Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG vil undirstrika að störfin sem ég vinn á spítalanum, þar sem ég sé um að sinna legu- sjúklingum og sjúklingum í lyfjameðferð á göngudeild, ráðgjöf og kennslu eru alls óskyld þeim störfum sem ég hef sinnt á stofu. Þar fylgi ég eftir sjúklingum sem hafa lokið meðferð á spítalanum. Slíku eftirliti hef ég ekki sinnt innan veggja spítalans,“ segir Sig- urður Björnsson, læknir, vegna þeirra um- mæla Magnúsar Péturssonar, forstjóra LSH, að hætta sé á hagsmunaárekstrum þegar yf- irmenn á Landspítala - háskólasjúkrahúsi séu með sjálfstæða atvinnustarfsemi utan spít- alans. Að sögn Sigurðar á hátæknisjúkrahús, eins og LSH, fullt í fangi með að sinna þeim há- tæknilækningum sem því ber að sinna og óþarfi sé að taka þar inn aðra þjónustu, eins og eftirfylgni í kjölfar meðferðar, og hafi lækningaforstjórinn áður tekið í sama streng. „Þá hef ég aldrei unnið nein þau verk á stof- unni sem ég er með á spítalanum, þannig að það er óhugsandi í mínu tilfelli að þar sé um hagsmunaárekstra að ræða. Þetta eru tvennskonar aðskilin læknisverk innan minn- ar sérgreinar,“ segir Sigurður. Jafnframt segir hann að stimpilklukka sjúkrahússins sýni ljóslega að hann upp- fylli þá viðveru sem krafist sé í fullu starfi og vel það. Hann segist ósáttur við þá stöðu sem málið sé kom- ið í. Þegar hann sótti um starf yfirlæknis lyflækn- inga krabbameina hjá LSH sumarið 2001 hafi það ver- ið rætt í starfsviðtölum hvort hann væri tilbúinn að ræða þann möguleika að loka sinni stofu. Sigurður segist hafa gefið þau svör að hann myndi tryggja nægilegan tíma til að sinna starfinu vel og ef það kallaði á að hann drægi úr eða hætti starfsemi utan spítalans væri hann tilbúinn til viðræðna um það. Að sögn Sigurðar hefur aldrei reynt á slíkan tímaskort en hann hafi engu að síður reynt að koma af stað viðræðum og skrifað stjórnendum spítalans bréf og greinargerðir varðandi málið, en ekki fengið nein svör. Í samtali við Morgunblaðið 23. nóvember sl. segir Magnús Pétursson mikilvægt að árétta að Sigurði Björnssyni hafi ekki verið sagt upp starfi heldur hafi hann verið leystur undan stjórnunarskyldu yfirlæknis en haldi áfram starfi sem sérfræðingur í lyflækn- ingum krabbameina. Að sögn Sigurðar er sérfræðingsstaða hins vegar ekki það starf sem hann var ráðinn til og því telji hann sig með réttu enn í því starfi sem hann hefur gegnt í rúm tvö ár. „Þá segir hann óumdeilt að ég sinni vel mínum sjúklingum en málið snúist ekki um sjúklingana. Ég veit þá ekki um hvað Landspítali – háskólasjúkrahús á að snúast,“ segir Sigurður. Í fyrrgreindu viðtali segir Magnús það ekki rétt að starfssviði Sigurðar hafi verið breytt vegna þess að hann hafi ákveðið að leita rétt- ar síns fyrir dómstólum. „Þeir eru ekki að segja mér upp starfi og þeir eru ekki að amast út í það að ég leiti réttar míns og ég til- kynnti þeim í byrjun nóvember að ég mundi hætta að sinna sjúklingum á stofu. Þá spyr ég sjálfan mig; hvers vegna erum við þá í þessari stöðu sem við erum núna?“ segir Sigurður. Hann segist hafa lagt sig allan fram um að ná sátt í málinu og ýmsir aðilar hafi reynt að hafa þar milligöngu, m.a. landlæknir og for- maður læknaráðs LSH. „Þeir lögðu fram til- lögur til sátta sem ég tók vel í en stjórnendur LSH hafa ekki svarað.“ Stjórnarnefnd LSH samþykkti í desember 2001 reglur sem áttu að taka til allra yfir- manna spítalans þar sem öll störf utan spít- alans voru bönnuð, nema kennsla við háskóla og seta í opinberum nefndum. „Síðan virðist sem stjórnendur spítalans hafi einungis lagt höfuðáherslu á að ná til hluta yfirlækna sem jafnframt sjá sjúklinga á stofu og krafist þess að þeir loki sínum stofum en ekki tekið á öðr- um störfum, sem fjöldi yfirmanna á spít- alanum sinni í hjáverkum utan hans. Ég er ekki að gagnrýna að duglegt fólk láti til sín taka utan sjúkrahússins ef það kemur ekki niður á störfum og starfsskyldum þar. Ég tel það reyndar gott og þjóðhagslega hagkvæmt að hin mikla sérfræðiþekking og tuttugu ára menntun okkar nýtist sem best.“ Að sögn Sigurðar virðist sem málið snúist að mestu leyti og jafnvel eingöngu um það hverjum yfirlæknar þjóni og „helgi“ sína starfskrafta. „Að sjálfsögðu hefur yfirlæknir skyldum að gegna gagnvart yfirmönnum sín- um en ber áfram ríkar skyldur við sjúk- lingana og læknisstarfið. Ég vil líta svo á að lífsstarfið mitt hafi gengið út á það að helga mig sjúklingunum og velferð þeirra að fullu og öllu án þess að það hafi bitnað á öðrum starfsskyldum mínum.“ Óhugsandi að um hagsmunaárekstra sé að ræða Sigurður Björnsson EINAR Páll Tamimi, lögmaður Sig- urðar Björnssonar, læknis, segir bersýnilegt að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlambið í máli Sigurðar og vísar þá til ummæla Magnúsar Péturssonar, forstjóra LSH, og Jó- hannesar M. Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra lækninga, sem birt- ust í Morgunblaðinu 23. nóvember sl., þar sem ýms- ar rangfærslur komi fram í þeirra máli. Hann segist þó vilja trúa því að það stafi frekar af misminni önnum kafinna manna en illum ásetningi. „Ég vil byrja á þeirri sem er mest sláandi í ljósi þess að stjórnendur LSH hafa að miklu leyti viljað að þetta mál snerist um það sem kallað hefur ver- ið samkomulag og var gert 5. apríl sl. Við höfum bent á að samkomulagið sé ekki bindandi fyrir Sigurð vegna atvika sem varða bæði aðdraganda að gerð samkomulagsins og efnis þess. Aðdragandinn var sá að Sig- urður var neyddur til að gera þetta samkomulag, bæði var honum hótað áminningu og starfsmissi ef hann ekki myndi skrifa undir. Í öðru lagi er það alveg skýrt í þessu samkomu- lagi að það sé gagnkvæmur skilning- ur beggja aðila að aðrir stjórnendur LSH láti einnig af störfum við spít- alann ef Sigurður eigi að gera það,“ segir Einar Páll. Hann segir það snúa að stjórnend- um LSH að rökstyðja hvers vegna öðrum stjórnendum spítalans sé ívilnað umfram Sigurð með lengri frestum eða jafnvel með því að ekki sé gerð athugasemd við þeirra starf- semi. „Auðvitað hlýtur að vera eðli- legt að fyllsta jafnræðis sé gætt í þessu máli. Það að Sigurður eigi að hætta starfsemi utan sjúkrahússins fyrr en aðrir stjórnendur er fullkom- lega órökstutt og varla hægt að sjá hvers vegna það ætti að vera. Þarna er mikilvæg forsenda samkomulags- ins brostin einnig.“ Í þriðja lagi segir Einar minnst hafa verið talað um það sem sé kannski mikilvægast, sem er að sam- komulagið sé alls ekki þess efnis sem stjórnendur LSH hafi haldið fram. „Hinn 5. apríl er þetta svokallaða samkomulag gert og í því kemur fram að Sigurður muni ekki samtím- is gegna stjórnunarstöðu á LSH og starfsemi utan sjúkrahússins. Á þeim tímapunkti liggur hins vegar engin ákvörðun fyrir og ekkert sam- komulag um það hvor leiðin verði farin, þ.e.a.s. hvort Sigurður muni láta af stjórnunarstarfi og halda áfram starfsemi utan spítalans eða hvort hann muni áfram vera í stjórn- unarstöðu og láta þá af starfsemi ut- an spítalans,“ segir Einar Páll. Hann segir að ýmislegt hafi ekki legið fyrir þegar samkomulagið var undirritað og frá því hafi verið geng- ið hálfu ári áður en það átti að koma til framkvæmda hinn 31. október. Allt hafi verið á huldu og sé reyndar enn um það hvort Sigurður myndi hafa aðstöðu til að sinna á spítalan- um þeim sjúklingum sem hann áður sá á stofu sinni. Auk þess hafi þurft að skoða fleiri atriði áður en endan- leg niðurstaða gæti legið fyrir. „Þannig að jafnvel þó svo að menn teldu þetta samkomulag vera bind- andi fyrir Sigurð, sem ég tel alls ekki, væri ekki um endanlegan samning að ræða heldur miklu frek- ar rammasamkomulag sem á vantar endapunktinn,“ segir Einar Páll. Hann segir Jóhannes M. Gunnars- son gera lítið úr því sem þeir hafi kallað nauðung varðandi undirritun Sigurðar á fyrrgreindu samkomu- lagi, þ.e.a.s. að Sigurður hafi verið knúinn til að skrifa undir þennan samning. Jóhannes geti þess hins vegar ekki að Sigurði var t.d. sent bréf frá Guðnýju Sverrisdóttur, stjórnarformanni LSH, en undirrit- að af Magnúsi Péturssyni fyrir henn- ar hönd, hinn 31. janúar 2003. Þar komi skýrlega fram í niðurlagi bréfs- ins að muni Sigurður ekki loka sinni stofu verði þannig litið á að hann hafi sagt sig frá starfi sínu. Niðurlag bréfsins hljóðar svo: „Treystir þú þér ekki til að halda umrætt sam- komulag, verður erfitt að líta öðru- vísi á en að þú áformir að segja starfi þínu lausu við spítalann sem yfir- læknir.“ Einar Páll segir að í niðurlagi bréfsins komi fram miklar ranghug- myndir um ráðningarskilmála Sig- urðar og skuldbindingar hans, sem síðan sé hnýtt við beinni hótun um starfsmissi. Þá segir Einar Páll Jóhannes í öll- um atriðum misminna aðstæður í tengslum við tölvupóstskilaboð sem hann sendi Sigurði og í felst hótun um áminningu. „Þar blandar Jó- hannes saman tveimur algerlega óskyldum málum, annars vegar lok- um á svokölluðu ferliverkafyrir- komulagi er varðar kjaramál fjölda lækna og hins vegar máli Sigurðar sem lýtur að starfsemi utan spítal- ans. Það vill hins vegar svo til að samningur sem lokaði ferliverkamál- inu milli Sigurðar og spítalans með breytingu á hans starfskjörum var undirritaður 4. mars, en umræddur tölvupóstur frá Jóhannesi er hins vegar frá 26. mars, eða 22 dögum eft- ir að samningar voru undirritaðir vegna breytinga á ferliverkum.“ Hefur þegar gengið að kröfunni um að loka stofunni Einar segist ekki geta ráðið annað af ummælum Magnúsar og Jóhann- esar en að stjórnendur spítalans hafi verið ákveðnir í að Sigurður yrði ekki áfram yfirlæknir eftir að hann ákvað að láta dómstóla leysa úr rétt- arágreiningi sínum við þá. „Við höf- um fyrir því mjög sterkar heimildir og gætum í raun leitt fram vitni því til staðfestingar að stjórnendur LSH hafa sagt að það væri óviðunandi að- staða að hafa mann í yfirlæknastöðu sem væri í málaferlum við spítalann, við það yrði ekki unað. Því er hins vegar haldið fram bæði af Magnúsi Péturssyni og síðan af Jóhannesi Gunnarssyni að sú ákvörðun Sigurð- ar að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum hafi ekkert með það að gera að Sigurður fái ekki lengur að sinna sínu starfi. Með hvað hefur það þá að gera?“ Í fyrrgreindu viðtali í Morgun- blaðinu segir Jóhannes að stjórnend- ur spítalans hafi litið svo á að jafnvel þótt Sigurður hafi stigið það skref að loka læknastofunni, hafi það í „besta falli verið hálft skref og augljóst að hugur hefur ekki fylgt máli. Því var tekin sú afstaða af hálfu spítalans að halda málinu áfram þannig að starfi hans var breytt, með vísan til 19. greinar starfsmannalaganna, og hann leystur undan stjórnunar- skyldum á deildinni en annar maður fenginn til að gegna yfirlæknis- starfi.“ Að sögn Einars má þá spyrja hvað felist í því að stíga fullt skref þar sem menn líti almennt þannig á að sam- komulag sé uppfyllt þegar gengið hefur verið að skilyrðum gagnaðila. „Sigurður hefur þegar lokað sinni stofu og um það er í raun enginn ágreiningur. Menn hafa týnt til ein- hver atriði til að sýna fram á skort á heilindum Sigurðar sem standast ekki á neinn hátt.“ Stjórnsýslukæra verið send heilbrigðisráðuneytinu Einar segir jafnframt ljóst að sú afstaða stjórnenda spítalans að breyta starfi Sigurðar með vísan til 19. greinar starfsmannalaga sé „gjörsamlega út í bláinn. Þessi 19. grein starfsmannalaganna fjallar einfaldlega ekkert um slíkan gern- ing. 19. grein fjallar um það þegar starfssvið innan ákveðins stöðu- gildis, í þessu tilfelli yfirlæknis, tek- ur breytingum. Þar af leiðandi höf- um við neyðst til þess, í ljósi þess hvernig málum er komið á högum Sigurðar, að senda stjórnsýslukæru til heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins þar sem við segjum í stuttu máli að þessi 19. grein starfsmanna- laga eigi einfaldlega ekki við. Það þýðir að Sigurður er ennþá yfirlækn- ir á þessari deild, honum hefur ekki með lögmætum hætti verið vikið úr þeirri stöðu. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu hvílir á yfir- læknum ákveðin skylda, þ.á m. að hafa eftirlit sem starfseminni á sinni deild. Sigurði hefur verið gert ókleift með hreinu valdboði að sinna þess- um skyldum í krafti húsbóndavalds stjórnenda LSH. Þetta er að okkar mati brot á lögum um heilbrigðis- þjónustu og við vonum að ráðuneytið komist að sömu niðurstöðu,“ segir Einar Páll. Þá segist Einar Páll vilja leggja á það áherslu að þeir Sigurður hafi frá byrjun leitað sátta í málinu og ítrek- að lagt fram sáttatilboð. Þeim tilboð- um hafi aldrei verið svarað og engin gagntilboð verið lögð fram af hálfu stjórnenda LSH. „Við erum enn sem fyrr tilbúnir að ræða við þessa aðila ef þeir hafa eitthvað uppbyggilegt til málanna að leggja sem mætti verða til þess að sátt næðist í málinu. Við höfum sýnt frumkvæði í því alla tíð og getum ekki betur gert, þannig að næsta útspil mætti gjarnan koma frá þeim.“ Sigurður Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir hjá LSH, og Einar Páll Tamimi, lögmaður Sigurðar Einar Páll Tamimi Vikið úr starfi á ólögmætan hátt Morgunblaðið/Júlíus Sigurður Björnsson og Einar Páll Tamimi segja Sigurð hafa geng- ið að þeirri kröfu að hætta starfsemi eigin stofu. Þeir hafa sent heilbrigðisráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna breytinga á starfs- skyldu Sigurðar sem að þeirra mati jafngildir ólögmætri uppsögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.