Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ hefur verið rætt um stærðfræðinám íslenskra barna undanfarið. Börnin hafa ekki stað- ið sig sem skyldi og hefur verið deilt á kennsluformið. Í leikskólanum Arnarsmára hefja börnin stærð- fræðinám strax við upphaf leik- skólagöngu við tveggja ára aldur. Stærðfræðin er nefnilega allt í kringum okkur og ef byrjað er nógu snemma hlýtur það að skila sér í betri stærðfræðikunnáttu. Kennarar í Arnarsmára vinna út frá því sem börnunum þykir skemmtilegast og grípa tækifærin þegar þau gefast. Við notum mikið opinn efnivið eins og einingakubba og holukubba og börnin glíma við ýmiss konar form. Tölur eru hafð- ar sýnilegar og við teljum nánast allt sem við getum s.s. hvað eru margir mættir í leikskólann, vant- ar einhverja, hvað þarf marga kubba til þess að búa til hús o.s.frv. Áhugi barnanna á klukk- unni hefur aukist og smám saman hafa mörg þeirra elstu lært á klukku. Við flokkum og röðum mikið og er sérstaklega gott að nota það með yngri börnunum. Við notum líðandi stund t.d. í fata- herberginu þar sem hægt er að rugla saman skóm eða vettlingum og fá börnin til að para saman og finna sitt. Hugtakaskilningur er mjög mikilvægur. Búðarleikur er vinsæll þar sem vörur úr hinu dag- lega lífi eru notaðar. Vörurnar eru verðmerktar ýmist með tölum (eldri börn) eða punktum (yngri börn). Notast er við tilbúna pen- inga og síðan er „reiknað út“ hvað vörurnar kosta. Við vigtum og mælum bæði börnin sjálf sem og ýmislegt annað. Það eru notuð alls konar heimatilbúin spil sem kenn- ararnir hafa búið til því það þarf ekki alltaf að kaupa allt dýrum dómum. Þegar við förum í vett- vangsferðir notum við tækifærið og teljum á leiðinni hvað við sjáum marga rauða bíla eða skoðum hús- númerin. Sögubækur sem við les- um, eins og t.d. Mjallhvít og dvergarnir sjö og Geiturnar þrjár, er hægt að nota til að ræða um fjölda, hvað eru margar persónur í sögunni, hvað eru margir glaðir o.s.frv. Söngvar og þulur eru not- aðar eins og Einn var að smíða ausutetur, Einn og tveir inn komu þeir, einnig ýmsir leikir eins og 1, 2, 3, 4, 5 Dimmalimm, París og 10,20… Við erum svo heppin í Arnarsmára að eiga tvær tölvur sem börnin hafa aðgang að og eig- um góð forrit sem eru mjög stærð- fræðimiðuð eins og t.d. Reiknibíll- inn, Leikskólinn, Bogi blýantur og Leikver. Matartímar og það að leggja á borð er einnig mjög mik- ilvægt og hefur að geyma mikla stærðfræði. Hvað þarf að leggja á borð fyrir marga, hvað á að borða margar kartöflur o.s.frv. Stærð- fræðin er allt í kringum okkur og það er auðvelt að benda börnunum á það. Í Arnarsmára hefur verið unnið markvisst með stærðfræðina í eitt ár og annað árið hafið. Hugmyndin er að vera ekki endilega með sér- staka stærðfræðitíma heldur er stærðfræðin hluti af menningu leikskólans þannig að börnin eru alla daga, allan daginn í stærð- fræðinámi. Eins og áður sagði eru tölur og form mjög sýnileg á veggjum og allir kennarar skólans leggja sitt af mörkum. Börnin hafa sýnt mikl- ar framfarir á þessum stutta tíma og höfum við fengið góð viðbrögð frá foreldrum. Það að byrja strax að benda börnum á og kenna þeim stærðfræði hefur mikið að segja um framtíðarnám barnanna. Ég held að ef grunnurinn er góður þá verði eftirleikurinn auð- veldari. Svo megum við ekki gleyma því að börnin eru eins mis- jöfn og þau eru mörg og nota mis- munandi aðferðir við að læra. Þetta er nokkuð sem við fullorðna fólkið verðum að virða. Ég veit að það eru margir leikskólar sem eru að vinna markvisst með stærð- fræðina og ég er viss um að það er kennd stærðfræði í öllum leik- skólum hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Ef við gerum þetta meðvitað og byrjum nógu snemma er ég sannfærð um að börnin okk- ar koma til með að ná góðum tök- um á stærðfræðinni í framtíðinni. Stærðfræði í leikskólum Eftir Hildi Kristínu Helgadóttur Höfundur er leikskólakennari og verkefnisstjóri í leikskólanum Arnarsmára, Kópavogi. Þ að ætti varla að hafa farið framhjá neinum að jólabókaflóðið er skollið á af fullum krafti. Auglýsingar bókaútgefenda verða fleiri og stærri með degi hverjum og höf- undar bókanna koma fram í hverju viðtalinu á fætur öðru. Já, vel á minnst, nær allir þeir sem eru að gefa út bækur eða diska hér á landi fyrir þessi jól eru orðnir eitt helsta „viðfangsefni“ ýmissa dag- skrárliða í útvarpi og sjónvarpi, í tímaritum og blöðum. Þannig heyrir maður varla, les eða sér við- tal við nokk- urn mann nú orðið án þess að í lokin komi í ljós að við- komandi sé nýbúinn að gefa út bók eða disk. Viðmæl- endur; s.s. höfundar bókanna, eru, eins og kannski gefur að skilja, fúsir að opna sig og segja frá sín- um persónulegu högum. Og þeir „trompa“ sennilega alla aðra ef þeim tekst að kreista fram tár, þó ekki væri nema eitt tár, eins og m.a. kom fram í máli Hallgríms Helgasonar rithöfundar í þætti Gísla Marteins í Sjónvarpinu sl. laugardagskvöld. Með því tækist höfundum að öðlast samúð al- mennings og þar með að selja fleiri bækur! Mér skilst reyndar að Hallgrímur hafi gert heiðarlega tilraun til að auka söluna með þessum hætti en án árangurs! (Enda var það meira gert í gríni en alvöru.) Bækurnar sem koma út fyrir þessi jól eru margar hverjar sjálfs- ævisögur eða reynslusögur. Miðað við innihald þeirra er öruggt að margir hafa lent í erfiðri reynslu um ævina. Er sú lífsreynsla ítrek- uð í þeim viðtölum sem höfundar fara í hjá fjölmiðlum vegna útgáfu bókanna. Gert er ráð fyrir því að erfið lífsreynsla seljist – sem hún gerir reyndar alveg örugglega. Sjálfri finnst mér oft gaman að lesa lífsreynslubækur, en ég hugsa að ég verði örugglega búin að fá nóg af slíkum sögum eftir jólin. En að öðru. Það klæðir nefni- lega ekki alla, ef svo má að orði komast, að greina frá erfiðum tím- um. Alltént reyndist það erfitt fyr- ir Flosa Ólafsson, leikara og rithöf- und með meiru, að sannfæra Gísla Martein í samnefndum þætti um að hann fyndi fyrir þunglyndi – svo ég vitni aftur í þann ágæta þátt. Flosi sagði í viðtalinu eitthvað á þá leið að honum þætti erfitt að eldast og að hann fyndi jafnvel fyr- ir þunglyndi; það væri því oft erfitt að fara á fætur á morgnana. En á meðan hann sagði frá þessu öllu saman, alvarlegur í bragði, hló Gísli Marteinn sem aldrei fyrr; sló í lærið og sagði: frábært. Vissi greinilega ekki hvort Flosa væri alvara eða ekki enda Flosi þekkt- ari fyrir allt annað en að tala á al- varlegu nótunum. Já, því má bæta við að Flosi gef- ur út bók um þessi jól um sambúð sína og eiginkonu sinnar, Lilju. Aðrir sem fram komu í þættinum með honum voru einnig að gefa út bækur eða diska. En talandi um tár og erfiða reynslu. Einn höfunda þessara jóla hefur nefnilega fellt „alvöru tár“ í viðtali, svo ég viti til, en það gerði hún Linda Pé, framkvæmdastjóri og fegurðardrottning, í þætti ein- um á Skjá einum fyrir nokkru. Var hún þar að rifja upp heimilis- ofbeldið sem hún hefur þurft að þola. Greinir hún frá þeirri reynslu í bók sinni. Áður en lengra er haldið vil ég taka ofan fyrir henni fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og greina opinberlega frá þessari lífsreynslu. Er ég viss um að frásögn hennar eigi eftir að hjálpa mörgum sem eru í sömu sporum. Auk þess er nauðsynlegt að halda umræðunni um heimilis- ofbeldi vakandi. Margar goðsagnir eru nefnilega í gangi um þessi mál. Margareta Winberg, fyrrverandi jafnréttisráðherra Svíþjóðar, sagði m.a. á ráðstefnu hér á landi í haust að ofbeldi karla gagnvart konum snerist ekki um skyndilega reiði eða „of mikla hormónastarfsemi“ eins og hún orðaði það. Heldur snerist ofbeldið um völd karlsins yfir konunni. Karlar sem berji konur geri sér m.ö.o. fulla grein fyrir því hvað þeir séu að gera. Til dæmis dragi þeir gjarnan fyrir gluggana svo enginn sjái hvað ger- ist innan veggja heimilisins, hækki í hljómflutningsgræjunum eða sjónvarpinu svo enginn heyri og setji jafnvel sáraumbúðir um hnúa sína til að þeir fái ekki áverka eftir barsmíðarnar. Því má heldur ekki gleyma í þessu sambandi að eðli heimilisofbeldis felst í því að fæstir sem þekkja fórnarlambið vita af ofbeldinu. Vald ofbeldismannsins og skömm fórnarlambsins verður til þess að erfitt er að greina frá. Og að enn öðru. Ég heyrði nefnilega í útvarpinu í gær viðtal við mann einn og mér til undrunar kom í ljós að hann er hvorki að gefa út bók né disk. En hvað um það. Maðurinn heitir Garðar Bald- vinsson og er formaður Félags ábyrgra feðra. Ég tek fram að mér finnst margt gott sem þetta félag hefur verið að gera. En undarleg fannst mér sú fullyrðing hans að konur, já, nota bene, fráskildar konur, teldu feður barna sinna þarflausa. Þær kæmu í veg fyrir að börnin fengju að umgangast feður sína eftir skilnað. Þegar spyrillinn reyndi að malda í móinn og segja að þetta hlyti að eiga við um lítinn hóp fráskildra kvenna fullyrti Garðar aftur að svo væri alls ekki. Síðan bætti hann því við að þess vegna gætti tvískinnungs í baráttu femínista. Ekki veit ég hvernig Garðar kemst að þessum niðurstöðum. Ég veit t.d. um konur sem þurfa að grátbiðja feðurna um að sinna börnunum sínum eitthvað en dett- ur ekki í hug að fullyrða að það þurfi að grátbiðja alla feður. Ég held m.ö.o. að Garðar sé í málflutn- ingi sínum að falla í þá gryfju að dæma skóginn eftir laufblaðinu. Efast ég um að það verði málstað hans til framdráttar. Af lífs- reynslu- sögum „Hún sagði að ofbeldið snerist um völd karlsins yfir konunni. Karlar sem berji konur geri sér m.ö.o. fulla grein fyrir því hvað þeir séu að gera.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra tjáir sig við blaða- mann DV sáluga hinn 2. júní í sumar í kjölfar þess að upp kom riðuveiki við borg- arhlið okkar Reyk- víkinga. Tvennt sagði Guðni land- búnaðarráðherra sem vakti athygli mína við þetta tilfelli. 1. „Rannsóknarefni er hvers vegna veikin kemur upp,“ o.s.frv. og síðar, 2. „enda þótt hin stóru vísindi eigi eftir að svara okkur hver séu upptök þessa sjúkdóms“. Ég hringdi í landbúnaðarráðu- neyti Guðna til að afla upplýsinga um riðurannsóknir ráðuneytisins almennt undanfarandi ár og sér- staklega þetta tilvik í sýslu okkar Reykvíkinga. Þetta gerði ég fyrir verkefni sem ég hef verið að vinna í undanfarandi 5 ár og kalla: Orkugas frá bakteríum, (BÍO- GAS). Mér var vísað á sérstakan full- trúa ráðuneytisins í málefnum riðuveiki í nautgripum og sauðfé. Í þessu símtali óskaði ég eftir því að fá eintak af rannsóknarskýrslu fyrir tilfellið Breiðabólstaður í Ölf- usi, Gullbringusýslu. Dýralækn- irinn á hinum endanum brá fyrir sig læknaeiðnum um trún- aðarsamband læknis og sjúklings og hafnaði mér um umbeðnar upp- lýsingar. Þetta varð til þess að Embætti yfirdýralæknis fékk frá mér bréf sem hann ekki vill svara, en svarbréfið ætlaði ég að ramma inn og hengja upp á vegg. Í er- indinu til yfirdýralæknis var hon- um falið að svara fyrir hönd land- búnaðarráðherra nokkrum einföldum spurningum úr dýra- verndunarreglugerð númer 60/ 2000. Ég vildi fá að vita hvert hafi verið hita og rakastig í fjárhúsinu og hverjar hefðu verið niðurstöður gasmælinga í þessu fjárhúsi, eins og efnisþáttur máls er í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins. Þar sem engin svör komu úr landbúnaðarráðuneytinu var að sjálfsögðu haft samband við bænd- ur beint og þá kom ýmislegt und- arlegt í ljós og þar voru menn á einu máli. „Þeir koma og taka kindurnar en þeir rannsaka ekki neitt í fjárhúsunum og spyrja ekki að neinu.“ Þetta ætti að svara fyrri spurningu Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra. Við frekari skoðun málsins kom þetta í ljós, Guðni ráðherra. Til- raunastöð Háskóla Íslands á Keldnaholti, dýrasjúkdómadeild, hefur svarað spurningu minni þannig að enginn kannast við það að hafa mælt hita og rakastig í ís- lenskum fjárhúsum þaðan að síður gasmælingar eins og fram kemur í dýraverndunarreglugerð nr. 60/ 2000. Í framhaldi af þessu er ekki til ein einasta rannsóknarskýrsla um eitt einasta tilvik riðuveiki á Íslandi í 100 ár. Það eru til dán- arvottorð sem staðfesta tilvik riðuveiki með bæjarnafni, hreppur og sýsla. Það er ekki til staf- krókur um orsakasamhengi sem aðdraganda að því hvað hugs- anlega er að gerast í íslenskum fjárhúsum þaðan sem út koma kindur riðuveikar. Eru þetta hin stóru vísindi, Guðni Ágústsson ráðherra? Hin stóru vísindi, háttvirtur landbúnaðarráðherra, eru þau að það vantar orsakasamhengið í rannsóknarstarfið og að starfs- menn ráðuneytis yðar viti hvoru megin við smásjána þeir eiga að standa og í hvort gatið þeir eiga að horfa, síðan þurfa þeir að vita í hvað átt smásjáin á að fara. Hin stóru vísindi við riðuveiki- tilfellið Breiðabólstaður, Ölfusi, er að tilfellið ætti að flokkast undir mjög sérstakt tilfelli nátt- úruhamfara á míkroskala í bakt- eríuheimi þegar 40.000 þúsund lítrar af vatni og þvagi gerjast saman við 40.000 þúsund kíló af dýraskít og er orsökin fyrir þessu bilun í brynningarkerfi. Þetta er einfaldasta tilfellið að biogas-slysi sem ég hef komist í kynni við. Bakteríumagnið sem landbún- aðarráðuneytið lét moka út undir bert loft við þjóðveg númer eitt á Suðurlandi nú í haust er eitt sorg- legt umhverfisslys fyrir menn og mýs. Allar hættulegustu bakteríur heimsins, mokað út að borgarhliði Reykjavíkur, í tonna tali. Hin stóru vísindi við riðuveiki- tilfellið Urðir, Svarfaðardal, er að tilfellið ætti að flokkast undir mjög hættulegt tilfelli nátt- úruhamfara, sannkallað bíógas- slys þar sem við sögu koma vatn, skítur, lýsi og rotvarnarefni í kúa- fóðri gefið kindum og er það í tví- gang sem bærinn Urðir verður fyrir bakteríusprengingu á mík- roskala með stuttu millibili og eru bæði tilfellin eins. Rotvarnarefni á ekkert erindi í jórturdýramaga sem einfaldlega fá drullu af öllu saman og það kunna bakteríur í flór vel að meta og ekki er verra að hafa lýsi í blöndunni. Það hættulega við þetta mál er að bakteríur í flór þurftu að mynda mótefni við eitrið í rotvarn- arefninu og úr varð enn meira eit- ur með tilheyrandi eiturgasi. Hin stóru vísindi í þessum tveimur málum eru þau að í bio- gasi eru smitefni sem innihalda kolefnasambönd í gastegundunum methan, kolsýring og koltvísýring auk annarra gastegunda og eitur- efna í bíogasi/bakteríugasi. Kind- urnar anda síðan að sér þessu gasi og verða veikar af öllu saman sér- staklega þær sem fá þetta í sig í miklu magni eins og verður í svona biogas-slysum sem hafa hægan langan aðdraganda. Ég sem neytandi landbúnaðar- afurða á að mótmæla því að þurfa að neyta rotvarnarefna sem ég hef óþol og ofnæmi fyrir á þessu stigi í fæðukeðjunni og það ætti þjóðin líka að gera. Vér mótmælum öll. Það eru rotvarnarefni í svínafóðri, kúafóðri og fuglafóðri og eru varp- hænur í eggjaframleiðslu þar með- taldar. Er það nema von að maður sé skrítinn. Ég heyrði í fyrsta sinn í sumar ávinning að því að maður eða menn hefðu orðið fyrir því að fá á sig biogas-ský og fallið í öngvit. Þetta fékk ég staðfest frá manna- lækni á Suðurlandi. Nú spyr ég embætti landlæknis: Er CJD heilaeitrun, nátengd riðuveikinni, að slá sér niður á Suðurlandi? Hin stóru vísindi Eftir Guðbrand Jónsson Höfundur er verkefnisstjóri Saurbæjar/Biogas-stöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.