talsvert. Þar er þó raunin sú að konur sitja í stjórn- um tveggja þriðjuhluta fyrirtækjanna, en aðeins í stjórnum þriðjungsins hér á landi. Patricia Hewitt, viðskiptaráðherra Bret- lands, hefur verið óþreytandi að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórn og hyggst m.a. halda fundi með stjórnendum margra stórfyrirtækja á næstunni í því skyni. Í Noregi hafa stjórnvöld gengið lengra og hyggjast setja lög, sem kveða á um að 40% stjórnarmanna í almenningshluta- félögum skuli vera konur, verði því marki ekki náð fyrir lok næsta árs. Samtök at- vinnulífsins í Noregi hafa mótmælt þess- ari ákvörðun harðlega, en engu að síður lýst sig fylgjandi markmiðinu. Enda hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað úr tæplega 8% í um 17,5% á hálfu öðru ári þar í landi. Draga má í efa að kynjakvóti sé rétta leiðin í þessu efni. Það er miklu æskilegra að þeir, sem stýra stórfyrirtækjum, sjái sjálfir hag sinn og hluthafanna í því að fjölga konum í stjórnum og í stjórnunar- stöðum yfirleitt. Það blasir t.d. við að það er léleg nýting á þeim mannauði, sem ligg- ur í menntun og reynslu kvenna í atvinnu- lífinu, að þær taki ekki þátt í æðstu stjórn fyrirtækja. Fyrirtæki, sem vilja laða að sér hæfa starfskrafta af báðum kynjum, þurfa að geta sýnt fram á að bæði konur og karlar eigi möguleika á að vinna sig upp og komast til æðstu metorða. Oft er vísað til þess að konur hafi í raun ekki áhuga á stjórnunarstörfum vegna þess álags og ábyrgðar, sem þeim fylgi og sé ekki hægt að samræma ábyrgð á heimili og börnum. Að svo miklu leyti sem það er rétt, er ljóst að með jafnari verkaskipt- ingu karla og kvenna á heimilum er þetta byrjað að breytast og mun breytast meira. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið bæði í Bretlandi og í Noregi, sýna fram á að fyrirtæki, þar sem konur eru í stjórn, ná betri árangri í rekstri en þau, sem ein- göngu er stjórnað af körlum. Ein ástæðan er talin sú að það komi vel út að blanda saman mismunandi stjórnunarstíl karla og kvenna; jafnframt er bent á að konur hafi mikilvæga vitneskju um kaup- og neyzluvenjur kynsystra sinna og stuðli því að því að vörur og þjónusta fyrirtækja mæti betur þörfum breiðs neytendahóps. Reyndar hefur getum verið leitt að því að fyrirtæki, sem velja konur til stjórnar- setu, séu einfaldlega opnari fyrir nýjum hugmyndum en önnur og nái þar af leið- andi betri árangri. Í áðurnefndri við- skiptablaðsgrein er bent á mikilvægi þess að stjórnendur leiti út fyrir gamla „karla- klúbbinn“ og velji stjórnarmenn út frá hæfileikum, en ekki eingöngu tengslum. Slíkt stuðlar líka að sjálfstæði stjórnar- manna, sem verið hefur til umræðu und- anfarið. Í ljósi umræðna síðustu daga er svo ekki úr vegi að rifja upp niðurstöðu norskrar rannsóknar, sem sagt var frá hér í blaðinu fyrr í mánuðinum, um að fyr- irtæki, þar sem stjórnarformaðurinn er kona, greiða stjórnendum að jafnaði hóf- legri laun en fyrirtæki þar sem karlar gegna stjórnarformennsku! KÖNNUNIN Gæði frá sjónarhóli sjúklings var unnin af Gallup fyrir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og landlækn- isembættið. Hún fór fram dag- ana 15. maí til 28. júní og er byggð á svörum sjúklinga sem lágu inni á 13 stofnunum víðs vegar um landið. Spurningum svöruðu 519 manns og voru konur 57% og karlar 43%. Meðalaldur þeirra er 57,8 ár og voru 55% sjúkling- anna lögð inn brátt en 45% af biðlista. Nærri helmingur þeirra lá inni í tvo til sex sólarhringa. Sjúklingarnir lágu á almennum deildum en ekki var spurt meðal sjúklinga á geðdeildum eða sængurkvennadeildum. Könnunin fór þannig fram að starfsfólk afhenti sjúklingun bréf fyrir heimferðina og hr í þá heim í framhaldinu. Leit samþykkis vísindasiðanefnd könnuninni og hún var tillky Persónuvernd. Mælitækið er ur spurningalisti sem byggis fræðilegum grundvelli. Með er unnt að fá fram upplifun reynslu sjúklings af ýmsum sjúkrahússþjónustu og miki einstakra þátta. Stofnanirnar sem sjúkling lágu á voru Landspítali – há sjúkrahús, St. Jósefsspítali í arfirði, Fjórðungssjúkrahús ureyri, og sjúkrastofnanirna Akranesi, Selfossi, Suðurnes Húsavík, Ísafirði, Vestmann Sauðárkróki, Siglufirði, Blö og Neskaupstað. 519 svöruðu spurningunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.