Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 41 Í HVERRI viku eru kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju á miðvikudög- um kl.12. Kyrrðarstundirnar eru bænarstundir með orgelleik og alt- arisgöngu. Prestar safnaðarins séra Vigfús Þór Árnason, séra Sig- urður Arnarson, séra Anna Sigríð- ur Pálsdóttir og séra Bjarni Þór Bjarnason annast sundirnar, organ- isti er Hörður Bragason. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni kyrrðarstund. Prestar Grafarvogskirkju. Fræðslukvöld um bréf Jóhannesar BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg stendur fyrir fræðslukvöldi um þrjú af bréfum Nýja testamentisins, það er 1., 2. og 3. Jóhannesarbréf, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Fræðari kvöldsins verður Ragn- ar Snær Karlsson æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en fræðslu- kvöldið er liður í þriggja ára áætl- un skólans, „Þekktu Biblíuna bet- ur“, þar sem fjallað verður um öll rit Biblíunnar á mánaðarlegum samverum á þeim tíma. Morgunblaðið/ÞorkellKFUM og KFUK við Holtaveg. Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju FRÉTTIR MORGUNMÁLÞING Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofn- ana verður á Grand hótel á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 8.30–10. Þátttökugjald er kr. 3.800. Þátttakendur skrái sig á póstfang- ið: msb@hi.is „Skil milli einkaaðila og opin- berra aðila hvað varðar þjónustu við borgarana hafa á undanförnum árum orðið óljósari. Einkaaðilar eru í vaxandi mæli að bjóða þjón- ustu sem opinberar stofnanir sáu alfarið um áður og tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir hvetja til auk- ins einkarekstrar á ýmissi þjónustu opinberra stofnana. Ýmsar opin- berar stofnanir hafa lagað rekstur og reikningsskil sín að þessu, en eru þá e.t.v. komnar í ójafna sam- keppni við aðrar opinberar stofn- anir sem ekki hafa gert það. Við þessar aðstæður er eðlilegt að spurt sé hvernig samkeppni milli þessara aðila sé háttað, milli op- inberra stofnana og einkafyrir- tækja og opinberra stofnana inn- byrðis,“ segir í fréttatilkyningu frá fundarboðendum. Fyrirlesarar verða Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnun- ar, og Árni Vilhjálmsson hrl., LOG- OS lögmannsþjónustu. Að loknum fyrirlestrum munu þeir einnig sitja í pallborði ásamt Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra og Sveini Hannes- syni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, ræða þessi mál og svara. Málþing um opinberan rekstur og samkeppnislög EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík: „Heimdallur mótmælir umræðu undanfarinna daga um aukin af- skipti ríkisvaldsins af fjölmiðla- markaði. Það er ekki hlutverk lög- gjafarvaldsins að setja reglur um eignarhald á fjölmiðlum enda eiga afskipti hins opinbera af frjálsum markaði ætíð að vera í lágmarki. Enginn eðlismunur er á rekstri fjöl- miðla og öðrum rekstri að því leyti. Heimdallur telur þvert á móti mik- ilvægt að ríkisvaldið sleppi takinu af Ríkisútvarpinu og styður laga- frumvarp þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um breytingar á rekstr- arformi RÚV, sem er skref í rétta átt. Ennfremur mótmælir Heimdall- ur öllum hugmyndum um aukin af- skipti hins opinbera af fjármála- markaðnum. Þau afskipti eru nú þegar of mikil. Aðhald fjármálafyr- irtækja á að koma frá markaðnum en ekki ríkisvaldinu. Heimdallur undrast umræðu á þingi um stofnun þjóðbanka og áréttar að þingmenn eigi að beita sér fyrir framförum og frelsi en ekki afturhaldi og sósíalisma.“ Mótmæla hugmyndum um aukin afskipti ríkisvaldsins Rangur titill Vegna fréttar um málþing BHM og Læknafélagsins um tjáningar- frelsi skal tekið fram að Gísli Tryggvason er framkvæmdastjóri en ekki formaður Bandalags há- skólamanna. Rangt höfundarnafn Mistök urðu við vinnslu greinar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bók- ina Tolkien og hringurinn í Bóka- blaðinu í gær. Birtist rangt höfund- arnafn undir greininni. Eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn Föðurnafn Sigurjóns Þ. Árnason- ar bankastjóra Landsbankans mis- ritaðist í frétt á bls. 2 í gær og er beð- ist velvirðingar á þeim mistökum. Heildargjöldin mun hærri Heildargjöld vegna framhalds- skóla eru áætluð 10.888,9 m.kr. sam- kvæmt frumvarpi til fjárlaga 2004 en ekki 94,5 millj. kr. eins og sagði í frétt blaðsins í gær. Hins vegar var gert ráð fyrir 94,5 millj. kr. í liðinn framhaldsskólar, óskipt, sem fréttin fjallaði um, en greint var frá því að lagt væri til að fjárveiting til rekst- urs framhaldsskóla ykist um 600 milljónir króna og því færu 694,5 millj. kr. í þennan lið. LEIÐRÉTT HILMAR Gunnlaugsson héraðs- dómslögmaður, sem í fyrradag var tilnefndur sem verjandi manns, sem gefið er að sök að hafa ráðist á annan mann í Kárahnjúkavirkjun, hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu. Birtist tilkynningin Hilmars í heild hér á eftir: „Á þessu stigi eru atvik málsins óljós, en umbjóðandi minn er starfsmaður við Kárahnjúka og er- lendur ríkisborgari. Mál þetta hef- ur fengið óvenju mikla athygli fjöl- miðla og þykir undirrituðum fréttir af málinu hafa verið ósanngjarnar gagnvart umbjóðanda mínum, mið- að við þær staðreyndir sem liggja fyrir á þessari stundu. Í gær upplýsti undirritaður um- bjóðanda minn um þær fréttir sem heyrst höfðu í ljósvakamiðlum, þ.e. að þar hefði málið verið fært í þann búning að sekt hans lægi fyrir og að búið væri að víkja honum frá störfum eða í það minnsta ákveða það. Umbjóðandi minn hefur ekki játað umræddan verknað og allt of snemmt er að fullyrða um það hvort hann teljist sekur eða sak- laus, slíkt er hlutverk dómstóla en ekki fjölmiðla. Þá hafði umbjóð- anda mínum ekki verið sagt upp störfum þegar samtal okkar átti sér stað í gærmorgun. Umbjóðandi minn óskar eftir því að þjóðerni hans og vinnustaður, sem hvort tveggja virðist hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum hér á landi, blandist ekki um of í umræðu á þeim ásökunum sem beint hefur verið að honum. Umbjóðandi minn hyggst einbeita sér að því að koma sínum málstað á framfæri við rétt yfirvöld og biðst undan því að þurfa að reka málið um leið fyrir fjölmiðlum.“ Líkamsárásin við Kárahnjúka Biðst undan að reka mál sitt í fjölmiðlum Nýtt Jólavörur frá Bretlandi 4 stk. í pakka Verð kr. 2.900 Diskamottur Klapparstíg 44, sími 562 3614 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema FYRSTI aðalfundur Ungra frjáls- lyndra, ungliðahreyfingar Frjáls- lynda flokksins, var haldinn laugar- daginn 22. nóvember sl. í félags- heimili flokksins við Aðalstræti í Reykjavík. Kjörin var níu manna stjórn og var Kristín María Birgisdóttir, 23 ára stjórnmálafræðinemi við Há- skóla Íslands, kosin formaður sam- takanna. Formaður kjörinn SKAGAFJARÐARVEITUR hf. hafa gert samkomulag við Vigor ehf. um endurnýjun á bókhaldshug- búnaði sínum. Um er að ræða fjár- hags- og viðskiptakerfi, vöru- og sölukerfi, verkbókhald, eignakerfi og fleira. Uppsetning kerfisins er hafin og verður það tekið í gagnið í byrjun næsta árs. Fyrir eru Skagafjarð- arveitur með orkureikningakerfið Orku frá Vigor í notkun. Skagafjarðar- veitur endurnýja hugbúnað Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr- að. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustundirnar látið kirkjuverði vita í síma 553 8500. Lofgjörðarsam- vera kl. 20. Lofgjörð, söngur og bæn. Létt og skemmtileg tónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista, Ás- geirs Páls Ágústssonar, tónlistarmanns og Kristjönu H. Thorarensen, sem leiða söng og tónlist. Heitt á könnunni eftir samveruna. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun- verður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10– 12 ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Aðventuferð verður farin að Hjalla í Ölfusi sunnudaginn 30. nóv- ember. Farið verður frá Setrinu kl. 13. Skráning í s. 511 5405. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðar- stund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 Opið hús eldri borg- ara. Söngur, tekið í spil, upplestur, fönd- ur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borg- arar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir Heiðdal og Geir Brynj- ólfsson auk sr. Bjarna. Fermingartími kl. 19. Unglingakvöld Laugarneskirkju kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hafa Sigurvin Jónsson og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há- deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há- degisverður eftir stundina. Allir velkomn- ir. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Viltu lesa fyrir mig, fræðsla um börn og bókmenntir. Þorbjörg Karlsdóttir og Jón- ína Óskarsdóttir, bókaverðir. Umsjón El- ínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og um- ræður kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest- ur sr. Örn Bárður Jónsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boðið til bænastunda í kapellu safnað- arins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhug- un, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- deginu. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13– 16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þor- valdur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim- ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart- anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir . Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyr- irbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðar- stund lokinni. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikuleg- ar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dag- ur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldra- morgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldiog umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13:00–16:00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu um- hverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Helga Helena Sturlaugsdóttir. Æfing hjá Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16–17. Æf- ing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19– 22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Bibl- íulestur á vegum Alfa-hópsins í minni sal Kirkjulundar kl. 20. Leiðir að lindinni, kynntar verða mismunandi leiðir að lind- inni. Ný frumgerð (paradigm) Walter Wink í biblíurannsóknum. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman. 9–12 ára krakkar í kirkjunni. Gluggað verður í bókina Dagar með Markúsi. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús hjá Æskulýðsfélagi og KFUM&K í fé- lagsheimili KFUM&K. Ester Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Viðtalstímar presta kirkj- unnar eru þriðjudaga til föstudaga kl. 11–12. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–12. Flísvörukynning frá Sauma- smiðjunni. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Glerárkirkja. Hádegissamverur alla mið- vikudaga kl. 12. Opin fræðslukvöld eru í kirkjunni á miðvikudagskvöldum kl.19.30. Léttur kvöldverður, fræðsla, umræður og bænastund. Námskeiðið er ókeypis. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 Hjálparflokkur, Anne Marie og Harold Reinholdtsen syngja og tala. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýsingar á: www.kefas.is Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Hver er Jesú? Lúk. 7.18–23. Ræðumaður Leifur Sig- urðsson. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir velkomnir. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.