Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 25 UMRÆÐU um fólk á miðjum aldri hefur af einhverjum ástæðum ekki borið hátt í íslenzkri bókaflóru eða manna á meðal. Það er helzt grár fiðr- ingur hjá karlmönnum og breytinga- skeið kvenna sem vakið hafa áhuga almennings. Heilsa karla sem sér- stakt viðfangsefni hefur þó verið að skjóta upp kollinum á læknaráð- stefnum undanfarin misseri og aug- ljóslega er þörf á að gefa henni gaum. Þeir sem eru á miðjum aldri hafa gjarnan náð hámarksstarfsframa og eru betur settir fjárhagslega en fyrr á ævinni. Flestir áhrifamenn í þjóð- félaginu eru á miðjum aldri. Börnin eru oftar en ekki flutt að heiman og meiri tími gefst til að sinna fé- lagsstörfum, hugðarefnum og öðru fólki. Á þessum tímapunkti ævinnar ætti fólk að geta haft meiri áhrif á eig- in lífshamingju. Það hefur öðlazt verðmæta reynslu og þekkingu en miðaldra fólk er ef til vill of upptekið af vegferð sinni til að staldra við? Það lítur ef til vill svo á að úr því yngri árin séu að baki hljóti að fara að halla und- an fæti og brátt hilli í Elli kerlingu. Það er nauðsynlegt að geta lifað í nú- tíðinni og notið þess að vera til en samt óþarfi að stinga höfðinu í sand- inn því það er svo margt hægt að gera til að bæta líf sitt og annarra. Í nýrri bók sem sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal hafa skrifað og gefið hið fallega nafn Í blóma lífsins segjast þær oft hafa tekið mið af því í bókum sínum hvar á lífsferlinum þær sjálfar hafa verið staddar. Sem dæmi má nefna Nútímafólk (1986) um sálarlíf fullorðinna og Sálfræði einkalífsins (2001) um líf fólks á fullorðinsárum. Margar af fyrri bókum þeirra hafa byggst á eigin vinnu og rannsóknum en í nýju bókinni fara þær yfir rann- sóknir annarra svo og það sem skrifað hefur verið um líf og líðan miðaldra fólks beggja vegna Atlantshafs. Þær styðjast þannig við beztu manna yf- irsýn og gefa lesandanum gott yfirlit yfir það athyglisverðasta sem birzt hefur um þetta æviskeið. Misjafnt er hvað kallast að vera miðaldra. Í nýrri grein um miðjan ald- ur segir Rebecca A. Clay til dæmis að hann nái yfir árin 30–70 ára, með áherzlu á árin milli 40 og 60 ára. Álf- heiður og Guðfinna skilgreina hins vegar miðjan aldur líkt og sálfræðing- urinn Gail Sheehy, eða sem árin milli 45 og 65 ára (bls.15). Bókinni er skipt í níu kafla þar sem tekin eru fyrir margvísleg viðfangs- efni í lífi miðaldra karla og kvenna. Margt miðaldra fólk hefur hlaðið á sig verkefnum, ekki sízt konur sem þurfa að standa undir kröfum á mörgum sviðum. Þær eru í vinnu, sinna um aldraða foreldra ef þeirra nýtur enn við, og heimanaðflutt börn og barna- börn þurfa sinn tíma. Ein rannsókn frá Svíþjóð sýnir að bæði konur og karlar verði fyrir streitu í vinnu. Þeg- ar vinnu lýkur lækkar streita karla en hún eykst hjá konum eftir að heim er komið og fjölskyldumálin taka við (bls. 85). Sérstakur kafli er um karla á miðjum aldri og er mikill fengur að honum að mínu áliti, ekki sízt í ljósi umræðunnar um heilsu karla sem ég vitnaði til hér að ofan. Margar rann- sóknir sýna að karlmenn eiga erfitt með að ræða við konur sínar um líðan sína, en þar að auki ræða þeir ekki um einkamál við aðra karlmenn. Þeir eiga sjaldan trúnaðarvini en oft kunningja (bls. 105). Karlmenn geta þó lent í sál- arkreppu ekki síður en konur og þurfa því að skapa sér farveg til að takast á við hana. Þeir búa yfir eig- inleikum á borð við rökhyggju og skynsemi sem þeir geta nýtt í eigin þágu. Á miðjum aldri vaknar meiri þörf fyrir hlýju og nánd við aðra en karlmenn virðast ekki geta deilt per- sónulegum málum eða vandamálum með öðrum körlum. Þeir deila þeim oftar með konum. Karlar geta t.d. haft miklar áhyggjur af hjónabandi sínu, heilsu sinni eða verið illa farnir af þunglyndi án þess að hafa deilt því með vinum sínum (bls. 112–113). Höfundar fjalla á líflegan og upp- örvandi hátt um mismunandi aðferðir kynjanna til að leysa vandamál og segja að kynin þurfi að nálgast og læra meira af styrkleika hins kynsins (bls. 109). Öll er þessi nýja bók Guðfinnu og Álfheiðar bæði fróðleg og læsileg. Mér finnst hún vera sérstaklega vel skrifuð, á góðu máli og vel til hennar vandað. Karlar og konur á miðjum aldri BÆKUR Fræði Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Ey- dal. Almenna bókafélagið. Prentsmiðjan Oddi hf. Reykjavík 2003. 197 bls. Í BLÓMA LÍFSINS Katrín Fjeldsted Guðfinna Eydal Álfheiður Steinþórsdóttir TVÆR íslenskar listakonur taka nú þátt í samsýningum í Bandaríkj- unum og á Spáni: Valgerður Hauksdóttur sýnir, ásamt Kate Leonard, verk í Coburn Gallery, Colorado Springs í Bandaríkjunum. Sýningin nefnist Dyr/Portal og er framhald á sýningu Valgerðar og Kate í listasafni ASÍ í júlí 2002. Sýningin fjallar um upplifun lista- mannanna af Íslandi annars vegar og Colorado hins vegar. Báðir lista- mennirnir hafa bætt nýjum verkum við sýninguna sem haldin var í ASÍ fyrir ári. Ný verk Valgerðar eru hluti af innsetningu sem eru bæði mynd- og hljóðverk og nefnist Euphony. Þá tekur Ingibjörg Böðvarsdóttir myndlistarmaður þátt í samsýning- unni „Desmontaje“ í Menningar- miðstöðinni Centro Cultural Torito í Madrid á Spáni. Á sýningunni eru málverk, ljósmyndir, innsetningar og gjörningar. Ingibjörg lauk B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2001 og er nú búsett á Spáni. Hún hefur áður sýnt bæði hér á landi og erlendis. Sýningunni lýkur 28. nóvember. Sýna í Bandaríkj- unum og á Spáni Frá sýningu Valgerðar Hauksdóttur og Kate Leonard. Hótel Höfn, Hornafirði, kl. 20.30 Ómar Guðjónsson heldur útgáfu- tónleika en nýverið gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Varma land. Með honum leika bróðir hans, Óskar Guðjónsson, á saxófóna, Þórður Högnason á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Á tónleik- unum mun Ómar kynna diskinn ásamt Óskari, Helga og Jóhanni Ás- mundssyni sem mun spila á kontra- bassa. Ýmir kl. 20 Strætókórinn fagnar nýútkomnum geisladisk með útgáfu- tónleikum. Kórinn var stofnaður 5. maí 1958 af átta starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur og hét þá Söngfélagar SVR. Kórinn hefur notið leiðsagnar margra söngstjóra á bráðum 50 ára ferli. Núverandi söngstjóri er Guð- mundur Ómar Óskarsson. Árið 2001 breyttist nafn kórsins í Strætókórinn vegna breytinga á nafni fyrirtækisins. Kórinn er í NSSF sem er samband stræt- isvagna og sporvagnsstjóra á Norð- urlöndum. Formaður kórsins er Guðmundur Sigurjónsson. Undirleikari á útgáfutónleikunum er Davíð Ásgeirsson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS M OR 2 27 64 1 1/ 20 03 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.