Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 21 Laugarvatn | Björgunarsveitin Ing- unn, sem starfrækt er á Laugarvatni í Bláskógabyggð, tók nú á dögunum í notkun nýjan björgunarsveitarbíl hlaðinn björgunar- og leitarbúnaði. Nýji bíllinn er af gerðinni Ford f 250 árgerð 2003, 5 manna með Po- wer stroke V8 6,0 turbo diesel 325hp vél. Meðalbúnaðar í bílnum er súr- efnistaska, sjúkrataska, dráttartóg, verkfæri, 5 tonna spil, leitarljós, loft- læsingar og loftdæla. Bíllinn er á 44 tommu dekkjum og hvert hjól er með loftdempara sem stilla má hvern fyrir sig í mælaborði. Mjög góður fjarskiptabúnaður er í bílnum, VHF-talstöð, CB-talstöð, Tetra- talstöð, Garmin 128 GPS-tæki, NMT-farsími og fartölva með raf- rænum landakortum sem tengja má GPS-tækinu í akstri. Bíllinn er fluttur inn af IB inn- flutningsmiðlun á Selfossi og kostar sveitina fullbúinn 5,7 milljónir. Björgunarsveitarmennirnir í Ing- unni fjármagna bílakaupin að mestu leyti með ýmsum sjálfboðastörfum í þágu sveitarinnar. Landsbjörg styrkir kaupin um 800 þúsund, auk þess nýtur sveitin ýmissa smærri styrkja en mestu munar þó um að fá niðurfelldan virðisaukaskatt sem annars hefði komið ofaná upphæð- ina. Innan sveitarinnar hefur verið tekin upp greinargóð flokkaskipting og um leið sérhæfing manna á tæki og búnað. Aðeins fjórir einstaklingar hafa leyfi til að aka bílnum enda til þess þjálfaðir og allir með meira- próf. Sama má segja um bátaflokk- inn, sleðaflokkinn og sigflokkinn sem nú er í undirbúningi og þjálfun en ábúendur á Ketilvöllum í Laug- ardal gáfu á dögunum sigbúnað fyrir tvo menn til björgunarsveitarinnar. Að sögn formanns Ingunnar, Jó- hanns Gunnars Friðgeirssonar, er beinn kostnaður björgunarsveit- armanna ærinn af starfinu því per- sónulega þurfi menn að kaupa sér allan hlífðarfatnað til að verja sjálfa sig í verstu veðrum. Sá búnaður kostar á bilinu 40-50 þúsund krónur. Síðan verða menn stöðugt að halda kunnáttu sinni og þjálfun við og í það fer mikill tími og peningar. Þetta er fyrir utan útköllin sem geta tekið upp í nokkra daga. Mennirnir telja þetta ekki eftir sér sem sést best á því að 10 nýir liðsmenn hafa gengið í sveitina í haust og mikill hugur í öllum að byggja sveitina sem best upp til björgunar og hjálp- arstarfa. Þeir Ingunnarmenn á Laug- arvatni hafa nú tekið upp samstarf við björgunarsveitirnar Tintron í Grímsnesi og Biskup í Tungunum um æfingar og fræðslustarf, eru æf- ingar með þeim ráðgerðar mán- aðarlega í vetur. Björgunarsveitin Ingunn í Bláskógabyggð Vígir nýjan leitarbíl Morgunblaðið/Kári Jónasson Hlaðinn búnaði: Jóhann G. Friðgeirsson tekur við lyklunum að nýjum Ford f 250 úr höndum Daníels Halldórssonar frá IB innflutningsmiðlun. Með þeim er Sölvi Arnarsson. Bifreiðin styrkir mjög starfsemi sveitarinnar. Selfoss | Rótaryklúbbur Selfoss afhenti nýlega Vinnustofunni á Gagnheiði 23 á Selfossi sitt árlega jólatré sem starfsmenn tóku á móti og heiðruðu gesti með söng. Það var Þorgeir Sigurðsson sem kveikti á jólatrénu. Í vinnustofunni eru unnar gjafa- vörur af ýmsu tagi sem starfsmenn selja árlega meðal annars á jóla- markaði en föstudaginn 28. nóv- ember kl. 10 verður jólamarkaður á Viss við Gagnheiði á Selfossi opn- aður og að þessu sinni í Kjarnanum á Selfossi. Um er að ræða árlegan markað þar sem hægt er að kaupa hand- unna listmuni eftir þá 29 fötluðu einstaklinga sem þar starfa. Í til- efni Evrópuárs fatlaðra var ákveðið að vera í Kjarnanum með mark- aðinn og vekja þannig frekari at- hygli á því fjölbreytta starfi sem unnið er á Vinnustofunni. Kór Fjöl- menntar undir stjórn Gylfa Krist- inssonar mun syngja nokkur lög og Katrín Gróa Sigurðardóttir flytur ljóð. Jólamarkaðurinn verður opinn föstudaginn 28. nóv. frá kl 10 til 21 og laugardaginn 29. nóv. frá kl. 10 til 16. Verslunin á Viss Gagnheiði 39 verður opin alla virka daga til 19. desember. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Árvisst hjá Viss: Starfsmenn Vinnustofunnar sungu fyrir Rótarymenn við móttöku á jólatrénu og að venju var það hátíðleg athöfn í aðdraganda jóla. Jólamarkaður opn- aður í Kjarnanum Þegar þig langar frá kr. 3.800 á mann Næturgisting með morgunmat frá aðeins 3.800 kr.* á mann. *Tilboðið miðast við tvo í herbergi og gildir í nóvember og desember. • Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss • Sími: 444 4000 www.icehotels.is FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Haðaland Fallegt og vel staðsett 186 fm einlyft einbýlishús auk 31 fm bíl- skúrs á þessum eftirsótta stað neðst í Fossvogsdalnum. Eignin, sem hefur verið vel viðhaldið, skiptist m.a. í samliggjandi stofur, eldhús með góðri borðaðstöðu, 3-5 herb. auk fataherb. og ný- lega innréttað flísalagt baðherb. með hornbaðkari og sturtuklefa. Nýlegt parket á stofum og eldhúsi. Fallega ræktaður garður með skjólveggjum og heitum potti. Hellulagðar stéttar við húsið. Verð 38,0 millj. Steinás - Garðabæ Glæsilegt og vel innréttað 170 fm einlyft einbýlishús auk 40 fm bílskúrs. Eignin skiptist í forst., forstofuherb., setu- og borðstofu, eldhús m. mahóní- innrétt., sjónvarpshol, flísalagt gestasalerni, 3 svefnherb., flísalagt baðherb. með nuddbaðkari og sturtu auk þvottaherb. og geymslu. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Mikil lofthæð og innfelld lýsing í loftum víða í húsinu. Hellulögn fyrir framan hús og hitalagnir í innkeyrslu. Timburverönd með skjólveggjum. Góð staðsetning, innarlega í botnlanga með út- sýni yfir Reykjanesfjallgarð. Áhv. húsbr./lífsj. Verð 33,5 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.