Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 49 Tímaritið Lifun - frítt til áskrifenda Morgunblaðsins í dag lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer tíu 2003 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 0 0 9 01 aðventa þrjú heimili hvert með sínu sniði bakað, eldað og notið strax hnífapör, kertastjakar og seríur hugmyndir að hátíðarborði doppur á vegg Verð í lausasölu 480 kr. - Frítt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins ÍRSKI leikarinn Colin Farrell er sagður hafa eytt sem nemur 3,1 milljón króna í áfengi á einum degi eftir að tökum á kvikmyndinni Hlé (Intermission) lauk. Farrell og föruneyti hans drakk áfengi á hinum ýmsum börum og veitingastöðum í Lundúnum í 16 klukkustundir fyr- ir umrædda upphæð, að sögn götublaðsins The Daily Star. Farrell og félagar hófu slarkið á Electric House í Notting Hill. Þaðan var haldið til Covent Garden og loks endaði Farrell drabbið á herbergi í Savoy- hótelinu. Farrell hefur sagt skilið við fyrirsætuna Kim Borde- nave, sem eignaðist son þeirra fyrir sjö vikum, en er orðaður við bandarísku leikkonuna Angelinu Jolie. Colin Farrell eyddi stórfé í áfengi Leikarinn Colin Farrell er ekki þekktur fyrir heilsusamlega lifn- aðarhætti. Á slarki í Lundúnum RÍKISÚTVARPIÐ og Sonet hafa gert með sér samstarfssamning um útgáfu tónlistarefnis úr safni RÚV (útvarps- og sjónvarpsefnis). Mark- mið samningsins er annars vegar fólgið í varðveislu efnis og hins veg- ar að stuðla að auknu aðgengi al- mennings að efninu með útgáfu þess. Samningurinn er til reynslu í 12 mánuði með endurnýjunar- ákvæðum ef báðir aðilar óska þess. Samningar þessa efnis voru und- irritaðir í gær í Austurbæ. Fyrstu útgáfurnar eru Jóla- stundin okkar og Ómar lands og þjóðar – Kóróna landsins. Jólastundin okkar verður í formi hljóm- og mynddisks með völdum lögum úr Stundinni okkar. Meðal helstu flytjenda eru Keli (úr Ásta og Keli), Ragnheiður Gröndal, Laddi, Heiða o.fl. Ómar lands og þjóðar er yfirskrift laga og ljóða um land og þjóð eftir Ómar Ragnarsson, sem gefin verða út á þremur hljómdiskum, mynd- diskum og í textaheftum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Lögin á hljómdiskunum, sem langflest eru eftir Ómar, verða í þeirri mynd, sem þau voru flutt í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum á ár- unum 1996-2000 og fjalla þau um margvíslegar hliðar mannlífsins og landsins. Ómar hefur um áratuga- skeið ferðast um landið þvert og endilangt, og eru fáir sem þekkja það eins vel og hann. Hann leyfir hlustendum að fylgja sér á sína uppáhaldsstaði, segir sögu þeirra í bland við sína eigin ferðasögu. Lög og ljóð Ómars og sögurnar fléttast saman við einstakar nátt- úrumyndir sem teknar voru af Frið- þjófi Helgasyni, honum sjálfum og fleiri myndatökumönnum.“ Söngvarar sem prýða diskinn eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafs- son, Kristinn Sigmundsson, félagar úr Fóstbræðrum, Bubbi Morthens, Pálmi Gunnarsson, Helga Möller, Bjarni Arason, Ragnar Bjarnason, Berglind Björk Jónasdóttir, Ari Jónsson, Jóhanna Lárusdóttir og Ómar Ragnarsson. Plata Hljóma, samnefnd sveit- inni, sem út kom fyrir stuttu, hefur nú selst í 8000 eintökum. Var þeim félögum því afhent gullplata við sama tækifæri og áðurnefndir samningar voru handsalaðir. Mynd um Hljóma verður frum- sýnd í Ríkissjónvarpinu 7. desem- ber n.k. Þremur dögum síðar kem- ur svo út mynddiskur með því efni, þar sem gefur að líta gamlar og nýjar upptökur með Hljómum jafn- framt því sem saga sveitarinnar verður rakin.Ríkisútvarpið og Sonet gera með sér útgáfusamning Morgunblaðið/Eggert Hljómar hafa selt 8.000 eintök af nýju plötunni og fengu gullplötu af því tilefni.Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Óttar Felix Hauksson hjá Sonet og Þorsteinn Þor- steinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, undirrita samninginn. Ómar lands og þjóðar kemur út 27. nóvember. Jólalögin okkar koma út 5. desember. Hljómar, 40 ára afmælisútgáfa kemur út 10. desember. Í tilefni af útgáfu Ómar lands og þjóðar - Kóróna landsins verður haldin sérstök útgáfusýning í Austurbæ þann 27. nóvember kl. 21.00. Miðasala á sýninguna hófst mánudaginn 23. nóvember í verslun Japis við Laugaveg og á midi.is. Miðaverð er 1000 kr. BÍTILLINN fyrrverandi, Ringo Starr, hefur fengið nýtt embætti. Hann verður sérstakur heiðurseft- irlitsmaður með ferðum bandaríska jólasveinsins á aðfangadagskvöld en bandaríska loftvarnaeftirlitið (NORAD) fylgist þá að venju með ferðum jólasveinsins. Sett hefur ver- ið upp sérstök heimasíða þar sem hægt er að fylgjast með ferðum sveinka og einnig verður hægt að hringja í sérstakt símanúmer til að fá upplýsingar. „Börn munu sjá ótrúlega hluti. Ég er stoltur af því að fá að vera einn af þeim sem fylgist með ferð- um jólasveinsins,“ segir Ringo í til- kynningu sem NORAD sendi frá sér í gærkvöldi. Hægt verður að hlusta á nokkur jólalög Ringos á netsíðunni. NORAD, sem hefur höfuðstöðvar í herstöðinni í Peterson, ber ábyrgð á loftvörnum Norður-Ameríku en í 45 ár hefur stofnunin og forveri henn- ar, Continental Air Defense Comm- and, fylgst með ferðum jólasveinsins á aðfangadagskvöld. Þess má geta að árið 1999 gaf Ringo út plötuna I Wanna Be Santa Claus, og fékk skífan hina prýðileg- ustu dóma. Ringo verður heiðurseftirlitsmaður jólasveinsins Ringo Starr Bítla hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.